Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 11
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Fréttir 11
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin.
Kenna heilsumark-
þjálfum að græða
n Júlía lærði hjá Holistic MBA n Bjóða ókeypis kennslumyndbönd en rándýr námskeið
F
imm auðveldar leiðir til að fá
viðskiptavini.“ Auglýsing með
þessum texta birtist á heima
síðu Holistic MBA, sem er
viðskiptaþjálfun fyrir heilsu
markþjálfa. Á síðunni stendur raun
ar að þjálfunin sé sú áhrifaríkasta í
öllum heiminum og að hún sé fyr
ir heildræna frumkvöðla sem vilji
byggja upp fyrirtæki sem skapa pen
ing og þjóna bæði þeim og heimin
um. Þjálfararnir, Stacey Morgenstern
og Carey Peters, segjast glaðir vilja
deila upplýsingum um hvernig mark
þjálfar eigi að öðlast nægt sjálfstraust
til að þjálfa viðskiptavini sína og
hvernig best sé að fá fólk til að kaupa.
Í síðustu viku greindi DV frá
heilsumarkþjálfanum Júlíu Magnús
dóttur, sem auglýsir ókeypis fjarnám
skeið á heimasíðu sinni. Þannig fær
hún líklega viðskiptavini
til þess að hlusta á
hana og býður þeim
svo upp á fjarþjálf
un í sex mánuði.
Ekkert verð er að
finna á heimasíðu
Júlíu, og hún upplýs
ir ekki um það fyrr
en rétt í lokin þegar
hún sendir samning
til viðskiptavinar
ins. Þar kemur fram
að þjálfunin kosti
tæplega 400 þúsund
krónur.
Frá núlli upp í sex stafa tölur
Á heimasíðu þeirra er ekki að finna
verð á því sem þær Stacey og Car
ey bjóða upp á, en þar er tengill sem
er kallaður „Programs.“ Sé smellt á
hann opnast síða þar sem fyrirsögnin
er „Ókeypis myndbandsþjálfun sýn
ir … Hvernig á að finna viðskiptavini,
klára samninga og þjálfa með sjálfs
öryggi.“ Því næst kemur myndband
þar sem þær Stacey og Carey segja
frá því hvernig þeim tókst að stór
auka tekjur sínar og að þær vilji deila
sínum aðferðum ókeypis í þessari
myndbandsþjálfun. Einnig kem
ur fram að hún sé tekin beint upp
úr fjögurra mánaða námi sem þær
bjóða upp á fyrir heilsumarkþjálfa,
„sem vilja fara úr því að vera sprota
fyrirtæki í að telja tekjur sínar í sex
stafa tölum eins og atvinnumenn.“
Fjarnámskeið fyrir hálfa milljón
Til þess að fá aðgang að þessu þarf
aðeins að skrá nafn og netfang, og
myndböndin birtast. Þar er vissu
lega boðið upp á alls kyns leiðbein
ingar, en að mestu tala þær stöllur
um reynslu sína og þeirra sem hafa
sótt námskeiðin hjá þeim. Þær bjóða
hins vegar upp á svokallað „Core“
námskeið, þar sem nemendur fá
12 myndbönd á fjögurra mánaða
tímabili auk þess sem hópurinn hitt
ist á fjarfundum átta sinnum yfir
tímabilið. Slík þjálfun kostar tæpa
hálfa milljón, en hægt er að fá einka
kennslu og kostar þjálfunin þá tæp
lega 750 þúsund krónur. Þær stöllur
sjá ekki sjálfar um einkakennsluna,
heldur leggja það í hendur þjálfara
sem þær hafa valið sjálfar. Ekki er
einfalt að finna verðið á þjálfuninni
og þarf að smella á nokkra tengla sem
leiða viðkomandi í gegnum alls kyns
upplýsingar um ágæti hennar.
Júlía lærði hjá Holistic MBA
Júlía virðist hafa lært þessa tækni
hjá þeim Stacey og Carey, því hún
er merkt inn á mynd á Facebook
síðu Holistic MBA. Hún fór þá út til
Bandaríkjanna á þriggja daga ráð
stefnu, þar sem heildrænir frum
kvöðlar hittast og farið er yfir þá
hluti sem Holistic MBA kennir. Ekk
ert kemur fram um hvað þátttaka í
slíkri ráðstefnu kostar á heimasíðu
Holistic, en nú þegar er orðið uppselt
á næstu ráðstefnu.
Aðferðir Júlíu eru nauðalíkar því
sem þær Stacey og Carey kenna, en
þar á meðal er hvað skal gera ef við
skiptavinurinn segir nei og vill ekki
kaupa. Í tölvupósti sem Júlía sendi
einum slíkum, segist hún vilja virða
áhyggjur viðkomandi, sem segist ekki
hafa peninga til þess að eyða í þjálf
un hennar. Þrátt fyrir það segir Júlía í
lokin að hún vilji bóka símtal við við
komandi, sem hefur þá þegar neitað.
Eftir að viðskiptavinurinn skráði sig
af póstlistanum fékk hann þó áfram
tölvupóst, merktan með sínu nafni.
Þar kemur fram að viðkomandi hafi
tækifæri til að tilheyra sérstökum
hópi sem fær að vera með í þjálfun
hjá henni, en aðeins takmarkaður og
útvalinn hópur kemst að.
Ekkert eftirlit
Hjá embætti landlæknis fengust þær
upplýsingar að í bígerð sé heimasíða
með upplýsingum um ráðgjöf fyr
ir fólk sem vill breyta mataræði og
auka hreyfingu. „Embætti landlækn
is hefur eftirlitsskyldu með heilbrigð
isstarfsfólki og heilsumark þjálfar
eru ekki löggildir. Til eru starfsreglur
fyrir heilbrigðisstarfsfólk, siðareglur
og annað en þegar kemur að starfs
stéttum sem eru ekki löggildar þá
ná engin eftirlitslög yfir þau. Þetta er
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
Júlía heilsumarkþjálfi Auglýsir ókeypis fjarnámskeið en innheimtir svo háa fjárhæð fyrir sex
mánaða þjálfun. Því svipar mjög til þess sem Holistic MBA gerir með sín námskeið.
„Fimm
auðveldar
leiðir til að fá
viðskiptavini
stórt vandamál,“ segir Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifa
þátta heilbrigðis hjá embætti land
læknis. n
Holistic MBA Þær Stacey Morgenstern og Carey Peters kenna heilsumarkþjálfum hvern-ig best sé að ná í viðskiptavini og hvernig snúa megi þeim sem vilja ekki kaupa.
Ráðstefna Á vegum Holistic MBA. Mynd AF FAcEBoo
k