Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 14.–17. febrúar 201432 Fólk „Ég er algjör óhemja“ É g hef alltaf jafn gaman af því hvað við glötum okkur í gleðinni og tökum öll þátt. Þetta þjappar okkur saman. Og hvers vegna ekki að taka þátt og fagna? Nógu helvíti mikið veltum við okkur upp úr leiðinlegum hlut- um, eins og gengi krónunnar, ESB og hruninu. Er ekki fínt að fá eitt- hvað létt til að hugsa um milli þess sem við veltum okkur upp úr makríl- deilunni,“ segir fjölmiðlakonan Guð- rún Dís Emilsdóttir um Eurovision- æðið sem nú rennur á landann. Gunna Dís, eins og hún er kölluð, er annar umsjónarmanna Söngva- keppninnar 2014, undankeppni Evrovision-keppninnar, en á laugar- daginn kemur í ljós hvaða lag fer fyr- ir hönd Íslands til Danmerkur í maí. Ekkert Eurovision-nörd „Ég myndi ekki segja að ég væri Eurovision-nörd. Ég get ekki þulið upp alla sigurvegara frá upphafi en er nokkuð vel að mér í keppninni hér heima. Sem krakki, unglingur og ung kona var ég alveg sjúk í þetta og eftir að ég flutti í bæinn fór þetta að snúast um Eurovision-partíin,“ segir Gunna Dís sem vill ekki gefa upp hvort hún haldi með ákveðnu lagi. „Þegar mað- ur kemur svona að þessu verður mað- ur ótrúlega samdauna keppninni og fer ósjálfrátt að halda með öllum lög- unum. Ég get samt alveg giskað á tvö, þrjú lög sem ég tel líklegt að fari alla leið. Enda væri það eitthvað ef svo væri ekki – af þessum sex lögum.“ Slysaðist í útvarp Flestir kannast við Gunnu Dís úr út- varpsþættinum Virkum morgnum sem hún stjórnar, ásamt Andra Frey Viðarssyni, við miklar vinsældir. Hún hefur minna unnið við sjónvarp en er harðákveðin í að gera meira af því í framtíðinni. „Ég slysaðist inn í út- varpið. Það var mín gæfa og ég tel mig heppna að fá að vinna og þrosk- ast í starfi sem mér finnst skemmti- legt. Fjölmiðlamarkaðurinn hérna er pínu lítill og það eru alls ekki allir sem fá tækifæri. Mér finnst afskaplega gaman að gera það sem ég er að gera núna en ég væri líka til í að vera með þætti í sjónvarpinu, eitthvað tengt menn- ingu og mannlegum samskiptum og jafnvel vinna við fréttaskýringar í þætti á borð við Kastljós. Ég er bara 34 ára og á vonandi langa starfsævi fram undan. Ég hef gífurlegan metnað til að verða góð á fleiri vígstöðvum.“ Gott/vont tilfinningin Þeir sem þekkja til Gunnu Dísar vita að hún er með munninn fyrir neðan nefið og allt annað en hlédræg. Enda virkar hún örugg í sjónvarpinu þrátt fyrir takmarkaða reynslu. „Ég er ótrúlega lítið stressuð en auðvitað er maður berskjaldaður svona fyrir framan myndavélina vitandi að það eru allir að horfa. Og ef eitthvað fer úrskeiðis þarf maður að bjarga því sjálfur og það má ekki sjást neitt á þér. Ég reyni bara að einbeita mér að þeirri staðreynd að ég vinn við að tala í útvarp á hverjum degi í þrjá tíma á dag. Þar vellur svoleiðis upp úr mér þar og í rauninni er þetta ekk- ert öðruvísi. Ég er bara að miðla hlut- um áfram. En auðvitað fær maður smá fiðr- ing, það er eðlilegt. Það er þessi gott/ vont tilfinning, þetta er skemmtilegt en líka stressandi og fær mig til að líða vel.“ Lærði í kennaraverkfalli Gunna Dís fæddist árið 1980 og ólst upp í sveit á Austfjörðum. Hún segist hafa verið allt í öllu í barnaskóla, hvort sem það var íþróttir eða félags- líf. „Ég var í öllum íþróttum, í tónlist- arskóla, formaður nemendafélags- ins og sætti mig ekki við neitt minna en 9 í einkunn enda útskrifaðist ég úr grunnskóla með yfir 9,5 í meðal- einkunn. Ég var ótrúlega skipulögð og samviskusöm,“ segir hún og bæt- ir við þegar kennaraverkfall skall á í kringum fermingaraldurinn hafi hún og vinkonur hennar tekið sig til og klárað allar námsbækur annarinn- ar. „Við vorum svo hræddar um að verða á eftir. En svo leystist deilan og það var bara frábært. Þá gátum við eytt meiri tíma í að vera í fótbolta.“ Blaut tuska í MA Hún segir áhugann á náminu hafa minnkað eftir að hún byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri. „Þetta er náttúrlega algjör bilun; að senda barnið sitt að heiman 16 ára. Þetta var fyrir tíma farsíma og stundum náði mamma ekki í mig í heila viku. Guðrúnu Dís Emilsdóttur dreymdi um að komast í útvarpið þegar hún hlustaði á Landið og miðin sem barn á Austfjörðum. Indíana Ása Hreins- dóttir ræddi við Gunnu Dís um konur í fjölmiðlum, æskuna í sveitinni, sjónvarpsdrauma, ástina, erfið- leikana sem hún upplifði þegar eldra barnið kom í heiminn og kvíðann sem hún tekst á við daglega eftir að hún varð mamma. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ég var bara of þreytt, hafði nýlega misst afa minn og hafði sofið illa upp á síðkastið. Fjölmiðlakona Gunnu Dís dreymdi um að komast að inni á RÚV. Mynd SIGtryGGur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.