Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Geymdi lík eiginmannsins í sjö ár Suðurkóresk kona sætir rannsókn S uðurkóresk kona sætir nú rannsókn vegna hugsan- legra brota hennar á löggjöf um meðferð líka. Konan, 47 ára lyfjafræðingur, bjó með látnum eiginmanni sínum í sjö ár. Maður- inn lést eftir baráttu við krabbamein árið 2007, að sögn lögreglunnar í Seúl. Konan, sem í fjölmiðlum hefur verið kölluð Cho, virðist hafa smurt lík manns síns reglulega til að tefja fyrir rotnun. Að sögn lögreglunn- ar var líkið í furðulega góðu ástandi en menntun konunnar hefur að lík- indum nýst henni við athæfið. Hún rekur auk þess lyfjaverslun og hef- ur þess vegna haft gott aðgengi að þeim smyrslum sem til verksins hafa þurft. „Líkið var tiltölulega hrein- legt og hafði verið vel við haldið. Við vitum raunar ekki hvernig hún fór að því,“ hefur AFP-fréttastofan eftir lögreglumanni. Engum sögum fer af því hvernig lyktin var í íbúð kon- unnar. Líkið fannst í desember en málið rataði ekki í fréttirnar fyrr en suður- kóreski fréttamiðillinn YTN greindi frá því. Konan hefur ekki verið handtek- in en eins og áður segir er nú rann- sakað hvort um brot á lögum um meðferð líks hafi verið að ræða. Það verður ef til vill að teljast „líklegt“. n Að störfum Lögreglunni í Seúl þótti líkið furðu vel varðveitt. Mynd ReuteRs Allt á floti í Bretlandi n Verstu flóð í manna minnum n Staðan gæti enn versnað n 1,6 milljónir heimila í hættu n Hermenn í viðbragðsstöðu Kirkjugarður á floti Ástandið í kirkjugarðinum við þorpið Moorland í suðvesturhluta Englands er nöturlegt, en eins og sést er hann á kafi í vatni. Mörg svæði í suðvesturhluta lands- ins hafa verið á kafi svo vikum skiptir, en úrkoma í janúar- mánuði var sú mesta síðan mælingar hófust. MyndiR ReuteRs Allt ónýtt Smiðurinn Dave Donaldson, íbúi í Burrowbridge í Somerset Levels í suðvesturhluta Englands, sést hér færa til húsgögn í kjallara húss síns. Vatn hefur flætt inn í kjallara fjölmargra húsa og valdið skemmdum á innanstokksmunum. Hús úr húsi Breski herinn var fenginn til að kanna hvort íbúar á flóðasvæðunum væru í hættu staddir og ganga á milli húsa. Hér sást tveir hermenn ganga um götur Wraysbury, en þorpið fór nánast á kaf þegar áin Thames flæddi yfir bakka sína. dýrunum bjargað Slökkviliðsmenn í Devon og Somerset tryggðu öryggi gæludýra sem komust hvorki lönd né strönd í Burrowbridge vegna flóðanna. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til að ferja dýrin á milli staða og koma þeim á þurrt. Líflátinn fyrir hrottalegt morð Juan Carlos Chavez, sem dæmd- ur var til dauða fyrir hrottafengið morð á níu ára dreng, var tekinn af lífi í Flórída í Bandaríkjunum á miðvikudag. Chavez var dæmdur fyrir að nema á brott, nauðga og myrða hinn níu ára gamla Jimmy Ryce árið 1995. Málið vakti mik- inn óhug á sínum tíma en talið er að Chavez hafi numið Ryce á brott á strætóstoppistöð. Chavez var handtekinn þremur mánuðum síðar og viðurkenndi hann að hafa skotið Ryce til bana þegar hann reyndi að flýja frá honum. Norðmenn vilja ekki ólympíuleika Mikill meirihluti Norðmanna kærir sig ekki um að höfuðborgin Ósló haldi Vetararólympíuleik- ana árið 2022. Í september gengu íbúar Óslóar til kosninga um hvort senda ætti inn umsókn til að halda leikana. Íbúar sam- þykktu með 55 prósentum at- kvæða að senda inn umsókn. Íbúar utan borgarinnar virðast ekki jafn áfjáðir í það samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þannig eru 81,7 prósent íbúa í Norður- Noregi mótfallin því að halda leikana. Þá eru rúmlega sextíu prósent íbúa á öðrum landsvæð- um, utan höfuðborgarinnar, mót- fallin því að leikarnir verði haldn- ir í Ósló. Harmleikur í Ástralíu Lögreglan í Melbourne í Ástralíu skaut 54 ára karlmann, Greg Batty, til bana eftir að hann réðst á ellefu ára son sinn á krikket- æfingu. Batty, sem glímdi við geðræn vandamál, veitti syni sín- um alvarlega áverka sem drógu hann til dauða. Fjölmörg vitni voru að atvikinu, þar á meðal börn, en Batty veitti syni sínum áverka með krikketkylfu áður en hann réðst á hann með hníf. Þegar lögregla kom á staðinn ógnaði Batty lögreglumönnum sem skutu hann til bana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.