Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Ráðin án auglýsingar Skrifstofustjóri segir ráðninguna ekki fara gegn reglum V ilborg Ása Guðjónsdóttir hef­ ur verið ráðin sem alþjóðarit­ ari til Alþingis án auglýsingar að því að fram kemur á vef Ei­ ríks Jónssonar. Þar er greint frá því að Vilborg Ása hafi nýverið verið ráðin aftur til Alþingis, en hún starfaði þar áður um árabil. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir málið einfalt og að ekki hafi þurft að auglýsa stöðuna. „Vilborg hafði gegnt þessu starfi í tvö ár í stað Magneu Marinós­ dóttur sem fór til starfa erlendis í þrjú ár. Magnea kom svo til baka og hafði þá samkvæmt reglum rétt á sínu gamla starfi og þá hætti Vilborg en var síðan kölluð aftur til þegar Magnea ákvað að fara aftur út til friðarstarfa og sagði um leið starfinu lausu og kemur því ekki aftur,“ segir Helgi sem segir að þegar starfið var auglýst fyrst hafi það verið gert samkvæmt ströng­ ustu reglum um ráðningar opin­ berra starfsmanna, því hafi ekki verið ástæða til að auglýsa það að nýju. „Jú, það var auglýst í fyrra skiptið samkvæmt ströngustu reglum og þá var Vilborg ráðin. Í ljósi þess töldum við ekki nauðsynlegt að fara í gegn­ um allan þann prósess aftur enda hefði Vilborg líklega sótt um og feng­ ið starfið því hún uppfyllti öll skilyrði og hafði staðið sig mjög vel þau tvö ár sem hún gegndi starfinu,“ segir Helgi að því að fram kemur á vef Eiríks. n Auglýst í fyrra skiptið „Jú, það var auglýst í fyrra skiptið samkvæmt ströngustu reglum og þá var Vilborg ráðin,“ segir Helgi. Vilja fleiri vegrið Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks­ ins hafa í bókun hvatt Vega­ gerðina til að gera átak í upp­ setningu vegriða í borginni. Mikilvægt sé að þau verði sett upp þar sem umferðarhraði er mestur og umferð þyngst. Í sam­ antekt Umhverfis­ og skipulags­ ráðs kom fram að enn væri langt í land, en borgarfulltrúarnir bentu á að auðveldlega mætti hanna vegrið þannig að þau fari vel í borgarumhverfinu. Aðalatriðið væri þó umferðaröryggi. Svara kalli for- sætisráðherra „Forsætisráðherra kallaði eftir sóknaráætlun skapandi greina í áramótaávarpi. Við tökum hann á orðinu og látum reyna á hvort eitthvað er að marka fögur orð um sátt og samstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Sam­ fylkingarinnar. Árni Páll, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Stein­ grímsson og Birgitta Jónsdóttir hafa lagt fram þingsályktunar­ tillögu um að Alþingi feli Illuga Gunnarssyni, mennta­ og menn­ ingarmálaráðherra, að undirbúa og leggja fram þriggja ára sóknar­ áætlun skapandi greina. Þetta á að gera á grundvelli greiningar­ og stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið á liðnum árum, en sem kunnugt er kom út skýrsla árið 2011 um hagræn áhrif skap­ andi greina og einnig var sam­ þykkt þingsályktun á Alþingi um eflingu þeirra. Árið 2012 var gefin út skýrsla með tillögum að bættu starfsumhverfi skapandi greina sem getur legið til grundvallar þessari vinnu. Klofningur í Kópavogi Bæjarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins klofinn í tvær fylkingar M ikil spenna er í meirihluta­ samstarfinu í bæjarstjórn Kópavogs eftir að Gunnar Ingi Birgisson, bæjarfull­ trúi sjálfstæðismanna og fyrrverandi bæjarstjóri, stillti sér upp með minnihlutanum í bæjarstjórn­ inni í atkvæðagreiðslu um byggingu og kaup á íbúðum. Sjálfstæðismenn í bænum eru klofnir í tvær fylk­ ingar sem ýmist styðja bæjarstjór­ ann núverandi, Ármann Kr. Ólafs­ son, eða bæjarstjórann fyrrverandi, samkvæmt heimildum DV. Stutt er í kosningar og eru uppi ásakanir um að afstaða Gunnars í málinu snúist í raun um pólitískan leik til að hefnda gegn Ármanni. Titringur allt kjörtímabilið Í raun hefur verið titringur á með­ al sjálfstæðismanna í Kópavogi allt kjörtímabilið. Í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2010 stóð Ármann uppi sem sigurvegari og nýr oddviti flokksins í bænum eft­ ir að hafa att kappi við Gunnar sem þá hafði verið í brúnni hjá flokknum um árabil. Kjörtímabilið byrjaði á því að sjálfstæðismenn sátu í minni­ hluta en eftir að deilur komu upp í meirihlutanum, sem myndaður var af Samfylkingu, Vinstri grænum, Y­ lista og Næst besta flokknum, var myndaður nýr meirihluti með Ár­ mann sem bæjarstjóra. Gunnar hefur verið gagnrýn­ inn meðlimur meirihlutans síð­ an hann var myndaður árið 2012 og hefur hann verið í lykil stöðu innan flokksins en hann nýt­ ur stuðnings hóps flokks­ manna. Með honum hefur staðið annar bæjar fulltrúi flokksins, Aðalsteinn Jónsson, en flokkurinn er með fjóra fulltrúa í bæjarstjórninni. Greint var frá því á Stöð 2 árið 2012 að Gunnar og Aðalsteinn hefðu kom­ ið í veg fyrir myndun nýs meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks áður en gengið var til viðræðna um myndun núverandi meirihluta. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hefðu myndað sterkan meirihluta með sjö fulltrúa af ellefu. Munu líklega sitja áfram Líklegt verður að teljast, og í samræmi við orð leið­ toga meirihlutans, að meirihlutinn haldi velli fram að kosningum þrátt fyrir miklar inn­ byrðis deilur. Sex mis­ munandi flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs en allir hafa þeir prófað að starfa í meirihluta í bæjar­ stjórninni frá kosning­ um. Tiltölulega stutt er til kosninga og hafa stærstu málin sem liggja fyrir bæjarstjórninni verið kláruð; til að mynda fjárhagsáætlun og að­ alskipulag. Það veltur hins vegar á hvort traust myndast á ný innan meirihlutans gagn­ vart Gunnari og Aðalsteini hversu miklu meirihlut­ inn áorkar fram að kosningum. Það er þó ekki bara innan bæjar­ stjórnarinnar sem hitnað hefur í kringum Ármann bæjar­ stjóra. Sótt er að honum í prófkjöri flokksins sem fram fer í febrúar en Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Mennta­ skólans í Kópavogi, hefur gefið kost á sér í oddvitasætið sem Ár­ mann sækist sjálfur eftir áfram. Heimildir DV herma að Margrét bjóði sig fram með stuðningi Gunnars. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Í vörn Sótt er að Ármanni í odd- vitastólnum fyrir komandi kosningar. Mynd SigTryggur Ari Ekki bundinn Gunnar virðist ekki telja sig bundinn við álit leiðtoga síns í flokknum þegar kemur að afgreiðslu mála í bæjar- stjórninni. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.