Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Þetta var fyrir fullorðið fólk Hann þekkir ekkert annað en að líða illa Ég held að mín fyrri störf nýtist einmitt vel Nakti maðurinn segist hafa gleymt lykilorðinu að síðunni. – DV.is Sæunn Stefánsdóttir var ráðin forstöðumaður. – DV Flóttinn úr frostinu U ndanfarna áratugi hafa frystitogarar verið stór og arðbær hluti af íslenska fiskiskipaflotanum. Ævin- týraleg afkoma hefur verið af þessum skipum sem framleiða eitthvert besta hráefni sem borið er að landi. Sjómenn á frystitogurun- um hafa í samræmi við störf sín og afrakstur haft gríðarlega há laun. Allt frá því Skagstrendingar ákváðu að breyta togara sínum, Örv- ari HU, í frystiskip hefur þessi útgerð verið við lýði. Þekktasta skipið var Akureyrin EA sem Samherjafrænd- ur breyttu í fiskiskip eftir að hafa keypt aflóga togara á Suðurnesjum. Með útgerð Akureyrarinnar var lagð- ur grunnur að stærsta útgerðarfé- lagi Íslands, Samherja. En nú virðist ævintýrið vera úti. Hver útgerðin af annarri hættir útgerð frystitogara. Örvar, arftaki fyrsta frystitogarans, var seldur til Rússlands og kvótan- um komið á önnur skip. 30 manna áhöfn missti vinnuna. Frystitogarinn Þór frá Hafnarfirði hlaut sömu örlög þegar eigendur Stálskipa ákváðu að hætta útgerð og snúa sér að fast- eignakaupum. 40 sjómenn standa eftir á bryggjunni. Brim ehf., sem er sérhæfð útgerð frystitogara, hefur einnig brugðist við með því að flagga út tveimur frystitogurum sínum. Tvær Reykjavíkurútgerðir, Grandi og Ögurvík, hafa einnig lagt frystitog- urum sínum. Hátt á annað hundrað sjómenn eru í sárum og afkoman í uppnámi. Þessi staða er í raun grafalvarleg. Útgerðarmenn frystitogara hafa bent á mismunum þar sem kemur að veiðigjöldum. Fisktegundir sem eru frystar úti á sjó eru með hærri þorskí- gildisstuðul en tegundir sem unnar eru í landi. Þar af leiðandi leggj- ast hærri veiðigjöld á fiskitegund- ir sem unnar eru á hafi úti. Skip sem veiða uppsjávarfisk sleppa mun bet- ur frá álögum en frystitogararnir sem borga há veiðigjöld. Himinn og haf er á milli veiðigjalda sem leggj- ast á ísfisktogara eða þá sem frysta fisk á hafi úti. Sem dæmi þá þarf út- gerð frystitogara sem veiðir karfa að greiða 10 prósent af verðmæti hans í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld á meðan ferskur fiskur í landvinnslu ber jafnvel helmingi lægri gjöld. Enn ein skýring er væntanlega sú að þorskur, sem oft er uppistaða afla skipanna, selst hærra verði ef hann er fluttur ferskur úr landi. Þannig hefur markaðurinn breyst. Þriðja dæmið um mismunun er afsláttur af veiðigjöldum sem ræðst af flóknum reglum og enginn virðist hafa fulla yfirsýn yfir. Milljörðum er þar létt af einstökum útgerðum. Það er ljóst að útgerðarmenn frystitogara eru að leggja skipum sín- um vegna þess að afkoma útgerð- anna er í uppnámi. Þessu fylgir ekki aðeins atvinnumissir hundraða sjó- manna sem borga ekki lengur háa skatta til samfélagsins. Gat mynd- ast í útgerðarmynstri Íslendinga. Reynslan og getan til að fiska og frysta á hafi úti glatast. Tekjumöguleikar þjóðarbúsins minnka vegna þess að sumar veiðar í úthafinu ganga ekki upp nema með þessum skipum. Tegundir á borð við karfa og grálúðu verða ekki eins verðmætar ef þær eru veiddar af skipum sem landa fersk- um fiski. Og í einhverjum tilvikum verður ekki geta til að veiða fiskinn sem þá mun synda um, engum til gagns. DV gerði úttekt af þessum mál- um. Þá kom í ljós að fleiri útgerðar- menn eru að hugsa sinn gang og hyggjast leggja frystitogurum sínum. Þeirra á meðal er Hrafn í Grinda- vík sem Þorbjörninn hf. gerir út. Stjórnvöld hljóta að rýna í ástæður þess að svo stórt skarð er að mynd- ast í útgerðarflóru Íslands. Sú stað- reynd að veiðigjaldið leggst þyngra á frystitogaraútgerðir en aðra er óár- an af mannavöldum. Menn verða að skoða þessi þessi mál af alvöru og grípa til aðgerða ef mögulegt er til að stöðva þessa þróun. Það er í rauninni furðulegt að svona skuli komið. Lík- leg skýring er sú að fólkið í landinu hefur ekki trúað útgerðarmönnum sem sumpart hafa gengið fram af ósvífni undir harðlínufána Lands- sambands íslenskra útgerðarmanna. Menn hafa hallast að því að mótmæli þeirra væru áróður til að ná í meiri gróða. Þarna væri sem sagt auð- valdið gegn fólkinu. Auðmenn gegn sjómönnum. En nú blasir alvaran við þegar frystitogararnir hverfa einn af öðr- um og eftir standa atvinnulausir sjó- menn. Það er útilokað að útgerðar- mennirnir sem þurfa að segja upp áhöfnum sínum geri það af öðrum ástæðum en þeim að hagur fyrir- tækja þeirra sé í uppnámi og þeir sjái sig tilneydda til að bregðast við með því að leggja niður útgerðina eða gjörbreyta henni. Það er nauðsyn- legt að sjávarútvegsráðherra og aðrir áhrifamenn girði sig í brók og greini vandann og bregðist við áður en það verður alltof seint. Það er ekkert lát á flóttanum úr frostinu. n Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Sjónvarp ársins Friðrik Friðriksson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins, getur verið hæstá- nægður með árangurinn undan- farið. Upplýst hefur verið að 5.000 heimili hafi keypt áskrift að stöðinni í tengslum við Biggest Loser-þættina sem eru klárlega sjónvarpsviðburður ársins. Þættirnir ganga út á það að fólk í ofþyngd nær tökum á sínum mál- um. Dæmi eru um að einstak- ir keppendur hafi misst 12 kíló á einni viku og þjóðin fylgist gap- andi með. Bjarni bíður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haldið sig til hlés í lekamálinu sem leggst af fullum þunga á Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkis- ráðherra. Ljóst er að formaður- inn hefur ekki mikinn áhuga á að koma undirmanni sínum til hjálpar. Það skýrist hugsan- lega af öðru lekamáli sem átti sér stað í kosningabaráttunni þegar gerð var skoðanakönnun sem sýndi yfirburðastuðning við Hönnu Birnu á formannsstól. Gísli Freyr Valdórsson, núverandi aðstoðarmaður ráðherrans, og félagar hans á Viðskiptablað- inu birtu könnunina. Minnstu munaði að Bjarni þyrfti að víkja en hann snéri taflinu sér í hag á elleftu stundu í frægu sjónvarps- viðtali. Hanna Birna lýsti ekki yfir stuðningi við formanninn fyrr en ljóst var að hann var sloppinn úr háskanum. Gillz malar gull Egill „Gillzenegger“ Einarsson má vel við una aðsókn að Lífsleikni Gillz fyrstu sýningardagana. Myndin sló á ein- hvern mælikvarða met þegar þús- undir bíógesta þyrptust til að berja hana aug- um. Myndin átti upphaflega að verða sjónvarpsþáttasería sem Stöð 2 ætlaði að sýna. Eigend- ur 365 gripu í taumana og úr varð bíómynd sem malar nú gull fyrir Sigmar Vilhjálmsson og aðra eigendur Stórveldisins. Þögull blaðamaður Egill Helgason sjónvarpsmaður bendir í pistli á stöðu blaða- mannanna á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu sem halda hlífi- skildi yfir þeim sem lak frægu minnisblaði inn- anríkisráðuneyt- isins. Ljóst má vera að Andri Karl, blaðamaður Moggans, sem skrif- aði umrædda grein ætti að hafa svarið. „Ég sem nokkuð gamal- reyndur blaðamaður fæ ekki skil- ið að sá sem sendi minnisblað um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla eigi skilið að njóta verndar eins og heimildarmenn blaðamanna – hvað þá uppljóstr- arar,“ skrifar Egill. Í kjölfar efnahagshrunsins var gríðarlegum halla á fjárlögum rík- isins mætt með aðgerðum til að rétta ríkisbúskapinn af. Þetta var gert með blöndu af skattahækkun- um annars vegar og niðurskurði hins vegar. Niðurskurðurinn var sárs- aukafullur og í ljós hefur komið að í sumum tilvikum var of langt geng- ið. Nefni ég þar heilbrigðiskerfið sem varð fyrir svo miklu tjóni að enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Hugsunin var engu að síður sú að reyna að koma í veg fyrir niðurbrot; að greinin yrði sveigð en ekki brot- in svo samlíking sé notuð. Því miður brotnaði hins vegar margt. Það hefur nú komið berlega í ljós. Mannfækk- un á Landspítalanum einum nam á milli fimm og sex hundruð störfum auk þess sem tækjakostur drabbað- ist niður. Niðurskurður er ekki hagræðing Fyrir þjónustuna við sjúklinga var þetta að sjálfsögðu slæmt að ógleymdu því fólki sem missti at- vinnu sína og þar með lífsviður- værið. Í þessum aðgerðum var þó reynt að komast hjá einu: Að niður- skurðurinn yrði til þess að stuðla að markaðsvæðingu kerfisins eða auka kostnað sjúklinga. Þar greinir á milli hægri stefnu og vinstri stefnu. Við reyndum að forðast – alla vega sum hver – að kalla þetta hag- ræðingu. Þetta var niðurskurður og átti ekki að kallast neitt annað. Hvorki þá né nú. Og nú er skorið niður í stjórnsýsl- unni. Beitt gamalli reglustrikuaðferð. Skorið niður óháð málefni eða öðr- um tilgangi en þeim einum að fækka fólki og rýra kjör. Niðurlæging Að vísu segja mannauðssér- fræðingar, sem svo eru kallaðir af illskiljanlegum ástæðum, að reynt sé að útfæra þessar aðfarir af fag- mennsku. Í nafni mannauðsvísinda er fólki miskunnarlaust sagt upp störfum, starfshlutfall skert og fólk þannig niðurlægt út í hið óendan- lega. Allt í nafni mannauðs og hag- ræðingar! Hræddur er ég um að þetta standist illa skoðun. Í Ríkisútvarpinu var margt besta fólkið rekið og sagt að snauta heim. Aðrir eru lækkaðir í launum þvert á samninga og hefð. Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir hvað slíkt þýðir fyrir venjulega fjölskyldu sem á í basli við að borga af húsnæðisskuldum sínum? Ríkisstjórnin réttlætir gjörðir sín- ar með hagræðingartali en aðfarirnar sýna ásetninginn. Og í bloggheimum tekur fólk undir – eflaust velmein- andi sumt hvert – og hvetur niður- skurðarfólkið til dáða. Um að gera að fækka opinberum starfsmönnum! Um að gera að reka þá sem flesta. Varla batnar þjónustan Um leið krefst fólk góðrar þjónustu frá hinu opinbera, ætlast til þess að ráðuneytin hafi yfirsýn yfir starfsemi þeirra málaflokka sem undir þau heyra og tryggi ráðdeild í ráðstöfun opinbers fjár. Ýmsir veikleikar hafa verið opinberaðir í hjarta íslenskrar stjórnsýslu undanfarin ár, s.s. veik- leikar í eftirliti með fjármálamörk- uðum, mengunarmálum og matvæl- um. Það ætti að vera keppikefli að efla Stjórnarráðið til að sinna stefn- umarkandi hlutverki sínu og eftir- fylgni. Handahófskenndar uppsagn- ir innan ráðuneyta hafa því miður óveruleg jákvæð áhrif á fjárhag rík- isins, en gætu haft veruleg niðurrifs- áhrif og sýna auk þess algjört stefnu- leysi í umbótamálum og hagræðingu í opinberum rekstri. Væntanlega þarf þá að vera starfs- fólk sem sinnir þessum málum. Eða hvað? Eða er meiningin að útvista öllum þessum verkefnum? Það yrði að vísu dýrara fyrir skattgreiðendur, þarf ekki að ræða það? Áður en gengið er til samninga! Þarf verkalýðshreyfingin ekki að ræða þetta í komandi kjarasamning- um? Þurfa samtök opinberra starfs- manna ekki að hreyfa sig ögn? Þarf ekki að setja hnefann í borðið áður en yfirleitt gengið er til samninga? Á að líða það að vaðið sé yfir fólk á skítugum skónum? Byrjum á að kalla hlutina réttum nöfnum. Niðurskurðurinn í stjórn- sýslunni hefur ekkert með hag- ræðingu að gera, og byggir ekki á neinni virðingu fyrir mannauði. Þvert á móti, mannfyrirlitningu í verki. n „Þarf ekki að setja hnefann í borðið áður en yfirleitt gengið er til samninga? Á að líða það að vaðið sé yfir fólk á skítugum skónum? „Hátt á annað hundrað sjó- menn eru í sárum Þau kalla það hagræðingu að reka fólk Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari Sonur Huldu Valdísar Önundardóttur er með ógreindan sjúkdóm. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.