Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Hann sagði ungan aldur og gott ástand líkamans hafa orðið mér til happs Ég sé um kvöldvökur og íslenskan húmor Svo fór hann bara á milli rúma Okrarar Íslands Handknattleikskappinn Hannes Jón Jónsson sagði frá því að læknamistök hefðu næstum kostað hann lífið. – Kjarninn Guðni Ágústsson gerist fararstjóri. – DV Sindri Freysson sagði frá því að langafi hans hefði verið tveggja kvenna maður. – DV Þ að hefur myndast stemming fyrir því á Íslandi að kveða nið- ur hinn grimma draug verð- bólgunnar sem valdið hefur heimilum í landinu miklum búsifjum undanfarna marga áratugi. Það hefur gerst oftar en ekki að kjarasamningar upp á háar krónutölur hafi verið gerð- ir en hækkanir jafnóðum brunnið upp á báli verðbólgu og fært laun- þega á sama stað. Vítahringur verð- bólgunnar hefur leitt til þess að að fólk hefur haft falska tilfinningu fyrir verðlagi. Launahækkanir voru leikur að marklausum tölum. Illræmd verð- trygging hefur síðan orðið til þess að viðhalda þessu kerfi þar sem leiksýn- ingar atvinnurekenda og launþega hafa reglulega verið sviðsettar fyrir almúgann. Niðurstaðan er sú að eft- ir allt uppistandið og átökin er kyrr- staða fremur en að launafólki hafi miðað áfram í kjörum sínum. Það kveður við nýjan tón á þessu ári. Skyndilega hefur orðið almenn vakning í þá veru að rjúfa vítahring hækkana með því að spyrna við fót- um gegn þeim sem vilja nota tæki- færið og hækka vöru sína eða þjón- ustu. Alþýðusamband Íslands hefur haldið úti verðlagsvakt og svörtum lista yfir þá sem svína á almenningi með ótímabærum hækkunum. Og fólkið í landinu er á sama máli. DV heldur úti okurvakt þar sem fjöldi ábendinga streymir inn. Áhuginn á málefninu leynir sér ekki. Mikil hækk- un fjölmiðlaveldisins 365 á áskrift að sportrás vakti gríðarlega athygli sem og hækkanir hjá Lýsi og fleirum. Það ánægjulega er að viðbrögð almenn- ings urðu til þess að umrædd fyrir- tæki og reyndar mörg fleiri drógu hækkanir sínar að hluta eða öllu leyti til baka. Samstaða þjóðarinnar varð til þess að slá á okrið. Hin hliðin á teningnum er sú að fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur staðið sig og sýnt hófsemi og ábyrgð í hækkunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hefur lagt áherslu á að meinið liggi í verðhækkunum og víxlverk- un. Þetta er hárrétt hjá ráðherran- um. Jafnframt er ljóst að hann held- ur um flesta þræði ríkisins og mun þurfa að stíga ölduna og hamla gegn því að ríkisstofnanir hækki verðlag að óþörfu. Sömu sögu er að segja af sveitarfélögum sem verða að taka þátt í átakinu gegn verðbólgunni. Þá má ekki gleyma milliliðum á borð við heildsala. Þar verða kaupmenn að vera á vaktinni og tryggja að hækkan- ir gangi ekki gegn stöðugleika og al- mennri sátt. Sú stemming sem nú er að mynd- ast er ekki ólík því sem gerðist þegar Einar Oddur Kristjánsson, þáverandi formaður Vinnuveitendasambands- ins, og verkalýðsleiðtoginn Guð- mundur J. Guðmundsson snéru bök- um saman svo úr varð þjóðarsátt. Þar varð lagður grunnurinn að jafnvægi í þjóðarbúskapnum og launahækkan- ir skiluðu sér í vasa launþeganna og urðu raunverulegar. Það veltur nú á forystu verkalýðs og atvinnurekenda að tryggja frið og jafnvægi. En það er ekkert gefið í þess- um málum. Allir verða að leggj- ast á eitt til þess að jafnvægið náist og launahækkanir verði raunveru- legar. Verkalýðshreyfingin verður að vera samstíga í verkefninu. Það er útilokað að einstakar stéttir keyri fram úr með allt að 200 þúsunda króna launahækkun á mánuði eins og kröfur eru uppi um. Innbyrð- is leiðréttingar á launum verða að bíða betri tíma. Verkefnið í dag er að koma böndum á okrarana og tryggja þannig hag fólksins í landinu. All- ir þurfa að vera á verði og lemja þá til baka sem ekki taka þátt í sáttinni um almennar kjarabætur. Hver ein- asti borgari verður að koma sér upp lista og skipta við þá sem ástunda ábyrg og heiðarleg viðskipti. Gleym- um ekki svarta listanum þegar keypt er vara eða þjónusta. DV mun vera á okurvaktinni og upplýsa um það sem vel er gert ekki síður en okrið. n 66 ára með bleyjubarn Elsti og brattasti umsækjandinn um stöðu útvarpsstjóra er Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleik- stjóri og fyrrverandi dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins. Hrafn er 66 ára og í fullu fjöri ef marka má að hann er nýorðinn faðir. Í viðtali við vb.is telur Hrafn að hann hafi alla burði til að takast á við starf- ið. „Ef ég er fær um að eignast bl- eyjubarn þá er ég fær um svona starf,“ segir Hrafn. Kostulegur ráðherra Eitthvert kostulegasta sjón- varpsviðtal á síðari tímum var í Kastljósinu þegar Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra mætti til að svara fyrir eitt og ann- að. Helgi Seljan spurði Gunnar Braga út í stökk- breytta afstöðu ráðherrans varðandi aðildina að ESB en Gunnar Bragi lagði sjálfur til aðildarviðræður á sínum tíma en er nú algjörlega andvígur. Þá lýsti hann IPA-styrkjum ESB sem eldvatni og glerperlum á meðan hann sat í stjórnarandstöðu. Þegar hætt var við styrkina fordæmdi hann þá aðgerð og taldi um að ræða svik. Svör hans við spurning- um Helga staðfestu fyrir einhverj- um grunsemdir um lýðskrum. Pískrað um Davíð Innan Sjálfstæðisflokksins er pískrað um að Bjarna Benedikts- syni formanni sé nokkur vandi á höndum vegna þess að forveri hans, Davíð Odds- son, sækist eftir því að verða for- maður stjórnar Landsvirkjunar, sem er í senn vegsemd og matarhola. Hermt er að Bjarna hugnist þetta ekki því fyrir á fleti í stjórninni er ná- inn samherji hans, Ingimundur Sigurpálsson, sem yrði þá skákað til. Nú er ótti stuðningsmanna Bjarna sá helstur að Mogginn muni fara mikinn gegn for- manninum ef ekki verði látið að vilja Davíðs. Palli ekki einn Einn öflugasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, fráfarandi út- varpsstjóra, innan Ríkisútvarps- ins er Helgi Seljan Kastljósmaður. Helgi hefur hik- laust stigið fram til varnar hinum fallna útvarps- stjóra. Þetta er dálítið skondið ef litið er til þess að það var Helgi sem sló Pál út af laginu á sínum tíma þegar útvarpsstjórinn æpti að honum ókvæðisorðum und- ir suðandi tökuvél Stöðvar 2. „Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri,“ sagði Páll og van- stilling hans varð lýðum ljós. Í framhaldinu hrökklaðist hann úr starfi. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Launhækkanir voru leikur að marlausum tölum. Í þröngu sjónarhorni virðist hug- mynd Landsvirkjunar um nýja veituútfærslu Norðlingaöldu í jaðri væntanlegra friðlands- marka Þjórsárvera ósköp sak- leysisleg. Í stóra samhenginu boð- ar hún þó alvarlegri tíðindi. Hún er fyrsta framkvæmdin á vesturbakka Þjórsár og verði hún að veruleika, minnkar hún verndunargildi svæð- isins. Það kemur fólki eflaust spánskt fyrir sjónir en þannig er það samt. Séu mannvirki fyrir, þá er auðveldara að réttlæta frekari mannvirkjagerð. Í enn stærra samhengi er Norðlinga- ölduveita bara einn af fjölmörgum virkjanakostum sem í bígerð eru á miðhálendi Íslands. Tvær virkjanahugmyndir eru á teikniborði orkufyrirtækja í norð- austurhorni hálendisins. Jarðhita- virkjun milli Hágöngulóns og jaðars Vatnajökulsþjóðgarðs og miðlun- arlón við Skrokköldu munu hafa áhrif á mikil ósnert landsvæði og kalla á lagningu línu þvert yfir miðhálendið með tilheyrandi raski. Þá hefur Landsvirkjun jafnframt ósk- að eftir því að þrír virkjunarkostir sem komnir voru í verndarflokk og biðu friðlýsingar verði endurskoð- aðir. Gjástykki, sem liggur upp við Þeystareyki, norðan við Mývatn, auk Tungnárlóns og Bjallavirkjunar sem eru á ósnertum svæðum milli Veiði- vatna, Langasjávar og friðlandsins að fjallabaki. Hlýtur að vera neyð Það eru svo mikil verðmæti í þess- um landsvæðum að manni finnst ósjálfrátt að það hljóti að ríkja ein- hvers konar neyð hjá þjóð sem hef- ur uppi hugmyndir um að fórna slíkum víðernum. Samfélag sem fer svona með takmarkaðar auðlindir sínar hlýtur að hafa fullkannað öll önnur bjargráð til að bæta lífsskil- yrðin. Þannig er það ekki hér á Ís- landi. Hér er viðunandi hagvöxtur og það er ekki síst að þakka vaxandi ferðamannastraumi með tilheyrandi verslun og viðskiptum. Reyndar hafa stjórnvöld stöðvað sérstaka fjár- festingaráætlun sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili og Björt fram- tíð átti meðal annars frumkvæði að. Þá hefur verið gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið á meðan ríkis stjórnin reynir með furðulegri framgöngu sinni að fá sambandið til að slíta viðræðunum. Það er mín skoðun að fjárfestingaráætlunin sem og innganga í ESB leiði til stöðugri gjaldmiðils, aukinna útflutnings- verðmæta, öflugri samkeppni, bjart- sýni og hagsældar. Vilja ekki fjölbreytni? Undirstöður íslensks atvinnulífs hafa verið fáar og ein forsenda uppgangs þeirra hefur verið aðgangur að ódýru vinnuafli. Landið hefur byggst upp á vinnu launafólks í sjávarútvegi, land- búnaði, stóriðju og hvers kyns stór- framkvæmdum verktakafyrirtækja sem byggja afkomu sína á aðgengi að þessu vinnuafli sem hefur fagn- að mikilli vinnu og jafnvel heimt- að aukavinnu. Einangrun landsins og landfræðilegar aðstæður hafa þannig mótað atvinnulíf sem ein- kennist af einsleitni og fákeppni. Þegar nýir tímar og ný tæki- færi opnast með auknum ferðalög- um til Íslands og ný tækni opnar möguleikann á nýsköpun í atvinnu- lífi er engu líkara en að stjórnvöld- um sé það sérstakt kappmál að loka landinu. Það hvarflar að manni að stjórnarflokkarnir vilji ekki fjöl- breyttara atvinnulíf. Það eigi ekki að vera frjáls samkeppni um vinnuaflið en slíkt gæti nú hækkað launin svo- lítið. Launafólk eigi helst að vinna í fiski, matvælaframleiðslu á grunni íslensks landbúnaðar og í stóriðju. Þess vegna er lögð meiri áhersla á það að virkja ósnert víðerni en að kanna aðrar leiðir. Kosið gegn eigin sannfæringu Á síðustu dögum höfum við fengið innsýn inn í hugarheim þeirra stjórnmálamanna sem vilja ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þeir hafa greitt atkvæði gegn eigin sannfæringu og haldið fram því sem þeir kalla sjálfir vitleysu til að koma í veg fyrir að þjóðin taki upp- lýsta ákvörðun á grunni samnings, sem eru bestu fáanlegu upplýsingar. Enn fremur að ef niðurstaða þjóðar- innar væri sú að halda áfram við- ræðunum þá yrðu hörðustu and- stæðingar inngöngu látnir sjá um samningaviðræðurnar og þá yrði ekki von á góðu. Það er óvanalegt að sjá hversu heiðarlega menn eru tilbúnir að greina frá óheiðarlegum vinnubrögðum. En allt má ef mað- ur hefur réttu skoðanirnar, ef ég skil forsætisráðherra vorn. Hann heldur því reyndar fram, ásamt forseta lýð- veldisins, að okkur farnist best þegar við stöndum saman. Í ljósi fram- göngunnar er það svipað og ef Mikki refur kallaði eftir því að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir, eftir að hann væri búinn að éta Lilla klifur- mús, Hérastubb bakara og Martein skógarmús. Vegna þessa alls er Norðlingaalda ekki lítið miðlunarlón í jaðri Þjórsár- vera, heldur spurningin um hvernig samfélag við viljum byggja og í þágu hverra. Og hvort við viljum láta heiðarleikann njóta forgangs í vali okkar á forystumönnum og velja þannig að fylgist að orð og athafnir. n Mikki refur býður sátt „Það hvarflar að manni að stjórn- arflokkarnir vilji ekki fjöl- breyttara atvinnulíf. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar Aðsent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.