Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 49
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Sport 41 Tólf staðreyndir um Vetrarólympíuleikana n Dýrustu leikar sögunnar n Norðmenn í sérflokki n Gullið gert úr silfri 1 Sex grömm af gulli Verðlauna-peningarnir á leikunum í Sochi eru hinir glæsilegustu. Gullmedalían eftirsótta inniheldur 525 grömm af silfri með gæða- stimplinum 960. Þá inniheldur hún sex grömm af gulli með gæðastimplinum 999. 2 Þeir fyrstu í Rússlandi Vetrarólympíuleikarnir í Sochi eru þeir fyrstu sem Rússar halda en árið 1980 fóru Sumarólympíuleikarnir fram í Moskvu. Vetrarólympíuleikar fatlaðra verða einnig haldnir í Sochi síðar á árinu. 7 Koma frá 88 löndum Keppendur á leikunum koma frá 88 löndum. Flestir eru frá Bandaríkjunum, eða 230, en Rússar koma þar á eftir með 225 keppendur. Þá koma 152 keppendur frá Þýskalandi og 103 keppendur frá Finnlandi. Ísland sendir fimm keppendur. 8 Sumarparadís Þó að Sochi, sem er 400 þúsunda íbúa borg, hýsi Vetrarólympíuleikana er borgin vinsæll áfangastaður Rússa á sumrin. Sumarhitinn þar fer sjaldan undir 30 gráður og raunar fer hitinn sjaldan undir 10 gráður á veturna. Sochi er hlýjasta borg sögunnar sem hýsir Vetrarólympíuleika. 5 Milljarðar fylgjast með Rússneska ríkissjónvarpið áætlar að 3,5 milljarðar manna um alla heimsbyggð- ina muni horfa á leikana að einhverju marki. Það er nánast helmingur allra jarðarbúa. Til samanburðar er talið að tveir milljarðar manna hafi fylgst með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. 6 Þeir dýrustu í sögunni Það hefur varla framhjá neinum að leikarnir í Sochi eru dýrustu Ólympíuleikar sögunnar. Kostnaðurinn er talinn hafa numið 51 milljarði Bandaríkjadala, eða 5.800 milljörðum króna. Til samanburðar má geta þess að leikarnir í Peking árið 2008 kostuðu 4.600 milljarða króna. 3 Tólf nýjar greinar Keppt verður í tólf nýjum íþróttagreinum í Sochi. Sú grein sem mestum deilum hefur valdið er líklega skíðastökk kvenna. Eftir áralanga baráttu; deilur, lögsóknir og hópþrýsting geta konur loksins stokkið á skíðum, eins og karlar. 11 Sigursælastur Norski skíða-göngukappinn Björn Dählie er sá íþróttamaður sem oftast hefur unnið til verðlauna á Vetrarólympíuleikum. Hann vann á ferli sínum átta gullverðlaun og fern silfurverðlaun. Hann vann þrenn gullverð- laun í Albertville 1992, tvenn á heimavelli í Lillehammer 1994 og þrenn í Nagano 1998. 9 Sumar og vetur Bandaríkja-maðurinn Eddie Eagan er eini íþróttamaðurinn í sögu Ólympíuleikanna til að vinna til gullverðlauna bæði á vetrar- og sumarleikum. Hann vann gull í hnefaleikum á sumarleikunum í Antwerpen árið 1920. Tólf árum síðar renndi hann sér til sigurs í liðakeppni á bobsleða, í Lake Placid. 10 Þénar milljarða Ríkasti íþrótta-maðurinn á Vetrarólympíuleikunum er snjóbrettakappinn Shaun White. Eignir hans voru árið 2010 metnar á 20 milljónir dollara eða 2,3 milljarða króna. Hann er eins konar andlit íþróttarinnar og heldur áfram að þéna milljónir á milljónir ofan, óháð því hvernig honum reiðir af í Sochi. 4 Mannskætt flugslys Ein sorglegasta stundin í sögu Vetrar- ólympíuleikanna var þegar Boeing 707-vél, með 78 manns innanborðs, fórst þann 15. febrúar 1961. Á meðal þeirra sem fórust voru 18 meðlimir hokkíliðs Bandaríkjanna. 12 Norðmenn sigursælastir Norðmenn státa af því að hafa unnið til 107 gullverðlauna á Vetrarólympíuleikum, flest allra. Aðeins níu þjóðir hafa unnið til fleiri verðlauna (gull, silfur og brons) samanlagt. Það eru Bandaríkin, Austurríki, Sovétríkin, Finnland, Þýskaland, Kanada, Sviss, Svíþjóð og Austur-Þýskaland. einar@dv.is Langfyrst í mark Það verður seint sagt að úrslita- hlaupið í 500 metra skautahlaupi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi hafi verið spennandi. Hin kínverska Li Jianrou kom heilum sex sekúndum á undan næsta keppinauti í mark, en vanalega skera sekúndubrot – eða milli- sekúndubrot – úr um það hver er fyrstur. Í úrslitum hlaupa fjórir. Li, sem vann brons í Vancouver 2010, var síðust eftir fyrsta hr- ing en skyndilega rofaði til. Hinir þrír keppendurnir féllu hver um annan þveran og eftirleikurinn var Li auðveldur. Hún renndi sér örugglega í mark á rúmum 45 sekúndum – og er nýkrýndur Ólympíumeistari. Gulldrengurinn Fourcade Martin Fourcade vann á fimmtu- dag keppni í 20 kílómetra skíðaskotfimi. Um var að ræða önnur gullverðlaun hans á Vetrar ólympíuleikunum en hann vann einnig 12,5 kílómetra elti- göngu fyrr í vikunni. Enginn ann- ar Frakki hafði unnið keppnis- grein á Ólympíuleikunum í Sochi þegar þetta var skrifað. Fourcade vann með tólf sek- úndna mun þrátt fyrir að hafa klikkað á einu skoti – og þurft að ganga lengra fyrir vikið. Annar í göngunni varð Þjóðverjinn Erik Lesser. Norðmenn efstir Norðmenn tróna á toppi medal- íulista Ólympíuleikanna í Sochi, sem nú standa sem hæst. Þrettán medalíur hafa verið hengdar um háls Norðmanna á leikunum; fjögur gull, þrjú silfur og sex brons. Fast á hæla þeim fylgja Hollendingar og Bandaríkja- menn. Þjóðverðar eru aftur á móti sú þjóð sem flest gullverð- laun hefur unnið; sex talsins. Staða efstu þjóða* n Noregur 13 n Holland 12 n Bandaríkin 12 n Kanada 10 n Rússland 10 n Þýskaland 9 *Keppni á sjönda keppnisdegi var ólokið þegar þetta var skrifað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.