Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 17.–20. janúar 201430 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonLöggæsla efld.. með löggum?! Stoð og stytta F ullkomið jafnrétti er hugsjón sem getur orðið að veruleika, svo lengi sem kyn, kynhneigð, þjóðerni, litarháttur, stétt o.s.frv. drepa þá hugsjón ekki. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að framþróun og fjölbreytni sameinar okkur, á meðan einsleitni og stöðn- un sundra okkur. Sérhagsmunir og stöðugleiki eru svefnlyf sem styrkja kúgarana í sessi og deyfa mótspyrnu hinna kúguðu. Við lifum í heimi þar sem kyn- bundið ofbeldi er daglegt brauð. Slíkt ofbeldi er kynbundið í krafti vöðvaafls, og vegna þess að margt fólk er þannig gert að það kýs að ráð- ast á þá sem minna mega sín. Ýms- ir menn hika ekki við að níða skóinn af þeim sem haltir eru. Það þykir bók- staflega flott að vera ríkur og valda- mikill; einkum ef menn kunna virki- lega að sýna auð og völd. Efnishyggja okkar gerir bókstaflega þessa ein- földu kröfu. Yfir leitt er þessi brenglun hvorki bundin við kvenhatur né karlhatur, hún er einfaldlega hegð- un þess manns sem nýtir krafta sína til þess að reyna að varpa ljósi á það sem hann sjálfur telur vera sína eigin yfirburði. Þessi hegðun er þannig ekki endi- lega bundin við hnefarétt, hún getur einnig birst sem pólitísk valdníðsla, loddaraskapur, andleg kúgun eða í öðru formi. En það er akkúrat þessi hegðun sem hefur í aldaraðir ráð- ið því, að karlar hafa leyft sér þann munað að telja sjálfum sér trú um að þeir einir geti stjórnað heiminum. Og það merkilega er, að fólk hefur lært – í nafni einfeldni, undirgefni, trúar og vísindahyggju – að meðtaka umrædda hegðun sem hinn eina sanna veruleika. Sagan var framan af og allt til okkar daga, nánast ein- vörðungu, rituð af körlum fyrir karla. En hér tel ég, að við getum lært af sögunni og leyft mætti hugvísindanna að ráða för. Á einum stað í Reykjavík er stytta af karlmanni. Þessi stytta er – í mínum huga – merkileg vegna þess að hún er í lundi þar sem karlinn og eiginkona hans höfðu þann ágæta sið að gefa fuglum. Og víst má telja að spörfugl- arnir hafi notið matar frá þeim hjón- um báðum. En engu að síður er stytt- an af karlinum einum. Væntanlega hefur tíðarandinn sagt umheiminum að karlinn teldist merkilegri maður en kona hans. Kona hans hefur þó væntanlega verið hans stoð í gegnum allt hans vafstur og hefði, af þeim sökum, mátt vera við hans hlið þarna í lundinum. Í raunheimi birtist hverf- ul mynd af karli, en í hugarheimi er varanleg mynd af konu. Hugvísindin eru – sem betur fer – grunnur allra vísinda; hið varanlega verður aldrei áþreifanlegt. Hugsun- in um stoðina er varanleg, á meðan styttan molnar í áranna rás. Styttan af karlinum er eitt af mörgum dæmum um karlrembu- samfélagið sem öllu hefur ráðið í gegnum aldirnar. Og þessi stytta fær mann óhjákvæmilega til að hugsa um stoðina sem gerði það að verkum að styttan var sett á stall. Án stoðar- innar hefði karlinn væntanlega aldrei náð að verða stytta. Styttan er þannig birtingarmyndin í raunheimi og hún gerir þá kröfu, að konan sem stóð með karlinum og gaf fuglunum, komi ávallt fram í huga þess sem styttuna sér. Þetta er það sem við getum lært af sögunni: Við getum tekið hugsunina með; leyft henni að lyfta á stall þeim stoðum sem virkilega gerðu fram- vindu sögunnar mögulega. n Hið illa jafnan á sér stað og afar víða leynist en hafa ber í huga það sem heldur betra reynist. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Hugsunin um stoðina er varan­ leg, á meðan styttan molnar í áranna rás. Takk, Guðmundur S amkvæmt skilgreiningu forsætisráðherra á skoð- anahópum ESB-aðildar er ég viðræðusinni. Á sínum tíma, þegar lagt var upp í þennan ESB-leiðangur, hefði verið hyggilegra að gera það með þjóðar- vilja að baki. Þáverandi stjórnvöld, eða réttara annar stjórnarflokk- urinn, vildi forðast að sitja uppi með niðurstöðu sem honum ei hugnaðist. Því var ákveðið að keyra á málið í sundrung við samstarfs- flokk og þjóð. Útkoman hálfkaraðar viðræður og ekkert sem hönd á festir. Núverandi stjórnvöld lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- hald viðræðna. Enda benda skoð- anakannanir til þess að lungi þjóðarinnar vilji klára samninga- viðræður við ESB svo hægt sé að taka upplýsta afstöðu en ekki byggða á getgátum. Andstaða nú- verandi stjórnarmeirihluta við ESB er augljós og kosningaloforðið strax farið að skipta litum, gengur nú út á hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um já eða nei við ESB, án þess að viðræðum sé lokið. Og segi þjóðin já, hvað þá? Á þá að hefja viðræð- ur á ný eða ganga inn í bandalag- ið án samnings? Svona uppsetning, án þess að fyrir liggi fullklárað- ur samningur, hvetur auðvitað til höfnunar, fáir vilja skrifa undir óút- fylltan víxil. Svona er málið viljandi þæft til að fresta málalokum. En þjóðin á heimtingu á efndum kosn- ingaloforðsins sem er skýrt: Þjóðar- atkvæðagreiðsla um það hvort við viljum klára aðildarviðræður við Evrópusambandið eða ekki. Svona blekkingarleikir eru þó ekkert einsdæmi. Skuldaniðurfell- ingin hefur heldur betur rýrnað og fétakan sem átti að vera til kröfu hafa gömlu bankanna endar væntan lega í okkar eigin vasa. Síð- asta ríkisstjórn ætlaði að uppræta sjálftöku útvegsfyrirtækja á sjávar- auðlindinni en endaði snautleg við samningaborð LÍÚ. Formaður Bjartrar framtíðar toppar þó hrá- skinnsleikinn með tillögu sinni að breytingum á stjórnarskrá. Sem segir að 2/3 hlutar þingmanna geti samþykkt stjórnarskrárbreytingar sem þjóðin greiðir síðan atkvæði um og þurfi meirihlutasamþykkt og að minnsta kosti 40% kjósenda segi já. Þessi tillöguskrambi átti að vera lífsakkeri nýrrar stjórnar- skrár sem þjóðin blessaði haustið 2012. Auðvitað sjá það allir í hendi sér að samstaða 2/3 hluta þing- manna mun aldrei nást um nein lykilmál enda það ástæðan fyrir því að stjórnarskrármálið var fært frá þingi til þjóðar. Árangurinn af þessari tillögu er því enn ein stjórn- arskrárnefnd undir forsæti Sigurðar Líndals. Takk, Guðmundur. Af framansögðu dreg ég þá ályktun að þinginu sé mjög í mun að halda öllum valdasprotum inn- an eigin veggja. Þingmenn kæra sig ekkert um afskipti þjóðarinnar og þó endurnýjun verði á fjögurra ára fresti er þeirri endurnýjun að mestu stjórnað af flokkunum. En öll þessi mál sem hér eru nefnd, ESB, þjóðaratkvæðagreiðslur, sjáv- arauðlindin og flokksræðið, öll fá sinn farveg í hinni nýju stjórnarskrá sem valdhöfum er svo í nöp við. Með beinu lýðræði gætu kjós- endur tekið frumkvæðið úr hönd- um alþingismanna, safnað undir- skriftum 10% atkvæðisbærra manna og knúið fram þjóðarvilja um aðildarviðræður við ESB eða ekki. Þannig skipti fum 63 einstak- linga á Alþingi okkur engu máli, við tækjum málið einfaldlega í okkar hendur. Og niðurstaðan yrði óvéfengjanleg, ekkert vesen. Líklegt er að á þessu þingi komi fram frumvarp um gjafagjörning fiskimiðanna til frambúðar og þá, samkvæmt nýrri stjórnarskrá, gætu kjósendur samið sitt eigið frum- varp og skotið því samhliða hinu í þjóðaratkvæði. Þannig væri búið að girða fyrir afsal þjóðareigna nema þjóðarvilji liggi að baki. Spillingarstjórnmál eru al- heimsvandamál. Samkrull stjórn- málamanna og peningaafla er þar undirliggjandi. Eina vörn almenn- ings gegn þessari vá er að hafa eitt- hvað í höndunum sem getur stöðv- að yfirgang valdhafa þegar svo ber undir. Í slíku vopnabúri ber hæst beint lýðræði og persónukjör. Það er löngu ljóst að landsmenn vilja aukin áhrif en hagsmunaaðilar sem eiga sitt undir kyrrstöðunni streit- ast á móti. Þar er Alþingi Íslendinga í broddi fylkingar. n „Samkrull stjórn­ málamanna og peningaafla er þar undir­ liggjandi. Lýður Árnason læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar Kjallari Mest lesið á DV.is Vinsælast á fimmtudaginn 1 Fyrrverandi landsliðs-maður nær dauða en lífi vegna læknamistaka Hannes Jón Jónsson, handboltamaður og fyrr- verandi landsliðsmaður, greindist með krabbamein á haustmánuðum 2012. Mistök lækna í Þýskalandi kostuðu hann nærri lífið. 28.345 hafa lesið 2 20 atriði sem andlega sterkir gera ekki Í upphafi nýs árs ætla margir að taka sig á, bæði líkamlega og andlega. DV fjallaði um ráð rithöfundarins og heimspekingsins Pauls Hudson um hvernig við getum hámarkað hamingju okkar og árangur. 16.950 hafa lesið 3 Snautlegur endir á farsælli sögu Saga útgerðarfyrirtækisins Stálskipa einkennist af dugnaði en fyrir jól bárust fréttir af því að hafnfirska útgerðarfyrir- tækið hefði sagt upp öllum skipverjum á fyrstitogaranum Þór. DV fjallaði ítarlega um sögu þessa rótgróna fyrirtækis. 12.671 hefur lesið 4 Langafi var tveggja kvenna maki Sindri Freysson fagnaði tuttugu ára rithöfundarafmæli á þar síðasta ári. Í viðtali við DV á dögun- um ræddi Sindri óvenjulega fjölskyldu- sögu. Langafi hans var meðal annars tveggja kvenna maki og var ástmaður tveggja systra. 11.763 hafa lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.