Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Lífsstíll 37 B eth Whaanga er fjögurra barna þriggja barna móðir frá Brisbane. Hún birti á dögunum mynd- ir af sér á Facebook-síðu sinni sem hafa bæði vakið aðdá- un og valdið fjaðrafoki. Á einni myndinni er hún í rauðum kjól og á myndinni stendur: „Veistu hvað er undir þessum rauða kjól?“ Á næstu myndi er hún nakin og sýn- ir líkama sinn eins og hann er eft- ir fjölmargar krabbameinsmeð- ferðir. Hún er með ör eftir aðgerðir og það vantar á hana geirvörturn- ar eftir brjóstauppbygginguna. Hún sat fyrir á myndinni til þess að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Yfir 100 manns eyddu henni út Á myndinni er hún þó bara að sýna líkama konu sem hefur geng- ið í gegnum tvöfalt brjóstnám og brjóstauppbyggingu. Beth ákvað að setja myndirnar inn á Face- book-síðu sína þar sem hún taldi sig ekki hafa neitt til að skammast sín fyrir. Svona liti líkami hennar út og það væri í lagi að sýna það. En það voru ekki allir Facebook- vinir hennar sammála því. Yfir 100 manns eyddu henni út af vinalista sínum af því þeim ofbauð myndin. Þegar hún birti myndirnar skrifaði hún undir: „Myndirnar eiga ekki að vera kynþokkafullar á nokkurn hátt. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á brjóstakrabba- meini. Ef þessar myndir særa blygðunarkennd þína, feldu þær þá úr fréttaveitunni þinni.“ Það gerðu yfir 100 vinir hennar. „Á hverjum degi göngum við fram- hjá fólki. Þessir einstaklingar líta venjulega út en undir fötunum er oft annað að sjá,“ skrifaði hún einnig og vill með þessum hætti minna fólk á að vera á varðbergi fyrir brjóstakrabbameini og láta athuga sig reglulega. Lét fjarlægja bæði brjóstin Beth var greind með brjóstakrabba- mein á 32 ára afmæli sínu í fyrra og læknarnir fundu einnig út að hún væri með svokallað BRCA2 gen. Það veldur mun meiri líkum á brjóstakrabbameini hjá konum og því ákvað hún að láta taka bæði brjóstin af til þess að koma í veg fyrir að veikjast meira. Eftir að- gerðina sem hún fór í í nóvember neitaði hún að fela líkama sinn. Svona væri hún og hún hefði ekk- ert að fela. Hún ákvað því með vin- konu sinni, Nadiu Masot, að sitja fyrir á myndum til þess að sýna konum að það væri ekkert óeðli- legt við það að vera með ör á lík- amanum. Á myndina skrifaði hún fyrir hvað hvert ör stæði. Þannig vill hún gera sitt í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. n Lífsreynslusaga vikunnar „Ég mátti ekki loka að mér “ Vekur athygli á krabbameini Beraði líkamann, alsettan örum, og missti fjölmarga Facebook-vini í kjölfarið Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Hvað er undir kjólnum? Beth er hér í rauðum kjól og spyr hvort fólk viti hvað sé a ð sjá undir kjólnum. Ekkert að fela Beth vill ekki þurfa að fela líkama sinn. Ollu fjaðrafoki Ekki voru allir á eitt sáttir við myndirnar, Beth missti yfir 100 vini á Facebook sem tóku myndbirtinguna nærri sér. M amma mín og pabbi skildu þegar ég var lítil. Ég var í litlum samskiptum við pabba minn en einstaka sinnum fór ég til hans. Pabbi vissi lítið hvað hann gat gert með mér þegar ég var hjá honum en við fórum oft í heimsókn til æskuvin- ar pabba. Þar var nokkuð eðlilegt fjölskyldulíf og líklega hefur pabbi sóst í að fara þangað í heimsókn þegar ég var hjá honum þar sem hans venjulega líf var ekkert sér- lega fjölskylduvænt. Svo átti vinur pabba líka son sem var þremur árum eldri en ég og þeim þótti góð hugmynd að við gætum leikið okk- ur saman meðan þeir röbbuðu um heima og geima. Ekkert óeðlilegt við það. Tumi átti stórt og flott herbergi með mikið af flottum leikföngum í. Við náðum vel saman og lékum okkur mikið. Fyrst um sinn hlakk- aði ég alltaf til heimsóknanna til Tuma en það átti eftir að breytast. Í eitt skiptið sem ég kom í heim- sókn til Tuma fórum við inn í her- bergi til hans eins og við gerðum yfirleitt. Tumi spurði mig hvort ég vildi koma í læknisleik. Ég var til í það og hann læsti herberginu. Ég man ég var ekki sátt við að hann hefði læst herberginu en sagði ekki neitt, ég var ekki með lykil að her- berginu mínu og mátti yfirleitt ekki loka að mér þegar ég var að leika með vinum mínum heima. Ég hafði farið í læknisleiki með vinkonum mínum og það var ekkert athuga- vert við það. Við lékum læknisleik og ekkert merkilegt gerðist. Næst þegar við komum í heim- sókn vildi Tumi aftur fara í læknis- leik. Nú varð leikurinn hins vegar öðruvísi en áður og mér fannst hann óþægilegur. Í leiknum var farið út í það að snerta staði sem ég vissi að enginn mætti snerta á mér því að mamma hafði sagt mér að þetta væru mínir einkastaðir. n Þetta er hluti af lífsreynslusögu sem birtist í heild sinni inn á dv.is. Vilt þú deila með okkur þinni lífsreynslusögu? Sendu póst á lifsreynslan@dv.is. Læknisleikurinn gekk of langt Heimur Hendrikku Má tala um maka sinn sem fylgi- hlut? Persónulega finnst mér ekk- ert að því, en kannski er það bara vegna þess að ég er með sterka sjálfsmynd og finnst það ekkert rispa egóið mitt. Í raun erum við bæði konur og karlar fylgihlutur hvers annars. Jú, við fylgjum hvort öðru í gegn- um súrt og sætt og þá er víst eins gott að vanda valið vel. Við verð- um að passa vel hvort annað í hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. Fylgihlutur sem passar ekki vel við mann mun ekki endast lengi. Þessi klisja að maki manns eigi að vera fyrst og fremst besti vinur manns er alls engin klisja. Manneskjan sem þú ætlar að ganga með í gegnum líf þitt þarf að vera þér hliðholl og ekki vera í keppni við þig um eitt né neitt. Hún þarf að virða þig númer eitt, tvö og tíu! Karlmaður sem gortar sig af kynþokka spúsu sinnar við vini sína, er að öllum líkindum með pínulítið typpi og lágvaxinn (í eig- in huga). Það sem ég meina er að karl- menn sem eru með lágt sjálfsmat, geta varla náð sér í konu sem er sjálfstæð og drífandi. Sama gild- ir líka um konur sem eru stöðugt að túpera á sér hárið og ganga á hælum heima hjá sér til að líta nú sem allra best út fyrir fyrir- vinnuna sem skaffar svo vel. Það skiptir sumar konur miklu máli á karlinn skaffi vel. Hvað er það eiginlega? Konur sem telja sig ekki geta staðið á eigin fótum ættu að leita sér aðstoðar fag- fólks. Ef þú gefur þig út fyrir að vera bara sæt kona sem gengur um í hælum í hálku og snjó, þá muntu líklegast enda undir karli með sem er lágvaxinn fyrir miðju. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst það pínu sexí þegar kona er konan í sambandinu og öfugt. Konur eiga ekki að þurfa að skipta um dekk eða bora í veggi. Það er karlmannsverk í mínum huga. Samt finnst mér ekkert að því að sjá karlmann þrífa og pússa heima fyrir. Kannski gerir það mig að kvenrembu? Lífið er of stutt fyrir fylgihluti sem passa illa. Veldu þér fylgihlut sem passar við allt! Karlar með lítil typpi Sítrónur fyrir húð og hár Sítrónusafi hefur lengi verið not- aður bæði á húð og hár. Sítrónur eru ríkar af sítrónusýru sem hafa góð áhrif á bólur og rauða bletti á húðinni auk þess sem C-vítamín sítrónanna lýsir upp húðina og gefur henni fallega ljóma. Mælt er með því að drekka glas af vatni með sítrónusafa á hverjum morgni og einnig að bera sítrónusafa beint á húðina, sér í lagi á bólur og önn- ur sýkt svæði, og hafa yfir nótt. Það opnar svitaholur og minnkar fíla- pensla auk þess sem safinn drep- ur sýkla. Þá virkar sítrónusafi vel til að lýsa hár. Gott er að blanda sítrónusafa saman við vatn og setja í hár og hársvörð, því auk þess að lýsa hárið hefur blandan góð áhrif á hárvöxt og minnkar flösu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.