Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 14.–17. febrúar 201444 Menning
Vegabréf
Sigmundar
Finnar eru rausnarleg þjóð –
og fremur meira í æði en orði.
Um aldir hafa þeir átt nokkuð
erfiða og leiðinlega nágranna
og kannski er þar að einhverju
leyti komin skýringin á því
hversu vel þeir taka því fólki
sem þeim er helst og mest
að skapi; svo sem Íslending-
um, skrýtnu þjóðinni á hinum
enda norðurhjarans sem þeir
elska, virða og dá.
Og þetta var vorið sem ég
fór um alla finnsku mörkina
við annan frónskan mann.
Okkur hafði verið boðið í
þennan austurveg af því Finn-
ar voru búnir að
opna sendi-
ráð á Íslandi,
síðastir nor-
rænna ríkja.
Ekki
hafði ég
kynnst við-
líka gestrisni
og hjarta Finn-
lands bjó mér; millum
lygnu og sléttu vatnanna sem
eru augu þess og sál í sjálfri
náttúrunni. Hvergi líður Finn-
um betur en á tímalausu róli
sínu á einhverri eikju undan
skógarklæddri strönd; með
örmjóan kajann eins og strik
út í vatnið og bjálkakofann þar
ofan af með liðandi reyk upp
úr hlöðnum, stæltum strompi.
Þetta er mynd manns af
Finnlandi, að manni finnst.
Og þennan finnska dag í lífi
mínu keyrðum við niður slóða
í átt að einu þessara vatna; við
gestirnir tveir, fararstjórinn og
einsamall heimamaður, ásamt
bílstjóranum í framsætinu á
forláta sænskum volvó.
Það var keyrt hægt. Og ekki
talað af einum saman óþarfa.
Þess þá meira sem hægt var
að njóta alls í grennd. Og því-
lík lýrík ljóss og lands. Í síð-
ustu beygjunni blasti kofinn
við, eins og út úr meiningar-
fullri mynd eftir Kaurismaki-
bræður – og bjálkarnir læstu
sig hver um annars horn til
merkis um aldagamalt hand-
verk, hugvit og reisn.
Það brakaði í arni þegar
inn var komið, hlöðnum upp
í mæni og gneistarnir töl-
uðu tungum sinnar vísu. Að
baki okkar glamraði í flöskum
sem vakti í fyrstu ákveðin
hugrenningatengsl á milli
tveggja einrænna þjóða, en
eftir því sem hávaðinn óx, jó-
kst forvitnin. Þarna hafði ök-
umannsgarmurinn burðast
með þrjá volduga kassa af
ýmis konar drykkjum úr skotti
inn á gólf; vodka, bland og
bjór, sosum eins og einn kassa
af hverju tagi.
Mér reiknaðist í fljótu
bragði til að við værum þrjú úr
þessum hóp sem drykkju, því
heimamaðurinn hafði drifið
sig á snúruna fyrir fáum árum
– og drakk ekkert sterkara í
seinnitíð en sætute með súr.
Og hér var ríkulega veitt í
drykk og drykk. Enginn matur
til að tefja drykkjuna, heldur
vodki í bland og bjór á milli –
og þaðan hlaupið út úr gufu
og oní vatn, allsber eins og
hugur manns og heilsa leyfði.
Ekki man ég næsta dag.
Hver sem hann nú var.
Finnar í sauna
„Bergþóra var
fyrirmynd í mínu lífi“
Valný Lára Jónsdóttir, sonardóttir Bergþóru, syngur á minningartónleikum
Þ
að styttist í árlega Bergþóru-
tónleika og að þessu sinni
verður Ragnheiður Gröndal
í aðalhlutverki, en auk henn-
ar koma fram margir lands-
þekktir tónlistarmenn í Salnum og í
Þorlákshöfn þann 15. og 16. febrúar
2014. Þar er um að ræða söngv-
arana Pálma Gunnarsson, Krist-
jönu Stefáns, Valdimar Guðmunds-
son og Svavar Knút. Ásamt þeim
koma fram Guðmundur Pétursson
á gítar, Haukur Gröndal á klarínett/
saxófón, Hjörleifur Valsson á fiðlu
og Birgir Baldursson á slagverk. Að
vanda verða flutt mörg af þekktustu
lögum Bergþóru Árnadóttur, sem
ganga þó í endurnýjun lífdaga með
ferskum útsetningum. Einnig verða
flutt nokkur sjaldheyrðari lög og þar
á meðal frumflutt lag sem Bergþóra
samdi um miðjan níunda áratuginn
en flutti aldrei opinberlega eða
hljóðritaði. Eins og á Bergþórutón-
leikum síðustu ára mun Valný Lára
Jónsdóttir, sonardóttir Bergþóru,
flytja eitthvert eftirlætislag úr smiðju
ömmu sinnar.
Bergþóru minnst
Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur
stendur að tónleikunum, en hann var
stofnaður í framhaldi af velheppnuð-
um tónleikum vorið 2008 og í kjölfar
veglegrar heildarútgáfu með verkum
söngkonunnar. Tilgangur sjóðsins er
að stuðla að því að tónlist Bergþóru og
minning lifi meðal þjóðarinnar. Árlegir
minningartónleikar með mismunandi
flytjendum og efnisskrá hafa notið
mikilla vinsælda.
Bergþóra Árnadóttir (1948–2007)
var einn af frumkvöðlum vísnatón-
listar á Íslandi og lengi vel at-
kvæðamesta konan í hópi söngva-
skálda. Hún samdi gjarna lög við
ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins
Steinars, Tómasar Guðmundssonar
og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli
sínum sendi hún frá sér sér margar
hljómplötur og hélt fjölda tónleika
hérlendis og í Skandinavíu.
Fædd á Egilstöðum
Valný Lára, sonardóttir Bergþóru,
segir frá götunum í lífi sínu en hún er
alin upp á Egilsstöðum.
„Ég fæddist á Akranesi en ólst
upp upp á Egilsstöðum og bjó fyrsta
árið hjá ömmu og afa á Laugavöll-
um 11, Guðrúnu Sigurðardóttur og
Sigfúsi Hauki Jónssyni. Við bjuggum
öll saman fjölskyldan þar. Móðir mín
Heba Hauksdóttir og faðir minn Jón
Tryggvi Jónsson.“
Ævintýraheimur ömmu
Fyrstu minningar Valnýjar Láru eru
frá fjögurra ára aldri. „Ég var rosa-
lega ljúft barn og rólegt. Mamma
segir að ég hafi alltaf verið syngjandi
og mínar fyrstu minningar snúast
óljóst um tónlist. Ég fór á fyrsta söng-
námskeiðið á Egilsstöðum sex ára.
Ég flutti oft á milli gatna á Egilsstöð-
um og kunni vel við lífið þar. Ég á því
margar götur þar. Þegar ég var lítil
fannst mér gaman að kíkja til ömmu
í búðina hennar, Tómstundaiðjuna.
Þar seldi hún alls kyns varning sem
mér fannst gaman að skoða og var
mikill ævintýraheimur.“
Vill flytja til höfuðborgarinnar
Valný Lára á enn heima á Egilsstöð-
um en hugar að flutningi til höfuð-
borgarinnar þar sem hún ætlar að
stunda nám og sinna tónlistarferli
sínum enn frekar. „Ég á enn heima
á Egilsstöðum, í Hamragerði 7,
með móður minni. Faðir minn
býr í Grófarsmára í Kópavogi. Ég
heimsæki hann oft sér í lagi þegar
ég er að sinna músíkinni í bænum.
Mig langar til að koma í bæinn
og fara í menntaskóla, þá hugsa ég
að ég búi hjá pabba í Kópavoginum.
Mig langar í MH eða FG. Ég veit að
tónlistin á eftir að spila mikið hlut-
verk í lífi mínu og ég ætla að sinna
tónlistar ferlinum í auknum mæli.“
Fyrirmynd
Nú eru tónleikarnir henni ofarlega
í huga. Bergþóra var Valnýju mikil
fyrirmynd þótt hún hefði búið í
Danmörku þegar hún var að vaxa
úr grasi. „Bergþóra bjó náttúrlega í
Danmörku þannig að ég hitti hana
ekki oft. Hún kom alltaf hingað og þá
var gaman. Hún er aðalfyrirmyndin
í mínu lífi og þannig hefur það verið
síðan ég var lítil stúlka.“ n
kristjana@dv.is
Göturnar
í lífi mínu
Valný Lára Jónsdóttir
tónlistarkona
„Mínar fyrstu minn-
ingar snúast um
óljóst um tónlist.
Valný Lára „Bergþóra bjó náttúrlega í
Danmörku þannig að ég hitti hana ekki oft. Hún
kom alltaf hingað og þá var gaman. Hún er aðal-
fyrirmyndin í mínu lífi og þannig hefur það verið
síðan ég var lítil stúlka.“ Mynd ÞorMar V Gunnarsson
Næturklúbbur í bílakjallara
Rafmögnuð Sónar-hátíð í annað sinn
A
lþjóðlega raftónlistarhátíðin
Sónar Reykjavík yfirtekur höf-
uðborgina og tónlistarhús-
ið Hörpu um helgina. Búast
má við miklum fjölda innlendra og
erlendra listamanna á hátíðinni og
gestir hennar koma margir víða að.
Hátíðin hefur verið haldin árlega í
Barcelóna frá árinu 1994. Þetta er í
annað sinn sem hátíðin er haldin í
Reykjavík, en í fyrra þótti hún takast
afar vel.
Fyrir áhugasama er vert að grand-
skoða dagskrána og tryggja að þeir
missi ekki af neinu og draga fram
dansskóna. Það verður nóg um að
vera, en sextíu og sjö atriði eru á dag-
skránni á fimm sviðum.
Fyrir þá sem sækjast sérstaklega
eftir íslenskum tónlistarmönnum
má nefna að Högni Egilsson,
GusGus, Good Moon Deer, Hermi-
gervill, Moses Hightower, Fura, Sísí
ey, Sykur, DADA og Vök stíga á svið.
Þá má einnig búast við stórliði
erlendra tónlistarmanna, meðal
annars Ryuichi Sakamoto auk Taylor
Deupree. Þeir þykja með áhrifa-
mestu raftónlistarmönnum heims. Í
ár verður bílakjallara Hörpu breytt í
næturklúbb.
Fyrir áhugasama má enn finna
örfáa óselda tónleikamiða, en þeir
ættu að hafa hraðar hendur.
Fyrir þá sem ekki komast í Hörpu
verður hægt að hlusta á streymi frá
hátíðinni hjá Ríkisútvarpinu sem
verður á staðnum að taka upp. n
Partí í kjallaranum Hátíðin verður haldin
á fimm tónlistarsviðum og bílakjallara
Hörpu verður breytt í næturklúbb.