Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 46
38 Lífsstíll Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Stærsti sigurvegarinn n Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands n Feitir eru miklir húmoristar F erðafélag Íslands er um þess- ar mundir að kynna nýtt ver- kefni sem nefnist The Biggest Winner og er sérstaklega ætlað fyrir feita, flotta og frábæra, eins og fram kemur í til- kynningu frá félaginu. Um er að ræða gönguferðir fyrir fólk í yfir- vigt þar sem boðið verður upp á ró- legar gönguferðir auk stöðuæfinga. Ferðafélag Íslands tók þátt í rann- sóknarverkefni fyrir tveimur árum ásamt Kennaraháskóla Íslands íþróttaskor og Reykjalundi, þar sem áhrif gönguferða sem heilsubótar voru sérstaklega mæld meðal fólks í yfirvigt. Niðurstöðurnar voru sér- lega jákvæðar og nú býður Ferðafé- lag Íslands upp á gönguferðir fyrir þennan hóp. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, er umsjónar- maður verkefnisins. Margir haldnir fjallabakteríunni „Það má segja að í þessum hópi eru stærstu sigurvegararnir sem við höf- um kynnst í okkar starfi. Þarna voru þátttakendur sem áttu erfitt með að komast nokkur hundruð metra á jafnsléttu en enduðu á því að ganga á fjöll eða jafnvel klífa hæstu tinda landsins og fræg fjöll víða um heim. Maður getur ekki annað tekið ofan og hneigt sig fyrir fólki sem nær slík- um árangri.“ Páll segir að í grunninn séu allar gönguferðir heilsubót og náttúru- upplifun; útivera og fjallamennska sé ákveðinn lífsstíll sem fólk tileinki sér og margir verði hreinlega háð- ir fjallabakteríunni. „Það má vel segja að fjallaverkefnin okkar til dæmis eitt fjall á viku, eitt og tvö fjöll á mánuði, bakskólinn og ferð- ir í ferðaáætluninni séu allt heilsu- bótarferðir og hér sé um lýðheilsu- starf að ræða. Við höfum séð miklar breytingar hjá þátttakendum sem bæði styrkjast, auka þol og missa aukakíló, hvort sem það hafi verið markmiðið hjá þeim eða ekki. Það að fylla lungun af fjallalofti, standa á tindi fjalls, njóta útsýnis og takast á við ólíkar aðstæður og breytilegt veðurfar auk þess að vera hluti af góðum félagsskap gefur fólki svo mikið.“ Hugmyndin frá Biggest Loser Í verkefninu The Biggest Winner er lögð áhersla á að vinna með þátt- takendur á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt og út frá styrkleikum hvers og eins. Um leið og fólk vinn- ur með styrkleika sína er það betur í stakk búið til að takast á við veik- leikana. „Við segjum að þetta sé ver- kefni fyrir feita, flotta og frábæra, fyrir þá sem þora, geta og vilja. Við viljum hjálpa fólki að taka fyrsta skrefið og síðan að taka bara eitt skref í einu. Við munum vinna með bæði mataræði, styrktaræfingar og fræðslu, auk gönguferðanna sjálfra.“ Páll segir að hinn vinsæli sjónvarps- þáttur The Biggest Loser sem nú er sýndur á Skjá Einum hafi haft áhrif á hugmyndina að þessu verkefni. „Ég hef aðeins horft á tvær mín- útur af The Biggest Loser og þá voru þátt takendur berir að ofan uppi á sviði og verið að vigta alla og margir grenjandi og þjálfarinn að rakka fólk niður og reka einhverja heim og ég hugsaði með mér hvaða andskotans rugl er nú þetta og hugmyndin að The Biggest Winner varð til. Annars er tilgangurinn með þeim þætti örugglega að hjálpa fólki en sem sjónvarpsefni er þessu öllu stillt upp á mjög dramatískan hátt.“ Kynningarfundur á bolludaginn Kynningarfundur á verkefninu The Biggest Winner verður haldinn á bolludaginn klukkan 19 í sal Ferða- félagsins í Mörkinni 6. „Það var al- veg tilvalið að hafa kynningarfund- inn á bolludaginn. Þarna geta menn þá fengið sér síðustu bolluna í bili um leið og þátttakendur taka fyrsta skrefið í átt að heilbrigðum lífsstíll, aukinni hreyfingu og hollara fæði. Það var líka aðeins húmor í þessu og margir feitir eiga það nú sameigin- legt að vera miklir húmoristar og oft gott að komast í gegnum krefjandi verkefni með húmorinn og góða skapið í farteskinu,“ segir Páll. n „Ég hugsaði með mér hvaða and- skotans rugl er nú þetta og hugmyndin að The Biggest Winner varð til. ford.is Ford Fiesta. „Besti smábíllinn“ Beinskiptur frá 2.450.000 kr. Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr. Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr. öllum Ford Fiesta í febrúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl. Ford_Fiesta_5x18_30.12.2013.indd 1 31.1.2014 15:20:43 Stærsti sigurvegarinn Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FÍ og umsjónar- maður The Biggest Winner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.