Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 17.–20. janúar 201418 Fréttir „Þetta er ekki sami maður og ég giftist“ U nnur Einarsdóttir var ekki nema fjórtán ára þegar hún kynntist Jóhannesi Helga- syni. Hann var þá sautján ára sjarmör sem heillaði hana upp úr skónum. Með þeim tókust ástir og síðan hafa þau gengið saman lífsins veg, komið sér upp fjölskyldu, heim- ili og starfsframa. Næstu árin ætluðu þau að fara að slaka á og njóta lífsins saman, og höfðu um það ýmis plön. Framtíðaráætlanirnar urðu hins vegar að engu fyrir fjórum árum, þegar Jó- hannes greindist með Alzheimer að- eins 51 árs að aldri. Síðan hefur Unnur sinnt umönnun hans en sjúkdómur- inn ágerist stöðugt. Í ofanálag tók hún krabbameinsveikan föður sinn inn á heimilið og annast hann líka. Annar en hann var Unnur mætir örlögum sínum af miklu æðruleysi. „Maðurinn minn fékk sjúkdóm sem allir geta fengið. Ég hef alltaf litið svo á að þetta séu ég, hann og sjúkdómurinn. Hann er þarna svo lengi sem hann er með okkur en sjúkdómurinn er þriðji að- ilinn í hjónabandinu, sem kom og læddi sér upp á milli okkar, eins og skuggi sem læðist að manni og fer hvergi. Það er ekki manninum mínum að kenna hvernig staðan er og ég segi það stundum við hann, að þetta sé ekki hann heldur sjúkdómurinn sem veldur þessu. Mér finnst alltaf gott að draga sjúkdóminn úr honum því þannig get ég haldið honum sem persónu utan við það sem er að ger- ast. Ég vil ekki að honum líði illa yfir því eða fái samviskubit. Ég vil að hann viti að það er ástæða fyrir því að hann getur ekki lengur gert það sem hann áður gat. Það er af því að sjúkdómurinn kom inn í líf okkar. Eftir sitjum við með þennan sjúk- dóm en maðurinn minn fjarlægist okkur. Eins og þegar sonur minn sagðist sakna pabba síns þá skynj- aði ég það svo sterkt hve ég sakna mannsins sem hann var. Hann er enn á lífi en hann er annar maður en hann var. Þetta er ekki sami maður- inn og ég giftist.“ Breyttist á einu sumri Þetta segir Unnur þar sem hún situr á skrifstofu DV ásamt sonum sínum tveimur, þeim Atla, 25 ára, og Helga, 31 árs. Atli bjó enn heima þegar faðir hans veiktist en þau Unnur segja að það hafi verið erfitt að átta sig á fyrstu einkennum sjúkdómsins. „Hann fór að endurtaka sig, segja okkur sömu söguna aftur og aftur og spyrja ítrek- að út í sömu atriðin,“ segir Atli. Helgi bætir því við að hann hafi líka fundið fyrir óöryggi í fasi föður síns, sem var honum áður óþekkt. Undir það tekur Atli og minnist þess þegar fjölskyldan fór saman á flug- hátíð, en faðir hans, sem hafði starf- að sem flugmaður í 25 ár, virtist allt í einu smeykur við að fljúga lítilli flug- vél og veigraði sér við því. „Ég fann líka fyrir þessu óöryggi,“ segir Unnur: „Við vorum kannski úti á golfvelli og komin áleiðis með 18 holu völl þegar ég veitti ég því eftir- tekt að hann var ekki alveg áttaður. Sérstaklega þegar hann var þreyttur. Hann sem var alltaf með svo ná- kvæma stefnu á boltanum og svo viss um hvar hans bolti væri, hafði allt í einu ekki hugmynd um það. Ég fór að taka eftir svona atriðum sem voru svo ólík honum. Þegar ég lít til baka þá finnst mér eins og þetta hafi gerst á einu sumri. Jóhannes vildi helst vera heima þar sem hann hefur upplifað sig öruggan. Í raun vorum við búin að einangra okkur töluvert. Ég áttaði mig á því þegar greiningin var kom- in og ég fór að hugsa til baka um það hvernig lífsmynstur okkar hefði breyst, að félagsfærni hans hafði minnkað. Heima hafði líka margt breyst,“ segir Unnur og bætir því við að eigin maður hennar hafi alltaf verið flinkur í höndunum og góður smiður: „Allt í einu vafðist það fyrir honum og hann vildi fá fagmenn í viðhaldsverk sem hann hafði áður séð um sjálfur. Mér fannst það skrýtið. Þessi sjúkdómur er þannig að það er eins og það læðist að manni skuggi. Ég vissi ekki hvað var að ger- ast en ég vissi að þetta var ekki eins og það átti að vera. En ég gat ekki fest fingur á hvað var að, ekki fyrr en seinna, ekki fyrr en allt var orðið breytt.“ Vildi ekki trúa því Hún reyndi að ræða breytingarnar við Jóhannes, en hann gerði lítið úr þeim, sagði að þetta væri ekkert, hann væri bara þreyttur. „Ég var meðvirk með honum og ýtti þessu líka frá mér. Ég vildi ekki trúa því að það væri eitthvað að. Kannski hefði verið auðveldara að horfast í augu við sjúkdóminn ef hann hefði verið orðinn gamall. Sú hugsun læddist stundum að, hvort þetta gæti verið Alzheimer, en ég ýtti þeirri hugsun strax frá mér því ég vildi ekki hafa möguleikann nálægt mér.“ Unnur þekkti sjúkdóminn frá því að hún starfaði sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Þar vann hún með mjög langt leidda Alzheimer-sjúklinga, fólk sem var hætt að þekkja sína nánustu og annað. „Þetta var allt öðruvísi,“ segir hún, enda margt þar á milli. „Ég var samt farin að hafa áhyggjur af honum.“ Það var Atli líka farinn að hafa. „Ég hugsaði mikið um þessi fyrstu ein- kenni og velti því fyrir mér af hverju þetta óöryggi stafaði. Ég ræddi það ekki við neinn en man að þegar pabbi spurði aftur að einhverju sem hann hafði nýspurt að litum við mamma stundum á hvort annað. Eins og við áttuðum okkur bæði á því að það væri eitthvað að, en þyrðum ekki að segja það,“ segir hann. Vinnufélagarnir vildu skoðun Á þessum tíma starfaði Jóhann- es sem flugmaður hjá Icelandair. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is n Annast Alzheimer-sjúkan eiginmann og krabbameinsveikan föður sinn Unnur Einarsdóttir glímdi við reiði og sorg þegar eiginmaðurinn greindist með Alzheimer aðeins 51 árs að aldri og framtíðarplönin urðu í einni svipan að engu. Hún og synir þeirra hjóna, þeir Helgi og Atli, deila reynslu sinni af sjúkdómnum. „Ég á ekki lengur samræður við manninn minn Æskuástin Unnur og Jóhannes byrjuðu saman þegar hún var 14 og hann 17 ára. Þau ætluðu loks að fara að njóta lífsins, voru búin að festa kaup á sumarbústaðar- landi og lítilli flugvél, þegar hann veiktist. MynD SIgtryggur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.