Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 47
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Neytendur 39 Algengt verð 242,60 kr. 242,40 kr. Algengt verð 241,40 kr. 239,20 kr. Höfuðborgarsv. 241,30 kr. 239,10 kr. Algengt verð 241,60 kr. 239,40 kr. Algengt verð 244,90 kr. 242,40 kr. Melabraut 242,60 kr. 242,40 kr. Eldsneytisverð 12. 02. 2014 Bensín DísilolíaLítill afsláttur með dælulykli n Frumskógur í afsláttarkjörum olíufélaganna I nnan við 1.000 kr. sparast mánað- arlega á því að nýta sér afsláttar- kjör olíuverslana við kaup á elds- neyti sé miðað við meðalakstur bíls sem eyðir um sjö lítrum á hundraðið. Hjá öllum bensín stöðvum er hægt að fá sérstök afsláttarkjör. Hjá N1 er boðið upp á N1-kortið sem veit- ir einnar krónu afslátt en auk þess fást tveir punktar sem gilda sem tvær krónur við kaup á vörum og þjónustu hjá fyrirtækinu. Orkulykillinn veit- ir þriggja króna afslátt á Orkunni en fjórar krónur af bensíni á Skeljungsstöðvunum. Þá getur fólk valið sér ákveðna stöð sem veit- ir tveggja króna auka- afslátt. stórnotendur fá meiri afslátt Til viðbótar við þetta er veittur þriggja króna aukaafsláttur fyrir þá sem kaupa meira en 50 lítra af bensíni á mánuði, en viðbótarafslátturinn hækkar upp í fimm krón- ur ef keyptir eru 150 lítr- ar af bensíni eða meira. Að hámarki getur af- sláttur- inn því orðið 10 krónur af lítranum, að því gefnu að keyptir séu meira en 150 lítrar og að fólk sé á sinni föstu bens- ínstöð. Skeljungskortið virkar á sama hátt og Orkulykillinn og veitir sama af- slátt. ÓB lykillinn veitir einnig þriggja króna afslátt af bensíni, á bensín- stöðvum ÓB og Olís en til viðbótar fæst fimmtán króna afsláttur af lítran- um í tíunda hvert skipti sem keypt er eldsneyti að því gefnu að keyptir séu 25 lítrar eða fleiri. Dælulykill Atlantsolíu veitir þrjár krónur í afslátt af eldsneytisverðinu en er að auki með viðbótarafslátt tengdan magni þannig að ef keypt- ir eru meira en 50 lítrar í mánuði er gefinn tveggja króna aukaafsláttur en fimm krónur ef keyptir eru 150 lítrar eða meira. Misjafn afsláttur eftir dögum ÓB, Orkan og Atlantsolía bjóða öll upp á 10–12 króna afslátt á sér stökum tilboðsdögum og eins þegar fólk á af- mæli. Oft er einnig boðið upp á tíu króna afslátt þegar dælt er í fyrsta skipti eða fyrstu tvö skiptin. Öll fyrirtækin bjóða auk þess upp á viðbótarafslátt fyrir hópa í gegnum sérstaka samninga, til dæmis fyrir hópa námsmanna, starfsmannafélög, íþróttafélög og fleiri. Sá afsláttur get- ur verið 3–10 krónur til viðbótar við fyrrnefndan afslátt. Vill stöðugra verð „Þessi þróun varðandi afsláttar kort hefur greinilega haft áhrif á mark- aðinn þannig að það er minni hluti markaðarins sem kaupir á fullu verði,“ segir Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri FÍB. „Það sem gerist reyndar við þessa afslætti, stundum, er að fólk áttar sig ekki á hver er raunkostnaðurinn,“ segir hann. Þá séu til- viljanakenndir tilboðs- dagar æ algengari, einn daginn gangi hand- boltalandsliðinu vel en þann næsta sé Eurovision og annað slíkt. Runólfur segir FÍB hafa mælst til þess að elds- neytisverð sé gagnsærra og verðlag stöð- ugra en á sama tíma vilji það bara sem lægst verð fyr- ir sína félagsmenn. Hann segir jafn- framt óeðlilegt hversu lítill munur sé á eldsneytisverði milli sölustaða. „Það munar kannski 30 aurum á lítra en aurar telja ekki einu sinni lengur í ís- lenskri mynt,“ segir hann. Fjögur prósent slegið af Samkvæmt upplýsingum frá FÍB keyr- ir fólk að meðaltali um 15.000 kíló- metra á ári. Ef bíllinn eyðir sjö lítrum á hundraðið þarf að kaupa 87,5 lítra á mánuði til að keyra bílinn. Neyt- andi sem nýtir sér alla afslætti og kaupir bensín á bensínstöð Orkunnar með fullum tíu króna afslætti sparar sér aðeins um 875 krónur á mánuði en greiðir 20.238 krónur fyrir eldsneytið. Ef hann hins vegar kaupir bensínið á þjón- ustustöð Olís og lætur dæla fyr- ir sig borgar hann 20.965 krónur fyrir bensínið á mánuði að því gefnu að hann framvísi OB- lykli eða Einstak- lingskorti Olís. Fullur afsláttur af eldsneytisverði er því aðeins rúm- lega 4%. n auður alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is „Þessi þróun varð- andi afsláttarkort hefur greinilega haft áhrif á markaðinn þannig að það er minni hluti mark- aðarins sem kaupir á fullu verði. Sparakstur Á heimasíðu Orkuseturs má lesa nokkur ráð til sparaksturs. Eitt þeirra er að forðast öfgar í aksturslagi. Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögg- hemla þá getur eyðslan aukist um allt að 40%. Rannsóknir sýna að slíkt aksturslag dregur úr ferða- tíma um aðeins 4%. Hagkvæmast er að taka rólega af stað og koma bílnum í háan gír sem fyrst. Áður en lagt er af stað er líka gott að velta fyrir sér hvort mað- ur þurfi að fara þessa ferð, hvort maður geti fengið far hjá öðrum, hvort betra sé að fara gangandi eða hjólandi þessa ferð eða hvort maður geti sinnt fleiri en einu er- indi í ferðinni. Verðmyndun eldsneytis Rétt tæplega helmingur verðs bensínlítrans er skattar en þeir eru í formi vörugjalda, flutn- ingsjöfnunarkostnaðar, bensín- gjalds, kolefnisgjalds og og virðisaukaskatts. Álagning olíufé- lagsins er tæp 16%. Hér fyrir neð- an má sjá töflu yfir verðmyndun eldsneytis. n Innk.verð kr. á l. 83,00 kr. 34,35% n Vörugjöld 25,20 kr. 10,43% n Flutningsjöfnun 0,46 kr. 0,19% n Bensíngjald 40,70 kr. 16,85% n Kolefnisgjald 5,15 kr. 2,13% n VSK 25,5% 49,09 kr. 20,32% n Álagning, 38,00 kr. 15,73% n Útsöluv. í sjálfsafgr. 241,6 kr. 100% Aukið öryggi á internetinu Markaður með stolin lykilorð en einsskiptis lykilorð öruggust G oogle, Facebook og Drop- box eru vefir sem margir Íslendingar nota mikið. Fæstir leiða hugann að því hvernig þeir geta hindrað aðgang óviðkomandi aðila að þessum síðum og þeim persónu- legu gögnum sem þeir geyma þar. Samkvæmt tölum frá 2011 er yfir 600.000 aðgöngum að Facebook „stolið“ á heimsvísu á hverjum degi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein á vef Advania. Þar segir að einfaldasta leiðin til að finna lykilorð sé að giska á það. Til er margs konar hugbún- aður sem gerður er með það í huga að finna út (eða „cracka“) lykilorð. Á undanförnum árum hefur orðið til markaður fyrir óprúttna aðila þar sem innskráningarupplýsingar á netinu, notendanöfn og lykilorð, ganga kaupum og sölum. Almennt er góð regla að gefa sér að allar tölv- ur innihaldi einhvern spillibúnað og að notendanafn og lykilorð ein og sér séu ekki nægjanleg vörn. „Skiptu reglulega um lykilorð: Því lengur sem þú notar sama lykil- orðið þeim mun meiri líkur eru á að því hafi verið stolið. Notaðu sterkt lykilorð: Margir nota bara einfalt lykilorð á netinu en það er ein- föld leið til að auka öryggið að nýta „sterk lykilorð“ en slík lykilorð inni- halda tölustafi, hástafi og tákn. Því lengra sem lykilorðið er því betra. Notaðu einsskiptis lykilorð: Önn- ur einföld öryggisráðstöfun er að nýta einsskiptis lykilorð þar sem þau eru í boði. Auðkennislyklar heimabankanna eru ágætt dæmi um einsskiptis lykilorð sem flestir þekkja. Margir vefir og þjónustur á netinu styðja einhvers konar eins- skiptis lykilorð, til dæmis í SMS eða með snjallsímaappi.“ n fifa@dv.is lykilorð Best er að skipta reglulega. Rafhleðsla á bíl kostar lítið Kostnaður við notkun rafbíls er um 31.200 krónur á ári miðað við ársnotkun upp á 18.000 kíló- metra akstur og að hver hleðsla dugi í 150 kílómetra, ein kílóvatt- stund kosti 13 krónur og um 20 kílóvattstundir þurfi til að fylla raf- geymana. Hver hleðsla kostar þá um 260 krónur. Þó má ekki gleyma því að kostnaður við viðhald og endur- nýjun rafgeyma kemur á móti lág- um eldsneytiskostnaði. Eftir um 5–6 ár minnkar geta rafgeymanna smátt og smátt til að geyma orku. Erfitt er að áætla líftíma einstakra íhluta svo sem rafgeyma en áætl- anir framleiðanda gera ráð fyrir að virkni rafgeymanna verði um 70–80% eftir 10 ár, það er að þeir hafi um 70–80% af upphaflegri hleðslugetu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.