Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 14.–17. febrúar 20146 Rómantík Rómantískt vélmenni og söngleikjaást Þ að gefst ekki alltaf tími til að sinna rómantíkinni til fulls en þegar færi gefst er þjóðráð að setja góða rómantíska kvikmynd af stað og koma sér notalega fyrir í sófan- um. Myndirnar geta verið af mis- munandi toga og því ættu allir að geta fundið sér myndir með rómantísku ívafi, jafnvel þeir allra hörðustu. Allir sem aðhyll- ast rómantík ættu að hafa gaman af þessum myndum sem hér er fjallað um. Wall-E Ekki bara skemmtileg teikni- mynd því hún er bullandi róm- antísk. Þrátt fyrir að vélmennið litla hafi ekki alvöru hjarta, þá ber það svo sannarlega ástartilfinningar til könnunar- vélmennisins Evu. Wall-E gerir allt hvað hann getur til þess að geta verið með henni og leggur sig í mikla hættu. Atriðið þegar hann gefur henni blómið, sem veldur því að hún slekkur á sér, er átakan legt. Wall-E dregur Evu með sér um allt og reynir hvað hann getur til að vekja hana. Myndin er frábær og ekki sakar að börnin hafa líka gaman af henni. The Notebook Myndin sem enginn strákur þor- ir að viðurkenna að hafa horft á nema með kærust- unni sinni. Ryan Gosling komst á kortið sem hjartaknúsari og rigningaratriðið getur framkallað tár hjá öllum, jafnvel Járnmanninum sjálfum. Myndin kennir okkur að ástin deyr aldrei, þrátt fyrir áföll í lífinu. Moulin Rouge Ein fyrir söngleikjaaðdáendur. Myndin gerist í synd- samlegu umhverfi ástarborgarinnar Parísar þar sem menn flykkj- ast á sýningar hjá hinni ómót- stæðilegu Satine, sem Nicole Kidman leikur. Ewan McGregor leikur ljóðskáldið Christian sem verður hugfanginn af henni og er hann staðráðinn í að vinna ástir hennar. Hann brýst jafnvel út í söng í einu flottasta og skemmtilegasta ástarlagi söngleikjakvikmynda. E in besta leiðin til að gleðja ástina á Valentínusar- daginn er að baka fyrir hana. Súkkulaði er ein róman- tískasta fæða sem fyrirfinnst og því er tilvalið að skella í þessar himnesku súkkulaðikökur en þær eru blautar í miðjunni og passa fullkomlega með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Innihald n Smjör eftir þörfum (til að smyrja formin) n 2 eggjarauður n 2 egg n 3 msk. sykur n 155 grömm dökkt súkkulaði, saxað n 5 msk. smjör n 4 tsk. kakóduft n 3 msk. hveiti n Hnífsoddur salt Smyrjið fjögur smáform (um 162 millilítrar hvert) með smjöri. Þeytið saman eggjarauður, egg og syk- ur í skál þar til blandan verður létt og freyðandi. Bræðið súkkulaði og smjör saman í skál (annaðhvort í örbylgjuofni eða í potti) og hrærið vel á meðan. Blandið súkkulaði- blöndunni saman við eggja- blönduna og hrærið varlega saman. Sigtið svo kakóduft, hveiti og salt út í blönduna og hrærið í deig. Blandið því næst vanilludropum út í. Skiptið deiginu jafnt á milli smá- formanna og sláið þeim svo létt niður til að fjarlægja allar loftból- ur. Setjið í kæli í 30 mínútur og hitið ofninn á meðan í 220°C. Takið formin úr kæli og setjið þau í eldfast mót. Setjið heitt kranavatn í eldfasta mótið þannig að það nái upp á um hálf smáformin. Bakið kökurnar í ofni í 15 til 18 mínútur, takið úr ofn- inum og leyfið að kólna í 15 mín- útur. Losið kökurnar úr formunum með hníf, setjið á disk og stráið flór- sykri yfir. Berið fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum. n Himnesk súkkulaðikaka Tilvalin fyrir Valentínusardaginn Rómantískt Að baka er frábær leið til að gleðja ástina á Valentínusardaginn. „Valdísardagurinn“ haldinn hátíðlega V alentínusardagurinn sem haldinn er 14. febrúar ár hvert á rætur sínar að rekja, líkt og nafnið gefur til kynna, til dýrlingsins Valentínusar. í reynd virðist þó vera nokkuð á reiki hver hinn raunveru- legi Valentínus var og telja flest- ir fræðimenn að saga hans sé sam- bland af ævi nokkurra manna auk goðsagna. Hvað sem því líður þá skipaði páfinn Gelasius I árið 496 að hátíð Valentínusar yrði haldin 14. febrúar. Það var þó ekki fyrr en á 14. öld að dagurinn fór að tengj- ast ást. Fyrsta tilvik þar sem dagur- inn var tengdur við ást er í ljóðum enska skáldsins Geoffrey Chaucer. Dagurinn komst þó fyrst á almenni- legt flug sem dagur elskenda þegar bresk póstkortafyrirtæki sáu sér leik á borði á 19. öld og fóru að auglýsa daginn sérstaklega. Hátíðin barst svo til Bandaríkjanna frá Bretlandi þar sem hún hefur notið gífurlegra vinsælda. Valdísardagurinn Segja má að á Íslandi hafi það ver- ið fyrst og fremst fyrir tilstilli einn- ar manneskju sem farið var halda upp á Valentínusardaginn. Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona hóf fljótlega eftir að hún hóf störf á Bylgjunni árið 1986 að hefja daginn til vegs og vinsælda hér á landi. Hún lést í fyrra langt fyrir aldur fram. „Sagan er í rauninni sú að hún var flugfreyja og því upplifði hún alltaf annað slagið þennan sið úti í Ameríku. Hún vildi voðalega koma þessu af stað á Íslandi. Það var nátt- úrlega bara konudagurinn og hún vildi bæta þessu við. Hún gerði alltaf rosamikið úr þessu í útvarp- inu þegar hún var á Bylgjunni á sín- um tíma. Þetta var bara kona sem elskaði Ameríku og ameríska siði. Í seinni tíð var farið að kalla þetta Valdísardaginn. Hún Valdís var að reyna að ala upp íslenska karlmenn með því að kenna þeim að gefa stelpunum eitthvað annað en blóm, það mátti alveg gefa súkkulaði eða senda kort,“ segir vinur Valdísar, út- varpsmaðurinn Siggi Hlö, í samtali við DV. Þótti ekki dagur fyrir Íslendinga Siggi Hlö segir að fljótlega eftir Val- dís fór að boða Valentínusardaginn hafi auglýsendur kveikt á perunni. „Þeir föttuðu að með því að láta hana gera eitthvað úr þessum degi fengju þeir góða athygli. Hún fór upp á sitt einsdæmi að gera eitthvað úr þessu þegar enginn, ekki einu sinni blómabændur, voru að gera eitthvað úr þessu. Þetta þótti bara ekkert dagur fyrir okkur Íslendinga eða Evrópubúa. Það er það langt síðan hún fór að byrja að hamast í þessu og hún hefur náð að koma þessu á á endanum,“ segir hann. Lofar bót og betrun Siggi Hlö segir að hann hafi verið mjög latur við að halda upp á daginn en í ár lofar hann bót og betrun. „Nú er Valdísardagurinn fram undan. Ég hef verið drullulélegur í því að halda upp á hann þó að hún hafi verið ein af mínum bestu vinkonum. Ég verð að gera eitthvað í ár, alla- vega svona til að halda þessu á lofti. Hún Valdís húðskammaði mig oft og sagði mig vera órómantískan. Þá fékk ég að heyra það en í ár ætla ég að reyna að gera eitthvað,“ segir útvarpsmaðurinn. n Valentínusardagurinn kom til Íslands í gegnum Valdísi Gunnarsdóttur „Þetta var bara kona sem elskaði Ameríku og ameríska siði. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Bráðkvödd Útvarpskonan Valdís Gunnarsdóttir lést fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein. Á Íslandi er haldið upp á Valentínusar- daginn fyrst og fremst fyrir tilstilli hennar. Mynd EInaR ÓLason Órómantískur Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö var einn besti vinur Valdísar. Hann segist ætla að reyna að halda Valentínusardeginum á lofti til minningar um hana. Mynd RÓBERt REynIsson Beauty ehfPro Bæjarflöt 8A, 112 Reykjavík - S. 893 893 2 Erum á facebook.com/hempz.harvorur Allar Hempz vörur innihalda hreina og lífræna olíu (organic), sem fengin er úr fræi Hempz jurtarinnar sem er stútfullt af vítamínum. Olían er sú ríkasta í náttúrun ni af Omega 3 og Omega 6 fitusýrum og öðrum næringa r- efnum. Hempz vörurnar eru án þekktra skaðlegra efna eins og paraben, glútens og súlfats.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.