Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014
13. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is
Í lessufélaginu
n „Er í 20%, er það staðfest að þá
sé ég lesbía?“ spyr Kristín Soffía
Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar, á þræði á
Facebook þar sem fólk ræðir próf
þar sem samkynhneigð hvers og
eins er mæld. Gert er ráð fyrir
að karlmaður svari prófinu svo
í raun er verið að mæla í hversu
miklum mæli karlmenn laðast að
karlmönnum. Grafíski hönnuð-
urinn Svala Hjörleifsdóttir svar-
ar spurningu Kristínar játandi og
segir hana nú útskrifaða lesbíu.
„Farin til Grindavíkur að taka
myndbönd af mér að lessast –
sjáumst,“ skrif-
ar varaborgar-
fulltrúinn þá.
Hildur Lilli-
endahl hefur
þó lokaorðið
og biður
hana vel-
komna í
lessufé-
lagið.
Vantaði hann
krydd í
tilveruna?
Formaður í
tilvistarkreppu
n María Rut Kristinsdóttir, for-
maður Stúdentaráðs, er ringluð
og í tilvistarkreppu. Ástæðan ku
vera sú að senn líður að því að
hún hætti sem formaður Stúd-
entaráðs. „Er að upplifa þvílíka
tilvistarkreppu akkúrat núna og
er því tilneydd til að deila henni
með ykkur. Ég er nefnilega hægt
og rólega að átta mig á því að ég
hætti að vera formaður Stúd-
entaráðs 1. júní næstkomandi
og þarf að finna mér vinnu fyrir
sumarið! Viljiði plís hjálpa mér
aðeins: HVAR Á ÉG EIGINLEGA
AÐ VINNA?!“ spyr hún. Vinir
hennar benda henni á að fara í
stjórnmál.
„DIBS!“
n Brynjar Jökull Guðmundsson,
landsliðsmaður í alpagreinum
og dyravörður á Kaffibarnum
í hjáverkum, er nú staddur á
Ólympíuleikunum í Sochi. Á Face-
book-síðu sinni deilir hann frétt
um fegurstu konurnar sem keppa
á Ólympíuleikunum og pantar að
eiga þær út af fyrir sig. „DIBS!!! Þess-
ar skauta prinsessur eru of langt
í burtu en rest er ég með!“ skrifar
Brynjar. Hann segist
vona að þær séu
sem flestar með
Tinder sem er
nokkurs konar
skyndikynna-
app. Aðspurður
hvort það sé fjör í
Ólympíuþorpinu
segir Brynjar:
„Það er alveg
stuð.“
Þjófar hugsa líka um heilsuna
Innbrotsþjófur, sólginn í túrmerik og moringa, braust inn í heilsubúð
Þ
að var hérna skondið innbrot.
Hann komst inn og stal aðeins
þrjú þúsund krónum af um sjö
þúsund sem voru í kassanum.
Svo stal hann heilsusjeik, Juvo slim,
til að grenna sig, og svo tók hann
slatta af moringa-dufti,“ segir Stefán
Andri Björnsson, framkvæmdastjóri
heilsubúðarinnar Uppskeran í Skeif-
unni, í samtali við DV. Brotist var inn
í verslunina um síðustu helgi. Hann
segir að innbrotið hafi átt sér stað um
miðja nótt og að tjónið sé merkilega
lítið. „Kælir var tekinn úr sambandi
til að minnka ljós í búðinni, annars
vantaði bara að hann hafi farið út
með ruslið og læst á eftir sér,“ segir
Stefán.
„Hann var mjög nægjusamur og
samt hafði hann allan þann tíma
sem hann þurfti. Hann tók ekki allan
peninginn úr kassanum svo þetta var
voðalega smekklega gert hjá honum,“
segir Stefán Andri. Að hans sögn
komst í raun upp um þjófnaðinn
vegna þess að bakdyr sem séu alltaf
læstar hafi verið opnar. „Löggan átti
bágt með að trúa þessu. Þetta var
mjög skrýtið innbrot. Þjófurinn tók
líka eitthvað krydd sem við erum
með í krukkum. Hann tók slatta af
því, mikið af túrmeriki sérstaklega.
Það hvarf líka mikið af Chia-fræjum.
Hann hefur verið mikið í þessum
pælingum,“ segir Stefán Andri.
Hann segist feginn að þjófurinn
hafi ekki tekið meira þar sem búð-
in sé ný af nálinni. „Við erum enn að
koma okkur fyrir,“ segir hann. Rann-
sókn lögreglunnar á málinu stendur
enn yfir. n
hjalmar@dv.is
Kryddbar Innbrotsþjófurinn virðist
hafa verið sérstaklega hrifinn af kryddinu
túrmer iki. Að sögn Stefáns Andra stal hann
sérstaklega miklu af því.