Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Fólk 33
„Ég er algjör óhemja“
Þá var ég bara upptekin við að upp
götva lífið á vistinni,“ segir hún og
bætir við að hún hafi alveg mátt við
því að slaka á kröfunum. „Ég fór
að reyna að fóta mig og komast að
því hver ég er, fór að skemmta mér,
kynnast fólki og hafa gaman. Svo
fékk ég blauta tusku í andlitið þegar
einkunnirnar komu. Manneskjan
sem var vön að vera með 9 og 10 í
öllu var algjörlega að drulla á sig. Þá
tók ég mig á aftur en aldrei af sama
krafti og í grunnskóla.“
Óþolinmóð með
fullkomnunaráráttu
Þótt hún sé ekki jafn kröfuhörð gagn
vart sér og hún var í æsku glímir
hún enn við fullkomnunaráráttu.
„Ég hugsa að ég sé minn versti óvin
ur. Ég hef alltaf verið svo samvisku
söm og metnaðarfull og ef ég prófa
eitthvað nýtt og er ekki frábær í því
strax gefst ég upp. Ég hef til dæmis
aldrei lært á skíði og þegar ég keypti
mér línuskauta prófaði ég þá einu
sinni en þar sem ég náði ekki tækn
inni strax ákvað ég að fara aldrei í þá
aftur. Ég hjóla alltaf á fullum krafti í
hlutina, sumt liggur vel fyrir mér en
annað ekki. Ég er alveg svakalega
óþolinmóð og þarf að minna mig á
það á hverjum degi. Ég vil bara hafa
hlutina fullkomna en er samt svo
langt frá því að vera sjálf fullkomin.
Það er það besta við þetta,“ segir hún
brosandi.
Hneig niður í beinni
Að ætlast til mikils af sjálfum sér get
ur orðið til þess að fólk dæmir sig
harkalega og eitt atvik varð til þess að
Gunna Dís óttaðist að dagar hennar í
fjölmiðlum væru taldir. „Ég fékk sím
tal um hádegi og var spurð hvort ég
geti leyst Eddu Hermannsdóttur af
í Gettu betur því hún væri lasin. Ég
sagðist redda því en fann svo seinni
partinn að ég var sjálf að veikjast,
var komin með beinverki, hita og
flökurleika og kom engu ofan í mig.
Það var enginn möguleiki að hætta
við svo ég ákvað að taka þetta á hnef
anum, ætlaði bara að klára þetta. Svo
allt í einu, í miðri rosalega langri, og
ég vil meina drepleiðinlegri spurn
ingu, sá ég bara hvítt og svart og
hneig niður,“ segir Gunna Dís sem
var send í flýti á sjúkrahús. „Ég gant
aðist við Örn Úlfar [þáverandi spurn
ingahöfund og dómara Gettu betur]
að hann yrði að fara að hugsa sinn
gang, spurningarnar væru þess eðlis
að maður stæði ekki uppi eftir að
hafa lesið þær.
Þegar ég rankaði við mér var ég
í algjörri leiðslu. Þetta var frekar
óþægilegt og ég hélt að það væri eitt
hvað mikið að. Það var ekki eins og
þetta væri stressi að kenna því ég var
þaulvön að tala í útvarpi. Ég var bara
of þreytt, hafði nýlega misst afa minn
og hafði sofið illa upp á síðkastið.
Dagsformið var ekki gott.
Ég get hlegið að þessu núna en
ég var í rusli í marga daga
á eftir. Ég hélt að ég hefði
klúðrað þessu; að ég fengi
aldrei tækifæri aftur til ein
hvers svona. En það reynd
ust óþarfa áhyggjur eins og
Sigrún Stefánsdóttir [þá
verandi dagskrárstjóri RÚV]
sannfærði mig um.
Ég er bara fegin að þetta
var í útvarpinu en ekki sjón
varpinu, þótt það hefði ver
ið geggjað að eiga það á
teipi núna,“ segir hún og
skellir upp úr.
Leidd áfram af
réttlætiskennd
Gunna Dís byrjaði sinn
fjölmiðlaferil 17 ára í út
varpi á Akureyri. „Ég hafði
ætlað mér að verða flug
freyja eða leiðsögumaður.
Mig langaði að ferðast
um heiminn. En
svo gekk mér svo
illa í frönsku. Tím
arnir voru á föstu
dagsmorgnum og
þar sem ég fór oft
ast út að skemmta
mér á fimmtudög
um missti ég oftast
af frönskunni.
Ég hef alltaf haft
augastað á fjöl
miðlum og horfði
á fréttir og fylgdist
með aðdáun með
konum í fréttum.
Svo hef ég líka alltaf
haft sterkar skoðan
ir og hugsaði með
mér að fjölmiðl
ar og fréttir væru
rétti staðurinn til að
koma skoðunum á
framfæri og leiðrétta
ákveðið óréttlæti. Það má því segja
að réttlætis kenndin hafi leitt mig inn
á þessa braut því þótt ég sé aðallega
í léttari þáttum þá reyni ég alltaf að
láta í mér heyra ef mér er misboðið
og horfi full aðdáunar á kollega mína
á fréttastofunni sem flytja fréttir sem
skipta okkur máli.“
Hræðist ekki glerþakið
Hún segist ekki finna fyrir því að vera
kona í fjölmiðlum. „Í dag hræðist
ég ekki glerþakið. Ég gerði það á
tímabili. Eftir að ég átti stelpuna
mína starfaði ég ekki á fjölmiðli í
tvö ár. Ég var mjög döpur, hélt að ég
kæmist ekki inn á fjölmiðla aftur. Það
væru bara þessar tvær blokkir, 365 og
RÚV, og ég ætti ekki séns að komast
þar inn þar sem ég þekkti ekki rétta
fólkið; var bara venjuleg stelpa utan
af landi. Samt hafði ég unnið á 365
en fékk aldrei tækifærin sem ég von
aðist eftir. Ég veit ekki hvort það var
vegna þess að ég er kona eða ekki á
réttum aldri eða hvað.
Þarna var ég að því komin að gefa
drauminn upp á bátinn og hélt að ég
yrði að fara finna mér eitthvað nýtt
en svo var ég heppin. Ég átti bara að
fara þessa leið,“ segir hún og bætir
við að eftir símtal frá Einari Bárðar
syni hafi lukkan farið að snúast.
„Í kjölfarið fékk ég símtal frá RÚV
og síðan þá hafa öll vötn runnið til
Dýrafjarðar.
En varðandi glerþakið þá er það
alveg satt að konur eru ekki jafn sýni
legar og karlar í fjölmiðlum, hvort
heldur sem viðmælendur eða þáttar
stjórnendur, það er alveg satt. Hvers
vegna veit ég ekki.
Stundum kjósa konur annað er
karlar. Ég vil til að mynda skara fram
úr í vinnunni en engu að síður er það
ekki mitt eina markmið í lífinu. Ég vil
líka vera frábær mamma, dóttir og
allt það. En maður getur ekki verið
frábær alls staðar og verður að velja
sína baráttu.
Konur eru svo sannarlega jafn
frambærilegar og karlar auk þess
sem þær eru oft og tíðum mun sam
viskusamari og eiga auðveldara með
að halda mörgum boltum á lofti í
einu. Auðvitað ætti að nýta konur
miklu betur og gefa fleirum tæki
færi.“
Blómstrar á RÚV
Með ráðningu á RÚV rættust draum
ar Gunnu Dísar. „Ég, dreifbýlis
manneskjan sem ólst upp við Landið
og miðin og gat aðeins horft á ríkis
sjónvarpið, keyrði stundum hér
fram hjá og hugsað með mér það
væri toppurinn að komast þarna
að. Þegar það tókst þurfti ég ekkert
meira. Nema að ég ætlaði að hanga
þarna lengur en þessa þrjá mánuði
sem um var samið. Ég vildi vera tek
in alvarlega,“ segir hún og bætir við
að hún hafi verið komin með nóg af
dagskrárgerð á borð við þá sem tíðk
aðist á útvarpsstöðvunum sem hún
hafði áður unnið á. „Þar gekk maður
inn í staðlað hlutverk sem allir gera á
þessum stöðvum. Aftur á móti hef ég
frjálsari hendur hér.
Ég kem bara til dyranna eins og ég
er klædd og þykist ekki vita allt enda
veit ég ekki allt. Örugglega segi ég oft
einhverja bölvaða vitleysu en engu
að síður segi ég það í einlægni. Okk
ur Andra hefur gengið svakalega vel
og ég er ægilega þakklát. Hér hef ég
fengið að blómstra.“
Fyrsta skiptið ég sjálf
Velgengnina þakkar hún eigin
manninum, Kristjáni Þór Magnús
syni. „Við Andri náum saman á ein
hvern skrítinn hátt og það er bæði
honum og manninum mínum, sem
og auknum þroska og festu í lífinu,
að þakka að ég þori að vera ég sjálf.
Maðurinn minn er grunnurinn
að þessu öllu saman. Hans vegna
hef ég í fyrsta skiptið þorað að vega
bara ég, með öllum mínum kost
um og göllum. Svo hefur Andra líka
tekist að draga það út hjá mér í loft
inu. Andri er mjög opinn, er bara
hann sjálfur og lætur allt flakka og
fyrir vikið geri ég það líka vitandi að
það er allt í lagi. Ég á alltaf stuðning
vísan og bakland heima fyrir.“
Kynntust á Broadway
Gunna Dís og Kristján Þór kynntust
á dansleik á Broadway. „Þetta er svo
vond saga,“ segir hún hlæjandi en
bætir við að hann hafi aðeins þurft
að hafa fyrir því að næla í hana.
„Ekki vegna þess að mér litist ekki
vel á hann. Ég var bara svo mikið
fiðrildi á þessum tíma; vissi ekkert
hvað ég vildi í lífinu. Nákvæmlega
ekkert.
Mér leist rosalega vel á hann
strax. Hann var öruggur með sig
og ekkert hræddur við mig, vatt sér
bara upp að mér. Hann hefur líka
sagt mér að hann hafi strax áttað sig
á að þetta yrði verkefni en að hann
hafi strax ákveðið að ætla að taka
þennan slag.
Þannig er honum
rétt lýst. Hann hjólar
bara í hlutina, setur
sér markmið og nær
þeim, hann kláraði til
að mynda doktorsnám.
Hann græjaði þetta allt
saman.“
Lítur upp til
foreldranna
Þau Kristján eiga tvö
börn, Aðalheiður
Helga er fimm ára en
Magnús Hlíðar átta
mánaða. „Ég ætlaði
mér alltaf að verða
mamma. Við erum
fjögur systkinin en
ég var eina stelpan.
Mamma var heimavinnandi og
ég hef verið heppin að því leytinu
að foreldrar mínir eru í svakalega
góðu hjónabandi. Ég hef horft upp
til þeirra alla tíð og hef haft háleitar
hugmyndir um það hvernig sam
band ætti að vera. Þau hafa aldrei
gefist upp þrátt fyrir að hafa fengið
sinn skammt af mótlæti í lífinu, eru
alltaf jafn ástfangin og koma fram
við hvort annað af virðingu og vin
áttu. Þetta er eitthvað sem ég hef
viljað fyrir mig. Mamma og pabbi
hafa alltaf verið bestu vinir; ægilega
krúttleg. Þau bæta hvort annað upp
og eru góðir vinir barnanna sinna
en það er ekki öllum gefið.
Samt sem áður láta þau mann
alveg vita af því þegar maður gerir
eitthvað heimskulegt. Þess vegna er
alltaf gott að geta leitað til þeirra og
fengið góð ráð. Ég er ægilega ánægð
með þau og vona að ég geti verið
svona gott fordæmi fyrir mín börn.
Þá er takmarkinu náð.
Mamma tileinkaði sér okkur en
þar sem ég ólst upp í sveit gat ég
líka eytt miklum tíma með pabba.
Fjölskyldan hefur alltaf verið mér
mikilvæg; ég er mikil fjölskyldu
manneskja,“ segir Gunna Dís sem
er næstyngst af systkinunum. „Ég er
fyrsta barn pabba en mamma varð
ekkja mjög ung og pabbi gekk eldri
bræðrum mínum í föðurstað. Ég og
litli bróðir minn erum mjög góðir
vinir en hann er sá eini sem er bú
settur á höfuðborgarsvæðinu; hann
og hans fjölskylda.“
Langar að vera stelpulegri
Hún segir að það hafi mótað hana að
vera eina stelpan í strákahópnum.
„Ég er mikil strákastelpa og mig
hefur alltaf langað að vera stelpu
legri en ég er. Maður var bara að
kúldrast með strákunum í sveitinni
og gekk í öll störf til jafns við alla
aðra, nema að til viðbótar við úti
verkin var ég líka inni að þurrka af.
Strákarnir sluppu við það.
En auðvitað hefur það mótað
mig að vera eina stelpan. Ég verð að
hafa skipulag og það fer mér mjög
vel að stýra hlutunum. Ég get verið
leiðinlega stjórnsöm sem gæti verið
komið til af því að bræður mínir
voru kærulausir sem krakkar. Ein
hver þurfti að stýra þessum her. Ég
reyndi að gera það, þrátt fyrir að
vera þarna í miðjunni.“
Eigum sitthvort barnið
Aðalheiður Helga kom í heiminn
Nýgift Hjónakornin ásamt foreldrum sínum.
Nýfædd Gunna Dís var lengi að jafna sig eftir e
rfiðleikana við fæðingu
Aðalheiðar Helgu.