Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Fólk Viðtal 31
A
dda María er að glíma við
kvef svo við hittumst á hlý
legu heimili hennar í Set
bergshverfinu í Hafnarfirði.
Þar býr hún ásamt eigin
manni sínum, Úlfari Daníelssyni, og
tvíburum á menntaskólaaldri, Mel
korku Rán og Kormáki Ara. Í bak
grunni óma angurværir tónar Ylju en
blaðamaður vill helst raula „Ég vildi
ég væri Pamela í Dallas“, enda stödd
heima hjá Dúkkulísu, sem er samt alls
engin dúkkulísa.
Trommari
Þegar Adda María byrjar að telja upp
fyrri afrek, sem telja meðal annars
leiklist, hljómsveitartilveru, víkingalíf,
mótorhjólaáhuga, dans, fyrirsætu
störf og nú stjórnmál er ekki úr vegi
að lauma að spurningu um það hvort
Adda María kunni kannski að vera ör
lítið athyglissjúk. Það kemur örlítið fát
á hana, en hún er fljót að svara. „Jú,
kannski bara, fyrst og fremst finnst
mér bara svo gaman þegar hlutirnir
eru skemmtilegir og þegar ég hef nóg
að gera,“ segir hún ákveðin og seg
ir hljómsveitina sína, Dúkkulísurnar,
fyrst og fremst snúast um það.
Upphaf tónlistarferilsins var
kennaraband þar sem allt of margir
spiluðu á gítar. „Um haustið árið
2000 stóð til að setja saman hljóm
sveit kennara og starfsmanna Flens
borgarskólans fyrir skemmtun í skól
anum,“ segir hún. „Það spiluðu allir
karlarnir þrír á gítar og ég líka ásamt
því að syngja. En þar sem ég var léleg
ust á gítar sagðist ég bara ætla að spila
á trommur. Þeir samþykktu það bara,“
segir Adda María sem hellti sér í verk
efnið.
„Fyrst hringdi ég í bróður vinkonu
minnar, Björgvin Ploder í Snigla
bandinu, og fékk lánaðar hjá honum
bongótrommur.“
Næsta skref var að læra á
trommurnar svo Adda María skellti
sér í slagverkstíma til Jóns Björgvins
sonar til að ná taktinum. „Svo tromm
aði ég með þessu kennarabandi. Þetta
var auðvitað alveg nýtt fyrir mér að
vera slagverksleikari,“ segir hún, þó
svo að hún hafi verið vön að koma
fram. Hún hafði reynt fyrir sér í leik
list, dansi og verið fyrirsæta og var því
ýmsu vön. Þessi óvænta ákvörðun bar
ávöxt og í dag spilar hún á margs kon
ar slagverk. „Svo sjónvarpsherbergið
er skreytt með hluta af trommusafn
inu,“ segir hún.
Dúkkulísa
„Haustið 2002 kom svo Erla Ragnars
dóttir, söngkona Dúkkulísanna inn í líf
mitt,“ segir hún og brosir og augljóst er
að þær eru miklar vinkonur. Segja má
að þær hafi skipst á hljómsveitum –
Erla var tekin inn í kennarabandið og
Adda María inn í Dúkkulísurnar.
Adda María spilaði með Dúkkulís
unum á Austfirðingaballi árið 2003.
„Svo hafa þær bara ekki losnað við
mig,“ segir Adda María og hlær. „Ég
var síðan tekin inn í hljómsveitina
með mjög formlegum hætti og hef
spilað með þeim síðan.“
Engum úthýst
Það er augljóst að hljómsveitarlífið
veitir henni mikla gleði. „Þetta er eitt
hvað það skemmtilegasta sem ég hef
tekið þátt í,“ segir hún um rokksveitina
að austan sem ættleiddi hana. Í
sveitinni eru sjö meðlimir og þó sum
ir þeirra hverfi á braut eru þeir vel
komnir til baka hvenær sem er. „Það
bætist bara við hópinn. Þetta er stór
sveit. Við erum meira rokk en pönk en
höfum mýkst svolítið í seinni tíð,“ seg
ir hún. „Við komum saman nokkrum
sinnum á ári og spilum og svo semj
um við líka. Þegar við vorum 25 ára
þá gáfum við út plötu, með gömlu
og nýju efni, og fylgdum henni eftir
með smá ferðalagi. Héldum til dæmis
rokksmiðju fyrir stelpur sem við köll
uðum Stelpur rokka. Það var rosalega
skemmtilegt,“ segir hún.
Þegar sveitin varð 30 ára, árið 2012,
gerðu Dúkkulísurnar víðreist um
landið og spiluðu meðal annars á tón
listarhátíðum. Það dró svo til tíðinda
þegar sveitin fór á Aldrei fór ég suður
sama ár. Þá fékk sveitin þá hugmynd
að bjóða sig fram til forseta árið 2012
– allar saman.
Heimsyfirráð
„Framboðið náði reyndar litlu flugi,“
segir Adda María glettin. „Við stefn
um náttúrlega á heimsyfirráð. Við
keyrðum allar saman á Aldrei fór ég
suður. Mjög skemmtilegt, sjö konur í
bíl að drekka kaffi af brúsa með nesti,“
segir hún en eðli málsins samkvæmt
var hópurinn því orðinn ansi dasað
ur þegar hann kom vestur á Ísafjörð
– á föstudaginn langa og allt lokað.
„Þegar við komum loksins að opnum
dyrum var kapphlaup inn á salerni og
engin kurteisi sýnd í því hver kæmist
fyrst að,“ segir hún.
Forsetaframboð
Á sama tíma voru forsetaframbjóð
endur mikið á ferð og flugi um landið
að kynna sig. „Þá kom þessi spurn
ing upp hvort við ættum kannski bara
að bjóða okkur fram til forseta – sem
hópur. Við sáum það fyrir okkur að
við gætum skipt með okkur verkefn
um, enda erum við svo hæfileikaríkar
á ólíkum sviðum. Það var ein sem átti
að vera í skóflustungunum – því hún
er svo sterk – og ég ætlaði að taka al
þjóðasamskiptin að mér,“ segir hún
en á þessum tíma hafði hún nýlokið
meistaranámi í alþjóðasamskiptum
svo hlutverkin hentuðu vel.
Þegar þær greindu svo tón
leikagestum frá þessu voru við
brögðin frekar dræm og greinilegt að
húmorinn fyrir uppátækinu var ekki
mikill. „Þeir tóku ekkert sérstaklega
vel í þetta og við vorum hálfmóðgað
ar,“ segir hún og skellihlær og segir
að ljóst hafi verið að þær þyrftu að
finna betri grundvöll til að ná heims
yfirráðunum. Strax í alþingiskosn
ingunum 2013 lagði ein þeirra svo í
prófkjör og er Adda María því önnur
Dúkkulísan sem leggur til atlögu við
stjórnmálin. Í síðustu alþingiskosn
ingum bauð Erla Ragnarsdóttir, sam
starfskona Öddu Maríu og fjölmiðla
kona, sig fram á Austurlandi. Reyndar
var Erla í framboði fyrir Sjálfstæðis
flokkinn en Adda María stefnir á sæti
á lista Samfylkingarinnar í Hafnar
firði.
Allir hvetjandi
En það er þá ekki úr vegi að spyrja um
prófkjörið og hvernig gangi? „Það eru
allir mjög jákvæðir og hvetjandi og
ægilega ánægðir með mig. Ég held
samt að það myndi enginn segja neitt
annað,“ segir hún. Hennar helstu
stuðningsmenn eru eiginmaðurinn,
tengdamóðir hennar og stjúpdótt
ir hennar, Silja Úlfarsdóttir, sem eru
dugleg við að koma henni á framfæri.
„Ég er ekki eins dugleg við að biðja
fólk um að kjósa mig en þau eru alveg
gallhörð,“ segir hún.
Þetta er hennar fyrsta prófkjör og
stór áskorun enda margir sem stefna
á sömu sætin á listanum. „Ég hef
aldrei farið í prófkjör áður. Það spyrja
mig margir hvernig gangi og ég svara
alltaf: „Ég veit það ekki.“ Ég veit ekk
ert hvernig prófkjör á að ganga. Ég er
að gera eitthvað, það kemur svo í ljós
hvort ég er að gera nóg,“ segir hún.
„Þú átt eftir að fara á þing“
Pólitíkin hefur blundað lengi í Öddu
Maríu sem er minnug hvatningar
skólastjóra hennar í grunnskóla.
„Hann sagði: „Þú átt eftir að fara á
þing,“ og ég held að þetta hafi byrjað
svolítið þar,“ segir hún. „Þessi hug
mynd kom upp fyrir síðustu bæjar
stjórnarkosningar, þá var ég svolítið
að velta þessu fyrir mér,“ segir Adda
María, en segist hafa hætt við vegna
anna. „Ég var ekki alveg tilbúin en ég
hugleiddi þetta svo aftur fyrir síðustu
alþingiskosningar, en tók ekki stökk
ið. Núna finnst mér vera rétti tíminn,
krakkarnir mínir eru orðnir stórir og
nenna ekkert alltaf að tala við mig
og ég hef meiri tíma,“ segir hún og
segist hafa ákveðið að byrja að sækja
grasrótarfundi Samfylkingarinnar og
kynna sér hvernig landslagið væri.
„Ég fór að fara aðeins meira á fundi og
hitta fólk og spjalla. Ég hugsaði með
mér: Ég get þetta alveg. Mig langaði
ekki að vera lengur á hliðarlínunni.
Nú er tími til kominn að leggja spilin
á borðið og láta til sín taka,“ segir hún.
Flókið en gott
Það eru einkum fjölskyldu, atvinnu
og skólamálin sem brenna á Öddu
Maríu, sem segist hafa margar hug
myndir um það hvernig hægt sé að
bæta samfélagið.
Adda María og Úlfar eiga samtals
fjögur börn og tvö barnabörn. Barna
börnin búa í næsta húsi og geta skot
ist yfir. Adda María og Úlfar áttu bæði
börn af fyrra sambandi, en hún segir
að sameining fjölskyldunnar hafi
gengið vel. Hún þekkir það því af eig
in raun hvernig er að vera með flókna
fjölskyldu þar sem aðilar eiga fleiri en
eitt heimili. Adda María segir mikil
vægt að börnum sé gert kleift að eiga
lögheimili á tveimur stöðum kjósi for
eldrarnir það. „Þetta er mér kannski
hugleikið því ég bý sjálf í stjúpfjöl
skyldu og þekki marga sem gera það.
Við þurfum að ganga meira í takt
varðandi þetta og hætta að ganga út
frá því að fjölskylda sé einstaklingar
sem deili heimili. Börn geta átt tvö
heimili, jafnvel í sitthvoru sveitarfé
laginu,“ segir hún.
Of mikið bóknám
Skólamálin brenna á henni en þau
hjónin starfa bæði við kennslu.
Adda María er sviðsstjóri og ensku
kennari við Flensborgarskóla í
Hafnarfirði. Hún segir umræðuna
um brottfall í framhaldsskólum vera
of einhæfa og ekki sé horft á málin
í samhengi, t.d. að það sem ger
ist fyrr á lífsleiðinni geti mögulega
leitt til brottfallsins. Horfa þurfi á
skólagönguna í heild sinni. Of mikil
áhersla sé á bóknám og ungmenn
um beint í of miklum mæli á sömu
brautir í stað þess að litið sé til styrk
leika þeirra og fjölbreytileika. „Svo
eru skólarnir, öll stigin, algjörlega
fjársvelt. Þetta þarf að laga,“ segir
hún.
Gott að búa í Hafnarfirði
Það er henni mikilvægt að leggja sig
fram gagnvart samfélaginu, sérstak
lega bænum hennar. „Hafnfirðing
um þykir vænt um bæinn sinn. Þessi
bær hefur eitthvað alveg sérstakt og
hér er svo mikil bæjarstemming. Við
þurfum að nýta okkur þessa styrk
leika og byggja enn frekar upp, t.d.
í atvinnumálum og ferðaþjónustu.
Við verðum að tryggja það að að
unga fólkið vilji búa áfram í bæn
um,“ segir Adda. „Ég vil sjálf hvergi
annars staðar vera.“ n
Adda María Jóhannsdóttir er allt í senn
Dúkkulísa, kennari og víkingur sem elskar mótor
hjólið sitt, en nú ætlar hún að leggja á ný mið og
skella sér í prófkjör og stefna hátt á lista. Hún
ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um það
hvernig er að vera Dúkkulísa í framboði og mikil
vægi þess að hafa gaman af lífinu og verkefnunum
sem maður tekur sér fyrir hendur.
Engin dúkkulísa
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Í framboði „Það eru allir mjög jákvæðir og hvetjandi og ægilega ánægðir með mig. Ég held samt að það myndi enginn segja neitt annað,“
segir Adda María um framboðið. MynD SiGTryGGur Ari
„Ég get
þetta alveg
„En þar sem ég var
lélegust á gítar
sagðist ég bara ætla að
spila á trommur.
Dúkkulísurnar Hér eru þær allar saman komnar Dúkkulísurnar sjö. Myndin er tekin í Viðey
á 30 ára starfsafmæli þeirra. MynD Úr EinkASAFni