Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 35
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Rómantík 7 „Svo lengi lærir sem lifir“ Þorgrímur segir mikilvægt að breyta engum nema sjálfum sér S vo lengi lærir sem lifir,“ svarar rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson aðspurður um lyk­ ilinn að gæfuríku ástarsam­ bandi tveggja einstaklinga. „Það er mikilvægt að reyna ekki að breyta neinum nema sjálfum sér en sumir gera þau mistök að reyna að breyta maka sínum.“ Reynsla Þorgríms hefur kennt honum að virðing og kærleikur séu mikilvægir þættir í góðum samskipt­ um. Annars vegar þurfi að virða tíma og frelsi þess einstaklings sem búið er með og hafa í huga að öll erum við einstaklingar. Hann segir að það kunni ekki góðri lukku að stýra að skipta sér mikið af viðkomandi. Leitum öll að innri frið „Jafnvel þótt hjón hafi verið lengi saman hætta þau aldrei að vera einstaklingar,“ segir Þorgrímur, en hann hefur verið með eigin­ konu sinni í tæpa þrjá áratugi. „Mín reynsla af lífinu er sú að þegar ein­ hver heftir frelsi manns of mikið kemur upp pirringur og óánægja sem getur kraumað undir niðri ára­ tugum saman – síðan sprungið af minnsta tilefni.“ „Maður tekur ákvörðun um að líta björtum augum á tilveruna og vera jákvæður,“ heldur Þorgrímur áfram. „Framkoma okkar í garð annarra endurspeglar líðan okkar. Ég held að við séum öll innst inni að leita að innri frið eða okkar sannleika, en þeir sem tekst það ekki reyna að fylla upp í tómarúmið með einhverju lífsgæðakapphlaupi,“ segir hann og nefnir notkun vímuefna í því sam­ hengi. Mesta glíman við mann sjálfan Þorgrímur segir að fólki hætti til að flýja vandamál og ósætti í stað þess að takast á við það. Margir halda jafnvel að grasið sé grænna hinum megin við lækinn. „En það er sjaldnast þannig,“ segir Þorgrímur ákveðinn. Hann nefnir að reynslan sýni að fólk sem skilur í fússi tekur jafnan saman aftur eftir að hafa dreg­ ið djúpt andann og skoðað hlutina í víðara samhengi. „Mesta glíman í lífinu er glím­ an við mann sjálfan. Ég hef sagt það ótal sinnum og mun halda því áfram. Við erum flest að glíma við fordóma eða dómhörku af því að fólk er ekki eins og við og ekki sömu skoðunar. Það er verkefni lífs­ ins fyrir hvern og einn að glíma við sjálfan sig.“ n ingolfur@dv.is „Framkoma okkar í garð annarra endurspeglar líðan okkar. Vinsæll fyrirlesari Þorgrímur starfar samhliða ritstörfum við að heimsækja grunnskóla og ræða við nemendur á efsta stigi um lífið og tilveruna. Mynd Sigtryggur Ari Nauðsynlegt að tala saman n Sigrún og Jónatan eiga stefnumót oft í viku n Eiga 53 ára hjónaband að baki O kkur finnst bara gott að koma hingað og fá okkur kaffi,“ segir Sigrún Sigur­ dríf Halldórsdóttir en hún og eiginmaður hennar til 53 ára, Jónatan Ólafsson, eiga fjór­ um sinnum í viku stefnumót á Baut­ anum á Akureyri. Hjónin hafa komið á Bautann síðustu árin og eru því fastagestir á veitingastaðnum og þekkja þjónana með nafni. „Þau eru uppáhaldsvið­ skiptavinirnir okkar,“ segir þjónn sem kemur aðvífandi með svart kaffið og kyssir Sigrúnu á kinnina. ráðleggur hjónum að tala saman Sigrún og Jónatan kæra sig kollótt um Valentínusardaginn. „Er hann í dag,“ spyr Jónatan eiginkonu sína sem segir svo ekki vera. Hann sé á föstudaginn. „Ég er ekkert spennt fyrir honum. Ég vil bara hafa þorra og góu.“ Aðspurð hvort þau eigi ráð handa nýbökuðum hjónum segja þau mikil­ vægast að tala saman. „Ég ráðlegg hjónum að tala saman um hlutina,“ segir hún en Jónatan segist eiga fá ráð. „Maður lifir bara fyrir sig og sína nánustu,“ segir hann og Sigrún Sig­ urdríf bætir við: „Já, svo þarf að taka tillit til hvors annars. Það er ekki hægt að fara bara sína eigin leið.“ gott að komast út Hjónin búa í þjónustuíbúð á Akur­ eyri og hafa átt regluleg stefnumót á Bautanum síðan þau hættu að vinna. „Við komum alla daga nema miðvikudaga en þá er hann að spila, bridds, félagsvist og billj­ ard. Það er nauðsynlegt að komast út og skipta um umhverfi og hitta annað fólk. Við komum hingað í hvaða veðri sem er eða svo lengi sem það er fært á bílnum. Annars kemst ég lítið í snjó. Ég er löt að fara í göngutúra í göngugrindinni.“ Eiga sjö börn Sigrún Sigurdríf er frá Súðavík en hann frá Bolungavík en þau hafa búið á Akureyri frá 1971. Börnin eru sjö talsins en aðeins einn son­ ur býr fyrir norðan. Aðspurð segj­ ast þau alltaf hafa um nóg að tala. „Við erum ekkert alltaf að spjalla heima fyrir. Hún les mikið en ég ræð frekar krossgátur. Svo þegar við erum svona úti þá höfum við nóg að tala um. Þá horfum við í kringum okkur á fólkið og ræðum saman.“ Hlæjandi segir hún hann alltaf jafn skemmtilegan. „Hann er svona skemmtilega leiðinlegur. Þetta gengur ágætlega hjá okkur,“ segir Sigrún Sigurdríf og maður hennar viðurkennir að það sé gott að koma heim til Sigrúnar eftir spiladag. „Já, það er ágætt. Allavega kynni maður ekki við ef enginn væri heima.“ n indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Hann er svona skemmtilega leiðinlegur Spjalla saman Hjónin halda upp á 53 ára brúðkaups­ afmæli sitt 1. apríl. Mynd bjArni EiríkSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.