Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 17.–20. janúar 201452 Menning Leikstjórinn Baldvin Z vakti mikla athygli með kraftmikilli frumraun sinni, Óróa. Í kvikmyndinni mátti greina áhuga leikstjórans á mannlegri tilveru sem hann miðlaði af krafti. Næsta kvikmynd hans, Vonarstræti, er í vinnslu þessa dagana og í því verkefni kafar hann enn dýpra á mið sálarinnar og nýtti sér meðal annars lífsreynslu vændiskonu við handritsgerðina. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Baldvin um ferilinn og innsýn hans í heim íslenskrar vændiskonu sem hefur breytt gildum hans fyrir lífstíð. K vikmyndin Vonarstræti fjallar um þrjá einstaklinga sem allir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu. Baldvin hefur gengið með hugmyndina að kvik­ myndinni í maganum árum saman, sterkar sögur af fólki sem leituðu á hann. Vinnsluferlið til dagsins í dag spannar heil níu ár. Sögurnar þurfti hann þó að þræða saman og sá ekki lausn í sjónmáli á draumaverkefni sínu fyrr en Birgir Örn Steinarsson kenndur við Maus lagði honum lið við handritsskrifin. Spólaði í drullunni Baldvin segir frá sögunum þremur sem vefast saman í kvikmyndina Vonarstræti. „Þetta eru þrjár sög­ ur sem fléttast saman. Sögusviðið er Reykjavík árið 2006 þegar hér átti að ríkja góðæri. Móri, leikinn af Þorsteini Bachmann, er bóhem og rithöfundur sem hefur lokið við að skrifa sjálfsævisögu sína. Við fylgjumst með honum í leit hans að fyrirgefningu við því sem er ófyrirgefanlegt. Þá er það Eik, sem er leikin af Heru Hilmars­ dóttur, móðir og leikskóla­ kennari sem nær ekki endum saman og flækist í heim vændis til að geta séð fyrir sér og dóttur sinni. Að síðustu er það Sölvi, leikinn af Þorvaldi Davíð, fyrr­ verandi knattspyrnumaður sem virðist leika allt í haginn og vinn­ ur sig upp á toppinn í heimi við­ skipta áður en allt fer fjandans til. Ég gekk með þessar sögur í mag­ anum í mörg ár og spólaði í drull­ unni hvað varðar lausn á hand­ ritinu. Þá kom Biggi í Maus til mín og sagði mér frá því að hann lang­ aði til að skrifa kvikmyndahand­ rit. Honum fannst áhugavert að fjalla um þessa þrjár sögur í einni heild og leysti hnútinn, hann leysti hnútinn fyrir mig.“ Ferlið spannar níu ár Fyrsta mynd Baldvins, Órói, fékk afar góðar viðtökur og þótti mót­ að verk þrátt fyrir að um frumraun leikstjórans hafi verið að ræða. Vonarstræti er þó það verkefni sem Baldvin ætlaði sér að framleiða fyrst og ferlið hefur verið langt. „Allt ferlið spannar níu ár og það eru fjögur ár síðan við byrjuðum á handritinu. Ég þakka guði fyr­ ir að ég fór ekki fyrst í þetta verk­ efni. Ég þurfti að gera Óróa áður en ég lagði í Vonarstræti. Það var nauðsynlegt,“ segir Baldvin sem segir aðeins nánar frá vinnslunni við Vonarstræti og hvers vegna sögurnar þrjár leituðu svo fast á hann. Tóku viðtöl við vændiskonu „Allar sögurnar krossast á fal­ legan máta og allar sögupersónur myndarinnar hafa áhrif á hverja aðra. Útigangsmanninn hittum við á tímamótum í lífi hans – upp­ gjöri sem verður baksaga kvik­ myndarinnar. Sagan af einstæðu móðurinni sem flækist í vændi er saga sem hefur fylgt mér lengi. Ég get ekki ljóstrað öllu upp um það hvers vegna hún hefur gert það, það myndi eyðileggja upplifun áhorfandans, en lykilorðið er fjöl­ skylduleyndarmál. Allar sögurn­ ar þrjár eru byggðar á sönnum sögum. Útigangsmaðurinn eða bóheminn sem missir fótanna er byggður á sönnum sögum af einstaklingum sem hafa lagt líf sitt og annarra í rúst. Þá tókum við viðtöl við vændis konuna sem Hera leikur. Við fengum ekki að hitta manneskjuna sjálfa – hún vildi það ekki fjölskyldunnar vegna – sem Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Vændiskona breytti öllu Gildum breytt fyrir lífstíð Baldvin segir vinnslu myndarinnar hafa breytt gildum hans fyrir lífstíð. Hann hafi öðlast sterka vitund fyrir réttindum kvenna og því virðingar- leysi sem ríkir í garð þeirra. „Það sem breytti mér mest í þessu öllu var að uppgötva veruleika karl- manna í heimi vændis. Hann er svo sjúkur. Afrekskona í myndlist Valinn hefur verið listamaður lista­ hátíðarinnar List án landamæra 2014. Listamaðurinn er afrekskon­ an Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Hún er fyrrverandi ólympíumeistari í sundi þroskaheftra, en er hætt að keppa í sundi og hefur einbeitt sér að myndlist síðustu ár. List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Hátíð­ in verður haldin í 11. skipti vorið 2014. Samtímalista- menn heiðra meistara Sýningin Ég hef aldrei séð fígúra­ tíft rafmagn verður opnuð í Ásmundar safni 18. janúar kl. 16. Sýningin dregur saman verk eftir níu íslenska samtímalistamenn ásamt abstraktverkum Ásmundar Sveinssonar (1893–1982). Listamenn með verk á sýn­ ingunni ásamt Ásmundi Sveins­ syni eru Áslaug Í. K. Friðjónsdóttir, Baldur Geir Bragason, Björk Vigg­ ósdóttir, Hrafnhildur Halldórs­ dóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdótt­ ir, Ragnar Már Nikulásson, Sólveig Einarsdóttir, Þór Sigurþórsson og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Ásmundur var frumkvöðull í ís­ lenskri höggmyndalist og hafði víð­ tæk áhrif á íslenska menningu. „Ég hef leyft mér að gera non­fígúratífa mynd af rafmagninu, því ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn,“ sagði Ásmundur en orð hans eru lýsandi fyrir efni sýningarinnar. Sýningarstjórar eru þær Klara Þórhallsdóttir og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir. Vink til Íslendinga Hin árlega Franska kvikmynda­ hátíð í Háskólabíói hefst í dag, 17. janúar og stendur yfir til 30. janúar. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi sem fyrsti stóri menningar­ viðburður ársins og hefur hún undanfarin ár laðað að sér um það bil í tíu þúsund áhorfendur í hvert skipti. Eru þeir orðnir vanir því að geta gengið að fjölda gersema vís­ um á hvíta tjaldinu. Hátíðin verður sett með pompi og prakt með sýningu opnunar­ myndarinnar, sem að þessu sinni er gamanmyndin Eyjafjallajök­ ull. Segja má að kvikmyndin sé kankvíslegt vink til Íslendinga því hið alræmda íslenska gos hrindir af stað bráðfyndinni atburðarás í kvikmyndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.