Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 49
Lífsstíll 49Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Magnesíum seldist upp í apóteki Talið gott við ýmsum kvillum en varað er við ofneyslu þess S amkvæmt upplýsingum DV seldist magnesíum upp í einni af verslunum Lyfju síð- ustu helgi en mikil umræða hefur verið um gæði þess undanfarið. Þannig sagði Hallgrímur Magnússon í viðtali við Sigríði Jóns- dóttur, markþjálfa hjá Í Fókus, að magnesíumskortur gæti valdið því að allt að 12 kíló af úrgangi söfnuð- ust upp í þörmunum án þess að skila sér út. Vilhjálmur Ari Arason skrifaði færslu á bloggsíðu sína á DV.is í vik- unni þar sem hann varaði við ofneyslu magnesíums. „En eins og allt ann- að þarf allt að vera í jafnvægi og of- urinntaka af magnesíum getur verið stórhættulegur leikur,“ segir hann og bætir við: „Heilbrigður líkami losar sig nokkuð auðveldlega við smá umframmagn af magnesíum með þvaginu gegnum nýrun. Hins vegar er hægt að fá svæsinn niðurgang samfara neyslu magnesíums sem fæðubótarefnis eða í formi hægðalos- andi lyfja, með þá miklu vökvatapi og um leið tapi á öðrum nauðsynlegum steinefnum og söltum.“ Áhrif á taugar, vöðva og geð Einkenni magnesíumskorts geta ver- ið taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi, fótaóeirð, náladoði, þung- lyndi og andlegt ójafnvægi. Önn- ur einkenni geta t.d. verið minnkuð matarlyst, ógleði og þreyta, slen, svefnleysi, herpingur fyrir brjósti, hægðatregða og túrverkir auk þess sem alvarlegur magnesíumskortur getur valdið hjartaáföllum. Áfengissjúklingum, sykursjúkum og þeim sem þjást af lystarstoli og langvinnum niðurgangi er hætt- ara við magnesíumskorti en öðrum. Auk þess geta þeir sem stunda mikl- ar æfingar svo sem langhlaup eða langar göngur þurft að bæta sér upp magnesíumskort með öðru en fjölbreyttu mataræði. Kennslubækur úreltar Aðalsteinn Jens Loftsson lyfja- fræðingur hjá Lyfju í Lágmúla segir aukna umfjöllun um bæti- efni oft skila sér í aukinni sölu. „Fólk sér kannski lýsingu á einhverj- um einkennum sem því finnst að eigi við það og ákveður að prófa. Það er í sjálfu sér mjög saklaust og ólík- legt að þetta valdi miklum óþægind- um ef þannig ber undir,“ segir hann. „Vandamálið eða verkefnið,“ segir hann, „er að margar af viðteknum upplýsingum um snefilefni eru gaml- ar upplýsingar sem eru búnar að vera lengi í kennslubókum og fáir hafa hirt um að rannsaka,“ segir hann. Hægðalyfið ekki það sama Aðalsteinn segir mismunandi tegundir magnesíums á markaðn- um, annað fæðubótarefni en hitt not- að til að mýkja hægðir. „Magnesí- um er eitt af þessum efnum sem við þurfum að taka inn en margir tals- menn þess að við hættum að borða svona mikið unnin mat eru á því að við séum oft að fórna bætiefnum sem við ættum í raun að fá úr matvælum ef við borðuðum fjölbreytt fæði,“ segir hann. „Mikið unnin matvara er mjög oft snauð af steinefnum. Það sem fólk er að borða, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, pasta og svo framvegis, innihalda ekkert annað en kaloríur og fyllingu. Það er það sama með það sem nú er predikað, þungur feitur matur og engin kolvetni, það er líka vont því það er líka næringarsnautt. Það er jú eitthvað prótein í kjötinu en það er líka vont að ætla eingöngu að fá orku úr fitu af því að, að undanskildu lýsi og fiskfitu, þá er mjög lítið af næring- arefnum í fitu. Fanatík hvers konar er mjög óheppileg. Við erum alætur og eigum þess vegna að vera á mjög fjölbreyttu fæði. Þannig farnast okkur best,“ segir Aðalsteinn. n Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is „Við erum alætur og eigum þess vegna að vera á mjög fjölbreyttu fæði. Vilhjálmur Ari Varar við ofneyslu magnesíums. Mynd Sigtryggur Ari 10 matvæli sem innihalda magnesíum Best er að fá bætiefni úr fæðu Mikilvægasta leiðin til að fá öll vítamín og næringarefni sem líkaminn þarfnast er að borða heilnæma og fjölbreytta fæðu. Hér að neðan er listi yfir mat- væli sem innihalda mikið magn magnesíums en ráðlagður dag- skammtur er um 300 mg á dag. 1 Grænt kál Dökkgrænt kál, eins og spínat inniheldur 79 mg í 100 g. 2 Hnetur og fræ Ýmsar hnetur og fræ inni- halda mikið magn magnesíums, þannig innihalda graskersfræ 534 mg í 100 g. 3 Fiskur Makríll inniheldur 97 mg í 100 g. En al- mennt er mælt með fiski og sjávarfangi til að fá nóg af efninu. 4 Baunir Sojabaunir innihalda 86 mg magnesíums fyrir hver 100 g. Margar aðrar bauna- tegundir innihalda einnig mikið magn magnesíums. 5 Heilkorn Hýðishrís- grjón innihalda 44 mg magnesíums fyrir hver 100 g. Kínóa, bulgur, heil- hveiti, bygg og hafrar ættu einnig heima á listanum. 6 Avókadó 29 mg magnesíums í 100 g. 7 Fitulitlar mjólk- urvörur Þannig inniheldur hrein jógúrt 19 mg á hver 100 g. 8 Bananar Magnesíum- innihald banana er 27 mg á hver 100 g. 9 Kakó Í 100 g af kakó- dufti eru 499 mg af magnesíum. Dökkt súkkulaði inniheldur þannig mikið magn magnesíums. 10 Espresso Espresso inniheldur 80 mg magnesíums á hver 100 g en venjuleg uppáhelling töluvert minna. H ver kannast ekki við að fara að versla í matinn og enda svo á að kaupa fullt af óþarfa mat- vöru og eyða allt of miklu fé. Hér eru nokkur góð ráð fyrir matar- innkaupin. n Farðu hvorki of oft né of sjaldan Það er mjög algengt að fólk skreppi út í búð á nánast hverjum degi til að kaupa inn það sem verður í mat- inn um kvöldið. Þetta er ekki góð leið til að versla því afar auðvelt er að missa sjónar á kostnaði við inn- kaupin sé farið svo oft. Hins vegar er ekki heldur gott að fara of sjaldan því þó svo að það gefi betri yfirsýn yfir kostnaðinn að gera innkaupa- lista fyrir heila viku eða jafnvel lengri tíma er hætta á að fólk kaupi mat sem endist lengur og þannig ratar gjarnan færra ferskmeti ofan í körfuna. n Vertu með innkaupalista Afar nauðsynlegt er að vera búinn að gera lista yfir það sem á að kaupa inn. Þannig má forðast að kaupa eitthvað sem ekki vantar á heimilið en á það til að lenda ofan í körfunni, en þetta á sérstaklega við um óholl- ustu af ýmsu tagi, auk þess sem það að gera lista minnka líkurnar á að eitthvað gleymist. n Ekki fara svangur að versla Það ættu flestir að vita að það er alls ekki gott að fara svangur að versla. Nánast allur matur í búðinni fer að virð- ast ómissandi í kerruna og hætta er á að maður kaupi allt of mikið af óþarfa matvöru. n Verslaðu á réttum dögum Til að geta verslað sem ferskasta mat- vöru er best að versla á þeim dögum sem matvöruverslunin þín fær nýjar sendingar af grænmeti og ávöxtum. Þú getur spurst fyrir um þetta í búð- inni og skipulagt innkaupin þannig að ferskmetið verði sem best þegar þú kaupir það. n horn@dv.is Sparaðu bæði tíma og peninga með skipulagningu Góð ráð fyrir matarinnkaupin Skipuleggðu þig Mikilvægt er að skipu- leggja matarinnkaup- in vel svo þau spari bæði tíma og pening.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.