Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Fréttir 19 Vinnufélagar hans urðu varir við þessi sömu einkenni, ekki síst endur- tekningarnar, og ræddu það sín á milli og við sína yfirmenn. Yfirmenn hans höfðu svo samband við fjöl- skylduna og spurðu hvort þau vildu ekki láta skoða þetta. „Þá var eins og Jóhannes fyndi fyrir létti. Af því að hann var orðinn óöruggur og leið greinilega ekki vel með þetta, þótt hann reyndi að ýta því frá sér og vildi ekki viðurkenna að eitthvað væri að,“ segir Unnur. „Auðvitað vildum við alls ekki að þetta væri þessi sjúkdómur, ekki Alzheimer. Fyrstu einkenni Alzheimer eru svo lík þunglyndisein- kennum að ég hélt fast í vonina um að þetta væri þunglyndi, því það er allavega læknanlegur sjúkdómur.“ Greiningarferlið tók um tvo mánuði. Unnur segir að það hafi ver- ið „skelfilegur tími“ sem einkenndist af ótta. Áður en niðurstaðan lá fyrir þurfti Jóhannes að fara í minnispróf, sneiðmyndatöku, í próf hjá taugasál- fræðingum, viðtöl hjá læknum og loks var sýni úr mænuvökvanum sent til Svíþjóðar, þar sem niðurbrot á prótíni í heilanum sem talið er að orsaki Alzheimer. „Það var ekki fyrr en þá sem það fékkst staðfest að um þennan sjúkdóm væri að ræða.“ Um leið og niðurstaðan lá fyrir lauk veikindaleyfinu og Jóhannes missti vinnuna sem var einnig hans helsta áhugamál. Til að byrja með starfaði hann á skrifstofunni en það átti ekki við hann. Fljótlega hætti hann líka að keyra, af ótta við að valda öðrum skaða. Ógnvekjandi niðurstaða „Niðurstaðan var ógnvekjandi því það er engin lækning til við Alzheimer. Við vitum að hann mun aldrei snúa til baka, þróunin er bara niður á við. Tilhugsunin um að hann hætti á endanum að þekkja okkur er nánast óbærileg,“ segir Unnur og Helgi samsinnir því: „Það er mjög erfitt að sjá manninn sem þú ert bú- inn að „idolisera“ alla tíð hverfa frá sjálfum sér. Ég get hvergi komið nálægt flug- heiminum án þess að fá að heyra hvað það var gott að vinna með hon- um, hvað hann var dásamlegur mað- ur og hvað þetta er mikill missir fyrir stéttina. Mér finnst sárast að fá aldrei tækifæri til að upplifa það sjálfur. Það var minn draumur, alveg frá því að ég var lítill strákur, að fá að fljúga með pabba. Og það að hann muni kannski hætta að þekkja okkur er erfið til- hugsun. Það er samt alltaf fyrsta spurningin sem ég fæ þegar ég segi að pabbi minn sé með Alzheimer: „Þekkir hann þig?“ Fólk áttar sig ekki á því að þetta er langt ferli sem tekur sinn tíma.“ Ferðast enn saman Enn sem komið er býr Jóhannes heima. Unnur sér til þess að þau eigi fjölskyldulíf, ferðist saman og haldi sambandi við vini sína. „Eftir að hann greindist er sjúkdómurinn samt alltaf í fyrsta sæti, það snýst allt um hann. Þegar við erum að ferðast þarf ég fyrst og fremst að hugsa um sjúkdóminn. En hann hefur ánægju af því að ferðast og nýtur þess að koma upp í flugvélar Icelandair og hitta gömlu vinnufélagana, þótt hann muni kannski ekki hvað þeir heita þekkir hann andlitin. Ég nýt þess líka. En það er auð- vitað erfiðara að ferðast með veikum manni sem ég þarf alltaf að hafa auga með. Ég hugsa fyrir öllu. Það er alltaf gott að komast í annað umhverfi og brjóta upp hversdagsleikann, þó að það sé honum mikilvægt að halda rútínunni. Þegar sjúkdómurinn er kominn á lokastig þá getum við þetta ekki lengur. Þá mun þetta breytast. Breytingin er þegar orðin svo mikil að Atli sagðist einu sinni sakna pabba síns svo mikið. Ég skildi hann vel. Pabbi hans fjarlægist okk- ur smám saman og er mun sorg- mæddari en áður, situr kannski og horfir sviplaus fram fyrir sig.“ Fær reiðiköst Skapsveiflur og ranghugmyndir hafa líka fylgt sjúkdómnum. Jóhannes get- ur reiðst þegar hann vill fá nýjar græjur eða heldur að hann geti farið út á bíln- um, en fær ekki. „Þá reyni ég að dreifa athyglinni,“ segir Unnur sem talar þá um barnabörnin eða heimsækir þau. „Þú rökræðir ekki við heilabilaða manneskju. Ég komst fljótlega að því að það er ekki hægt. Þegar hann verður mjög reiður hefur það reynst mér best að stíga út úr aðstæðunum og fá strákana til að taka stjórnina,“ segir hún. Helgi segir að mesta bræðin renni yfirleitt af föð- ur sínum þegar þeir eru komnir á stað- inn. „Þá er auðveldara að ná honum niður,“ útskýrir hann. „Ég held að það séu eðlileg viðbrögð foreldris gagnvart börnunum sínum.“ Reiðiköstin snúast gjarna um græjur sem hann vill kaupa. Hann hefur engin fjárráð lengur og vill að Unnur kaupi þetta fyrir sig, sem hún vill ekki gera þar sem hún veit að hann mun aldrei nota græjurnar. „Hann fær þráhyggju fyrir svona hlutum,“ útskýrir hún. Selur húsið Hún áréttar að breytingarnar sem fylgja sjúkdómnum séu miklar. „Þegar hann ákvað að hætta að keyra gat ég enn rætt um það við hann. Ég gæti ekki gert það í dag. Það er því eins gott að taka allar ákvarðanir strax, á meðan viðkomandi er enn fær um það. Í dag er öll ákvarð- anataka á mínum herðum, en sem betur fer var líf okkar komið í fastar skorður þegar hann veiktist og engar meiriháttar ákvarðanir fram undan.“ Reyndar ætlar hún að selja hús- ið í Garðabænum. Bæði af því að það er of stórt fyrir þau tvö og eins vegna þess að hún getur ekki sinnt viðhaldi eins og hann gerði. „Það er betra fyrir hann að flytja fyrr en seinna, á meðan hann á enn möguleika á að kynnast nýju húsnæði.“ Með tímanum lenda verkefn- in alltaf æ meir á herðum Unnar, þar sem hæfni Jóhannesar til að sjá um sig sjálfur hrakar stöðugt. Það var því ákveðinn léttir sem fylgdi því þegar hann byrjaði í dag- þjálfun fyrir Alzheimer-sjúka í Hlíða- bæ fyrir ári. „Þar finnst honum gott að vera. Það er líka gott að vakna til einhvers og hafa eitthvað fyrir stafni. Starfið tekur mið af þörfum fólks með heilabilun og fólk gerir bara það sem það getur. Það væri mikils virði ef svona staður, eins og Hlíðabær, gæti boðið upp á nokkurra daga hvíldarinnlögn. Ekki eins og á hjúkrunarheimilum þar sem fólk fer í hvíldarinnlögn í nokkrar vikur. Bara rétt til þess að að- standendur fái andrými og geti verið rólegir á meðan, vitandi að viðkom- andi þekki sig í þessu umhverfi og líði vel þar,“ segir Unnur. Einu sinni fór hún í helgarferð með systkinum sínum og strákunum. „Allan tímann var ég að tala við fólk sem svarar mér og ég gat átt eðlilegar samræður við. Það var mjög dýr- mætt og það var mikil hvíld í því.“ Sprautaði vatni á konuna Einstaka sinnum gerist það þó að það glittir í Jóhannes, eins og hann var áður en hann veiktist. Þá kemur glampi í augun og hann notar þenn- an húmor sem fjölskyldan þekkir svo vel. „Þá rígheld ég í þessar stundir,“ segir Unnur. Helgi segir að pabbi hans sé hrikalega stríðinn að upplagi. Einu sinni: „vorum við í afmæli í garðinum hjá mömmu. Börnin voru að leika sér með vantsbyssur og pabbi tók upp vatnsbyssu og skarst í leikinn. En það var ekki nóg því hann þurfti að sprauta á fullorðna fólkið líka.“ Unnur hlær þegar hún rifjar þetta upp: „Hann gekk upp að mér og sprautaði úr vatnsbyssunni. Það var svo fyndið og skemmtilegt. Þarna var hann kominn, þessi maður sem við þekktum svo vel. Ég veit ekki hvað veldur því að hann dettur allt í einu inn. Dagarnir eru misjafnir. Á morgnana sé ég oft hvernig dagurinn verður út frá því hvernig honum gengur að klæða sig. Stundum er það ekkert mál fyrir hann en aðra daga getur það þvælst fyrir honum, rennilásar eru sérstak- lega erfiðir,“ segir hún. Vinahópurinn stendur saman „Mamma ber hitann og þungan af álaginu,“ segir Helgi, „en við reyn- um að vera til staðar.“ Hún segir að það hjálpi mikið og eins hvað Jó- hannes á góða fjölskyldu, foreldra og tvær systur. „Þau eru alltaf til taks ef við þurfum á hjálp að halda. Það sama má segja um föður minn og systkini.“ Jóhannes á líka góðan vinahóp sem hefur haldið mjög þétt og fast utan um hann. Þeir hafa farið í sér- stakar golfferðir sem eru sniðnar að hans þörfum. „Þá koma þeir að sækja hann og fara með hann út á land þar sem þeir geta spilað á völl- um sem eru fáfarnir og engin pressa er á að halda uppi hraða. Það er mjög gott að eiga þá að.“ Í algjöru myrkri Eftir greininguna glímdi Unnur við reiðina, og þau öll. Það var erfitt að sættast við sjúkdóminn. „Fyrst eftir að hann greindist leið mér eins og það væri fjallgarður fyrir framan mig og ég væri í algjöru myrkri. Ég sá ekk- ert, vissi ekki í hvaða átt ég ætti að fara, eða hvað væri að gerast. Eitt var að hann þyrfti að fá þenn- an sjúkdóm en af hverju núna, af hverju þurfti hann að veikjast svona ungur?“ spyr hún og Helgi seg- ir að þetta hafi átt að vera „þeirra tími til að njóta lífsins, laus við okk- ur og ekkert nema þægilegheit fram undan, sólarlandaferðir, sumarbú- staður og afslöppun.“ Þau voru meira að segja nýbúin að kaupa sér sumarbústaðarland þar sem til stóð að byggja bústað. Fleiri úr vinahópnum keyptu land á sama stað þar sem búið var að gera flug- braut og flugskýli, og kaupa litla flug- vél. „Fyrst eftir að Jóhannes veikt- ist reyndum við að halda í þetta en fundum bæði að við misstum áhug- ann. Okkur langaði ekki að taka þátt í þessu sem áhorfendur heldur sem þátttakendur. Þannig að þetta dó. Smám saman rofaði aftur til. Það hjálpaði mér mikið að ég dreif mig í skóla og fór að læra blómaskreytingar í Hveragerði. Í raun held ég að það hafi bjargað mér. Á meðan sat ég ekki heima með sjúkdóminn í fanginu. Við fengum líka sálfræðiaðstoð til að takast á við áfallið,“ segir hún en það hjálpaði Atla mikið. „Það var gott að geta talað um þetta við ein- hvern utanaðkomandi,“ segir hann: „Sálfræðingurinn benti mér líka á að það væri gott að ég og mamma vær- um bæði í námi. Á meðan var ég ekki að hengja mig á sjúkdóminn hans pabba heldur að takast á við lífið og ný verkefni.“ Reiddist föður sínum Reiði Atla var annars eðlis og beindist að föður hans, en ekki sjúkdómnum. „Ég reiddist honum fyrir að geta ekki verið til staðar, en það var ekki hon- um að kenna. Eins reiddist ég þegar hann var að pirra sig á einhverjum óþarfa. Mig langaði stundum að taka hann og hrista hann, því rökhugsun- in þvarr og það var ekki hægt að tala við hann. En það var ekkert við því að gera.“ Helgi segir að veikindi föður síns hafi auðvitað verið mikið áfall, ekki bara fyrir þau heldur fyrir alla stór- fjölskylduna. „En ég get ekkert við því gert og þar af leiðandi hef ég bannað sjálfum mér að sökkva ofan í svartnættið. Ég fann auðvitað fyrir depurð og reiði en það er sama hversu reiður þú ert, eða hversu dapur þú ert, það breytir engu. Það er ekkert sem ég get gert annað en að vera til staðar og taka það jákvæða sem birtist mér, annars er ég endalaust að slást við eitthvert skrímsli sem ég vinn ekki. Þannig að ég reyni að halda í það góða sem að okkur er rétt, þegar pabbi er glaður, þegar ég sé hann leika sér við börnin mín. Þetta reyni ég að taka með mér í stað þess að sökkva mér í reiði.“ Geta ekki átt samræður Unnur var nýskriðin úr skóla þegar faðir hennar veiktist skyndilega og í ljós kom að hann var komin með krabbamein. Hún ákvað að ann- ast hann líka og hefur því ekki lok- ið verklegum hluta námsins. „Hann hefur núna búið hjá okkur í ár og er alltaf að veikjast meira. Allt í einu var hann orðinn alvarlega veikur og þurfti á umönnun að halda. Þar sem ég var sú eina af systkinunum sem var ekki útivinnandi ákvað ég að taka hann til mín. Ég vildi ekki vita af honum einum heima og hann vildi ekki fara á hjúkrunarheimili. Ég má ekki til þess hugsa að hann sé ekki ánægður þessa síðustu mánuði. Þannig að hann hefur ílengst hjá okkur. Auðvitað hafa komið slæm tímabil þar sem hann hefur verið mjög veikur en þá hafa strákarnir, systkini mín og systkinabörn hjálp- að okkur.“ Að vissu leyti hefur einnig verið ákveðin hjálp í því að hafa pabba gamla inni á heimilinu. Þrátt fyrir veikindin er hann andlega hress og þau Unnur tala mikið saman. „Hann er vel lesinn og það er gaman að spjalla við hann. Mér finnst ofsalega gott að eiga samræður við hann þar sem ég á ekki lengur samræður við manninn minn, ekki svona almennt um daginn og veginn. Það er þá meira að ég sé að ræða við hann um barnabörnin og þess háttar. Þannig að ég er þakklát fyrir þennan tíma sem ég hef átt með pabba. Hann hef- ur gefið mér mikið.“ Horfir ekki til framtíðar Atli segir að afi sinn hafi líka reynt að hressa pabba hans við. Þegar faðir hans kom heim eftir dagvistun fóru þeir alltaf saman út að ganga. „Það hafði góð áhrif á pabba sem fannst hann fá hlutverk og sagði alltaf að hann hefði farið út að ganga með gamla manninn.“ Unnur segir að þetta hafi verið mjög fallegt. „Pabbi var mjög hjartveikur og með krabbamein og maðurinn minn með Alzheimer. Einu sinni dreif ég mig með þeim svo ég vissi allavega hvaða leið þeir færu. Það var svolítið fallegt að sjá að maðurinn minn gekk alltaf fyrir aft- an pabba og passaði upp á hann, síð- an gengu þeir löturhægt. Pabbi var líka mjög þakklátur fyrir þetta, en honum hefur hrakað svo mikið að þeir geta ekki gengið saman lengur,“ segir hún en sem stendur er faðir hennar á líknardeild. „Þá verð- um við bara tvö, ég og maðurinn minn. Honum mun hraka líka. Það er ekkert bjart fram undan.“ Unnur vill ekki horfa langt fram í tímann. „Ég geri engin fram- tíðarplön,“ segir hún, „eða jú, ég sé framtíðina fyrir mér með strákun- um. En ég geri engin plön fyrir okk- ur hjónin. Vegna þess að ég hef rekið mig á að það verður ekkert úr því sem búið er að plana langt fram í tímann. Aðstæður breytast svo hratt. Ég er bara búin að ákveða að halda þetta út. Annað verður bara að koma í ljós.“ n „Mig langaði stundum að taka hann og hrista hann „Eitt var að hann þyrfti að fá þennan sjúkdóm en af hverju núna, af hverju þurfti hann að veikjast svona ungur? Fjölskyldan Hjónin eru hér með þeim Helga og Atla, en öll hafa þau glímt við reiði vegna veikindanna. Á milli þeirra er barnabarnið, dóttir Helga, Júlía Marín. MyndiR SiGtRyGGuR ARi Framhald á næstu opnu 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.