Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 14.–17. febrúar 201434 Fólk aðeins ári eftir að þau Kristján fóru að vera saman. Fimm árum síðar fæddist Magnús Hlíðar. Gunna Dís segir að það hafi vissulega verið áfall fyrir heimasætuna að fá samkeppn- ina. „Eðlilega var þetta svolítið sjokk eftir að hafa verið ein með okkur svona lengi en í dag er hún ánægð að vera orðin stóra systir. Þau systkinin eru alveg svakalega ólík. Hún er ljóshærð með blá augu, ægilega fram- hleypin, talar við allt og alla og faðmar fólk í skóbúðum. Hann dökkhærður með brún augu, rólegur og lítill í sér. Ég sé margt í Aðalheiði Helgu sem er í mér. Hún á framtíðina fyrir sér, þessi elska. Hún gat aldrei verið kyrr og lærði að standa áður en hún lærði að sitja á með- an það drýpur ekki af honum. Ætli það megi ekki segja að við eigum sitthvort barnið, ég og Kristján,“ segir hún brosandi og bætir við að hana langi í fleiri börn. „Ég væri til í heilan her af þeim. Það er bara spurningin að ná að púsla þessu saman við vinnu. Það verður víst að ná að sinna þessum greyjum.“ Erfið fæðing Eins og frægt er orðið kom Magnús Hlíðar í heiminn á afmælisdegi Andra Freys en færri vita að það var nákvæmlega níu mánuðum eft- ir að Gunna Dís og Kristján gengu í það heilaga. „Að eignast hann var ekki planað. Barneignir hafa líklega verið það eina í mínu lífi sem ekki hefur verið skipulagt. Kannski hefði verið betra að hafa styttra á milli barnanna en þar sem við lentum í mjög erfiðri reynslu þegar Aðal- heiður Helga kom í heiminn treysti ég mér ekki í annað barn strax. Ég var svo hrædd um að eitthvað færi úrskeiðis,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki fengið að halda á Aðal heiði Helgu fyrr en hún var orðin fimm daga. „Fæðingin gekk illa og barnið veiktist í kjölfarið. Hjartslátturinn féll og þótt hún væri með lífsmarki sýndi hún lítil viðbrögð og því var brunað með hana á gjörgæslu án þess að ég fengi að sjá hana. Í ljós kom að hún var með slæma sýk- ingu og var henni haldið á gjör- gæslu vökudeildar í nokkra daga. Við gerðum okkur ekki fullkomlega grein fyrir því sem var í gangi enda foreldrar í fyrsta skiptið en henni hrakaði mikið fyrstu nóttina. Henni var vart hugað líf,“ segir hún en viðurkennir að það hafi verið skrít- ið að fara heim barnlaus af sjúkra- húsinu. „Það var ömurlegt en þetta fór allt á besta veg. Hún braggaðist ægilega vel og var skírð í höfuðið á báðum ömmunum sínum. Þegar ég lít til baka átta ég mig á því hvað maður er mannlegur og hvað allt getur verið hverfult. Ég var alveg rosalega stressuð á síðari meðgöngunni en þar var vel haldið utan um mig. Ég var kvíðin gagnvart fæðingunni og þess vegna var mér boðið að fara í keisara. Ég, svona stjórnsöm, hafði enga stjórn á at- burðarásinni, það á ekki við mig. Ég þurfti að gefa mér tíma til að vinna í þessu.“ Of gott til að vera satt Hún segir móðurhlutverkið hafa breytt sér. „Að verða mamma hefur mýkt mig. Ég er rosalega mikið í þessu hlutverki; að vera mamma þeirra. Stundum læðist sú hugs- un að mér að þetta hljóti að vera of gott til að vera satt; að nú hljóti eitt- hvað slæmt að fara að gerast. Ég er einhvern veginn á varðbergi; kvíðin og hrædd um að missa þá sem ég elska. Það kemur varla sá dagur sem ég hugsa ekki svona en rembist við að hrista þetta af mér og lifa í núinu.“ Hún segist ástrík móðir en viður- kennir að vera ekki sú þolinmóð- asta. „Ég er hér fyrir börnin mín. Geri ekkert annað en að vinna og vera til staðar fyrir þau. Að sama skapi mætti ég alveg vanda mig betur, vera þolinmóðari og rólegri. Ég á erfitt með að lifa í núinu og óttast mest af öllu að einn góðan veður dag séu þau orðin fullorðin, og ég gleymdi að lifa í núinu. Ég mætti líka vera nærgætnari, er alltaf eins og stormsveipur um allt.“ Tveggja barna móðir á „station“ Hún segir daga sína sem fiðrildi talda en nýtur sín best í dag heima með fjölskyldunni. „Ég kláraði kvót- ann áður en ég hitti manninn minn. Þá var ég ægileg skellibjalla; það var allt að gerast. Nú hef ég breyst. Ég varð ekki móðir fyrr en 28 ára, hafði þá klárað alls konar hluti og fór sátt í það hlutverk. Núna er ég bara heimakær og örugglega ansi leiðin- leg þegar ég er ekki að vinna. Stað- an er bara þannig núna enda er fullt starf að vinna og vera móðir. Ég og maðurinn minn erum bæði í mjög krefjandi störfum og það er ægilegt púsluspil að láta allt ganga upp. Ég á því ekki mikla orku eftir þegar ég er búin að gera allt sem ég þarf að gera. Svo reyni ég líka að hugsa vel um mig, sama hvort það er út af aðsvifinu eða ekki, og fer mjög snemma að sofa. Ég fer ekki út eftir myrkur svo það er óhætt að segja að ég sé heimakær. Mig hefur alltaf langað að vera meiri spútnik týpa en ég er að sætta mig við að það verður aldrei úr þessu, orðin tveggja barna móðir á fertugsaldri á „stationbíl“ í úthverfi. Svona átti þetta ekki að vera. En ég verð að vera í öryggi. Annars líður mér illa. Þess vegna er gott að vera með fræðimann með mér í þessu.“ Mamma grét í bílnum Þó Gunna Dís sé frá Vopnafirði og Kristján frá Húsavík og fjölskyldur þeirra beggja búi úti á landi býst Gunna Dís ekki við að þau séu að yfirgefa höfuðborgina. „Kristján hefur örugglega ekkert á móti því að flytja aftur heim en ég sé það ekki gerast í nánustu framtíð. Þar kemur tvennt inn til, í fyrsta lagi veit ég ekki hvort ég fengi starf við mitt hæfi og, þótt ég vildi óska þess að geta gefið börnunum mínum meira frelsi, þá vildi ég ekki þurfa að senda þau að heiman þegar þau eru búin með grunnskóla. Ég vil festa rætur hér í borginni svo börnin mín hafi í framtíðinni val um að búa ennþá hjá mér á meðan þau eru í mennta- og háskóla og svo að ég geti dvalið hjá þeim í ellinni. Ég veit að mamma greyið grét í bílnum á leiðinni austur aftur eftir að hafa sagt bless við dóttur sína þegar ég fór í menntaskóla. Enda kom ég aldrei heim aftur, nema tvö stutt sumur. Það eru kostir og gallar við þetta allt saman. Við erum bæði náin for- eldrum okkar og þykir ofboðslega erfitt að hafa þau hinum megin á landinu. Ekki af því að við fáum ekki pössun þegar okkur hentar heldur vegna þess að ég væri til í að eyða miklu meiri tíma með þeim. Ég gæti frekar hugsað mér að flytja til útlanda tímabundið. Þótt það væri vita vonlaust fyrir mig að fá starf þar.“ Í bölvuðu basli Fyrir kreppu, og áður en börnin komu í heiminn, flutti Gunna Dís til Chile. „Mér fannst lífsgæðakapp- hlaupið hér heima komið út í eitt- hvert rugl og þótt ég hafi ekkert fyrir mér í því þá hef á tilfinningunni að við séum á sömu leið aftur. Ég verð bara ótrúlega sár og svekkt þegar ég hugsa um hvernig við höfum farið með heilbrigðiskerfið og hvernig er farið með gamla fólkið og börnin okkar. Við þurfum að fara forgangs- raða,“ segir hún og bætir við að margar barnafjölskyldur séu í basli. „Ég er bara í bölvuðu basli eins og allir aðrir. Maður ætlaði að ala upp börnin sín hér en það er spurning hvort maður þurfi að fara utan til þess hreinlega að geta borðið börn- unum sínum þá framtíð sem maður vill,“ segir hún en bætir við að hún sé nægjusöm. „En ég er líka mann- leg og langar að eiga fallega hluti. Samt sleppi ég frekar að kaupa mér eitthvað til að vera viss um að ég eigi fyrir Bónus-ferðunum út mánuðinn til að geta gefið börnunum mínum að borða. Ég kvarta ekki en ég veit um fjölda fólks sem á virkilega erfitt með að ná endum saman.“ Alls ekki allra Gunna Dís situr aldrei á skoðunum sínum og segir það oft hafa kom- ið henni í bobba. „Ég er fljót upp, er eins og kínverji, fuðra bara upp. Og ég er langrækin. Ef fólk særir mig eða veldur mér vonbrigðum man ég það. Ég er líka alls ekki allra og þannig hefur það alltaf verið. Ég hef alltaf verið afgerandi karakter, tala mikið, hef hátt og hef stórar skoðanir á hlutunum. Ég er algjör óhemja, fer oft í fýlu en það er mjög grunnt á því,“ segir hún en bætir við að hún geti líka verið ljúf sem lamb. „ Undir þessu hrjúfa yfirborði er ég blíð og góð; algjör mús, og eftir að ég eign- aðist börnin mín er mér ekki við- bjargandi, er grenjandi yfir öllu, al- gjört tilfinningafjall,“ segir hún en bætir aðspurð við að hún sé full- komlega sátt við að það kunni ekki allir við hana. „Það er ekki hægt að ætla að gera öllum til geðs. Ég held að það sé ákveðið þroskamerki að þurfa ekki lengur að reyna að þókn- ast öllum. Það er bara nokkuð gott að vera eins og ég er. Ég er orðin sátt við mig. Ég vildi samt ekki búa með mér og ég dáist af Kristjáni að geta það. Hann ætti skilið friðarverðlaun Nóbels. Það fer ekki hver sem er í það starf.“ n „Hann var öruggur með sig og ekkert hræddur við mig, vatt sér bara upp að mér. Nýbyrjuð saman Að sögn Gunnu Dísar þurfti Kristján að ganga á eftir henni. Fyrirsæta Þrettán ára í myndatöku hjá módelskrifstofu. M y N d S ig Tr y g g u r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.