Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 17.–20. janúar 201450 Lífsstíll Vertu besta útgáfan af sjálfum þér María Lovísa hjálpar fólki að ná markmiðum sínum Þ að er lykilatriði að vita hvert þú ætlar þér til þess að kom- ast þangað og verða besta útgáfan af sjálfum sér,“ segir María Lovísa Árnadóttir markþjálfi. Hún hjálpar fólki að setja sér markmið og það sem meira er; ná markmiðum sínum. Hún er það sem kallast markþjálfi, sístækkandi starfsstétt hérlendis sem og erlendis. Stefnumótunarvinna fyrir framtíðina „Markþjálfun er í rauninni ákveðin stefnumótunarvinna fyr- ir framtíðina, hvort sem það snýr að einkalífi fólks eða vinnu. Í dag er það þannig að við erum svo upptekin að við gefum okkur ekki tíma til þess að hugsa almennilega hvert við viljum stefna eða hvernig. Hvað við erum í rauninni að gera,“ segir hún. Þegar fólk fær sér markþjálfa þá er byrjað á því að skoða hvað það er sem hver og einn vill stefna að. „Við byrjum á að skoða hver sé óskastaða hvers og eins. Í vinnunni eða í lífinu. Hvað vil ég og hvar er ég núna? Svo skoð- um við hvar bilin eru, eru einhverjar hindranir og hvar er bilið frá því sem þú ert núna og þinnar óskastöðu? Svo vinnum við með styrkleika og förum í gegnum alls konar skemmti- legar æfingar og förum í gegnum lærdómsferli um hvernig við ætlum að gera hlutina,“ segir María. Forgangsraða í átt að markinu Hún segir þetta í raun snúast um að forgangsraða og finna markið að því sem hver og einn stefnir að. „Sumir vilja líka of mikið og þá þarf að skipu- leggja og forgangsraða hvað það er og hverju fólk vill byrja á. Ef þú byrjar á einhverju einu þá kemur oft ann- að í leiðinni. Þannig að markþjálfun í heild vinnur að alls konar hlutum.“ Hún segir markþjálfun snúa að mörgum hlutum; einka- lífi, fjölskyldu, vinnu, námi, áhugamálum og fleiru. Þann 30. janúar næstkomandi stendur Félag markþjálfunar fyrir Markþjálfunardeginum þar sem fólk getur kynnt sér markþjálfun. Dagur- inn er núna haldinn í annað sinn í Opna háskólanum í Nauthólsvík. Þar verða margir af þekktustu og færustu markþjálfurum landsins með erindi og hvetur María sem flesta til þess að koma. „Þetta er fyrir alla þá sem vilja fræðast um spennandi efni fyrir líf og starf. Hlusta á áhugaverða fyrirlestra og fræðast,“ segir hún. n Hvað er markþjálfun? Langtímasamband markþjálfa og stjórnanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið. Hlutlaus og uppbyggilegur vett- vangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja eigin væntingar og fá stuðning til að gera framtíðarsýn sína að veruleika. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Við erum svo upptekin að við gefum okkur ekki tíma til þess að hugsa almennilega hvert við viljum stefna María Lovísa María Lovísa er markþjálfi sem hjálpar fólki að ná markmiðum sínum. Mynd Sigtryggur Ari „Markþjálfun er í rauninni ákveðin stefnumótunar­ vinna fyrir framtíðina Saunders aðstoðar Smith Enski fatahönnuðurinn Paul Smith hefur ráðið hinn skoska Jonathan Saunders til starfa en sá síðarnefndi mun að- stoða Smith við hönnun nýrr- ar kvenfatalínu. Margir tísku- spekingar eru afar spenntir fyrir þessu væntanlega samstarfi en þeir Saunders og Smith eru báðir þekktir fyrir líflega liti, mynstur og prent og verður því spennandi að sjá hvernig hin væntanlega lína verður. Smith er helst þekktur fyrir hönnun karlfatnaðar og er einn virtasti fatahönnuður í heiminum í dag en hann rekur yfir þrjú hund- ruð fataverslanir um allan heim. Saunders þykir einnig afar fær en hann er álitinn meðal fremstu fatahönnuða Lundúna um þess- ar mundir og er afar vinsæll meðal stórstjarna í Hollywood. Alltof mikið Photoshop Snyrtivörumerkið L’Oreal hefur verið sakað um að hafa lagað leikkonuna Diane Keaton alltof mikið til í Photoshop fyrir nýja auglýsingu fyrirtækisins. Diane kom fram á Golden Globe-hátíð- inni og strax á eftir kom auglýs- ingin sem Diane situr fyrir í. Það sást mikill munur á Diane uppi á sviði í beinni útsendingu og á mynd í auglýsingunni. Hún var töluvert krumpaðri í framan á sviðinu en í auglýsingunni. Fyrir- tækið hefur verið harðlega gagn- rýnt fyrir að breyta henni svo mikið á myndinni. Lena Dunham í Vogue Bandaríska leikkonan og grínist- inn Lena Dunham prýðir nýjasta tölublað bandaríska Vogue, en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður þess heiðurs að- njótandi. Dunham hefur heldur betur slegið í gegn með gamanþátt- unum Girls og er af mörg- um talin einn helsti grínisti heims um þessar mundir en hún hefur ekki eingöngu vakið athygli fyrir gott skopskyn heldur einnig vaxt- arlag sitt, sem óhætt er að segja að sé afar ólíkt því sem almennt gengur og gerist á meðal kvenna í Hollywood. Sögusagnir þess efnis að Dunham myndi prýða forsíðu febrúarheftis Vogue fóru á kreik í október síðastliðnum, eftir að Anna Wintour, ritstjóri tímarits- ins, boðaði leikkonuna á fund. Forsíðumyndin var svo frumsýnd síðastliðinn miðvikudag en hún er tekin af hinni virtu Annie Leibovitz og er með eindæmum flott. tíska eða klám? Leikurinn er erfiðari en margan hefði grunað. Tíska eða klám? Nýr tölvuleikur vekur fólk til umhugsunar T ölvuleikurinn Fashion or Porn?, eða Tíska eða klám? hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undan- farið. Leikurinn var hann- aður af ítalska tískutímaritinu NSS Magazine og er hægt að spila hann á vefsíðu tímaritsins. Um er að ræða ágætis vitundarvakningu fyrir tískuheiminn, en leikurinn gengur þannig fyrir sig að notend- um birtist lítið brot af ljósmynd og þurfa þeir að ákveða hvort þeir telji brotið tilheyra tískuljósmynd eða klámmynd. Þótt ótrúlegt megi virðast er verkefnið síður en svo auðvelt því allflestar tískuljós- myndirnar eru heldur klámfengn- ar og það eina sem spilendur leiks- ins sjá er ýmist andlit eða brot af nakinni húð. Það sem gerir leikinn hvað erf- iðastan eru auglýsingar frá tísku- risanum American Apparel, en fjöl- margar ljósmyndir í leiknum eru frá fyrirtækinu sem hefur löngum verið gagnrýnt fyrir grófar auglýsingar sem oftar en ekki prýða fáklæddar fyrirsætur í klámfengnum stelling- um. Það ætti einnig að rugla spilend- ur leiksins talsvert að í honum eru þó nokkrar myndir sem flokkast sem tískuljósmyndir þrátt fyrir að fyrir- sæturnar klæðist ekki einni einustu flík og kynfæri þeirra sjáist skýrt og greinilega. Tíska eða klám? gæti því reynst mörgum erfiðari en þá hefði grunað og það er augljóst að margir af stærstu tískufataframleið- um heims þurfa að hugsa sinn gang þegar kemur að auglýsingaherferð- um. n horn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.