Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 17.–20. janúar 2014 n Hundruð þúsunda manna hafa mótmælt í Úkraínu n Deilt um hvort landið á snúa sér til Evrópu eða Rússlands É g er hér vegna þess að ég vil ekki snúa til sovéskrar fortíð­ ar … mig langar í ferðafrelsi og ég vil ekki hindranir í líf mitt,“ sagði hún Masha í sam­ tali við erlendan fréttamann í Kiev, höfuðborg Úkraínu, í lok nóvember. Gríðarleg mótmæli hafa staðið yfir í landinu undanfarnar vikur og snýst deilan í raun um það hvort Úkraína eigi að halla sér að Evrópu eða upp að hlið rússneska bjarnar­ ins. Tugir þúsunda hafa mótmælt og hefur komið til átaka á milli ör­ yggissveita og mótmælenda. Mót­ mælin hafa þó að mestu leyti farið friðsamlega fram, enda Úkraínu­ menn vanir að mótmæla allt frá dögum appelsínugulu byltingar­ innar á árunum 2004–2005. Þessi alda mótmæla er kölluð „Euromaidan“ og hófst þegar ríkis­ stjórn landsins, undir stjórn Viktors Janúkóvits, neitaði að undirrita samning við Evrópusambandið, sem meðal annars fól í sér fríversl­ unarákvæði og fleira. Janúkóvits er talinn vera sérlegur bandamaður forseta Rússlands, Vladimírs Pútín, sem bauð Úkraínu gull og græna skóga. Miklar hremmingar Úkraína er eitt stærsta land Evrópu og er um 600.000 ferkílómetrar að stærð. Þar eru töluð 18 tungumál og um 80 prósent íbúanna eru Úkra­ ínumenn. Íbúar eru um 45 millj­ ónir. Landið tilheyrði gömlu Sovét­ ríkjunum, þar til þau féllu árið 1991 og var Úkraína kölluð „kornforða­ búr“ Sovétsins. Landið þurfti hins vegar að þola gríðarlega hremm­ ingar í valdatíð einræðisherrans og fjöldamorðingjans Jósefs Stalín, sem á árunum 1932–1933 svelti Úkraínumenn með vilja, til þess að brjóta allar hugmyndir um sjálf­ stæði þeirra á bak aftur. Milljónir manna létust í þessum aðgerðum Stalíns, sem stýrði Sovétríkjunum með járnhendi allt til dauðadags árið 1953. Á meðan innrás nasista í Sovét­ ríkin stóð á árunum 1941 til 1943 mátti landið einnig þola gríðarlegt harðræði og kerfisbundna útrým­ ingu gyðinga af hendi herdeilda Hitlers. Úkraína er eitt af þeim svæðum sem fóru hvað verst út úr seinni heimsstyrjöldinni. Landlæg spilling Sovétríkin leystust upp í desember 1991 og í Úkraínu tók Leonid Kravt­ sjúk við völdum eftir fall þeirra. Hann sat á forsetastóli í þrjú ár. Við honum tók svo annar Leonid við, Leonid Kútsma, sem var for­ seti landsins í heil 19 ár, frá 1994 til 2005. Undir hans stjórn jókst spilling í Úkraínu og fjölmiðlafrelsi minnkaði umtalsvert. Hvert hneykslismálið rak annað og voru íbúar landsins orðnir langþreyttir á ástandinu. Upp úr sauð í landinu árið 2004 í kjölfar seinni umferðar forseta­ kosninga, þar sem Viktor Júsjénkó og Viktor Janúkóvits áttust við. Hinn fyrri er vingjarnlegur gagn­ vart vestrinu en hinn síðari hallur undir Moskvuvaldið og Vladimír Pútín. Andstæðingar Janúkóvits töldu hann hafa svindlað og efndu til mikill mótmæla. Þeim lauk svo þegar hæstiréttur landsins ákvað að nýjar kosningar skyldu fara fram, en í þeim sigraði Júsjénkó. Árið 2010 varð Janúkóvits hins vegar forseti, eftir að hafa sigrað hina skrautlegu Júlíu Tímósjenkó, með aðeins um þriggja prósenta mun. Valdaskiptin voru staðreynd og „Moskvu­maðurinn“ kominn til valda í Kiev. Í stuttu máli má segja að stjórn­ mál Úkraínu hafi frá hruni Sovét­ ríkjanna einkennst af gríðarlegri spennu og miklum persónulegum metnaði og baráttu örfárra aðila. Og ekki minnst hvort landið á að halla sér til vesturs eða austurs. Ástandið í efnahagsmálum landsins hefur verið slæmt og hag­ vöxtur verið neikvæður í nokkra ársfjórðunga frá árinu 2012. Landið er samt gríðarlega ríkt af auðlind­ um, en sökum stöðnunar og mikill­ ar spillingar, ásamt miklu pólitísku umróti og illindum, er staðan slæm og mikilla umbóta er þörf. Landið er því kannski enn eitt dæmið um það þegar mannanna verk og deilur koma í veg fyrir góðæri og velsæld almennings. En svo virðist að með undir­ ritun „björgunarpakka“ frá Moskvu hafi yfirvöldum í Kreml tekist að ná Úkraínu aftur undir verndar­ væng sinn. Mótmælendur í Kiev láta þó ekki neinn bilbug á sér finna og standa vaktina á götum höfuð­ borgarinnar og storka þar með ríkj­ andi valdhöfum. n Úkraína í kjöltu Moskvu Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Hvað bauð Pútín? Segja Úkraínu hafa selt sig Rússlandi Mótmælin sem fram hafa farið undanfarnar vikur í Úkraínu hafa að mestu leyti verið friðsamleg, þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir öryggissveita stjórnvalda; hers og lögreglu. Væntan­ lega gera ráðamenn í Kiev sér grein fyrir því að fari mótmælendur að týna lífinu, þá snúist almenningsálit umheimsins gegn þeim. Þetta veit einnig Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sem var til­ búinn til að gera allt til þess að „tapa“ ekki Úkraínu í hendur Evrópu. Ástandið í efnahagsmálum Úkraínu er mjög slæmt og að mati hagfræðinga þarf landið að minnsta kosti 10 milljarða dollara til þess að komast hjá greiðslu­ falli og gjaldþroti. Slíkt myndi sennilega leiða til enn frekari óeirða og almennrar upplausnar í landinu. Nóg af peningum í Moskvu Því brá Vladimír Pútín á það ráð í desember að bjóða Úkraínu 15 milljarða dollara „stuðningspakka.“ Rússar lofa að kaupa ríkisskuldabréf, lækka verð á gasi til landsins umtalsvert, úr 400 dollurum á kúbikmetra, í um 268 dollara. Samkvæmt frétt í The Guardian bað sendinefnd Úkraínu sérstaklega um að ekki yrði haldinn sameiginlegur fréttamannafundur í kjölfar undirritun­ ar samningsins. Bendir það til þess að þeir vilji ekki kastljós fjölmiðla í sam­ bandi við samninginn. Andstæðingar Janúkóvits forseta, segja að með þessu hafi Úkraína „selt sig“ Rússlandi. En af þessu má einnig ráða að það er til góður slatti af peningum í Kreml. Þá segja andstæðingar samningsins á milli Kiev og Moskvu að Úkraínu verði smám saman ýtt inn í frekara samstarf við Rússa, sem þar með fái aukin ítök í landinu. Kaldastríðslykt Að mati fréttaskýrenda er mikil „kaldastríðslykt“ af málinu, enda mikil hagsmunir í húfi. Hins vegar verður áhugavert að fylgjast með þróun mála ef þessi fyrsti pakki frá Moskvu dugar ekki til og Pútín þarf að pumpa inn meira fjármagni til að aðstoða Úkraínu. Hvar liggja mörkin í þeim efnum? Getur Pútín sagt nei við Úkraínu síðar? n Glaðir á góðri stund Viktor Janúkóvits blikkar glaðan Valdimír Pútín, þegar Rússar létu Úkraínu í hendur stuðningspakka upp á 15 milljarða dollara vegna hættu á greiðslufalli og gjaldþroti Úkraínu, en ástand efnahagsmála er slæmt í Úkraínu. „ … mig langar í ferðafrelsi og ég vil ekki hindranir í líf mitt, Óánægðir Úkraínumenn Frá 21. nóvember í fyrra hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna mótmælt á útifundum í Kiev. Þeir mótmæla því að ríkisstjórn landsins hafi hafnað viðskipta­ samningi við Evrópusambandið, en snúið sér þess í stað að Rússlandi og Moskvu. Ekki sér fyrir endann á mótmælunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.