Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 17.–20. janúar 201436 Fólk Viðtal Á einum degi ákvað ég að fara í guðfræði. Það var ekki eitt­ hvað sem lá alltaf fyrir en ef ég lít til baka og hugsa um allt það sem mig langaði til að gera þegar ég var ung þá var það einhvers konar beinagrind að prests­ skap,“ segir Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju sem ákvað 22 ára að feta í fótspor svo margra í fjölskyldu sinni og læra til prests. Í æsku dreymdi Hildi um að verða leikkona, rithöfundur og stjórnmála­ maður. „Um þetta þrennt snýst prest­ mennskan á margan hátt. Þú þarft að geta komið fram, geta lesið fólk og vera forvitin um fólk. Pólitík og trú eiga margt sameiginlegt en hvort tveggja snýr að lönguninni til að bæta samfélagið. Eða á að vera það. Svo skrifa prestar mikið svo rithöfundar­ draumarnir fá einnig að njóta sín þar.“ Stjórnmálamaður eða rithöfundur Hildur Eir ólst upp á prestsetrinu Laufási við Eyjafjörð. Hún er yngst í hópi sex systkina og dóttir séra Bolla Gústavssonar heitins og Matthildar Jónsdóttur. Þegar hún komst á ung­ lingsaldur fluttist fjölskyldan í Skaga­ fjörð þegar faðir hennar varð vígslu­ biskup á Hólum í Hjaltadal. Tvö systkina Hildar, þau Bolli Pétur og Jóna Hrönn, eru einnig prestar en Hildur segist ekki hafa fengið neina sérstaka hvatningu frá fjölskyldunni að leggja fagið fyrir sig. „Ég held að mamma og pabbi hafi verið viss um að Jóna yrði prestur enda sýndi hún starfi pabba mikinn áhuga og ég held líka að þau hafi séð þetta fyrir með Bolla en ég held að þau hafi ver­ ið sannfærð um að ég færi aðra leið. Pabbi sagði alltaf að ég yrði stjórn­ málamaður og mamma hélt að ég yrði bókmenntafræðingur eða rit­ höfundur. Annars voru þau ekkert að reyna að stýra manni í þessu,“ segir Hildur og bætir við að fjölskyldan hafi orðið ánægð þegar hún sagði þeim frá ákvörðun sinni. Kjaftfor og opin Hildur Eir hefur vakið athygli fyrir hispurslausa framkomu en hún hef­ ur vanið sig á að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Hún segir það til kom­ ið vegna áhuga síns á fólki og löngun­ ar til að hjálpa öðrum að tala opin­ skátt um tilfinningar sínar. „Þetta er mér að einhverju leyti eiginlegt en líka meðvitað. Ég ákvað að svona ætl­ aði ég að gera þetta. Ég var alin upp af dásamlegum foreldrum en þau voru fullorðin og í rauninni þriðja kynslóð frá mér. Þetta er kynslóðin sem talar lítið um viðkvæm mál eins og kynlíf, þunglyndi, kvíða og alkóhólisma og fleira enda alin upp í tíðaranda sem afhjúpaði ekki sjálfan sig. Foreldrar mínir voru mjög ástríkir en kannski ekki opnir fyrir því að tala um óþægi­ lega hluti, ég man til dæmis að maður var alltaf sendur fram ef eitthvað kynlíf sást á sjón­ varpsskjánum. Ég var í svo­ lítilli uppreisn sem ung­ lingur; reif heilmikið kjaft og var stundum að takast á við pabba um alls konar hluti sem honum fannst ekki viðeigandi að ræða enda var hann afar sóma­ kær maður og mátti ekki vamm sitt vita. Það hef­ ur kannski mótað mig. Á vissan hátt voru mamma og pabbi eins og amma mín og afi. Og ég eins og ungling­ ur sem ætlaði að fræða ömmu og afa um nýja tíma.“ Andstyggilegur sjúkdómur Séra Bolli, faðir Hildar, lést árið 2008 eftir erfið veikindi en hann veiktist af heilabilun ar­ sjúkdómnum Levy rúmlega sextugur að aldri. „Pabbi var náttúrulega stór áhrifavaldur í mínu lífi. Ekki bara sem prestur heldur sem mann­ eskja og ekki síst eftir að hann varð veik­ ur. Hann var góður penni og predikari en ég tek líka undir það sem Bjarni Karls­ son mágur minn sagði; að pabbi hafi flutt sína áhrifaríkustu predikun eftir að hann var orðinn veikur. Það er svo skrít­ ið að, eins og þessi sjúk­ dómur er vægðarlaus og andstyggilegur og tekur alla getu af fólki, þá sá maður í augnaráði hans mann sem var sáttur og óendanlega þakklátur. Hann sagði alltaf „mér er ekki vandara um en öðrum að veikjast,“ sem hefur verið mér lær­ dómur og hvatning til að verða ekki bitur út í þau erfiðu verkefni sem ég hef fengið í lífinu. Það þurfa allir að glíma við eitthvað. Þótt mað­ ur gefi mikið af sér, lifi lífinu fallega og reyni að vera góð manneskja þá breytir það ekki því að maður þarf að takast á við erfiðleika. Guð hef­ ur aldrei lofað manni öðru. Sumum finnst það ósann­ gjarnt en pabbi kenndi mér að það borgar sig ekki að dvelja of lengi við slíkar hugsanir þótt þær séu vissu­ lega mjög mannlegar. Ef maður festist þar í sorginni þá verður maður bara bitur og það er vont að vera bitur.“ Prúða prestsdóttirin Eftir að hafa verið á heimavist í Varmahlíðarskóla hélt Hildur Eir aftur norður og settist á skólabekk í Menntaskólanum á Akureyri. „Ég hef alltaf verið gömul sál, svolítið kotroskin. Mér lá á að verða fullorðin og fannst ekkert sérstaklega gam­ an að vera barn. Ég áleit að það yrði miklu meira gaman að verða full­ orðin því mig langaði að láta taka mark á mér og hafa vigt í samræð­ um fullorðna fólksins. Stundum skáldaði ég eitthvað upp og átti til dæmis skólasögur áður en ég byrjaði í skóla. Það var alltaf eins og ég væri að hlaupa til að ná eldri systkinum mín­ um, til að verða nær þeim í aldri og samferða þeim á lífsgöngunni. Gelgjan kom svo í Varmahlíð og þar blómstraði villingur­ inn í mér. Ég gerði upp­ reisn og var mjög upp­ tekin af að vera ekki prúða prestsdóttirin. Ég vildi ekki vera eitthvað öðruvísi af því að pabbi væri prestur og var mik­ ið í því að rífa kjaft við kennarana og ögra þeim,“ segir hún en bætir við að hún hafi þó ekki átt í útistöðum við for­ eldra sína. „Þau voru hins vegar orðin svo­ lítið þreytt á því að fá endalausar hringingar frá skólanum um að ég hefði skrópað og farið út á Sauðár krók í leyfisleysi eða verið með kjaft. Þau voru hissa því þetta var nýtt fyrir þeim, að ég væri í þessari uppreisn, þau orðin þetta fullorðin, búin að ala upp fimm börn og þurftu endilega að lenda í svona löguðu á gamalsaldri. Ég man alltaf síðasta skiptið sem skólastjórinn í Varmahlíð hringdi heim til að til­ kynna óforbetranlega ósvífni mína, ég heyrði að pabba þótti þetta mjög leitt en svo dæsti hann í lok símtals­ ins og sagði „jæja eru þið ekki alveg að fara að losna við hana?“ Þá var komið að útskrift úr 10. bekk, ég held að pabbi hafi hugsað að þetta myndi ganga yfir sem það og gerði.“ Bisk í MA Hildur Eir naut sín í menntaskól­ anum en þaðan eru margir hennar Villingurinn sem Varð prestur Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Fátt virtist benda til þess að Hildur Eir Bolladóttir fetaði í fótspor föður síns og systkina og gerast prestur þegar hún var villtur unglingur í Varmahlíð. Eftir enn villtari ár í Menntaskól- anum á Akureyri ákvað hún þó að drífa sig suður í guðfræðina. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við séra Hildi Eir um uppreisn- ina á unglingsárunum, erfiðan föðurmissi, áráttu- og þrá- hyggjuröskun og ástina sem hún fann á barnum í Sjallanum. „Fyrst eftir að hann lést fannst mér ég muna alltof mikið eftir honum í veikindun- um sem voru náttúrlega mjög erfið. Séra Hildur Eir Hildur Eir hefur vakið athygli fyrir hispurslausa framkomu en sjálf segist hún tilheyra kynslóð sem tekur sig ekki of hátíðlega. MyndIr BjArnI EIríKSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.