Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 48
48 Lífsstíll Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Heimur Hendrikku Þegar ég var rétt tvítug þá fór ég í borgarferð með vinkonum mín­ um og átti þessi ferð að snúast um jólainnkaup og gleði. Í ferðinni var verslað, hlegið, drukkið og daðrað. Ég var reyndar sú eina sem „lenti“ í því að daðra í ferðinni og vil nú frekar meina að ég hafi bara verið vingjarnleg frekar en tilkippileg. Þetta saklausa daður átti eftir að marka næstu níu ár lífs mín eða svo á ógeðfelldan hátt að mörgu leyti. Eitt kvöldið var ég stödd á bar ásamt vinkonum mínum og tók­ um við allar eftir manni sem var á dansgólfinu. Þessi maður var ekki það ljótasta sem maður hafði séð um ævina. Hann dansaði ekki hlið­ ar saman hliðar eins og spastískt gamalmenni og brúnu augun hans voru sakleysisleg að sjá. Hann kynnti sig fyrir okkur og sagðist vera 26 ára gamall kennari í ensk­ um bókmenntum. Við spjölluðum í einhvern tíma og síðan skildi leiðir okkar og þegar hann bað um síma­ númer mitt þá gaf ég honum að­ eins hluta af númerinu því eitthvað sagði mér að treysta honum ekki. Ég flaug heim daginn eftir og pældi lítið sem ekkert í þessum manni. Rúmum hálfum mánuði seinna hringir heimasími minn um kvöld. Ég svara og á hinum endanum er enskumælandi mað­ ur sem kynnir sig og spyr mig hvort ég muni ekki eftir honum. Mér brá pínu en fannst þetta líka spennandi. Hinum megin á línunni var maðurinn sem ég hitti í borgar ferðinni. Hann var í góðri stöðu og virtist vera heimsvanur og skemmtilegur gaur. Eða það hélt ég að minnsta kosti. Hann kunni alla bestu frasana og talaði við mig af virðingu. Nokkrum vikum seinna ákvað ég að skreppa út til hans í heim­ sókn. Í þetta sinn fór ég ein og hélt að eitthvert saklaust ævintýri biði mín. Fyrstu dagarnir voru örugglega ágætir, en ég man ekkert eftir þeim. Hins vegar man ég eftir þriðja deg­ inum því þá var ég í fyrsta skipti barin af karlmanni og já bara barin yfir höfuð. Við fórum á skemmti­ stað og kynnti hann mig fyrir nokkrum vinum sínum það kvöld. Ég var bara kurteis og talaði við þá eins og hvert annað mannfólk sem ég hef rekist á í gegnum tíð­ ina. Þegar við gengum út af staðn­ um var ég slegin í andlitið af öllu afli. Ég lempaðist niður á götuna og vissi ekki hvað hafði komið fyr­ ir. „Deitið“ mitt hafði bara gefið mér einn utan undir fyrir að hafa verið svona „vingjarnleg“ við vini hans. Já, það þykir of vingjarnlegt að heilsa karlmönnum hjá viss­ um hópi manna sem á þessari jörð búa. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við, en þarna var ég ein í ókunnugu landi rétt tvítug og skít­ hrædd. Já, nú hefðu flestir forðað sér … en ekki ég! Ein ákvörðun sem ég tók þetta kvöld átti eftir að breyta lífi mínu næstu níu árin og kannski um ókomna tíð. Það sem gerðist næst mun ég skrifa um í næsta pistli og vonandi verður það víti til varnaðar ein­ hverjum konum þarna úti. Ég féll fyrir skrímsli Hendrikka er heimshornavanur fagurkeri sem lætur allt flakka. Hún tilheyrir „elítunni“, á nóg af peningum og er boðin í öll fínustu partíin. Í byrjun árs eru megrunarkúrar mjög vinsælir og úrvalið er mik­ ið. Það sem þótti besti kúrinn í gær gæti verið úreltur á morgun. Flestir vita að hollt mataræði og hreyfing er lykilinn að betri heilsu og formi. DV leitaði uppi nokkra vinsæla megrunarkúra síðustu ára og eru nokkrir þeirra alls ekki hollir heilsu manna eins og sjá má hér fyrir neðan. 1 Bananakúrinn Þessi kúr tröllreið hér öllu fyrir um tuttugu árum. Hann saman­ stendur af fimm banönum og jafnmörgum mjólkurglösum á dag í fimm daga. Hann má endurtaka með fimm daga hléi. Þyngdartap getur orðið allt að fimm kílóum á jafnmörgum dögum. Ansi mörg fimm í þessum kúr. 2 Horfa en ekki borða Þessi kúr hefur verið vinsæll hjá stjörnunum vestanhafs og er hann þannig að horft er á matinn og þefað af honum en hann ekki borðaður. Þetta er líklega einn sá skrítnasti kúr sem hefur ratað á vinsældalista yfir megrunarkúra í sögunni. Hann stendur yfir annan hvern dag í 30 daga. Óhollur og skemmandi fyrir líkama og sál. 3 Sítrónukúrinn Þessi kúr samanstendur af sítrónusafa, cayennepip­ ar, sírópi og vatni. Þetta er bland­ að í tveggja lítra könnu og drukkið yfir daginn. Ekkert annað er borðað né drukkið í 10 daga. Gríðarleg vatnslosun á sér stað með þessari aðferð og eru kílóin fljót að koma aftur. Þyngdartap getur verið allt að 10 kílóum á þessum kúr. 4 Nammikúrinn Sætindi eru ekki holl en hver sagði að þessir kúrar væru það. Á þessum kúr er bara borðað nammi sem samsvarar um 1.000 hitaeining­ um á dag. Óhollara gerist það varla. 5 Ormakúrinn Þessi kúr er þannig að ormur sem finnst stundum í hráu, sýktu kjöti er gleyptur lifandi. Allt sem þú borð­ ar sér ormurinn um að borða fyrir þig. Þegar fólk hefur fengið nóg af þessum kúr þarf það að gangast undir skurðað­ gerð til þess að losna við kvik­ indið. Asískar konur eru sagðar yfir sig hrifnar af þessum furðulega kúr. 6 Óléttu-kúrinn HGG­hormón sem konur framleiða þegar þær eru ófrískar er sprautað í húð og aðeins 500 kaloríur eru borðaðar daglega. Við þetta á þyngdartap að verða hratt og mikill árangur sjáanleg­ ur. Þessi kúr er vinsæll vestan hafs og hafa stjörnur líkt og Britney Spears farið á þennan kúr. Sama árangurs má vænta ef vatni er sprautað undir húð í stað þessa hormóns því meðalmanneskja þarf að innbyrða um 2.000 hitaeiningar á dag til þess að standa í stað í þyngd. Þess má geta að eðlileg heilastarfsemi getur ekki átt sér stað ef aðeins 500 kalóríur eru inn­ byrtar á dag. n Sex skrítnustu megrunarkúrarnir Ormar, sítrónur og nammi eru á meðal þess sem tengist undarlegum megrunarkúrum Þ að vita allir að það er óhollt að reykja en þrátt fyrir það þá eru þó nokkrir sem stunda það enn. Ný rann­ sókn sýnir að reykingafólk hefur meiri áhyggjur af því hvaða áhrif reykingarnar hafi á útlitið en heils­ una. Reykingafólkið sem tók þátt í rannsókninni sagðist að meðaltali fara sjá áhrif reykinganna á eigin skinni um 32 ára aldurinn. Helsti ótti reykingafólksins sneri hins vegar fremur að því hvaða áhrif það hefði á útlitið heldur en heilsuna. Helstu áhyggjurnar sneru að því að tennurnar yrðu gular eða þær myndu skemmast, slæmri andfýlu, krumpuðum vörum og húðvanda­ málum. Einn af hverjum þremur sem tók þátt í rannsókninni hafði upp­ lifað athugasemdir frá öðrum vegna reykinganna. Meðal annars snerust athugasemdirnar um hvaða áhrif reykingarnar hefðu á útlit þeirra. Dave Levin, eigandi VIP rafsí­ garetta, sem stóð fyrir könnunni sagði að niðurstöðurnar væri fróð­ legar. „Fólki er vel kunnugt um áhrif reykinga á heilsuna en færri gera sér grein fyrir því hversu slæm áhrif þær hafa á útlitið.“ Hann segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna það svart á hvítu að fólk sé farið að huga meira að þeim þætti. n viktoria@dv.is Meiri áhyggjur af útliti en heilsu Áhyggjur reykingafólks snúast minna um heilsu en útlit Áhyggjur Margir þeirra sem tóku þátt í rannsókninni höfðu áhyggjur af því hvaða áhrif reykingar hefðu á útlitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.