Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 17.–20. janúar 2014 vegna lekamálsins n Beitir sér gegn umræðu um lekamálið n Skaut Rauða krossinum skelk í bringu F orseti Alþingis hefur ekki orðið við beiðni þess efnis að sérstök umræða um trún- aðarbrest innanríkisráðu- neytisins gagnvart hælisleit- endunum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph verði tekin á dagskrá. Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, óskaði eftir um- ræðunni fyrir jól og hefur ítrekað beiðnina eftir að þing hófst að nýju. Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, neitaði því á miðvikudag að beiðnin hefði verið lögð fram fyrir jól en Valgerður, auk fleiri þing- manna sem DV hefur rætt við, stað- festa að sú hafi verið raunin. Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra þurfti að svara fyrir trúnaðarbrestinn á fundi stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar um miðjan desember en svör hennar þóttu ekki fullnægjandi. Þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Birgitta Jónsdóttir, þing- kona Pírata, spurt Hönnu Birnu um málið í óundirbúnum fyrirspurna- tímum. Viðbrögð ráðherrans við fyrir- spurnum þeirra voru óvenjuleg. Hún ávítti Birgittu fyrir að vekja máls á trúnaðarbresti ráðuneytis- ins og reyndi síðar að koma í veg fyrir að Katrín legði fram fyrirspurn vegna málsins. Þeir þingmenn sem DV hefur rætt við eru sammála um að þetta séu afar óvenjuleg viðbrögð ráðherra, enda starfi framkvæmda- valdið í umboði löggjafans. Alvar- legt sé að framkvæmdavaldið reyni með þessum hætti að koma í veg fyrir að löggjafinn geti sinnt eftirlits- skyldu sinni. DV leitaði viðbragða ráðherra vegna málsins en engin svör bárust. Ráðuneytið tilkynnti DV síðasta föstudag að það myndi ekki svara frekari fyrirspurnum varðandi málið. Óvenjuleg viðbrögð ráðherra Birgitta Jónsdóttir lagði fram fyrir- spurn í óundirbúnum fyrirspurna- tíma á Alþingi þann 3. desember þar sem hún spurði ráðherra út í minnis- blað sem í frétt Morgunblaðsins var sagt eiga uppruna sinn í innanríkis- ráðuneytinu. Í kjölfarið tók Hanna Birna hana á tal inni í fundarher- bergi þingsins. „Hún skammaði mig,“ segir Birgitta sem tekur fram að sér hafi orðið verulega brugðið við þessi viðbrögð ráðherrans. Þann 16. desember spurði Katrín Jakobsdóttir um málið í óundirbún- um fyrirspurnatíma. Þingmenn urðu vitni að því, í eldhúsi Alþingis, þegar Hanna Birna reyndi að sannfæra Katrínu um að leggja fyrirspurnina ekki fram. Er þessu lýst þannig að Hanna Birna hafi „ekki tekið því mjög vel“ þegar hún áttaði sig á því að Katrín hugðist spyrja um trúnað- arbrestinn. Vildi hún meina að það væri óþarfi þar sem Birgitta hefði þegar gert það. Fyrirspurn Katrínar snéri hins vegar að athugun innan- ríkisráðuneytisins vegna málsins, þeirri sömu og ríkissaksóknari hefur nú spurt innanríkisráðuneytið um. Þeir þingmenn sem DV hefur rætt við eru sammála um að þessi við- brögð ráðherrans komi á óvart enda sé ofureðlilegt að rætt sé um mál sem þessi í óundirbúnum fyrirspurna- tímum. Þá séu átökin yfirleitt fyrir opnum tjöldum, það er í ræðustól Alþingis, en í tilviki Birgittu annars vegar og Katrínar hins vegar, hafi ráðherra beitt sér á bak við tjöldin. Ótti Rauða krossins Áhugavert er að skoða viðbrögðin við fyrirspurnunum í ljósi annarra viðbragða ráðuneytisins vegna málsins. Aðstoðarmaður Hönnu Birnu var tvísaga um málið í upp- hafi og þá hafa opinber svör ráðu- neytisins ekki þótt tæmandi. Það lýsir sér best í því að ríkissaksóknari hefur beðið ráðuneytið um svör og meðal annars spurt um þá athugun sem Hanna Birna segist hafa látið gera innanhúss vegna málsins. Eins og DV greindi frá fyrir viku liggur einnig kæra á hendur Hönnu Birnu og starfsmönnum innanríkisráðu- neytisins á borði lögreglu. Ráðu- neytið hefur hafnað tilvist þessarar kæru þrátt fyrir að lögregla staðfesti að hún hafi borist. Þann 19. desember birtist frétt á DV.is um að Hanna Birna hefði bendlað Rauða krossinn við lekann á minnisblaði ráðuneytisins. Starfs- maður Rauða krossins gagnrýndi Hönnu Birnu harðlega og sagði ummæli hennar „fyrir neðan all- ar hellur“, enda hefðu samtökin hvorki verið búin að fá í hendur úr- skurð innanríkisráðuneytisins um hælis umsókn Tony Omos né um- rætt minnisblað þegar skjalið var af- hent Fréttablaðinu og Morgunblað- inu. Um svipað leyti og fréttin birtist var Hanna Birna stödd í húsakynn- um Rauða krossins að tilkynna um styrkveitingar til samtakanna. DV hefur rætt við starfsfólk sem var í húsinu þennan dag. Einn við- mælandi sagði að aðstæðurnar hefðu verið óþægilegar og hálfvand- ræðalegar. Starfsfólk hefði orðið taugaóstyrkt þegar frétt DV barst í tal, enda væri fátt mikilvægara en að Rauði krossinn ætti í jákvæðum sam- skiptum við innanríkisráðuneytið. Vísaði starfsmaðurinn sérstaklega til þess að mikið væri um niðurskurð og halda þyrfti ráðherra góðum. n Jóhann Páll Jóhannsson Jón Bjarki Magnússon johannp@dv.is / jonbjarki@dv.is „Hún skamm- aði mig Skömmuð Birgitta Jónsdóttir segir að Hanna Birna hafi skammað hana eftir að hún lagði fram fyrirspurn varðandi trúnaða- brest ráðuneytisins. Vitni að samtali Þingmenn urði vitni að því þegar Hanna Birna reyndi að sannfæra Katrínu Jakobsdóttur um að spyrja ekki út í málið. Ósátt við fyrirspurnir Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra var ósátt við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur og reyndi að sannfæra Katrínu Jakobsdóttur um að spyrja ekki út í málið. Átök bak við tjöldin BÍL setur RIFF út í kuldann Kölluðu eftir breytingum á RIFF í svartri skýrslu fyrir ári - Kvikmyndahátíð Reykjavíkur fær styrk A lþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, fær ekki styrk frá menningar- og ferðamála- ráði Reykjavíkurborgar í ár líkt og öll þau ár sem hátíðin hefur verið starfrækt. Þess í stað fær Kvikmynda- hátíð Reykjavíkur, sem Bíó Paradís stendur fyrir, styrk upp á átta milljónir króna. DV greindi frá því í fyrra að ráð- ið hefði fengið skýrslu frá eftirlitsnefnd um RIFF og færi með hana sem trún- aðarskjal. Þar voru tilgreindar ástæður fyrir því að hátíðin ætti ekki að fá styrk, en hún fékk þó styrkinn að lokum eft- ir að breytingar voru gerðar á hátíðinni og stjórn hennar. Vernduðu RIFF Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs borg- arinnar, sagði þá við DV að það væri trúnaðarmál af hverju borgin veitti ekki áframhaldandi vilyrði fyrir styrk- veitingu. Sagði hann að viðræður væru í gangi um framtíðarskipulag hennar og hvernig ráðið vildi hafa hátíðina, þrátt fyrir að hafa hafnað umsókninni. Ástæðan fyrir því að skýrslan var flokk- uð sem trúnaðarmál var sögð sú að inntak hennar gæti skaðað aðstand- endur RIFF og þar með hátíðina sjálfa. Meðlimir ráðsins fengu ekki afrit af skýrslunni, sem kölluð var „minnis- blað“ svo hún yrði ekki háð ákvæðum um upplýsingalög. Samkvæmt frásögn ónafngreinds aðila úr stjórnsýslunni voru upplýsingarnar sem fram komu í henni, „erfiðar, óvægnar og viðkvæm- ar.“ Skýrslan var meðal annars byggð á samtölum við fyrrverandi og þáver- andi starfsmenn hátíðarinnar, sem samkvæmt heimildum DV voru gagn- rýnir á starfshætti stjórnenda RIFF. Ákvörðun BÍL þvert á samning Á fundi menningar- og ferðamála- ráðs í desember síðastliðnum var tek- ist á um málið, en þar óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að styrk- ir til reksturs kvikmyndahúsa og kvik- myndahátíða yrðu skoðaðir heild- stætt. Þar er fullyrt að Bíó Paradís fái rekstrarstyrk upp á fjórtán og hálfa milljón á ári, en sé þó í rekstrarvanda. Þá þyrfti að skoða hvernig ákvörðun faghóps Bandalags íslenskra lista- manna, BÍL, kæmi þvert ofan í nýlegan og uppfylltan samning um breytingar hjá framkvæmdastjórn RIFF, gegnsæi í fjármálum og fleira. Fulltrúar Besta flokksins, Samfylk- ingar og Vinstri grænna sögðu að meirihluti ráðsins færi í einu og öllu að tillögu BÍL um styrkveitingar og að ekki væru forsendur fyrir því að hrófla við mati hópsins. Tillagan var því að lokum samþykkt, en fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sátu hjá. Faglegt mat BÍL Í samtali við DV sagði Einar Örn að ráðið hefði undantekningarlaust sam- þykkt allar tillögur BÍL á þessu kjör- tímabili. „Þeirra tillaga núna var sú að annar umsækjandinn fengi hátíðina, og það var ekki RIFF. Þannig er þetta tilkomið og það er þeirra faglega mat. Umsókn Kvikmyndahátíðar Reykja- víkur var betri,“ segir Einar Örn. Að- spurður segir hann að upphæð fjár- styrksins sé eðlileg, en á fyrstu árum RIFF voru styrkir til hátíðarinnar mun lægri en á síðustu árum. Fjárhæðin í ár er átta milljónir króna, en í fyrra fékk RIFF níu milljónir. „Miðað við þá um- sókn sem er send inn, þá finnst mér þetta ekki óeðlileg upphæð. Ég ber fullt traust til BÍL og vinn eftir þeirra mati,“ segir Einar Örn. n rognvaldur@dv.is Einar Örn „Miðað við þá umsókn sem er send inn, þá finnst mér þetta ekki óeðlileg upphæð,“ segir Einar Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.