Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 17.–20. janúar 201434 Fólk Viðtal „Þegar ég var að byrja í Kast­ ljósinu þá var rosalega margt reyndara fjölmiðlafólk sem spurði hvort ég vildi nú ekki fara að hætta þessari sirkus vitleysu og hætta í þess­ um magadansi ef ég vildi láta taka mig alvarlega sem fréttakona. En ég er ekki fréttakona, ég er dagskrár­ gerðarkona og þetta er áhugamálið mitt, þetta er líkamsræktin mín og ég ætla aldrei að gefa það upp á bát­ inn og vera bara í einhverju einu. Mér finnst það bara hættulegt. Og ég er svo glöð núna að hafa ekki farið að ráðum þessa fólks. Ég var alveg að pæla í þessu, að verða rosalega alvar­ leg og mæta í buxnadragt í vinnuna til að láta taka mig alvarlega í „brans­ anum“ en mikið er ég fegin að hafa ekki gert það. Það er nefnilega heil­ mikil framtíð í því að vera skemmti­ legur og koma fólki til að hlæja.“ Algjör kúristi Margrét ólst upp í Þingholtunum og gekk fyrst í Ísaksskóla og síðar Austur­ bæjarskóla. En hvernig var hún sem barn og unglingur? „Ég var rosa mikið í ballett og gleymdi svolítið að fá unglingaveikina út af því. Ég var líka mikill kúristi í grunnskóla; var alltaf hæst í bekknum og alltaf í nemendaráði og svona. Ein óþolandi. Ég skil alveg að ég hafi ekki verið neitt voðalega vinsæl. Það var til dæmis stofnað Margrétarhatara­ félagið í sjötta eða sjöunda bekk,“ segir hún. „Æ, ég veit það ekki. Ég upplifði það ekki þannig,“ segir Margrét, spurð hvort hún hafi verið lögð í einelti af skólasystkinum sínum. „Ég átti bara ekki skap með þess­ um krökkum en í staðinn átti ég fullt af öðrum vinum í skólanum og góð­ um vinum í ballettinum. Og það er allt í lagi þó maður sé ekki vinsæll alls staðar.“ Gaman að vera eðlileg Að loknum grunnskóla fór Margrét í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún stundaði nám á fornmáladeild. „Ég fílaði mig rosalega vel í menntaskóla. Ég tók þátt í mörgu og var mjög virk í félagslífinu.“ Margrét segir þrjár ástæður fyrir því að MR varð fyrir valinu. „Ég horfði náttúrlega á Gettu betur þegar ég var lítið barn og svo var frændi minn, Ólafur Egilsson, í Herranótt, leikfélaginu, og ég hef alltaf litið upp til hans. En stærsta ástæðan var sú að enginn úr grunn­ skólanum mínum fór í MR. Og þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Það var kominn tími á eitthvað annað og þegar ég fékk tækifæri til að skipta svona alveg um umhverfi, sérstaklega á þessum aldri, þá stökk ég á það. Ég var líka alltaf hæst í bekknum í grunnskóla þannig að það var rosalega gaman að komast í MR og vera bara eðlileg, fá bara 6 og 7 og 8 á meðan það voru nánast allir nördar í bekknum. Loksins varð námið líka alvöru áskorun, ég lærði aldrei heima fyrr en ég byrjaði í MR, ég bara kunni það ekki.“ Ætlaði ekki í fjölmiðla Margrét hafði alls engan áhuga á fjölmiðlum en líkt og svo margir aðr­ ir leiddist hún út á þessa braut fyrir hálfgerða tilviljun. „Ég var búin að vera þrjú og hálft ár í ensku í háskólanum án þess að klára nokkra gráðu og var komin með ógeð á náminu þegar ég frétti að það væri að losna starf skriftu uppi á RÚV. Ég sótti um og fékk starf hjá Evu Maríu [Jónsdóttur, innsk. blm.] en mig hafði einmitt alltaf langað til að fara í einhvers konar framleiðslu. Svo leið sá þáttur undir lok en Óli Palli hafði komist að því að ég væri plötusnúður, reyndar ekki plötu­ snúður heldur diskótekari því ég er ekkert að „beat mix­a“ heldur spila bara óskalög, og ég fór í raddprufu og fékk svo vinnu í framhaldinu í Popplandi. Síðan byrjuðum ég og Heiða [Ólafsdóttir, innsk. blm.] með þátt á morgnana sem hét H&M þar sem við vorum oft með sniðug og skemmtileg viðtöl. Svo þegar Ragn­ hildur fór í fæðingarorlof var talað við mig og ég beðin um að leysa hana af þar sem ég hafði verið skrifta og kunni þess vegna á allar græjurn­ ar auk þess að vera vön að taka viðtöl við fólk. En mér hefði aldrei dottið í hug sem litlu barni að ég ætti eftir að fara út í eitthvað svona.“ Berbrjósta ballerínur Margrét segir bakgrunn sinn í ball­ ettinum koma að góðum notum í sirkusnum. „Við vorum til dæmis með ball­ ettatriði síðasta sumar í fullorðins­ sýningunni Skinnsemi. Þá vorum við berbrjósta ballerínur og tók­ um svanina fjóra úr Svanavatninu. Við vorum allar alveg rosa samtaka, nema náttúrlega brjóstin sem voru úti um allt og ég hef aldrei séð fólk hlæja svona mikið. Oftast þegar þú ert að skemmta fullorðnum í uppi­ standi þá færðu svona léttan hlátur úr salnum en þarna var fólk að drep­ ast úr hlátri,“ segir hún og brosir við tilhugsunina. Margrét æfði ballett í tíu ár en ætlaði samt aldrei að verða ballerína þegar hún yrði stór. „Ég var svo heilluð af leikhúsi og sviðsuppsetningu að þetta var í rauninni það sem gaf mér mest tækifæri á því að taka þátt í ein­ hverju slíku. Þegar þú ert til dæm­ is í hljóðfæranámi þá eru ekki bún­ ingar, smink eða ljós þegar þú ert að koma fram eins og í ballettinum. Að láta þessa þætti vinna saman er eitt­ hvað sem ég fæ svo mikla ánægju úr í sirkusnum því þar ertu ekki bara með fólk að dansa á gólfinu heldur líka uppi í loftinu svo sýningin er þrí­ víðri.“ Líkamsvöxturinn er kostur Margrét geislar af sjálfstrausti og hamingju en hún hefur ekki alltaf verið ánægð í eigin skinni. „Það er bara hluti af því að vera í ballett. Í ballettinum er kraf­ ist ákveðinnar líkamstýpu, sem þú hefur, í langflestum tilfellum, þangað til að þú verður kynþroska. Sumir kroppar lifa kynþroskann af og verða ballerínukroppar en aðr­ ir ekki og það var svolítið erfitt að ganga í gegnum það tímabil. Það þurfti alveg að sérsauma á mig ein­ hverjar buxur og svona og ég vildi óska þess að einhver hefði sagt við mig þá: „Sjáðu allar konurnar í ætt­ inni þinni. Þær eru bara allar með stóra rassa og það hefur ekkert með það að gera hvað þú ert að borða eða hvað þú ert góður dansari“,“ segir Margrét og bætir við að í dag sé líkamsvöxturinn hennar helsti kostur sem danskennari og sirku­ slistamaður. „Stelpur sem hafa aldrei dansað áður koma inn í tíma til mín og sjá konu sem er ekki alveg þvengmjó, heldur bara eðlileg í laginu og er samt danskennari. Og eins í sirku­ snum, að það sé kona sem er svona í laginu í litlum fötum á sviðinu og það skiptir bara engu máli, það er jafnvel bara hluti af því hvað atriðið er fyndið.“ Flottar mjaðmir „Ég vildi óska að einhver hefði kom­ ið til mín þegar ég var unglingur og sagt við mig: „Hei, á ég að sýna þér mynd af þér eftir tíu, fimmtán ár og því sem þú ert að gera? Þú stofn­ ar sirkus, þú verður ein flottasta magadansmær á Íslandi og þú munt geta unnið við það sem þér finnst skemmtilegt.“ Það hefði verið gott fyrir sjálfstraustið að fá að skyggn­ ast inn í framtíðina þegar maður var unglingur.“ Óánægja Margrétar með líkama sinn lagaðist ekki fyrr en hún byrj­ aði að æfa magadans. „Ég var einhvern veginn alltaf að laga mig til og sat með púð­ ann í fanginu í saumaklúbbnum, en svo í magadansinum þá fékk ég þau skilaboð að svona ætti ég að vera. Ég man til dæmis þegar ég fór í fyrstu búningamátunina í magadansinum, það var allt ann­ að en í ballettinum. Ég fékk lánað­ an búning fyrir fyrstu sýninguna og þegar ég fór úr fötunum sagði stelp­ an sem var með mér: „Vá, hvað þú ert með flottar mjaðmir!“. Það var gaman.“ Margrét segist aldrei hafa verið í betra formi en nú, enda vinnur hún bókstaflega við að hreyfa sig. „Ég kenni dans í tvo tíma á dag og er svo stundum líka í sirkus á daginn svo ég hef aldrei verið í svona góðu formi. Ég er bara svona í laginu.“ Hefur ekki tíma til að vera ekki einlæg Margrét er þekkt fyrir að vera einkar jákvæð, hress og uppátækjasöm. En er hún alltaf svona hress í alvör­ unni? „Ég hef ekki tíma til að vera ekki einlæg. Ég er í svo mörgum verkefn­ um og ef ég er ekki einlæg þá man ég ekki hvernig ég hegðaði mér síð­ ast með hverri manneskju. Ég hef alveg prófað hitt því fyrir kannski fimm árum, þegar ég var ekki svona ánægð í sjálfri mér, þá var ég alveg með einhvern rosa „front“ og þá var oft erfitt að muna hvernig ég var vön að hegða mér við hvern og einn. Var ég að spila hressu týpuna síðast eða var ég sjúklega kúl? Þannig að já, ég er alltaf ég sjálf.“ n „Ég hef ekki tíma til að vera ekki einlæg Sjálfstraustið óx Eftir áralanga þjálfun í ballet var það ekki fyrr en Margrét fór að æfa magadans að hún tók líkama sinn í sátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.