Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Bótox gegn offitu Vísindamenn við háskólasjúkra­ húsið í Þrándheimi í Noregi rann­ saka nú hvort bótox, sem hingað til hefur verið þekkt sem hrukku­ lyf, gagnist í baráttunni gegn offitu. Bard Kulseng, aðstoðar­ prófessor við krabbameins­ lækningadeild sjúkrahússins, segir að rannsóknin snúi að því hvort bótox hægi á meltingunni. Sem aftur gerir það að verkum að sjúklingar finna seinna fyrir hungri. Langt mun líða áður en niðurstöður fást í rannsóknina, en gert er ráð fyrir því að hún muni taka átta ár. Fatnaður og aðrir aðskotahlutir hafa orðið að þremur dýrum í dýragarðinum í Stuttgart aldurtila Vilja fá að eyða fóstrum Spænskar konur komu saman í Madrid, höfuðborg Spánar, á dögunum til að mótmæla fyrir­ huguðum lagabreytingar um fóstur eyðingar. Til stendur að breyta lögum sem sett voru árið 2010 en þau gera ráð fyrir að kon­ ur geti farið í fóstureyðingu af fús­ um og frjálsum vilja svo lengi sem innan við fjórtán vikur séu liðnar af meðgöngunni. Samkvæmt nýju frumvarpi verður þessu breytt þannig að konur megi aðeins fara í fóstureyðingu ef þær hafa orðið óléttar eftir nauðgun eða ef með­ gangan stofnar heilsu móðurinn­ ar í hættu. Anton át úlpu og drapst H vítabjörn í Wilhelma­dýra­ garðinum í Stuttgart drapst á þriðjudag eftir að hafa étið úlpu og bakpoka sem gestur dýragarðsins hafði hent til hans. Starfsmenn dýragarðsins höfðu orðið varir við að hvítabjörninn, Ant­ on að nafni, hóstaði upp efnisbútum. Þeir gáfu honum lyf svo hann ældi. Það gekk eftir og Anton ældi upp að hluta því sem til var ætlast – en það reyndist um seinan. Úlpan fór illa í Anton og hann drapst. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dýr í garðinum drepast af völdum hluta sem gestir henda að þeim. Þannig drapst flóðhesturinn Egon, eftir að hafa gleypt tennisbolta, og sæfíllinn Charly, eftir að hafa lagt sér bangsa til munns. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Antons megi rekja til innvortis sára og bólgna, sem hlut­ ust af því sem hann át. Hann var 25 ára og átti, ef allt hefði verið eðli­ legt, einhver tíu til fimmtán ár ólifuð. Daily Mail hefur eftir dýragarðsverði, Andreas Woessner, að hann viti ekki hvers vegna Anton lagði sér flíkurn­ ar til munns. „Hann reif vanalega í sundur hluti sem féllu inn í búrið hans. Ef til vill hefur eitthvað góm­ sætt verið í bakpokanum.“ Starfsfólk dýragarðsins ber að á undanförnum 20 árum hafi líklega um 200 skór, 50 brúður, ógrynni höf­ uðfata, síma og myndavéla – jafn­ vel gleraugu – lent í búri bjarnarins. Lengi hafi gestir verið til vandræða að þessu leyti. Starfsfólkið vissi ekki af úlpunni og bakpokanum fyrr en það var um seinan. Taka má fram að aðeins eru um tvö ár liðin frá því Knútur, bjarnarhúnn sem bræddi hug og hjörtu Þjóðverja árið 2011, drapst fyrir framan 600 gesti í dýragarðin­ um í Berlín. n baldur@dv.is Anton allur Algengt er að gestir hendi hlutum til dýranna í garðinum. Allt á floti í Bretlandi n Verstu flóð í manna minnum n Staðan gæti enn versnað n 1,6 milljónir heimila í hættu n Hermenn í viðbragðsstöðu F lóðin sem valdið hafa miklu tjóni á suðvesturhluta Bret­ landseyja eru einhver mestu hamfaraflóð í manna minn­ um. Miklar rigningar hafa gengið yfir Bretlandseyjar undan­ farnar vikur sem hafa valdið því að grunnvatnsstaða á stórum svæðum er hærri en menn eiga að venjast. Sem dæmi hefur grunnvatnsstaðan í Surrey hækkað um 20 metra á rúmum hálfum mánuði. Veður­ fræðingar hafa varað við því að ástandið gæti varað fram á sumar vegna óvenjulega hárrar grunn­ vatnsstöðu. 1,6 milljónir heimila í hættu Breska jarðvísindastofnunin varaði við því í vikunni að 1,6 milljónir heimila á Englandi og í Wales séu í hættu vegna flóðanna. Líkur séu á að vatn flæði ofan í fjölmarga kjallara, eins og raunin er þegar orðin eins og ein af meðfylgjandi myndum ber með sér. Þá er óttast að mengunarslys geti orðið ef tekur að flæða upp úr skolpræsum eins og hætta er á. Jarðvísindastofnunin held­ ur utan um og fylgist með 32 bor­ holum víðs vegar um Bretland, en holurnar eru notaðar til að mæla grunnvatnsstöðu. Níu af þeim hafa aldrei sýnt hærri grunnvatnsstöðu og ein hefur aldrei sýnt hærri stöðu í þau 179 ár sem hún hefur ver­ ið notuð til mælinga. Þetta þýð­ ir einfaldlega að jörðin er kom­ in að þolmörkum og meiri úrkoma mun aðeins þýða að flóðin verða alvarlegri. Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi úrkomu. Á miðviku­ dag gekk óveður yfir Bretlandseyj­ ar með þeim afleiðingum að þús­ undir heimila urðu rafmagnslaus. Það eru þó flóðin sem menn hafa mestar áhyggjur af enda virðist fátt benda til annars en að ástandið sem nú er muni vara í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Hermenn í viðbragðsstöðu David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti flóðasvæðin á dögunum og lét hafa eftir sér í kjöl­ farið að breska ríkisstjórnin myndi gera allt sem í valdi hennar stend­ ur til að létta íbúum lífið. „Ef það þarf að eyða peningum þá verð­ ur þeim eytt. Ef herinn þarf að að­ stoða mun hann gera það,“ sagði Cameron en 1.600 hermenn hafa verið í viðbragðsstöðu vegna flóð­ anna. Hluti þeirra er þegar að störf­ um í suðurhluta Englands, einna helst í Somerset og Surrey þar sem staðan er einna verst. Flóðavarnir efldar Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna­ flokksins, hefur kallað eftir því að flóðavarnir verði efldar til að tak­ marka hugsanlegt tjón ef og þegar flóðin endurtaka sig. Hann telur að loftslagsbreytingar muni valda því að meiri öfga verði vart í veðurfari á komandi árum. „Kostnaðurinn við að gera ekkert er miklu meiri en kostnaðurinn við að framkvæma og betrumbæta. Ríkisstjórnin verð­ ur að átta sig á þessu og taka þetta alvarlega,“ segir Miliband. n „Ef það þarf að eyða peningum þá verður þeim eytt Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Skoðar aðstæður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, skoðaði aðstæður í Fordgate í Somerset um síðustu helgi. Eins og sést er allt á floti en í samfloti með Cameron var Ian Liddell-Grainger, þingmaður breska Íhaldsflokksins. Undrandi Það er engin furða að íbúar á flóðasv æðunum klóri sér í kollinum vegna ástandsins. Nigel og Jane Gray sjást hér í an dyri húss síns í Wraysbury, en eins og sést e r lítill árabátur fyrir framan húsið sem þau nota t il að komast á milli staða. Endurskapar snípi eftir umskurð Sértrúarsöfnuður sem tilbiður geimverur stefnir á að opna fyrstu heilsugæslustöð í Afr­ íku sem sérhæfir sig í endur­ byggja snípi kvenna sem hafa verið afmyndaðar með umskurði. Meðlimir safnaðarins kalla sig Raëlista. Þeir telja að geimver­ ur hafi skapað manninn og að tilgangur lífsins sé að njóta þess. Söfnuðurinn hefur staðið fyrir ýmsum umdeildum gjörningum svo sem er þeir reyndu að klóna mann fyrir rúmlega tíu árum. Nú ætlar söfnuðurinn að bjóða kon­ um í Búrkína Fasó sem hafa verið umskornar að gangast undir að­ gerð og láta endurskapa snípinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.