Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 14.–17. febrúar 201428 Fólk
Þ
órlaug tekur á móti blaða-
manni á heimili sínu í íbúð
í Þingholtunum. Úr íbúð-
inni er útsýni yfir Tjörn-
ina og að Ráðhúsinu,
þangað sem hún stefnir til áhrifa
með samflokksmönnum sínum í
Pírötum.
Hún hefur tekið fleiri og stærri
slagi en í pólitík. Þórlaug hefur
háð langa og stranga baráttu við
krabbamein undanfarin fjögur ár
og er nú meinalaus þrátt fyrir að
hafa fyrir ári fengið dauðadóm hjá
lækni sínum. Hún fagnaði því á
fertugsafmælisdegi sínum, 7. sept-
ember í fyrra að hún væri laus við
krabbameinið í bili. Reglulega þarf
hún að láta athuga heilsu sína og
hvort krabbinn hefur aftur látið á
sér kræla.
Enginn krabbi
Henni er létt í dag, enn telst krabb-
inn sigraður. Kærastinn hringir og
hún segir honum gleðifréttirnar:
„Enginn krabbi!“ segir hún létt í
sinni.
Hún afsakar sig þegar hún hef-
ur lokið símtalinu. Henni hefur
ekki enn gefist tími til að fá sér að
borða og hún hitar sér tesopa og
ristar brauð. Á meðan hún sýpur á
teinu segir hún frá því hvaða hugs-
anir grípa hana þegar hún vaknar
hvern dag.
„Ég vakna á hverjum morgni
og hugsa um það hvernig ég komi
sem mestu í verk yfir daginn. Tími
er lúxus sem mér finnst ég ekki
eiga að sóa. Ég vil skilja eitthvað
eftir mig. Það að fá á sig dauða-
dóm breytir ýmsu í þankagangi
manneskju. Það sem maður skil-
ur eftir eru börnin manns og það
sem maður gerir. Ég má engan
tíma missa. Í raun og veru býð
ég mig fram til verka í borginni
vegna þessarar löngunar minnar.
Ég vil skilja það eftir mig að gera
internetið og nærsamfélag mitt að
betri stað.“
Einlæg í kaldhæðnu samfélagi
Hún segist halda að annaðhvort
gangi henni vel að komast til áhrifa
eða alls ekki. „Annaðhvort gengur
mér mjög vel eða illa. Ég er breytt
manneskja og ég brýt fjölda óskrif-
aðra reglna um mannleg sam-
skipti. Hluti af því að ganga í gegn-
um veikindi eins og þessi er að losa
sig við argaþras og fleira. Persónu-
leg sárindi, hver sagði hvað við
hvern, þá er ég hætt að móðgast
yfir smáatriðum og kannski pínu-
lítið að koma út með það að ég er
stórfurðuleg,“ segir hún og hlær.
„Það er tímaeyðsla að vera ekki
heiðarlegur og einlægur. En ein-
lægni er nokkuð sem fólk leggur
ekki trúnað á. Það þarf að venjast
henni, allir eru orðnir svo vanir því
að dylja tilfinningar sínar og ætl-
anir að þeim bregður þegar ein-
hver ákveður að rjúfa mynstrið og
vera bara alveg hreinskilinn. Ég
finn bæði fyrir því að margir skilja
þetta ekki og því að þeir sem skilja
afstöðu mína bera mikla virðingu
fyrir henni.
Ég kýs að vera sú manneskja,
sem segir sína skoðun umbúða-
laust. Auðvitað geri ég mér grein
fyrir því að það eru ekki allir sem
höndla þessa nálgun og að í sam-
félagi kaldhæðni er ég að gera mig
að skotmarki.“
Var sögð dauðvona
Hún greindist fyrst með leg-
hálskrabbamein árið 2010 og fór
þá í uppskurð. Áður hafði hún
fundið fyrir ónotum í grindarholi
og mikilli þreytu en kenndi um
miklu vinnuálagi og því að mögu-
lega hefði hún ekki jafnað sig eft-
ir síðustu meðgöngu. „Ég var með
með skrýtna tilfinningu inni í mér.
Ónot í grindinni og lífbeininu. Ég
var búin að trassa það að fara í
skoðun en þegar ég loks fór kom
í ljós að ég var með krabbamein á
frumstigi. Eftir á að hyggja hefði ég
getað áttað mig á því að heilsan var
ekki í lagi. Ég skildi ekkert hvað var
að mér, ég var alltaf þreytt og þetta
var mjög erfitt tímabil. Við vor-
um að byggja hús árið 2007, með
tvö lítil börn og í krefjandi stjórn-
unarstöðum. Ég var í raun örþreytt
eftir þetta tímabil og svo lagðist
hrunið og kreppan ofan á þetta
allt saman,“ segir Þórlaug og segir
krabbameinið þannig hafa laum-
ast upp að henni.
„Læknarnir töldu sig hafa náð
meininu en ég efaðist um það.
Ég var farin að fá verki og fann að
eitthvað var úr lagi. Það kom síð-
an í ljós eftir myndatöku að ég var
með krabbamein á stigi 3b, sem
er næsta stig við það að vera yfir-
lýst dauðvona. Þá fór ég í geisla-
og lyfjameðferð, gríðarlega erfiða,
margra mánaða meðferð og henni
fylgdi löng endurhæfing. Þessi
meðferð tók afskaplega mikið á,“
segir Þórlaug og vöknar um augu.
„Svo greindist ég aftur í ágúst
fyrir einu og hálfu ári með krabba-
mein í eitlakerfinu. Þá fékk ég að
vita að ég væri dauðvona og sagði
læknirinn að ég mætti telja líf mitt
í nokkrum hálfum árum. Það varð
ekki svo. Ekki enn. Ég fékk síðan
að vita að ég væri laus við krabba-
meinið rétt fyrir fertugsafmælið
mitt á á síðasta ári, eftir að hafa
undirgengist óhefðbundna lyfja-
meðferð.“
Stríð á eigin skinni
Ég er enn að jafna mig eftir þessa
meðferð og finnst að ég geti byrj-
að allar sögur frá þessum tíma á
orðunum: Þegar ég var í Nam …
Það er ekki hægt að lýsa þessari
lífsreynslu nema með líkingu á
borð við þessa. Það er ekki hægt að
koma því til skila hvernig manni
líður að búa á líknardeild og sjá
líkunum rúllað á undan manni
á leiðinni í morgunmatinn. Vit-
andi að þú ert á leiðinni á börurn-
ar þangað líka. Ég er búin að fá
marga lítra af blóði, sýklalyfjum og
glundri. Ég hef verið stungin oftar
en ég gæti talið, í hundruð skipta
og reyna óteljandi lyf og meðferðir
sem fara illa með líkamann. Þetta
er stríð á eigin skinni.“
Er hún haldin áfallastreitu eft-
ir baráttuna? „Já, örugglega,“ segir
Þórlaug. „Ég vaknaði í miðri að-
gerð og var vakandi í gegnum allan
hroðann. Það er skelfileg minn-
ing sem enn sækir á mig. Sama
með síðustu geislameðferðina,
það er hræðilegt að vera vakandi
og lamaður í senn í marga sólar-
hringa við þessar aðstæður, að
upplifa sársauka og ekkert næði. Á
endanum grátbað ég um að fá að
fara heim.“
Tók inn tilraunalyf
Blaðamaður er forvitinn um þá
óhefðbundnu læknismeðferð sem
skilaði henni svo góðum árangri.
„Ég ákvað að taka að auki inn til-
raunalyfið Salicinium sem er ekki
viðurkennt af kerfinu. „Ég heyrði
af þessu lyfi í gegnum íslenskan
mann og ákvað að taka það auka-
lega samhliða hefðbundinni með-
ferð. Öllum að óvörum tók ég
miklum framförum í meðferðinni.
Í janúar í fyrra fór ég í skönnun og
þá fannst ekki í mér krabbamein.
Ég hef farið nokkrum sinnum í
skönnun síðan og ekkert fundist
enn svo útlitið er gott. Þetta lyf er
flókin fjölsykra sem gerir krabba-
meinið sýnilegra í ónæmiskerfinu,
til þess að auka virknina þurfti ég
að taka sykur út úr fæðinu og „ph-
basera“ líkamann. Krabbameins-
frumur eru nefnilega sólgnar í syk-
ur.“
Sambandið þoldi ekki álagið
Fleira gekk á í lífi Þórlaugar á með-
an hún var í meðferð við krabba-
meini. Hún hafði verið búsett í
Danmörku um tíma með manni
sínum og tveimur börnum en
flutti nýlega heim og skildi. Álag-
ið vegna veikindanna var of mikið.
„Ég og þáverandi maður minn
gerðumst kreppuflóttamenn árið
2009 og fluttumst til Danmerkur
með syni okkar tvo, þá Kilian og
Valtý. Hann fékk atvinnutilboð þar
í landi sem hann ákvað að taka.
Sambandið þoldi ekki álagið.
Eða það held ég. Það er erfitt að
segja hvort hlutirnir væru öðruvísi
ef ég hefði ekki veikst. Ég held að
þegar konur veikjast verði skilnað-
arhlutfallið ansi hátt en ég held að
í þessu máli beri fæst orð minnsta
ábyrgð,“ segir hún.
Fann ástina á Airwaves
Ástina fann Þórlaug á Airwaves-
tónlistarhátíðinni stuttu eftir að
hafa fregnað að hún væri laus við
krabbameinið. Gísli Tryggvason
lögmaður er sá heppni og hefur
starfað sem talsmaður neytanda.
Gísli og Þórlaug hafa þekkst í
dágóða tíð þrátt fyrir að þau hafi
ekki fellt hugi saman fyrr en síðasta
haust. Þau hittust raunar í forsætis-
ráðuneytinu þangað sem hún var
ráðin vegna sérþekkingar í upplýs-
ingamiðlun sinnar eftir hrun.
Í borgina eftir baráttu við dauðann
Þórlaug Ágústsdóttir hélt upp á fertugs afmæli
sitt af mikilli gleði í fyrrahaust. Hún hafði þá náð að
sigrast á krabbameini eftir að hafa hlotið dauða-
dóm. Hún stendur sterkari eftir slaginn þótt hún
hafi í miðjum veikindum staðið í skilnaði og orðið
fyrir netníði. Hún hefur fundið ástina á ný og stefnir
á að komast til áhrifa í borginni. Krabbameinið vofir
enn yfir, enda er hún enn í hættu á að veikjast aftur
og því lifir hún einn dag í einu. „Ég má engan tíma
missa,“ segir Þórlaug sem vill nota tíma sinn til góðs.
„Það er ekki hægt
að lýsa því hvern-
ig manni líður að búa á
líknardeild og sjá líkunum
rúllað á undan manni á
leiðinni í morgunmatinn.
„Það að fá á
sig dauðadóm
breytir ýmsu í þanka-
gangi manneskjuKristjana Guðbrandsdóttirkristjana@dv.is