Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 17.–20. janúar 201426 Fréttir Erlent L ögreglan á Indlandi hefur handtekið hóp heimilislausra manna í Nýju-Delí grunaða um að hafa nauðgað danskri konu síðastliðinn þriðjudag. Fórnarlambið hafði týnt samferða- mönnum sínum og spurt heima- mann til vegar. Samkvæmt danska miðlinum Politiken tældi maðurinn hana með sér á afskekktan stað þar sem félagar hans biðu og héldu þeir henni fanginni í þrjár klukkustundir og beittu hana ofbeldi með margvís- legum hætti. Auk þess stálu þeir verðmætum sem hún var með í fór- um sínum. Konan, sem er 51 árs, gat lýst mönnunum með greinagóðum hætti og í kjölfarið handtók lögreglan hóp grunaðra, sex unga karlmenn. Sam- kvæmt frétt AFP lét konan samferða- menn sína vita af árásinni þegar hún komst á hótel sitt, sem er skammt frá miðborginni. Konan var í miklu áfalli og veitti sendiráð Danmerkur henni alla þá aðstoð sem hún þurfti. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan hafi haldið aftur til heim- kynna sinna á miðvikudaginn. Nauðgað við hlið dóttur sinnar Reglulega berast hrottalegar fréttir af nauðgunum á Indlandi, en að meðal tali er tilkynnt um nauðg- un á 20 mínútna fresti þar í landi. Í byrjun árs var 24 ára gamalli konu haldið nauðugri í bifreið með fjór- um karlmönnum sem nauðguðu henni á sama tíma og þeir óku um götur Nýju-Delí. Lögreglan stöðvaði bifreiðina þar sem ökumaðurinn fór ekki eftir umferðarreglum og kom þá í ljós að konunni var haldið þvert gegn vilja hennar. Þessar fréttir bárust skömmu eftir að pólskri konu var byrlað eitur lyf í leigubíl í borginni og nauðgað af leigubílstjóranum. Það sem vekur sérstakan óhug við verknaðinn er að tveggja ára dóttir konunnar var með meðvitundarlausri móður sinni í bílnum. Á Þorláksmessu kviknaði í 16 ára stúlku, sem hafði verið nauðgað tvo daga í röð í október á síðasta ári, og lést hún af sárum sínum á gamlárs- dag. Talið er að sex menn hafi kveikt í stúlkunni með það fyrir augum að myrða hana. Mennirnir hafa nú ver- ið handteknir af lögreglunni sem hefur verið gagnrýnd fyrir aðgerða- leysi vegna málsins. 24 þúsund nauðganir árið 2011 Þekktasta hópnauðgunarmál Ind- lands var þegar 23 ára kona lést af sárum sínum eftir líkams- árás og hópnauðgun í desember 2012. Konan var nýkomin úr kvik- myndahúsi með unnusta sínum þegar árásin átti sér stað. Þau voru í strætisvagni þegar sex menn veitt- ust að þeim. Unnustinn var bund- inn niður og laminn með járnröri áður en þeir sneru sér að konunni. Þeir hópnauðg uðu henni í klukku- stund og misþyrmdu kynferðislega á marga aðra vegu, meðal annars með járnröri. Parinu var síðan hent út úr strætisvagni og mennirnir reyndu að aka yfir þau, án árangurs. Konan, sem var langt komin í læknisfræði og þótti afburðanem- andi, lést á sjúkrahúsi í Singapúr þrettán dögum síðar. Forsprakki nauðgunarinnar lést í öryggisfang- elsinu í Tihar í mars og er talið að hann hafi verið myrtur af samföng- um sínum. Í kjölfar nauðgunarinnar var hrundið af stað bylgju mótmæla í Indlandi. Árið 2011 voru rúmlega 24 þúsund nauðganir tilkynntar í landinu. Mannréttindasamtök telja að það sé aðeins brot af þeim kyn- ferðisglæpum sem eiga sér stað þar á hverju ári. Ferðalangar til Indlands, sem telja 6,6 milljónir árlega, upplifa sig margir hverjir óörugga í landinu og forðast í lengstu lög að vera einir á götum Indlands. n n Danska sendiráðið veitti henni hjálp n Ekkert lát á nauðgunum á Indlandi Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Mótmælabylgja Íbúar Indlands hafa reglulega mótmælt kynferðis- glæpum eftir hrottalega hóp- nauðgun 2011. MyNd ReuteRS „Tilkynnt er um nauðgun á 20 mínútna fresti á Indlandi L ögreglan í Edinborg í Skotlandi leitar nú ljósum logum að þriggja ára gömlum dreng sem hvarf frá heimili sínu aðfara- nótt fimmtudags. Málið er allt hið furðulegasta, en Mikaeel Kular fór að sofa um klukkan níu á miðvikudags- kvöld. Þegar móðir hans ætlaði að vekja hann á fimmtudagsmorgun var drengurinn horfinn og var hvergi að finna í húsinu eða garði þess. „Þegar hún vaknaði klukkan sjö í morgun var Mikaeel ekki í rúminu sínu og ekki í húsinu. Hún kallaði strax til lögregluna sem hefur verið að kemba nærliggj- andi götur,“ segir lögreglukonan Liz McAnish. Lögregla hefur að sjálf- sögðu áhuga á að ræða við alla sem telja sig hafa séð litla drenginn. Hún hefur biðlað til íbúa Edinborgar að „hafa augun opin gagnvart þess- um litla dreng.“ Sérstök áhersla er lögð á að leita í almenningsgörð- um og á leikvöllum, enda ekki ólík- legt að hann hafi leitað slíkt uppi til að leika sér. Talið er líklegt að hann sé í brúnum skóm og drapplituðum jakka. Að sögn hefur verið rætt við alla fjölskyldumeðlimi, bæði þá sem búa með þeim mæðginum sem og stórfjölskylduna. Engin virðist skilja hvernig barnið gat horfið. Þykir mál- ið allt hið undarlegasta. Lögregla gef- ur ekkert uppi um það hvort málið tengist forræðisdeilu foreldra drengs- ins, en enn sem komið er virðist geng- ið út frá því að drengurinn hafi sjálf- viljugur yfirgefið heimili sitt. n astasigrun@dv.is Hvarf frá heimili sínu Lögreglan í Edinborg rannsakar dularfullt hvarf þriggja ára drengs Var ekki í rúminu Mikaeel var ekki í rúmi sínu á fimmtudagsmorgun. Lögregla telur að engin ástæða sé til að ætla annað en að hann hafi yfirgefið heimili sitt sjálfviljugur. Yfirmanni hersins sparkað Forseti Nígeríu, Goodluck Jonath- an, hefur vikið yfirmanni hersins þar í landi, Ola Ibrahim, frá störf- um. Ástæðan er meint getuleysi þess síðarnefnda til að stemma stigu við auknum umsvifum rót- tækra íslamista í norður hluta landsins. Eru það einna helst um- svif hryðjuverkasamtakanna Boko Haaram sem valdið hafa forsetan- um hugarangri en samtökin hafa látið mikið til sína taka undanfar- in misseri og myrt fjölda fólks. Nú síðast á þriðjudag biðu sautján manns bana þegar bílsprengja sprakk í borginni Maiduguri í norðurhluta Nígeríu. Munntóbak og meðganga Börn mæðra sem neyta munn- tóbaks á meðgöngu eru í meiri hættu en önnur börn á að fæð- ast holgóma. Þetta á að minnsta kosti við í Svíþjóð en vísinda- menn við Karólínska-sjúkrahús- ið og við háskólann í Uppsölum rannsökuðu þessi tengsl. Börn mæðra sem neytt höfðu sænsks munntóbaks, sem einnig er kall- að snus, á meðgöngu voru rann- sökuð. Rannsóknin stóð yfir um langt skeið og náði til 975 þúsund nýbura. Af þeim fæddist 1.761 barn holgóma. Leiddu niður- stöðurnar í ljós að börn sem áttu mæður sem neyttu munntóbaks voru í meiri hættu en önnur börn. Þess má þó geta að börn mæðra sem reyktu á meðgöngu voru einnig í meiri hættu en önn- ur börn á að fæðast holgóma. Norskt fyrirtæki fær milljarðasekt Norska áburðarfyrirtækið Yara International hefur verið sektað um 295 milljónir norskra króna, 5,5 milljarða króna, vegna spillingar. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru fundnir sekir um að múta hátt settum embættismönnum í Líbíu og Indlandi, meðal annars olíumálaráðherra Líbíu í tíð ein- ræðisherrans Muammar Gaddafi. Með mútunum tókst fyrirtækinu að landa stórum samningum í viðkomandi ríkjum. Forsvars- menn Yara segja að refsingin sé hörð en henni verði unað. Yfir átta þúsund manns starfa hjá Yara um víða veröld. Norska ríkið á 36,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Hópnauðgað í 3 klukkustundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.