Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 17.–20. janúar 2014 grunlaus um fortíð Karls Yfirlýsing Yfirlýsing stjórnar Bergmáls. Hér kemur fram að engin rökstuddur grunur hafi verið um að Karl Vignir væri barnaníðingur. Greinargerð Greinargerð Unnar Kolbrúnar Karlsdóttur. n Unnur baðst afsökunarn Bréf ekki næg sönnun fyrir glæpum Karls Vignis n Prestur gekk á Karl sem neitaði öllu Þokkavæðing útvegsmanna Markaðsstjóri Matís svarar fyrir þokkanámskeið LÍÚ H áskólinn í Reykjavík og Landssamband íslenskra út­ vegsmanna, LÍÚ, standa fyrir sameiginlegum námsstofum í vetur. Þar verður meðal annars farið yfir ímyndarmál sem og framkomu í fjölmiðlum. Náms­ stofurnar eru ætlaðar stjórnendum í sjávarútvegi og eru hluti af nýrri námsbraut sem Háskólinn í Reykja­ vík og LÍÚ standa að en alls verða sjö námsstofur í boði. Ímynd LÍÚ hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum, ekki síst í kjölfar þeirrar hörku sem hagsmunasamtök­ in þóttu sýna í baráttu sinni gegn sér­ stöku veiðigjaldi sem komið var á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Svo virðist sem nú eigi að breyta þessari ímynd. María Ellingsen, leikkona, leik­ stjóri og stjórnendaþjálfari, mun sjá um að fræða forkólfa sjávarútvegar­ ins um það hvernig eigi að brosa og sýna af sér þokka fyrir framan mynda­ vélarnar. Karen Kjartansdóttir, upp­ lýsingafulltrúi LÍÚ, staðfestir í samtali við DV að María sjái um þennan hluta námskeiðsins. „Við erum að vona að hún komi og fari svona aðeins yfir framkomu í fjölmiðlum.“ „Gera skemmtilega hluti“ Karen svaraði fyrir námskeiðið í sam­ tali við Fréttablaðið á dögunum, en þar sagði hún: „Góð framkoma í fjöl­ miðlum er mikilvægur þáttur sem þarf að leggja mikla áherslu á.“ Að­ spurð hvort um eiginlegt „þokka­ námskeið“ sé að ræða segir Karen: „Kannski ekki alveg, en það er hluti af þessu að reyna að aðstoða stjórnendur við að láta ljós sitt skína og segja skýrt frá því sem það vill koma á fram­ færi.“ Varðandi spurninguna um það hvort framkomu LÍÚ­manna í fjöl­ miðlum og ímyndarsköpun hafi verið ábótavant seg­ ir Karen: „Einhverj­ um kann að hafa þótt þörf á því að menn bættu sig á þessum sviðum en það er bara um að gera að menn þekki réttu leiðirn­ ar til þess að koma því á framfæri hvað þeir eru að gera skemmtilega hluti, það á við í sjávarútveginum eins og öðru. Þannig að við viljum endilega hvetja stjórnendur í sjávarútvegi til enn betri verka, en þeir hafa staðið sig frábær­ lega hingað til.“ Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent í markaðsfræðum við viðskiptadeild HR, mun sjá um námsstofu um mark­ aðs­ og ímyndarmál. Furðuleg atburðarás Eftir að blaðamaður hefur kvatt upp­ lýsingafulltrúa LÍÚ tekur við furðuleg atburðarás. Karen hefur stuttu síðar samband við blaðamann og biður hann um að tala við Steinar B. Aðal­ björnsson, markaðsstjóra hjá Matís, áður en hún réttir honum símann. Steinar talar vel og lengi um ágæti ís­ lensks sjávarútvegar, og það sem bet­ ur megi fara, eins og til dæmis með því að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Aðspurður hvernig þetta tengist námskeiðinu sem er umfjöllun frétt­ arinnar, og þá hvort þar verði eitt­ hvað fjallað um þátt kvenna í sjávarút­ vegi segir Steinar svo ekki vera. Hann heldur hins vegar áfram að tala um ágæti íslensks sjávarútvegar og bendir meðal annars á að þar sé um að ræða eitt af stóru atriðunum í lausninni á heilbrigðisvanda Íslendinga. „Og þá spyrð þú væntanlega, bíddu hvernig er það? Jú, í hafinu eru matvæli, sem geta aðstoðað okkur í baráttunni við, til dæmis, sykurfíkn.“ Deilum ekki um kvóta Blaðamaður stopp­ ar Steinar stuttu síð­ ar, segir hann vera kominn langt út fyrir efnið og spyr hann hvernig þetta tengist námskeiði LÍÚ og Há­ skólans í Reykjavík sem er jú efni frétt­ arinnar. „Ja, við hjá Matís höfum verið í margþátta samstarfi við LÍÚ, og eitt af því sem við höfum unnið að er að koma upplýsingum sem skipta máli áleiðis, ekki bara fyrir sjávarútveginn heldur fyrir almenning, og þess vegna er ég að segja að þokki og framkoma í kringum sjávarútveginn er ekki hvað síst að kunna að koma frá sér upplýs­ ingum með jákvæðum hætti.“ Blaðamaður stoppar Steinar á nýjan leik og spyr hvernig hann tengist námskeiðinu. „Ég er hvorki þátttak­ andi né kennari á þessu námskeiði. En það er endalaust til af jákvæðum upplýsingum um sjávarútveginn sem ná allt of sjaldan í gegn.“ Hvattir til að breyta ímyndinni Fjölmiðillinn Skástrik greindi ítarlega frá aðalfundi LÍÚ í haust. Þar kom meðal annars fram að þingkona Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir, hefði flutt ræðu á fundinum þar sem hún hvatti stjórnendur í sjávarútvegi til að kynna starf sitt betur og verða leiðandi í umræðunni. „Ég hvet til þess að þið séuð leiðandi í þessu. Þið eruð komnir með flottan nýjan upp­ lýsingafulltrúa, hana Karen Kjartans­ dóttur, og þið skuluð endilega nýta hana og allan ykkar mannafla til þess að vera jákvæð og flott út á við.“ Svo virðist sem útvegsmenn hafi tekið Björt á orðinu. Námskeiðið kostar 245 þúsund krónur og sam­ kvæmt upplýsingum DV hafa fjöl­ margir skráð sig. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Þokkinn hluti af þessu Karen Kjartans- dóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, segir nám- skeiðið ekki vera eiginlegt „þokkanámskeið“ en viðurkennir að þokki stjórnenda sé hluti af því sem farið verður yfir. „Ég er hvorki þátt- takandi né kennari á þessu námskeiði Ótengdur Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðs- stjóri hjá Matís, tengist námskeiðinu ekki á neinn hátt. Brosandi stjórnarmenn Hér má sjá stjórnarmenn LÍÚ brosa fyrir myndavélina. MYnD LÍÚ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.