Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Side 54
V ið erum búnir að vera þarna í rúm fimm ár og höfum báðir eignast börn á þeim tíma og stofnað fyrirtæki,“ segir Sig- mar Vilhjálmsson, betur er þekktur sem Simmi. Hann hefur stýrt geysivinsælum útvarpsþætti á Bylgj- unni ásamt félaga sínum, Jóhannesi Ásbjörnssyni, Jóa, en þeir ljúka störf- um um mánaðamótin. Þáttur Simma og Jóa hefur verið á laugardögum og hafa þeir sankað að sér stórum hópi aðdáenda sem ef- laust mun sakna þeirra. Bylgjan er um þessar mundir vinsælasta útvarpsstöð landsins, með örlítið meiri hlustun en Rás 2. „Það er mikið að gera“ Miklar annir hafa verið hjá Simma og Jóa í kringum rekstur Hamborgarafa- brikkunar og framleiðslufyrirtækis- ins Stórveldisins ehf., og því hafa þeir félagar ákveðið að hætta á Bylgjunni. „Við erum búnir að vera að þessu allt of lengi. En þetta hefur verið of skemmti- legt þannig að við höfum ekki tímt að hætta þessu,“ segir Simmi: „En það er mikið að gera – við erum að opna Fabrikkuna fyrir norðan – og við viljum svona fara að eiga aðeins meiri tíma en hefur verið.“ Fastur liður í þættinum hefur verið að hringja í móður Simma – Gerði Unndórsdóttur – og segir Simmi lík- legt að hún sjái eftir þættinum. „Það er kannski móðir mín sem mun helst sakna þáttarins,“ segir hann. „Lífinu lýkur ekki“ Það tekur Gerður undir: „Ég auðvitað kvíði því svolítið,“ segir Gerður um að þátturinn sé að hætta. „Mér finnst þetta gaman. En það hefur allt sinn til- gang – lífinu lýkur ekki,“ bætir Gerður við og hlær. Gerður segir að hún muni hafa meiri tíma til þess að spá og spekúlera í ljóðum, en Gerður hefur oft lesið ljóð í þættinum. „Ég hef þá nægan tíma til þess að spekúlera í ljóðunum. Svo erum við tvö hjónin hérna heima – erum bæði á eftirlaunum – og höfum núna tíma til þess að hafa gaman að hvort öðru og vera svolítið elskuleg. En ég á eftir að sakna þess að vera í þættinum, það er alveg satt. Ég get ekki neitað því.“ Nokkrar sviptingar verða á Bylgj- unni á næstunni en Hermann Gunnarsson – betur þekktur sem Hemmi Gunn – mun einnig hætta á næstunni með þátt sinn Og svaraðu nú sem verið hefur síðdegis á sunnu- dögum á Bylgjunni. n 54 Fólk 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Fékk gullskó í afmælisgjöf E iginmaður Þórunn- ar Högnadóttur, ritstýru Home Magazine, gaf frúnni Marc Jacobs gull „vedge“-strigaskó í af- mælisgjöf þann 10. apríl síðastliðin. „Þessi dagur var í raun og veru ekkert mikið öðru- vísi en aðrir dagar,ég valdi það að fara í hádegismat á Kaffitár í Kringlunni með fjöl- skyldu og vinum. Svo var ég bara í róleg- heitum heima við þangað til eiginmað- urinn, Beisi, kom með kvöldmat heim og að sjálfsögðu blóm. Rólegur en yndislegur dagur, en svo verð ég með afmæliskaffi á laugardaginn fyrir fjölskyldu og vini,“ segir Þórunn. Á stríður Viðarsdóttir kveður RÚV í dag, föstudag, eftir að hafa starfað þar í nokk- ur ár. Ástríður heldur á vit nýrra ævintýra og er farin að vinna í framleiðsludeild Lata- bæjar. „Spennandi tímar framund- an,“ segir Ástríður í samtali við DV. Ásamt því að hafa unnið í Kast- ljósinu þá hefur Ástríður komið að ýmsum öðrum þáttum hjá RÚV, meðal annars Dans dans dans og Söngvakeppni sjónvarpsins. Ástríður hefur verið afar vinsæl meðal samstarfsmanna á RÚV sem bera henni vel söguna. Jóhannes Kr. Kristjánsson, samstarfsmaður Ástríðar, birti myndir af henni á Facebook-síðu sinni og skrifaði undir: „Þessi elska kveður Kast- ljósið í lok vikunnar og heldur á vit nýrra ævintýra. Það væri hægt að gera bíómynd um hana og hennar sögu. Það efa ég ekki að verði gert einn daginn.“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Ástríðar en Egill Helgason sló á létta strengi af þessu tilefni og vildi losna við fleira ungt fólk úr af vinnustaðnum: „Við þurfum líka að losna við Hraðfréttastrákana og Margréti Erlu Maack þá verður loks vinnufriður hérna fyrir þessu unga fólki,“ skrifaði hann í gaman- sömum tón. Hraðfréttarstrákarnir og Margrét Erla voru ekki par sátt við þessi orð Egils og sagði Fannar Sveinsson, annar hraðfréttamanna, honum pent að halda kjafti meðan félagi hans Benedikt Valsson skrif- aði: „Egill spegill.“ Ástríður í Latabæ n Hættir á RÚV og heldur á vit nýrra ævintýra Breytir til Ástríður hefur ákveðið að breyta um starfsvettvang og starfar nú í framleiðsludeild Latabæjar. n Gerður, móðir Simma, kvíðir þáttaskilunum Vinsælir Simmi og Jói hafa stýrt þætti á laugardögum á Bylgjunni í fimm ár og hætta um mánaðamótin vegna anna. Kvíðir þáttaskilunum „Mér finnst þetta gaman. En það hefur allt sinn tilgang – lífinu lýkur ekki,“ segir Gerður Unndórsdóttir, móðir Simma, um aðild sína að þáttunum. á eftir að sakna þess E ins og DV sagði frá á dögunum þá er fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason á ferðalagi um Asíu. Hann hefur lent í hinum ýmsu ævintýrum á ferðalaginu og skrifaði um eina uppákomuna á Facebook- síðu sinni. „Einhvern tíma er allt fyrst. Fann ekki leigubíl áðan, svo ég settist aftan á vespu hjá Tælendingi sem getur ekki hafa ver- ið undir sextugu. Hann hafði varla stigið á bensíngjöfina þegar hann var byrjaður að bjóða mér hass, því næst kókaín og vændiskonur og loks vændiskonur með typpi. Eftir að hafa afþakkað allt þetta pent átti manngarmurinn bara eitt tromp eftir: „viltu komast í kirkju?“!!!“ Boðið kókaín og vændiskonur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.