Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 14.–17. febrúar 2014
n Deilur skekja Skógræktarfélag Kópavogs n Nefndarmenn í persónulegri ábyrgð
Á
tök hafa verið innan Skóg-
ræktarfélags Kópavogs nú
um nokkurt skeið og snú-
ast þau að mestu um óhóf-
legar greiðslur til formanns
samtakanna, Braga Michaelssonar.
Hluti stjórnarmanna hefur verið mjög
ósáttur með það sem eru að þeirra
mati óhóflegar greiðslur sem Bragi
hefur fengið sem verktaki fyrir sam-
tökin. Ákveðnir nefndarmenn sáu sig
knúna til að óska eftir því að Skóg-
ræktarfélag Íslands skærist í leik-
inn. Önnur skógræktarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu hafa auk þess deilt
við Braga um háar verktakagreiðslur
til hans. DV fjallaði á dögunum um
vandræðagang skógræktar félagsins
vegna byggingar frístundarhúss sam-
takanna í Guðmundarlundi. DV hef-
ur fengið staðfest að hluti nefndar-
manna samtakanna er í persónulegri
ábyrgð fyrir þeim framkvæmdum.
Með allt að einni
og hálfri milljón í laun
Samkvæmt heimildum DV innan
Skógræktarfélags Kópavogs þá hafa
greiðslur samtakanna til Braga á ár-
inu 2013 numið á bilinu átta til ellefu
hundruð þúsund krónum á mánuði.
Inni í þeirri upphæð eru ekki taldar
með greiðslur sem hann hefur fengið
frá Fossárfélaginu sem er sameigin-
legt félag Skógræktarfélaga Kópavogs,
Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjós-
arhrepps. Þar hafa einnig verið vær-
ingar vegna framgöngu Braga og hárra
verktakagreiðslna sem hann hefur
krafist. Til marks um það sögðu bæði
fyrrverandi formaður og gjaldkeri
Fossárfélagsins af sér vegna ágreinings
um greiðslur til Braga Michaelssonar.
Samkvæmt heimildum DV innan
Fossársfélagsins þá hafa þær greiðslur
verið í grennd við fimm hundruð þús-
und á mánuði að jafnaði. Það þýðir að
greiðslur sem Bragi fær fyrir störf sín á
vegum skógræktar nema allt að einni
og hálfri milljón króna á mánuði.
Segir launin ekki ná neinni átt
„Hann er búinn að ganga fram með
ótrúlegri frekju og vinnubrögðin eftir
því. Það má segja að það sé rétt hjá
honum að hann fái tvö þúsund og
fimm hundruð á tímann. Hins vegar
er þetta ekki alveg tvö þúsund og
fimm á tímann því með öllu er þetta
fimm þúsund og sjö hundruð og sjö-
tíu og þrjár krónur á tímann með
virðisaukaskatti og öðrum gjöld-
um; það leggur sig út á um fimm
hundruð þúsund krónur á mánuði,“
segir heimildarmaður DV innan
Fossárfélagsins. Hann leggur áherslu
á að þó það kunni að vera eðlileg
laun á Íslandi í dag þá verði að hafa
í huga að flestallir sem starfa á veg-
um skógræktar geri það í formi sjálf-
boðavinnu. „Það að laun hans fyr-
ir skógrækt slagi í forstjóralaun nær
engri átt,“ segir heimildarmaðurinn.
Leitað til
Skógræktarfélags Íslands
„Það kom inn erindi hingað. Við get-
um þó ekki tekið ákvörðun um það
hér, það verður að vera ákvörðun við-
komandi aðildarfélags. Það er vinna
í gangi með það núna. Þannig að
við þekkjum málið,“ segir Brynjólfur
Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Íslands, í samtali við
DV. Hann segir að vissulega hafi
hluti stjórnarmanna óskað eftir inn-
komu Skógræktarfélags Íslands í
málið en nauðsynlegt sé að stjórn
samtakanna taki ákvörðun um það
sjálf. „Við höfum átti í viðræðum
við stjórnarmenn þar sem við höf-
um verið að kanna þetta erindi. Það
er vinna í gangi við að finna lausn á
þessu máli,“ segir Brynjólfur. Hann
staðfestir að sú tillaga hafi verið bor-
in fram að utanaðkomandi aðilar
yfirfæru fjármál Skógræktarfélags
Kópavogs. Einn stjórnarmanna mun
hafa hótað opinberri kæru yrði ekki
orðið við þeirri ósk að gerð yrði óháð
úttekt á málinu. DV hefur heimildir
fyrir því að það hafi verið ákveðið á
fundi skógræktarfélagsins að fresta
ákvörðun um framhaldið þar til eft-
ir prófkjör Sjálfstæðisflokksins sem
fór fram um seinustu helgi þar sem
málið er mjög óþægilegt fyrir flokk-
inn.
Stjórnarmenn í persónulegri ábyrgð
Samkvæmt heimildum DV eru sum-
ir nefndarmenn í stjórn Skógræktar-
félags Kópavogs persónulega ábyrgir
fyrir frístundahúsinu í Guðmundar-
lundi. Talið er að þær upphæðir nemi
allt að tíu milljónum. „Já, já, ég skrif-
aði undir pappírana,“ segir Pétur Karl
Sigur björnsson, varamaður í stjórn
Skógræktarfélags Kópavogs, í sam-
tali við DV. Athygli vekur að sum-
ir félagsmanna í skógræktarfélögum
annarra sveitarfélaga sem DV ræddi
við höfðu miklar áhyggjur af fjárhags-
legum afleiðingum fyrir nefndarmenn
vegna umfjöllunar um félagsheimilið
í Guðmundarlundi. „Þetta er gríðar-
lega slæmt mál að þessi frétt birtist –
þó þetta eigi að koma upp, það á að
uppræta svona spillingu – því það eru
þarna aðilar sem hafa ekkert til saka
unnið og hafa eingöngu unnið af heil-
indum,“ segir einn skógræktarmanna
sem DV ræddi við. Sá möguleiki er fyr-
ir hendi að ef Kópavogsbær kippir að
sér höndum og húsið verður verðlaust
þá hljóti sumir stjórnarmenn af því
fjárhagslegan skaða.
Bragi neitar öllu
„Ég kannast nú bara ekki við þessar
deilur. Það eru tveir menn sem hafa
ekki komið nálægt félaginu í mörg ár
sem koma allt í einu núna og ætla að
vera einhverjir englar. Það eru einu
deilurnar sem ég kannast við. Stjórn-
armenn voru að funda um síðustu
helgi [insk. blm. 1.-2. febrúar] og það
voru engar deilur þá,“ segir Bragi í
samtali við DV. Hann vildi ekki skýra
frekar hvaða menn það væru. Bragi
þvertekur fyrir að Skógræktarfélagi
Íslands hafi borist erindi um að fjár-
mál Skógræktarfélags Kópavogs væru
skoðuð af óháðum aðilum. „Það eru
til samþykktir allir reikningar, áritað-
ir af skoðunarmönnum félagsins. Það
eru ekki til neinar deilur um það,“ seg-
ir Bragi. Hann neitar því sömuleiðis
að deilur hafi verið innan Fossársfé-
lagsins vegna hans. „Þeir sögðu ekki af
sér. Þeir hættu bara,“ segir hann. Bragi
heldur því auk þess fram að enginn
nefndarmanna sé í persónulegri
ábyrgð fyrir frístundahúsinu í Guð-
mundarlundi. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það að laun hans
fyrir skógrækt
slagi í forstjóralaun nær
engri átt.
Undirritun samnings um Guðmundarlund Hér má sjá er Pétur Karl Sigurbjörnsson,
Brynjólfur Jónsson, Bragi Michaelsson og Gunnar Birgisson, þáverandi bæjarstjóri, undirrit-
uðu samning um byggingu frístundaheimilis í Guðmundarlundi árið 2006.
31. janúar 2014
Helgarblað 31. janúar 2014
Fréttir 23
Þ
egar X-listinn hætti að
starfa með vinstri stjórn-
inni í Kópavogi árið 2012
fóru í gang meirihlutavið-
ræður milli Samfylkingar
og Vinstri grænna við Sjálfstæðis-
flokkinn. DV hefur heimildir fyrir
því að í þeim viðræðum hafi ein
helsta krafa Sjálfstæðismanna ver-
ið að lokið yrði við frístundahús
Skógræktarfélags Kópavogs í Guð-
mundarlundi.
Bragi Mikaelsson, formaður
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Kópavogi, er formaður Skógræktar-
félagsins sem og verktaki hjá fé-
laginu. Frístundahús Skógræktar-
félagsins er rétt svo fokhelt og hafa
framkvæmdir í kringum það, sem
staðið hafa yfir í tæplega fimm ár,
nú þegar kostað um áttatíu milljón-
ir króna. Kópavogsbær hefur lagt til
stóran hluta byggingarkostnaðar-
ins.
Fermetrinn kostar 500.000 kr.
Skógræktarfélag Kópavogs og Kópa-
vogsbær gerðu samning árið 2006,
meðan Gunnar Ingi Birgisson var
bæjarstjóri, um byggingu frístunda-
heimilis og hófust framkvæmdir
sumarið 2009. Talið er að um
fimmtíu milljónir króna þurfi
til viðbótar til að ljúka við fram-
kvæmdina. Heildarverð byggingar
frístundaheimilisins yrði þannig
um hundrað og þrjátíu milljónir
króna. Húsið er rúmlega tvö hund-
ruð og fimmtíu fermetrar og þýð-
ir það að byggingarkostnaður verði
rúmlega fimm hundruð þúsund
krónur á fermetra. Til samanburð-
ar þá var verð í Hörpu sex hundruð
þúsund á fermetrann.
Ármann lagði
áherslu á fjármögnun
Samkvæmt heimildum DV lagði
Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri Kópavogs, mikla áherslu á
að fá fjármagn til þess að ljúka
við byggingu frístundaheimilis-
ins við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar Kópavogs í desember. Þegar
í ljós kom að byggingarkostnað-
ur væri orðinn mikill lagði minni-
hluti kjörinna fulltrúa í tvígang
fram fyrirspurnir um sundurliðun
á byggingarkostnaði, hverjir stjórni
og vinni verkið auk þess sem farið
er fram á að lagðir séu fram verk-
samningar við verktaka. Svo fór
að meirihluti bæjarfulltrúa felldi
aukna fjárveitingu til byggingar frí-
stundaheimilisins.
Skýrði styrkveitingu
sem leigu til framtíðar
Ármann lagði til að gerður yrði
samningur við Skógræktarfélagið
þess eðlis að félagið myndi missa
öll afnot af húsinu í fimmtán ár og
að Kópavogsbær myndi reka það.
Skýrði hann málið svo að styrk-
veiting bæjarins væri því í raun
leiga fyrir afnot af húsinu næstu
árin. Skógræktarfélagið hafnaði
þeim samningi. Nú eru uppi hug-
myndir þess efnis að nota húsnæð-
ið sem leikskóla.
Reyna að réttlæta fjárstyrki
„Þeir í Skógræktinni hafa leitað til
bæjarins með alls konar hugmyndir
um hvernig megi réttlæta að setja
pening í að klára þetta hús. Skoðun
okkar í Samfylkingunni er sú að við
höfum samúð með þeim í Skóg-
ræktinni hvað þetta varðar en það
er ekki Kópavogsbæjar að hlaupa
undir bagga,“ segir Guðríður
Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylk-
ingar, í samtali við DV. Hún segir
Skógræktina ekki vera einu sam-
tökin í Kópavogsbæ sem eigi í fjár-
magnserfiðleikum og í því sam-
hengi verði að gæta jafnræðis.
Bragi hefur fengið
háar greiðslur
„Ég var ráðinn sem verktaki hjá
Skógræktarfélagi Kópavogs árið
2009 og búinn að starfa fyrir þá
síðan. Þetta er bara hlutastarf allt
árið; stundum lítið, stundum ekk-
ert. Ástæðan fyrir því er að það er
langhagkvæmast,“ segir Bragi Mika-
elsson í samtali við DV. Hann blæs
á þá gagnrýni að greiðslur til hans
séu óeðlilega háar. „Launakjör mín
miðast út frá tvö þúsund og fimm
hundruð á tímann auk annarra
eðlilegra gjalda sem ber að skila,“
segir hann.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Bragi Mikaelsson lagt mikla áherslu
á að fá stuðning Kópavogsbæjar til
að ljúka byggingu frístundaheimil-
isins. Bragi er líkt og fyrr segir for-
maður Skógræktarfélagsins sem og
verktaki hjá Skógræktarfélagi Kópa-
vogs. Hann er fyrrverandi bæjar-
fulltrúi í Kópavogsbæ og áhrifa-
maður meðal sjálfstæðismanna í
bæjar félaginu. Hann er auk þess
einn helsti bandamaður Ármanns
bæjar stjóra. Samkvæmt hluta
bæjar fulltrúa í Kópavogsbæ þykja
þær greiðslur sem Bragi hefur
fengið fyrir störf sín óhóflegar en
erfiðlega hefur gengið að fá upp-
lýsingar um hve háar þær eru.
Bragi segir kostnað byggingar
frístundahússins vera innan allra
þeirra marka sem lagt hafi verið
upp með. „Það var gerð kostnaðar-
áætlun fyrir verkið á sínum tíma
og þessi kostnaður er allur innan
þeirra marka,“ segir hann. Að sögn
Braga hefur ekki gengið illa að
fjármagna framkvæmdirnar. „Það
hefur bara gengið illa vegna þess
að bærinn hefur ekki komið með
það fjármagn sem gert var ráð fyrir
að hann kæmi með inn í þetta,“
segir Bragi. Hann segir þá tillögu
um að nýta húsið sem leikskóla
hafi komið frá bænum en ekki
Skógræktinni. Málið er nú í vinnslu
hjá bænum samkvæmt Braga
Skógræktin fer fram á
tíu milljónir til viðbótar
Í bréfi Skógræktarfélagsins til bæjar-
ráðs, sem DV hefur undir hönd-
um, kemur fram að það hafi verið
mikil vonbrigði fyrir félagið þegar
bæjar stjórn afgreiddi fjárhagsá-
ætlun ársins 2014, í nóvember, að
hluti bæjarfulltrúa skyldi fella fjár-
veitingu við byggingu frístunda-
heimilisins við afgreiðslu í bæjar-
stjórn. Í bréfinu fer félagið fram á
stuðning bæjar stjórnar upp á tíu
milljónir króna, fyrir framkvæmd-
um félagsins á árinu 2013 og kvitt-
ar Bragi Mikaelsson undir bréfið. n
Bandamaður fær
fé frá skógrækt
Ármann Kr. Ólafsson hefur lagt áherslu á fjármögnun frístundaheimilis Skógræktar Kópavo
gs
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Bandamenn DV hefur heimildir fyrir því að einn helsti bandamaður Ármanns
Ólafssonar,núverandi bæjarstjóra Kópavogs, sé Bragi Mikaelsson, formaður fulltrúar
áðs
Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi og Skógræktarfélags Kópavogs.
Hófst 2009 Guðríður segir að þeir hjá Skógræktinni hafi leitað til bæjarins með alls konar
hugmyndir um hvernig réttlæta mætti að leggja meira fé í húsið. Framkvæmdir við h
úsið
hófust 2009, þegar Gunnar Birgisson var bæjarstjóri í Kópavogi.
Rétt svo fokhelt Framkvæmdir
við frístundaheimili Skógræktar
Kópavogs hafa staðið yfir í tæplega
fimm ár og hafa kostað um áttatíu
milljónir króna.Mynd SigtRygguR ARi
„Launakjör mín
miðast út frá tvö
þúsund og fimm hund-
ruð á tímann auk annarra
eðlilegra gjalda sem ber
að skila.
Ákærð fyrir
umboðssvik
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi
forstjóri Landsbankans, og Sig-
ríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Landsbankans, hafa verið ákærð
fyrir umboðssvik. Greint er frá
þessu á fréttavef Ríkisútvarps-
ins en mál þeirra verður þingfest
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 3.
febrúar næstkomandi og er það
embætti sérstaks saksóknara sem
ákærir þau. Fréttastofa Ríkisút-
varpsins segir málið snúast um
meint umboðssvik þeirra Sigur-
jóns og Sigríðar Elínar með því að
heimila Landsbanka Íslands að
gangast í ábyrgð fyrir aflandsfélag
sem var í eigu bankans.
Sjóðir GAMMA
eiga 350 íbúðir
Sjóðir í eigu GAM Management,
eða GAMMA, eiga um 350 íbúðir
á höfuðborgarsvæðinu, eða ríf-
lega 190 fleiri íbúðir en fullyrt er á
heimasíðu félagsins. Frá þessu var
greint í Kjarnanum á fimmtudag
þar sem fjallað var um GAMMA
um það sem tímaritið kallar spá-
kaupmennsku félagsins með
íbúðarhúsnæði. DV hefur fjall-
að um stórfelld kaup GAMMA á
fasteignum miðsvæðis í Reykja-
vík. Nánar tiltekið í miðbænum,
Vestur bænum, Hlíðunum og
Norðurmýrinni.
Þegar DV fjallaði um málið
hafði fyrirtækið keypt 140 íbúðir á
þessum svæðum fyrir fjóra millj-
arða króna á aðeins nokkrum
mánuðum. Nokkrum mánuðum
síðar keypti GAMMA tvær íbúðar-
blokkir í Kópavogi í heilu lagi og
bætti þar við 56 íbúðum til við-
bótar. Í apríl í fyrra keypti sjóður á
vegum GAMMA húsnæði Lands-
bankans við Laugaveg 77 þar sem
upphaflega stóð til að reisa lúx-
ushótel. Nú stendur til að reisa
þar sex þúsund fermetra húsnæði
á lóðinni sem verður blanda af
íbúðar- og verslunarhúsnæði.
Flestar íbúðir á GAMMA eru í
miðbæ Reykjavíkur eða 70 talsins.
Auglýsa eftir
lögreglumönnum
Embætti ríkislögreglustjóra hefur
auglýst 24 stöður lögreglumanna
lausar til umsóknar. Stöðurnar
eru hjá embætti lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Um er að
ræða þrjár rannsóknarlögreglu-
stöður en annars eru það stöður
lögreglumanna á vöktum. Ráð-
ið verður í stöðurnar til reynslu í
sex mánuði en með möguleika á
skipun að þeim tíma loknum. „Í
ljósi ríkjandi kynjahlutfalls inn-
an lögreglu og jafnréttisáætlunar
lögreglunnar eru konur sérstak-
lega hvattar til að sækja um,“ seg-
ir í auglýsingunni.
Bragi sagður á
forstjóralaunum
Braut glas á
höfði manns
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi
í vikunni karlmann í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir lík-
amsárás. Maðurinn var ákærður
fyrir að hafa þann 12. maí 2013
slegið glasi í höfuð manns með
þeim afleiðingum að hann hlaut
mörg grunn sár vinstra megin í
andlitið og aðra yfirborðsáverka
á höfði. Atvikið átti sér stað í hús-
næði við Fákafen.
Maðurinn játaði sök fyrir
dómi. Fangelsisdómurinn er
skilorðsbundinn til tveggja ára
en auk þess var manninum gert
að greiða fórnarlambi sínu 250
þúsund krónur í miskabætur
og rúmar 100 þúsund krónur í
sakarkostnað.
30 kíló af
amfetamíni
Tollverðir stöðvuðu tilraunir til
smygls á rúmlega 30 kílóum af
amfetamíndufti á árinu 2013. Þar
af voru um 19,5 kíló tekin í toll-
pósti og tæplega 11 kíló í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar. Í tilkynn-
ingu frá tollstjóra kemur fram að
úr þessum 30 kílóum hefði mátt
framleiða allt að 107 kíló af efni
sé miðað við 5,8 prósenta neyslu-
styrkleika, samkvæmt matsgerð-
um Rannsóknarstofu Háskóla Ís-
lands í lyfja- og eiturefnafræði.
Auk þessa komu tollverðir í
veg fyrir innflutning 2.710 milli-
lítra af amfetamínbasa á síðasta
ári. 1.710 millilítrar voru teknir í
tollpósti og 1.000 millilítrar voru
stöðvaðir í flugstöðinni. Úr þess-
um vökva hefði mátt framleiða
allt að 28 kíló af efni með 5,8 pró-
senta neyslustyrkleika. Samtals
nam því það magn amfetamíns
og -basa, sem tollverðir komu í
veg fyrir að kæmust inn í landið
á síðasta ári, allt að 135 kílóum af
amfetamínefni, hefði það verið
unnið niður í 5,8 prósenta götu-
styrkleika.
Sex mánuðir
fyrir ræktunina
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi
á miðvikudag karlmann í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir ræktun kannabisplantna.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa þriðjudaginn 14. maí 2013, í
bílskúr í Hafnarfirði, haft í vörslu
sinni 204 kannabisplöntur sem
hann hafði ræktað. Fundust
plönturnar við leit lögreglu í hús-
inu. Maðurinn játaði brot sitt ský-
laust fyrir dómi, en hann hefur
áður fengið dóm fyrir fíkniefna-
lagabrot. Dómurinn er skilorðs-
bundinn til tveggja ára.