Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 8
Helgarblað 17.–20. janúar 20148 Fréttir Fagna 100 ára afmæli á tíu ára kennitölu n Afskrifuðu 177 milljarða árið 2009 n Stórskotalið tónlistarmanna í Eldborg Ó skabarn þjóðarinnar“ var viðurnefni Eimskipa þegar félagið var stofnað árið 1914, þann 17. janúar. Flutninga- fyrirtækið heldur í dag, föstu- dag, upp á hundrað ára afmæli sitt en saga fyrirtækisins hefur þó ekki verið eintómur dans á rósum. Árið 2009 varð fyrirtækið nánast gjald- þrota og skipuleggja þurfti starfsem- ina upp á nýtt. Rekstur fyrirtækisins á Íslandi var þá færður í nýtt félag sem stofnað var þá um sumarið og lánardrottnar eignuðust fyrirtækið. Sama kennitala í tíu ár Í samtali við DV sagði forstöðumaður kynningar- og markaðsdeildar Eim- skipa, Ólafur William Hand, að fé- lagið hefði aldrei farið í þrot. „Eim- skipafélagið hefur aldrei farið í þrot, árið 2009 var félagið endurskipulagt og það komu nýir hluthafar inn í fé- lagið, bæði innlendir og erlendir,“ sagði Ólafur. Nýtt félag var stofnað árið 2009, í kjölfar aðalfundar Eim- skipa, og fékk nafnið Eimskipafélag Íslands hf. Þá var hluti af starfsemi Eimskipa fluttur í dótturfélagið Eim- skip Ísland ehf., sem varð síðar að fullu í eigu lánardrottna. Skilanefnd Landsbankans átti þar fjörutíu pró- senta hlut, en á í dag um fimm prósent. Stærsti eigandinn í dag er fjárfestingarfyrirtækið Yucaipa American Alliance Fund sem á sam- tals rúmlega fjórðungshlut í félaginu Eimskipafélag Íslands hf. Rekstur fyrirtækisins hefur ekki verið alla tíð á sömu kennitölu, en hún hefur nú haldist óbreytt í tíu ár þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á eignarhaldi á þessum tíma. Töpuðu 177 milljörðum Á vefnum mbl.is kom það fram í ágúst 2009 að þeir sem áttu ótryggð- ar kröfur í Eimskipafélag Íslands hefðu tapað um 177 milljörðum króna vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Þrátt fyrir að ekki hafi verið um gjald- þrot að ræða, eins og fram kom hjá mbl.is, var tap kröfuhafanna raun- verulegt. Í samtali við Viðskipta- blaðið í mars 2011 sagði forstjórinn, Gylfi Sigfússon, að kröfuhafar hefðu þurft að gefa eftir stóran hluta krafna sinna. Þeir fengu í staðinn hlutafé í nýja félaginu sem svaraði tæplega 12 prósentum af verðmæti kröfunn- ar. Jafnframt voru nauðungarsamn- ingar samþykktir sem fólu í sér af- skriftir á þessum skuldum félagsins. Stórskotalið á árshátíð Vegleg veisla verður haldin í stærsta salnum í Hörpu, Eldborg, í dag, föstudag, og á morgun. Í dag verður erlendum starfsmönn- um og viðskiptavinum boðið að koma og njóta tónleika. Þar koma fram margir af þekktustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar, meðal annars Björn Jörundur, Valdimar, KK, Bubbi Morthens, Sigríður Thorlacius, Egill Ólafsson, Magnús Eiríksson, Unnsteinn Manuel, Eyþór Ingi og Pálmi Gunnarsson. Þessir tónlistarmenn stíga aftur á svið á morgun, en þá verður árshá- tíð fyrirtækisins haldin, svokölluð afmælisárshátíð. Í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að saga Eimskipa sé samofin þjóðarsögu 20. aldar, „langt umfram það sem gerist og gengur með fyrirtæki.“ Félagið sé elsta skipafélag lands- ins og hafi frá upphafi lagt höfuð- áherslu á skipaflutninga til og frá landinu, og bjóði í dag upp á al- hliða flutningaþjónustu um allan heim. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Árið 2009 var félagið endur- skipulagt og það komu nýir hluthafar inn í félagið. Gylfi Sigfússon Forstjórinn lét hafa eftir sér að kröfuhafar hefðu þurft að gefa eftir „stór- an hluta krafna sinna.“ Þær kröfur voru upp á 177 milljarða króna. „Eimskipa- félagið hefur aldrei farið í þrot „Við höfum fengið nóg“ Þórkatla og Sandra halda eineltisviðburð V ið þekkjum báðar krakka sem hafa verið lagðir í ein- elti auk þess sem við vor- um báðar lagðar í einelti. Við höfum fengið nóg,“ segir Þór- katla Haraldsdóttir, 16 ára nemandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, en hún og vinkona hennar, Sandra Ósk Guðlaugsdóttir, hafa skipulagt eineltisathöfnina We Care á laugar- dagskvöldið. „Við verðum með kertaathöfn niðri á Ráðhústorgi þar sem útikerti verða seld á 300 krónur en ágóði kertanna rennur óskertur til geðdeildar FSA. Síðan verður viðburður í Rósenborg en þar verð- ur uppistand og tónlistaratriði auk þess sem nokkrir hugrakkir einstak- lingar ætla að deila sinni reynslu.“ Þórkatla segir einelti vandamál á meðal ungs fólks á Akureyri. „Ég held samt að ástandið sé skárra en það var fyrir þremur, fjórum árum en þetta getur verið svo dulið að það er erfitt að koma auga á það. Mikið af einelti á sér stað á netinu og svo eru margir sem lifa í þögn og þora ekki að segja frá,“ segir Þór- katla en bætir við að umburðar- lyndi gagnvart einelti fari minnk- andi. „Grunnskólarnir hafa flestir tekið upp eineltisstefnu og svo hafa margir fengið nóg. Við verðum að standa með þeim sem geta ekki staðið upp fyrir sig sjálfir. Ekki hika við að ganga á gerandann og segja honum að hætta. Ekki koma með dónalegar athugasemdir; bara láta vita að þetta sé rangt. Svo þarf að tala við þolandann og vera til staðar fyrir hann.“ Þórkatla var lögð í einelti þegar hún bjó á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer var fólk til staðar fyrir mig. Þetta var mjög slæmt á tímabili en hefur sem betur fer al- veg hætt núna. Ég er ennþá að jafna mig og það gerist hægt en örugg- lega. Sumir jafna sig hins vegar aldrei og þess vegna er mikilvægt að eiga góða að.“ n indiana@dv.is Taka málin í sínar hendur Stelpurnar hafa báðar verið lagðar í einelti og hafa fengið nóg. Eldur borinn að blöðum Rétt eftir miðnætti, aðfaranótt fimmtudags, var borinn eldur að blöðum, Fréttatímanum og aug- lýsingapésum, sem voru í sameign í vesturborginni þannig að nokkur reykur myndaðist í sameigninni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir íbúa í húsinu hafa verið fljót- an að átta sig og sótt vatn í skúr- ingarfötu og slökkt eldinn. Nokkur reykjarlykt var í sameigninni en mjög óverulegar skemmdir vegna skjótra viðbragða íbúans. Ekki náðist í geranda á vettvangi en málið er í rannsókn. Ekki var við áhættuhegðun „Ég hef ekki orðið vitni að neinni áhættuhegðun hjá Mýflugi í þessi ár sem ég hef starfað með þeim og ber til þeirra fyllsta traust. Ég veit ekki betur en aðrir læknar og sjúkraflutningamenn sem starfa með þeim geri það líka,“ er haft eftir Sigurði E. Sigurðssyni, lækni á sjúkrahúsinu á Akureyri í Akur- eyri Vikublaði. Tveir létust þegar vél frá flugfélaginu skall á jörðu í ágúst. Sigurður segir starfsmenn Mýflugs taka öryggismálin alvar- lega og segist ekki skilja hvaða til- gang fréttaröð 365-miðla um mál- ið hafi. „Þeirri spurningu verða þeir sjálfir að svara. Mér fannst dapurlegt að menn gátu ekki beðið með þessa umfjöllun þar til lokaskýrsla rannsóknarnefndar lá fyrir,“ er haft eftir Sigurði. Karlar í efstu þremur Ekki verða gerðar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins og verða því Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon í efstu þremur sætum flokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Frambjóðendur fyrir neðan þriðja sætið munu færast einu sæti ofar vegna þess að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mun ekki taka fjórða sætið á lista flokksins. Í kjölfar úrslita prófkjörsins sendi framkvæmdastjórn Landssam- bands sjálfstæðiskvenna frá sér tilkynningu þar sem hún harm- aði hve hlutur kvenna væri rýr í efstu sætum lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykja- vík í vor. Kjörnefnd var hvött til að gera breytingar, því helming- ur borgarbúa væri konur. Mikil- vægt væri að þær veldust einnig til áhrifa. Úr því varð ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.