Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 17.–20. janúar 201444 Sport C ristiano Ronaldo var á dögun- um kjörinn besti knattspyrnu- maður í heimi árið 2013. Sigur- vegari undanfarinna fjögurra ára, Lionel Messi, varð annar í kjörinu. Um knattspyrnuhæfileika Ronaldo þarf enginn að efast, eða hvað? Á vefsvæðinu Bleacherreport birt- ir dálkahöfundurinn Clark Whitney, athyglisverðar staðreyndir um frammistöðu Ronaldo, sem í síðustu viku var sæmdur nokkurs konar stórriddarakrossi í heimalandi sínu, Portúgal. Í greininni er þeirri spurn- ingu velt upp hvort valið sendi röng skilaboð til knattspyrnuiðkenda. Ímynd ofar úrslitum Whitney segir að í ljósi viðurkenn- ingarinnar í heimalandinu mætti ætla að Ronaldo hafi verið að leggja skóna á hilluna eftir sigursælan feril, hann hafi til dæmis leitt landslið sitt til heimsmeistaratitils eða félagslið til sigurs í Meistaradeild Evrópu. „Nei, á þessum tímapunkti hefur Ronaldo ekki unnið neina keppni frá því Real Madrid vann leik sem sker úr um meistara meistaranna, (e. Spanish Supercopa) árið 2012.“ Hann bend- ir á að útnefningin, besti leikmaður heims 2013, sé í þessu ljósi svolítið einkennileg. „Þegar öllu er á botninn hvolft kemur í ljós að ímynd skiptir öllu máli. Úrslit hafa lítið vægi.“ Bregst í stóru leikjunum Ein algengasta röksemdin fyrir því að Ronaldo fékk Gullknöttinn er að sögn Whitney sú staðreynd að hann hafi skorað 69 mörk á árinu. Það sé í sjálfu sér einstakt afrek. Greinarhöfundur- inn er ósammála því. Þegar frammi- staða í mikilvægustu leikjum ársins sé skoðuð blasi við að framlag Ronaldo hafi ekki verið merkilegt. Hann nefnir fimm lykilleiki sem Ronaldo hefði getað haft úrslitaáhrif á, ýmist fyrir Real Madrid eða Portú- gal. „Síðari leikurinn í undanúr- slitaviðureign Real Madrid og Dort- mund, úrslitaleikurinn gegn Atletico í spænska konungsbikarnum, septem- berleikurinn við Atletico í deildinni, deildarleikurinn við Barcelona í október og síðari leikur Portúgal við Svíþjóð, í umspili fyrir laust sæti á HM. Gremja í framlengingu Á móti Dortmund í fyrravor hafi Real þurft á hetju að halda, einhvern sem gæti hjálpað liðinu að snúa við 4–1 tapi í fyrri leiknum. „Þeir voru ná- lægt því en ekki fyrir tilstilli Rona- ldo. Karim Benzema lagði upp eitt og skoraði annað í 2–0 sigri. Liðið féll úr leik.“ Hann bendir á að Ronaldo hafi fengið verstu einkunn leikmanna Real á Goal.com. Whitney segir að mánuði síð- ar hafi Ronaldo haft tækifæri á að bæta fyrir frammistöðu sína. Þá var úrslitaleikurinn í bikarkeppninni við Atletico. Ronaldo hafi skorað fyrsta mark leiksins en mótherjarnir jöfn- uðu. Í framlengingu skoraði Atletico ann- að og Real hafi þurft á Ronaldo að halda. Í stað þess að jafna metin hafi Ronaldo fengið rautt spjald fyrir að hafa í gremju sinni sparkað í kjálkann á Gabi. Unnu ekkert Whitney bendir á að þrátt fyrir að tefla fram dýrasta liði knattspyrnu sögunnar, og besta leikmanni heims, samkvæmt út- nefningunni, hafi keppnistímabilið verið vonbrigði fyrir Real. Liðið hafi endað 15 stigum á eftir Barcelona í deildinni og ekki komist í úrslit Meistara- deildarinnar, ellefta keppnistímabilið í röð. Liðinu hafi ekki einu sinni tekist að vinna bikarinn í heimalandinu, í sárabætur. UEFA hafi svo í ágúst kjör- ið Franck Ribery bestan í Evrópu. Lægsta einkunnin Ronaldo byrjaði yfirstandandi tímabil af krafti og skoraði mörk. „En sem fyrr tókst honum ekki að láta ljós sitt skína á stóra sviðinu,“ segir Whitney og nefnir máli sínu til stuðnings ná- grannaslaginn á Bernabeu við Atletico í september, leik sem gestirnir unnu 1–0. Ronaldo fékk þar lægstu einkunn leikmanna liðsins fyrir frammistöðu sína. Goal segir að hann hafi verið pirraður og áhugalaus um að spila sig í gegn um vörn andstæðinganna. Mánuði síðar, í október, hafi Ronaldo enn og aftur brugðist á stóra sviðinu, í leik gegn Barcelona á Nou Camp. Þar stal Neymar senunni og leiddi heima- menn til sigurs. Í einvígi Portúgal gegn Svíþjóð fékk Ronaldo uppreisn æru, ef svo má að orði komast, og það er talið ein helsta ástæða þess að hann hlaut Gullknöttinn en ekki Messi eða Ribery. Hann skoraði sigurmarkið í fyrri viðureign liðanna og svo frá- bæra þrennu í síðari leiknum. Whit- ney segir að fíllinn í herberginu hafi horfið eins og dögg fyrir sólu. „Hvern- ig fór Portúgal, í riðli með Rússlandi og Ísrael, að því að vinna ekki riðil- inn sinn?“ spyr hann og bætir við að Ronaldo hafi ekkert gert í öllum fjórum leikjunum gegn þessum liðum. Hann hafi að- eins skorað í tveimur leikjum í undankeppninni. Gegn Svíum, viðureign sem til var komin vegna lélegrar frammistöðu í riðlakeppninni, hafi Ronaldo gert það sem hann gerir reglu- lega á Spáni; skorað mörkin og verið hetjan. Hann bendir hins vegar á að samanlagt verðgildi leikmanna Svíþjóðar sé þrefalt lægra en leikmanna Portúgal. Úrslitin hafi því hvorki komið á óvart né verið sérlega merkileg. Hversu mikilvæg mörk? Whitney segir að vissulega sé það stórkostlegur árangur að skora 69 mörk á einu ári. Fyrir það séu einmitt veitt verðlaun, Gullskór Evrópu. Af- hending Gullknattarins eigi að snú- ast um annað og meira en einfalda tölfræði. Ekki sé hægt að leggja öll mörk að jöfnu. Þannig hljóti sigur- mark gegn toppliði að vega þyngra en mark, jafnvel tvö, í bursti gegn botn- liði. Whitney bendir á að 42 prósent marka Ronaldo hafi verið skoruð þegar lið hans var með forystu í leikj- unum. 45 prósent hafi hann skorað þegar staðan var jöfn en 13 prósent þegar liðið var undir. Á síðasta keppnistímabili hafi Ronaldo aðeins átta sinn- um skorað fyrsta mark liðs síns í leikjum sínum. Marco Reus, leikmað- ur Dortmund, sem skoraði 24 mörk í fyrra, skoraði 15 sinnum fyrsta mark liðs síns eða næstum tvisvar oftar. „Ef Ronaldo hefði lagt sig betur fram og skorað fleiri mikilvæg mörk – eða hefði einfaldlega lagt sig meira fram í erfiðum leikjum – hefði Real ef til vill farnast betur í fyrra,“ skrifar hann. „Honum hefur ekki gengið vel í mikil- vægu leikjunum og Real Madrid hef- ur ekki spilað vel. Það varpar skugga á fjölda marka sem hann hefur skorað – oft gegn veikum and- stæðingum.“ Hann segir niðurstöð- una þá að Ronaldo geti Þess vegna er hann ekki bestur Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Mörk Ronaldo Mörk skoruð þegar liðið hans var… … undir … með jafna stöðu … marki yfir … 2 mörkum yfir … 3 mörkum yfir 13% 45% 17% 16% 9% árið 2013 n Sjálfumglaður leikmaður sem bregst í stórleikjum Clark Whitney, dálkahöfundur Bleacherreport, er þeirrar skoðunar að Ronaldo sé alls ekki bestur í heimi, þrátt fyrir útnefninguna. Hann sé hrokafullur og hugsi aðeins um eigin velgengni, ekki liða sinna. Hann standi árangri Real Madrid fyrir þrifum.„Mörk eru bara mörk; fótbolti snýst um meira. n Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Franck Ribery voru efstir í kjörinu um Gullknöttinn. Athygli vekur að Ribery hefði hlotið knöttinn ef aðeins atkvæði blaðamanna hefðu gilt, en þannig var fyrirkomulagið frá árinu 1956, allt til ársins 2009, þegar þjálfarar og fyrirliðar landsliða fengu atkvæðarétt. Íþróttablaðamenn, sem hafa það að atvinnu að greina leikinn, hefðu valið Ribery bestan. 80 blaðamenn völdu Ribery bestan, 48 völdu Rona- ldo en 31 Messi. Franck Ribery hefði unnið Blaðamenn á annarri skoðun José Mourinho Gagnrýndi leikmanninn opinberlega fyrir að taka ekki leiðsögn. Valinn bestur Whitney er ekki á því að útnefn- ingin hafi gert leikmanninum gott. Myndir reUters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.