Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 17.–20. janúar 201446 Sport Aníta fær mótherja í heimsklassa Reykjavíkurleikarnir standa yfir næstu tvær vikurnar Þ etta er veisla íþróttafólks,“ seg- ir Þórey Edda Elísdóttir um Al- þjóðlegu Reykjavíkurleikana sem hefjast í dag, föstudag, og standa til 26. janúar. Keppt er í fjölmörgum íþrótta- greinum en mikil spenna ríkir fyrir frjálsíþróttamótinu sem fer fram á sunnudaginn. Aníta Hinriksdóttir, hin stórefnilega hlaupakona úr ÍR, fær verðuga samkeppni í 800 metra hlaupi kvenna. Írinn Rose-Anne Galligan og Aline Krebs, hin þýska, hafa skráð sig til leiks en báðar hafa þær náð framúrskarandi árangri á hlaupabrautinni. Galligan setti til að mynda írskt met í 800 metrum á Demantamóti í London síðastliðið sumar. Þórey Edda, sem vinnur á vegum Frjálsíþróttasambands Ís- lands, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að finna verðuga keppi- nauta fyrir Anítu. „Við lögðum upp með það fyrir þetta mót að Aníta fengi keppend- ur við sitt hæfi og að gera skemmti- lega stemningu í kringum það,“ út- skýrir Þórey Edda. „Það verður mjög spennandi að fylgjast með henni hlaupa á heimsmælikvarða á heima- velli. Við þurfum ekki alltaf að fá fréttir af henni einhvers staðar frá út- löndum,“ en búist er við fjölda áhorf- enda í þeim erindagjörðum að berja íslenska undrabarninu augum. Sosthene Taroum Moguenera, þýski langstökkvarinn, hefur einnig boðað komu sína. Hafdís Sigurðar- dóttir, sem keppir fyrir UFA, fær því góða samkeppni en Sosthene komst í úrslit á heimsmeistaramótinu í Moskvu síðastliðið sumar. Þá mun Englendingurinn eldsnöggi, Mark Lewis-Francis, keppa í 60 metra hlaupi á leikunum. Lewis-Francis hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í 100 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu árið 2010. Kolbeinn Höður Gunnarsson, 19 ára úr UFA, verður helsta ógn Englendingsins en Kolbeinn kom fyrstur í mark á Meistaramóti 15–22 ára, sem fór fram fyrstu helgi ársins, á 7,03 sekúndum. Aðgangseyrir á frjálsíþróttamótið er 1.500 krónur, en því verður einnig sjónvarpað beint hjá RÚV. n ingosig@dv.is Reykjavíkurleikarnir hefjast í dag Lögð var sérstök áhersla á að Aníta fengi keppendur við sitt hæfi. mynd sigtRygguR aRi Molar n alfreð már Hjaltalín, efnilegur útherji Víkings Ólafsvík, hefur skrifað undir áframhaldandi samning við félagið. Alfreð Már á hátt í 100 leiki á ferilskránni með félaginu. – Fótbolti n arnór sveinn aðalsteinsson leikur með Breiða- bliki í sumar eftir tveggja ára veru hjá Hönefoss. Hann stefnir að því að ná sér góðum af meiðslum og komast aftur í atvinnumennsku. – Fótbolti n Björninn vann SR á Íslandsmóti kvenna í íshokkí, 6–5, í vikunni. Björninn er í harðri baráttu við SA um efsta sæti, á meðan SR hefur tapað öllum sínum átta leikjum. – Íshokkí n Eiður smári guðjohnsen hafnaði tilboði Zulte Waregem og mun að öllum líkindum leika áfram með Club Brugge í Belgíu. Eiður er nýkominn úr æfingaferð frá Spáni. – Fótbolti n Helga maría Vilhjálmsdóttir var hæst íslenskra keppenda á stórsvigsmóti í Hinterreit í Austurríki. Helga lenti í 40. sæti og voru aðstæður mjög góðar. – skíði n Íslandsmeistararnir í KR hafa verið með hollenska miðvörðinn maikel Verkoelen til reynslu undanfarna viku. Maikel er 21 árs miðvörður sem er uppalinn hjá stórliðinu PSV Eindhoven. Á síðasta tímabili lék hann með FC Eindhoven í B-deildinni og spilaði 25 leiki. – Fótbolti n Kristófer acox, körfuboltamaðurinn efnilegi, mun ekki leika meira með Furman University í bandaríska háskóla- boltanum á tímabilinu vegna meiðsla. Kristófer, sem er ristarbrotinn, segir á Facebook- síðu sinni að hann láti meiðslin ekki á sig fá. – Körfubolti n Stjörnunni barst góður liðstyrkur í vik- unni þegar sigrún Ella Einarsdóttir, framherji FH, samdi við félagið. Sigrún Ella hefur leikið 52 leiki í efstu deild og skorað 13 mörk. – Fótbolti n tindastóll leikur í 1. deild karla í sum- ar eftir vangaveltur um að draga lið sitt úr keppni. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fjölmenns aðalfundar félagsins. – Fótbolti n Varnarmaðurinn Casper andersen er á til reynslu hjá Stjörnunni. Daninn, sem hefur leikið undanfarið ár í Ástralíu, á 150 deildarleiki að baki í dönsku B- deildinni. – Fótbolti „Við áttum séns í þá“ n Góð frammistaða Íslands í spennuleik n Misnotuð dauðafæri dýrkeypt V ið klúðruðum nokkrum 100 prósent sénsum og létum reka okkur út af klaufalega. Þeir náðu undirtökunum eftir það,“ sagði svekktur Aron Kristjáns- son landsliðsþjálfari eftir tap gegn heimsmeisturum Spánverja á EM í Danmörku. Eftir kaflaskiptan leik, þar sem liðin skiptust á að hafa for- ystu, stóðu Spánverjar uppi sem sig- urvegarar. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum og reyndust sterkari á lokakafla leiksins. Strákarnir okkar sýndu mikinn baráttuvilja og velgdu Spánverjum verulega undir uggum á löngum köflum í leiknum. Aron sagði að til þess að vinna leikinn hefði liðið þurft að nýta dauðafærin í sókninni síðasta hluta leiksins. „Við áttum séns í þá í dag og það þurfti ekkert mikið til að við hefðum þá,“ sagði hann við RÚV eft- ir leikinn. Ísland náði þriggja marka forystu Spánverjar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og virtust geta skorað að vild. Íslenska sóknin var þó öflug og munurinn varð ekki meiri en tvö mörk. Smám saman fann íslenska vörnin fjölina sína og Björgvin Páll Gústavsson sá til þess að þrjú víta- köst heimsmeistaranna fóru for- görðum; hann varði tvö en eitt hafnaði í þverslánni. Íslendingar tóku frumkvæðið í leiknum þegar Aron Pálmars- son skoraði sitt fimmta mark,12– 11. Íslendingar létu kné fylgja kviði í vörninni og uppskáru þriggja marka forystu 15–12, þegar fáeinar mínútur lifðu hálfleiks. Klaufalegt mark úr aukakasti Spánverjar skoruðu síðustu mörk hálfleiksins og jöfnuðu metin fyrir leikhlé, með mikilli seiglu. Þeir komust marki yfir þegar leiktíminn var liðinn. Joan Cañellas skoraði þá mark úr aukakasti, þó íslenskur varnarmúr stæði fyrir framan hann. Veggurinn var illa staðsettur og Cañellas setti boltann milli fóta Björgvins í markinu. Eitthvað sem ekki á að sjást. Leikur Íslands í fyrri hálfleik var í heild prýðilegur og liðið var óhepp- ið að vera ekki yfir í hálfleik. aftur þriggja marka forysta Íslendingar hófu síðari hálfleikinn af krafti og tóku frumkvæðið í leikn- um eftir nokkurra mínútna leik. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem átti góðan leik, skoraði þá þrjú mörk á stuttum kafla og Ísland skoraði fjög- ur mörk í röð. Rúnar Kárason kom Íslandi í 22–19 og allt var í blóma. En líkt og í fyrri hálfleik hélst liðinu illa á forystunni. Spánverj- ar tóku við sér og sneru taflinu við með því að skora sex mörk í röð. Á þeim kafla gekk varnarleikurinn illa og tvær brottvísanir gerðu illt verra. Spánverjar héldu tveggja til þriggja marka forystu síðasta þriðj- ung hálfleiksins og áttu ferska menn á bekknum til að skipta inn. Orkan var meiri þeirra megin þegar á leið. Spánverjar skoruðu fjögur mörk gegn einu á síðustu tveim- ur mínútum leiksins og uppskáru fimm marka sigur í spennandi og skemmtilegum leik. tognaður á báðum Markahæstur í íslenska liðinu var Aron Pálmarsson, sem meiddist á ökkla undir lok leiksins. Hann skoraði átta mörk og hefur nú togn- að á báðum ökklum í mótinu. Guð- jón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítum, og Ásge- ir Örn Hallgrímsson fimm. Þá áttu Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson góða innkomu og skoruðu fimm mörk samtals. Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina í markinu allan leikinn og varði 19 skot, þar af tvö vítaköst. Þegar þetta var skrifað var ekki komið í ljós hvort Ísland tæki með sér eitt eða tvö stig inn í milliriðil. Það réðst af úrslitum í leik Noregs og Ungverjalands, sem ekki var lok- ið þegar DV fór í prentun. Spánverj- ar unnu alla sína leiki og fara með fjögur stig inn í milliriðil. Ísland á næst leik á laugardag. n „Ömurlegt að tapa“ Björgvin Páll Gústavsson markvörður átti stórleik og varði 19 skot. „Við vorum að mínu mati með þá í okkar greipum, að hluta til,“ sagði hann í viðtali við RÚV. Misnotuð dauðafæri og tæknifeilar í sókninni hefðu gert liðinu erfitt fyrir. „Það er ömurlegt að tapa svona leik, sérstaklega þegar við erum svona nálægt því að hafa þá. Það er mjög svekkjandi og erfitt að horfa á já- kvæðu punktana.“ Hann sagði mjög erfitt að eiga við Spánverjana. Þeir væru allir 120 kíló og tveir metrar á hæð, auk þess sem þeir væru með þannig leikmannahóp að allt liðið skipti með sér leiktímanum. „Það skiptir máli þegar á líður.“ „Það þurfti ekkert mikið til að við hefðum þá. Baldur guðmundsson baldur@dv.is Áttu séns Ísland spilaði ágætlega í leiknum en hefði þurft að gera enn betur til að hafa sigur. mynd Epa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.