Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 49
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Sport 41
Tólf staðreyndir um
Vetrarólympíuleikana
n Dýrustu leikar sögunnar n Norðmenn í sérflokki n Gullið gert úr silfri
1 Sex grömm af gulli Verðlauna-peningarnir á leikunum í Sochi eru
hinir glæsilegustu. Gullmedalían eftirsótta
inniheldur 525 grömm af silfri með gæða-
stimplinum 960. Þá inniheldur hún sex
grömm af gulli með gæðastimplinum 999.
2 Þeir fyrstu í Rússlandi Vetrarólympíuleikarnir í Sochi eru
þeir fyrstu sem Rússar halda en árið 1980
fóru Sumarólympíuleikarnir fram í Moskvu.
Vetrarólympíuleikar fatlaðra verða einnig
haldnir í Sochi síðar á árinu.
7 Koma frá 88 löndum Keppendur á leikunum koma frá 88
löndum. Flestir eru frá Bandaríkjunum, eða
230, en Rússar koma þar á eftir með 225
keppendur. Þá koma 152 keppendur frá
Þýskalandi og 103 keppendur frá Finnlandi.
Ísland sendir fimm keppendur.
8 Sumarparadís Þó að Sochi, sem er 400 þúsunda íbúa borg, hýsi
Vetrarólympíuleikana er borgin vinsæll
áfangastaður Rússa á sumrin. Sumarhitinn
þar fer sjaldan undir 30 gráður og raunar
fer hitinn sjaldan undir 10 gráður á veturna.
Sochi er hlýjasta borg sögunnar sem hýsir
Vetrarólympíuleika.
5 Milljarðar fylgjast með Rússneska ríkissjónvarpið áætlar að
3,5 milljarðar manna um alla heimsbyggð-
ina muni horfa á leikana að einhverju marki.
Það er nánast helmingur allra jarðarbúa.
Til samanburðar er talið að tveir milljarðar
manna hafi fylgst með brúðkaupi Vilhjálms
Bretaprins og Kate Middleton.
6 Þeir dýrustu í sögunni Það hefur varla framhjá neinum að
leikarnir í Sochi eru dýrustu Ólympíuleikar
sögunnar. Kostnaðurinn er talinn hafa
numið 51 milljarði Bandaríkjadala, eða
5.800 milljörðum króna. Til samanburðar
má geta þess að leikarnir í Peking árið 2008
kostuðu 4.600 milljarða króna.
3 Tólf nýjar greinar Keppt verður í tólf nýjum íþróttagreinum í Sochi.
Sú grein sem mestum deilum hefur valdið
er líklega skíðastökk kvenna. Eftir áralanga
baráttu; deilur, lögsóknir og hópþrýsting geta
konur loksins stokkið á skíðum, eins og karlar.
11 Sigursælastur Norski skíða-göngukappinn Björn Dählie er sá
íþróttamaður sem oftast hefur unnið til
verðlauna á Vetrarólympíuleikum. Hann
vann á ferli sínum átta gullverðlaun og fern
silfurverðlaun. Hann vann þrenn gullverð-
laun í Albertville 1992, tvenn á heimavelli í
Lillehammer 1994 og þrenn í Nagano 1998.
9 Sumar og vetur Bandaríkja-maðurinn Eddie Eagan er eini
íþróttamaðurinn í sögu Ólympíuleikanna til
að vinna til gullverðlauna bæði á vetrar- og
sumarleikum. Hann vann gull í hnefaleikum
á sumarleikunum í Antwerpen árið 1920.
Tólf árum síðar renndi hann sér til sigurs í
liðakeppni á bobsleða, í Lake Placid.
10 Þénar milljarða Ríkasti íþrótta-maðurinn á Vetrarólympíuleikunum
er snjóbrettakappinn Shaun White. Eignir
hans voru árið 2010 metnar á 20 milljónir
dollara eða 2,3 milljarða króna. Hann er eins
konar andlit íþróttarinnar og heldur áfram
að þéna milljónir á milljónir ofan, óháð því
hvernig honum reiðir af í Sochi.
4 Mannskætt flugslys Ein sorglegasta stundin í sögu Vetrar-
ólympíuleikanna var þegar Boeing 707-vél,
með 78 manns innanborðs, fórst þann 15.
febrúar 1961. Á meðal þeirra sem fórust
voru 18 meðlimir hokkíliðs Bandaríkjanna.
12 Norðmenn sigursælastir Norðmenn státa af því að hafa unnið
til 107 gullverðlauna á Vetrarólympíuleikum,
flest allra. Aðeins níu þjóðir hafa unnið
til fleiri verðlauna (gull, silfur og brons)
samanlagt. Það eru Bandaríkin, Austurríki,
Sovétríkin, Finnland, Þýskaland, Kanada,
Sviss, Svíþjóð og Austur-Þýskaland. einar@dv.is
Langfyrst
í mark
Það verður seint sagt að úrslita-
hlaupið í 500 metra skautahlaupi
kvenna á Vetrarólympíuleikunum
í Sochi hafi verið spennandi. Hin
kínverska Li Jianrou kom heilum
sex sekúndum á undan næsta
keppinauti í mark, en vanalega
skera sekúndubrot – eða milli-
sekúndubrot – úr um það hver er
fyrstur.
Í úrslitum hlaupa fjórir. Li,
sem vann brons í Vancouver
2010, var síðust eftir fyrsta hr-
ing en skyndilega rofaði til. Hinir
þrír keppendurnir féllu hver um
annan þveran og eftirleikurinn
var Li auðveldur. Hún renndi
sér örugglega í mark á rúmum
45 sekúndum – og er nýkrýndur
Ólympíumeistari.
Gulldrengurinn
Fourcade
Martin Fourcade vann á fimmtu-
dag keppni í 20 kílómetra
skíðaskotfimi. Um var að ræða
önnur gullverðlaun hans á
Vetrar ólympíuleikunum en hann
vann einnig 12,5 kílómetra elti-
göngu fyrr í vikunni. Enginn ann-
ar Frakki hafði unnið keppnis-
grein á Ólympíuleikunum í Sochi
þegar þetta var skrifað.
Fourcade vann með tólf sek-
úndna mun þrátt fyrir að hafa
klikkað á einu skoti – og þurft að
ganga lengra fyrir vikið. Annar í
göngunni varð Þjóðverjinn Erik
Lesser.
Norðmenn
efstir
Norðmenn tróna á toppi medal-
íulista Ólympíuleikanna í Sochi,
sem nú standa sem hæst. Þrettán
medalíur hafa verið hengdar um
háls Norðmanna á leikunum;
fjögur gull, þrjú silfur og sex
brons. Fast á hæla þeim fylgja
Hollendingar og Bandaríkja-
menn. Þjóðverðar eru aftur á
móti sú þjóð sem flest gullverð-
laun hefur unnið; sex talsins.
Staða efstu þjóða*
n Noregur 13
n Holland 12
n Bandaríkin 12
n Kanada 10
n Rússland 10
n Þýskaland 9
*Keppni á sjönda keppnisdegi var
ólokið þegar þetta var skrifað.