Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 14.–17. febrúar 20142 Rómantík 1 Upavistha Konasana (Fótateygja) Þessi stelling bætir blóð- flæði til kynfæranna og eykur orku og úthald. 2 Salamba Sarvangas- ana (Axlastaða) Neðri helmingur líkamans er líklegri til þess að líða fyrir lélegt blóðflæði. Þessi staða og að standa á höndum reyndist einstaklega hressandi fyrir ástarlífið. Þá róar stellingin hugann og á að vera til þess að koma meltingu á hreyfingu. Þetta er ein af þeim stöðum þar sem við setjum hjartað fyrir ofan höfuðið. 3 Balasana (Fósturstelling) „Margir eru svo fastir í hugsunum sínum að þeir tengjast ekki líkama sínum,“ segir Ellen Barrett jógakennari. Þessi stelling fær fólk til þess að vera í núinu og slaka á. Að vera í núinu segir Ellen lykilinn að því að lifa betra kyn- lífi og eiga í innihaldsríkari samskiptum. 4 Utthan Pristhasana (Eðlan) „Eðlan er frábær til að losa up mjaðmir,“ segir Tara Stiles jógakennari. „Taktu langa og djúpa andardrætti.“ 5 Eka Pada Rajaka- potasana (Dúfan) Ef þið finnið fyrir mikilli spennu í mjöðmum er þessi staða virkilega góð. Gott er að reyna að halda stöðunni í 10 langa andardrætti. 6 Adho Mukha Svanasana (Hundur) Þessi staða róar hugann og vekur líkamann til lífsins. 7 Garudasana (Örninn) Þessi stelling þykir sumum erfið en hún margborgar sig. Þegar losað er um stellinguna flæðir blóðið til neðri hluta líkamans. 8 Setu Bandha Sarvangasana (Brúin) Æfingar sem styrkja vöðvana í kringum kynfærin voru fyrst hugs aðar til þess að bæta úr þvagleka og vandamálum tengdum þvagfærum. En seinna þótti ljóst að æfingarnar þóttu hafa góð áhrif á fullnægingar. Reynið að halda stöðunni eins lengi og þið getið. 6 Halasana (Plógurinn) Streita gerir kynlíf jafn spennandi og heimsókn til tannlæknis þótt ást og atlot gætu verið einmitt það sem dregur úr streitu. Þessi stelling eykur blóðflæði til líkamans og þá er horft til mjaðma sem gerir hana máttuga þegar kemur að því að losa um streitu og kveikja áhuga á kynlífi. E f ástarlífið hefur látið á sjá þá gæti verið þjóðráð að bæta mataræðið og fara í jóga. Rannsóknir gefa til kynna að iðkun jóga geti haft góð áhrif á kynlífið. Í The Journal of Sexual Medi cine er sagt frá rannsókn þar sem konur sem upplifðu áhugaleysi um kynlíf tóku upp ástundun jóga. Eftir nokkurra vikna ástundun fundu konurnar fyrir miklum breyting- um á ástarlífinu, örvuðust frekar og fengu kraftmeiri fullnægingar. Þá hafa tengsl matar og örvunar töluvert verið rannsökuð en sannað þykir að ákveðinn matur hafi áhrif á efnaskipti líkamans með lostafullum hætti. Þorbjörg Hafsteinsdóttir nær- ingarþerapisti og Anna Margrét Sig- urðardóttir, jógakennari hjá Yoga Shala, hafa leitt saman hesta sína og kenna fólki að komast í betra jafn- vægi og öðlast meiri orku með að- ferðum jóga og góðu mataræði og þótt að aðferðir þeirra séu heild- rænni þá taka þær vel eftir tengslum bætts mataræðis og ástundun jóga á ástina og kynlífið. Opnað á hjartað „Það sem við upplifum er að það opnast mikið á hjartað. Um leið og þú opnar á hjartastöðina, þá opnar þú á kærleikann. Á námskeiðum okkar í Yoga Shala sjáum við marga einstaklinga ná mikilli vellíðan hvað þetta varðar. Það nálgast maka sinn og fjölskylduna á opnari og nánari hátt en áður,“ segir Anna Margrét. „Dagsdaglega lokar fólk á kærleik- ann í sinni rútínu. Það lætur axlirn- ar síga við skrifborðið og situr lengi í lokaðri stöðu. Þá byrgir það hjart- að svolítið inni. Í jóga getum við not- að margvíslegar stellingar ásamt andardrættinum til þess að opna fyrir tilfinningar. Þegar við erum í joga er góð hugmynd að leyfa hjart- anu að leiða okkur inn í allar stöð- ur og með því gefið hausnum örlítið minna vægi, við getum sett hjartað fyrir ofan hausinn, þrýst brjóstinu fram og axlirnar niður og losað um spennu í mjöðmum. Það losnar um hnúta og svo sannarlega spilar þetta allt saman, það er til ógrynni af rann- sóknum sem sýna fram á að jóga bætir kynlífið og hefur góð áhrif á til- finningar og samskipti.“ „Þegar næring og hreyfing koma saman á þennan hátt er það mjög máttugt,“ segir Þorbjörg. „Við getum örvað líkamann til heilsu með mörg- um leiðum, ég geri það með réttu mataræði og jurtum og Anna gerir það með hreyfingum og önduninni. Þetta vinnur svo vel saman og er í raun aldagamlar og heimspekilegar aðferðir, falleg leið til sjálfsræktar.“ Sykur slekkur á kynhvöt Þorbjörg nefnir dæmi um fæðu- tegund sem hefur slæm áhrif á líð- anina. „Sykur slekkur á kynhvötinni, við getum minnkað sykurneysluna og kveikt á hvötum okkar aftur og fundið aðrar fæðutegundir sem eru vel til þess fallnar. Anna Margrét getur svo kennt hreyfingar sem losa um tilfinningar tengdum kynhvöt. Þetta er lítið dæmi um það hvernig Betra kynlíf og meiri nánd n Hægt að bæta ástarlífið með jóga og góðu mataræði n Kærleikurinn leystur úr læðingi Jógastellingar sem bæta kynlífið má vinna saman að einu markmiði,“ segir Þorbjörg. Í bók sinni Níu leiðir til lífsorku segir Þorbjörg að þjálfa megi ástríðunu með ákveðnu mataræði og bætiefnum. „Ef ástríðuna hefur lengi skort eða þú hefur aldrei upp- lifað hana, þarftu sálræna startkapla. Þú þarft að vakna og verða meðvituð um hvað þú þráir og hefur ástríðu fyrir,“ segir Þorbjörg og segir fólk loka á aðganginn að ástríðunni ef heilinn er brúnaður í sykri, ruslmat og rusl- hugsunum. „Heilinn finnur hvorki einbeitingu, skilning, löngun til nándar eða kynferðislega löngun ef hann getur ekki framleitt þau tauga- boðefni sem þarf til.“ Í bók Þorbjargar er að finna upp- skrift að súkkulaðikaffibollakökum sem tilvalið er að skella í á degi ástar- innar. Í þeim er anís, chili, súkkulaði og kaffi. Allt kynörvandi fæða. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Matur sem kveikir á ástríðu n Möndlur - innihalda amínósýruna arginin sem sér fyrir streymi á kynnæm svæði. n Lárperur – Aztekar kölluðu lárperu- tréð „eistnatréð“ og töldu ávöxtinn hafa kynörvandi áhrif. n Bættu á þig furuhnetum, ananas, banönum, gulrótum, kaffi, jarðarberjum, graskersfræjum, fíkjum, hvítlauk, ostrum, hunangi, trufflum og truffluolíu. Krydd sem kveikja á ástríðu n Anís, basílika – lyktin ein örvar skynfærin til lífsins. n Chili- og cayenne-pipar – gott fyrir getuna. n Kóríander, fennika, lakkrísrót, sinnepsfræ, múskat, kanill, vanilla, súkkulaði. Súkkulaðikaffibollakökur n 250 g döðlur n 125 g smjör, kókossmjör eða kókosolía n 100 g dökkt súkkulaði, 80% n 2 dl sjóðandi vatn n 1 tsk. vanilluduft n 1 dl espresso eða 2 msk. lífrænt skyndikaffi og 1 dl sjóðandi vatn til að leysa það upp í n 2 tsk. chili n 1 tsk. lakkrísrótarduft n 1 tsk. vínsteinslyftiduft n 4 tsk. malaður stjörnuanís eða fennikufræ n 2 egg n 300 g heslihnetur n 2 eggjahvítur Krem n 100 g dökkt súkkulaði n 1 msk. kókosolía n 1 msk. sterkt kaffi eða skyndikaffi hrært út í sjóðandi vatni Settu döðlur, vanillu, súkkulaði og vatn í blandarann og láttu ganga þar til áferðin er mjúk og kremkennd. Settu deigið í skál og gættu þess að ekkert verði eftir. Settu allt krydd, lyftiduftið og kaffið saman við. Hrærðu eggin út í. Malaðu heslihnet- urnar í mjöl og settu saman við. Þeyttu eggjahvíturnar stífar og bættu í deigið. Settu deigið í múffuform eða kökuform eftir smekk. Bakað við 180°C í forhituðum ofni í 40 mínútur ef þú ert með múffur og 55–60 mínútur ef þú ert með kökuform. Athugaðu með prjóni hvort kakan sé bökuð. Ef deig er á prjóninum þarf hún lengri tíma. Krem Bræddu súkkulaði í vatnsbaði. Bættu olíu og kaffi saman við. Skreyttu kökuna með herlegheitunum og láttu kremið stífna áður en þú berð fram. „Þú þarft að vakna og verða meðvituð um hvað þú þráir. Jóga og mataræði fyrir ástina Vel má efla kynlífið og ástina með aðferðum jóga og breyttu mataræði, segja Þorbjörg og Anna Margrét. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.