Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Menning 43
Sólveig segir frá því að á ýmsu
hafi gengið í skrifunum allt þar til
þær leyfðu Pörupiltunum að taka
yfir. „Það var svo erfitt að byrja og
í upphafi ferlisins hentum við öllu
sem við vorum búnar að skrifa.
Við erum allar mæður og það sem
við höfðum skrifað var í of miklum
predikunartón. Okkur var svo um
hugað að styrkja stelpur og fræða
stráka að við gleymdum alveg að
vera fyndnar. Okkur varð ljóst að ef
við værum ekki nógu fyndnar vær
um við búnar að missa athyglina.“
Góður ísbrjótur
„Við leyfðum Pörupiltum að taka
við skrifunum, þá skrifaði þetta
sig næstum því sjálft,“ segir Alexía.
„Sigríður Dögg kynlífsfræðingur
veitti okkur sína aðstoð og innsýn
í heim unglinga. Hvað þeir eru að
fást við og hugsa um. Það hjálpaði
okkur mikið. Þá fengum við ráð
frá nemendum Kvennaskólans í
Reykjavík og það var gott að þiggja
þau til þess að gera sýninguna sem
besta.“
Sólveig segir sýninguna góðan
ísbrjót og hláturinn sé góð leið
til þess að opna umræðuna. „Þó
að við tökum bara létt á nokkrum
mýtum, þá vonum við að ung
lingar leiði hugann líka að öllum
hinum mýtunum sem eru í gangi.
Það er svo mikið ógeð þarna
úti, það er ekki hægt að tækla
þetta. Þess vegna förum við þá leið
að gera fyndna sýningu. Gefum
þeim leyfi til að hlæja og losa um
vandræðagang. Við erum í raun að
afhelga umræðuna.“
Fræða strákar og
styrkja stelpur
„Við viljum fræða stráka og styrkja
stelpur. Við viljum að strákar viti
meira um kynlíf og segja stelpum
að það sé í lagi að snerta sig,“ seg
ir Alexía.
Sólveig segir frá því hvað kom í
ljós þegar nemendur Kvennaskól
ans rifjuðu upp reynslu sína af
kynfræðslu í skóla. „Kynfræðslan
snýst mikið um strákana og þeir
svona hvattir áfram. Hvattir til
þess að hugsa um að sjálfsfróun sé
í lagi og kynþroskabreyting arnar
jákvæðar. Á meðan snýst kyn
fræðsla til stúlkna mikið um sárs
auka og hræðslu, því þær byrja á
blæðingum, missa meydóminn,
eignast börn og það er allt saman
rosalega vont og svona,“ segir Sól
veig og hlær. „Þetta er að minnsta
kosti upplifun þeirra nemenda
sem við ráðfærðum okkur við.“
Hlekkur á milli
foreldra og unglinga
Þær nefna að foreldrum finnist oft
ákaflega vandræðalegt að fitja upp
á umræðu um kynlíf. Þá geti uppi
stand eins og þetta reynst góð leið
til umræðu.
„Pörupiltar er góður hlekkur
á milli foreldra og unglinga sem
þurfa að ræða um kynlíf. Þeir koma
heim og segja frá sýningunni og að
einn hafi klætt sig í píkubúning og
svona,“ segir María.
„Sýningin er í raun kynfræðsla
og er nemendum í 10. bekk í flest
um grunnskólum á höfuðborgar
svæðinu boðið á sýninguna. Ef
þetta gengur vel getur verið að við
förum með sýninguna víðar en til
þess þyrftum við öflugri stuðning,“
segir Sólveig en til þessa er verk
efnið styrkt af Hlaðvarpanum,
Samfélagssjóði Landsbankans,
Sprotasjóði og unnið í samstarfi
við Borgarleikhúsið.
Fyrir áhugasama má geta þess
að tvær opnar sýningar verða 23.
og 30. mars. n
„Allir
ættu að
sjá þetta því
þetta var bæði
skemmtilegt
og fróðlegt
Góður leikur um ekki neitt
Þ
að þarf ekki að efast um að
August sé vel leikin. Sjálfar
Meryl Streep og Julia Roberts
fara með aðalhlutverk. Splæst
er í Ewan McGregor og Benedict
Cumberbatch í aukahlutverk og stór
leikarinn Sam Shepard birtist í byrj
un en hverfur fljótt á braut. Hand
ritið er í höndum Tracy Letts, byggt á
verðlaunaleikriti eftir hann
sjálfan. Og þá ætti allt að
vera lagt í haginn fyrir fyrir
taksdrama, eða hvað?
Það getur verið góð
skemmtun að horfa á fólk
rífast, eins og hin frábæra
mynd Carnage, byggð
á leikriti Yasminu Reza,
sýndi fyrir ekki löngu í
Bíó Paradís, sömuleiðis
Before Midnight. En ef
halda á áhuganum um
skepnuskap fólks þarf það
líka að geta sýnt einhverja
hlýju. Eða að minnsta
kosti vera hnyttið.
Ekki skortir hér skepnuskapinn.
Meryl Streep er með afbrigðum
leiðinleg móðir sem býður fjöl
skyldunni í heimsókn eftir að eigin
maður hennar fremur sjálfsmorð, og
skyldi engan undra. Niðurlæging
arnar vella út úr henni þar til Jul
ia Roberts neyðist til að svara fyrir
sig og sækir margt til móður sinnar.
Dramað eykst en vandamálið er að
manni stendur nokk á sama. Eng
um tekst hér að vekja nokkra samúð,
nema þá helst yngstu systurinni sem
er orðinn ástfangin af
náfrænda sínum. Eitt
hvað kemur þar í ljós,
en annars fáum við
lítið að vita um forsögu
eða hagi annarra fjöl
skyldumeðlima.
Mikið drama er ekki
alltaf það sama og gott.
Fjölskyldudrama þarf
helst að sýna annað
hvort fjölskyldur sem
eru hamingjusamar
á yfirborðinu gliðna í
sundur, eins og í Festen,
eða þá þær sem eiga lítið
sameiginlegt ná saman
að lokum. Hér er hins vegar sleg
ið á sama streng út í gegn, fólk þetta
er lítið aðlaðandi og ekki einu sinni
hnyttið í skepnuskap sínum. En það
má hafa gaman af góðum leik. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmynd
August: Osage County
Leikstjóri: John Wells
Aðalhlutverk: Meryl Streep og Julia Roberts
Handrit: Tracy Letts Mikið drama Hér er hins vegar slegið á sama streng út í gegn, fólk þetta er lítið aðlaðandi og ekki einu sinni hnyttið í skepnuskap sínum. En það má hafa gaman af góðum leik.
Íslensk rokksaga
til sýnis í Finnlandi
n Þungarokkið heillar Finna n Kvikmyndir og tónlist í brennidepli
U
ngur Megas og gamall Lax
ness standa við hlið við hlið
og lesa fyrir hvorn annan
á segulmynd hugsaða
fyrir ísskáp. Legóútgáfa
af þungarokkurunum í Sólstöfum
koma saman á sviðinu. Inni á milli
eru sum af höfuðverkum íslenskr
ar tónlistarsögu á vínyl, svo sem Ís
bjarnarblús Bubba og Life‘s Too
Good með Sykurmolunum og jafn
vel nótur eftir Atla Heimi Sveinsson.
Við erum stödd á sýningu í
Síbelíus safninu í Turku, helsta tón
listarsafni Finnlands, og ku þetta
vera í fyrsta sinn sem sýning er
haldin í tengslum við íslenska tónlist
erlendis. Hátíðin var opnuð þann 6.
febrúar að viðstöddum sendiherra
Íslands í Finnlandi og hélt Jón Atli
Jónasson tölu um sögu ís
lenskrar tónlistar. Helsti
hvatamaður sýningar
innar er blaðamaðurinn
Matti Komulainen, sem
lengi hefur fylgst með ís
lenskri tónlist.
Finnar þekkja Björk,
Sigur Rós og Emilíönu
„Fyrsta hljómsveitin
sem ég vissi að var ís
lensk voru Sykurmolarn
ir undir lok 9. áratugar
ins. Plöturnar Life‘s Too
Good og Illur arfur voru
vinsælar í Finnlandi í
þá daga. Ég hlýt að hafa
heyrt Garden Party með
Mezzoforte líka, en það
var ekki fyrr en síðar að ég komst að
því hvaðan þeir voru. Þegar ég vann
svo fyrir borgarhátíð Turku fékk ég
listamenn eins og Sveinbjörn Bein
teinsson og Unun til að koma fram.“
En hvaða íslenskar hljómsveitir
þekkja Finnar helst í dag?
„Það fer eftir því hvern þú spyrð.
Ef þú myndir stoppa fólk á göt
unni myndu allir kannast við Björk,
margir myndu þekkja Sigur Rós og
ef til vill Emilíönu Torrini. Hjálmar
hafa komið hingað nokkrum sinnum
og tekið upp með Jimi Tenor, Múm
tengjast líka Finnlandi (einn með
lima er finnskur) og áhugafólk um
tónlist þekkir Ham, Hjaltalín, Ólaf
Arnalds og Of Monsters and Men.
Fyrir þá sem hafa þyngri smekk eru
Sólstafir stærsta nafnið, og Skálmöld
og Vintage Caravan fylgja á eftir.“
Sólstafir virðast að minnsta kosti
eiga greiða leið að hjörtum sýn
ingarhaldara, því þeir fá hér heilan
skáp undir sig. Auk Legóútgáfna af
sjálfum sér má sjá helstu verk þeirra,
sem hér eru orðin ansi fyrirferðar
mikil í íslenskri tónlistarsögu. Hvað
an kemur safn þetta?
„Flestir munirnir eru úr mínu
eigin safni sem ég hef sankað að
mér í gegnum árin. Margrét Hall
dórsdóttir og Kari Sammo eru hjón
sem búsett eru hér og hafa
einnig lagt til ýmislegt, svo
sem Bubbaplötur og ísskáps
segulinn með Megasi og Hall
dóri. Juho Koli á síðan risa
vaxið safn af hlutum tengdum
Sólstöfum sem hér eru til sýn
is, þar á meðal Legókarlarnir
og íslenska eldfjallaösku.“
Ísland er í miðri hringiðunni
Þið sýnið líka bíómyndir. Hverj
ar urðu fyrir valinu?
„Við sýnum 6–7 myndir,
heimildamyndir eins og Rokk í
Reykjavík og Backyard ásamt mynd
um sem eru með áhugaverðri tón
list, svo sem Hross í oss. Sumar hef
ég þekkt lengi og aðrar sá ég í tengsl
um við RIFF í haust. Þær sýna hvern
ig íslensk tónlist hefur þróast frá
neðanjarðarfyrirbæri og yfir í að
verða hluti af heimsmenningunni.
Jafnframt lít ég svo á að hin mikla
sagnahefð Íslendinga lifi áfram í tón
list og kvikmyndum í dag.“
Hver er helsti munurinn á
finnskri og íslenskri tónlist?
„Tónlistin þróaðist á svipaðan hátt og
undir bandarískum áhrifum. Bæði
lönd hafa fundið fyrir kostum og
göllum þess að vera lítið Norðurland
með sérkennilegt tungumál. Það
sem mér finnst vera helsti munur
inn er hversu vel Íslendingum hefur
tekist að nýta sér stöðu sína sem fyrr
verandi herstöð til að koma menn
ingu sinni út um allan heim. Það er
líka áhugavert hvernig Íslendingum
hefur tekist að rjúfa einangrun sína.
Ísland í dag er í miðri hringiðunni,
í stað þess að vera fjarlægur klettur
í einhvers staðar í NorðurAtlants
hafi.“
Sýningin Iceland Sounds and
Sagas mun standa til 30. apríl á
Síbelíus safninu í Turku í Finnlandi. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
„Það er líka áhuga-
vert hvernig Ís-
lendingum hefur tekist
að rjúfa einangrun sína.
Lego Sólstafir Sólstafir virðast eiga greiða leið að hjörtum sýningarhaldara, því þeir fá hér heilan skáp undir sig. Auk Legóútgáfna af sjálfum sér má sjá helstu verk þeirra, sem hér eru orðin ansi fyrirferðarmikil í íslenskri tónlistarsögu.
FM Belfast