Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 25.–27. febrúar 2014
J
ón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir
og eiginmaður aðaleiganda
fjölmiðlafyrirtækisins 365, var
krafinn um meira en 300 millj
ónir króna í skatt vegna eins
milljarðs króna sem eignarhalds
félagið Fons millifærði inn á persónu
legan reikning hans fyrir hrunið 2008.
Þetta herma heimildir DV. Jón Ásgeir
er sagður hafa greitt skattinn en jafn
framt er tekið fram að hann hafi verið
ósáttur við að þurfa að greiða hann.
Atburðurinn átti sér stað í desember
síðastliðinn.
Embætti ríkisskattstjóra endur
áætlaði umræddar skattgreiðslur á
Jón Ásgeir og krafði hann um endur
greiðsluna. Jón Ásgeir getur í kjölfarið
kært niðurstöðu ríkisskattstjóra til yfir
skattanefndar eða farið með málið
fyrir dómstóla. Í síðustu viku féllu tveir
dómar í Hæstarétti þar sem tveir fjár
festar, Einar Sveinsson og Kristinn Þór
Geirsson, voru dæmdir til að endur
greiða íslenska ríkinu skatt vegna við
skipta sinna á árunum fyrir hrunið
2008.
DV sendi Jóni Ásgeiri Jóhannes
syni fyrirspurn um skattgreiðsluna í
tölvupósti en hann svaraði henni ekki.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri
segist ekki geta svarað því hvort Jón
Ásgeir hafi verið krafinn um skattinn
eða ekki. „Við tjáum okkur aldrei um
málefni einstakra framteljenda. Al
mennt séð get ég hins vegar sagt að
menn eru bara í eftirliti hérna.“
Formúlumilljarður í júlí 2008
Fons millifærði milljarðinn inn á
reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
í júlí 2008. Lánið var svo afskrifað í
bókhaldi Fons þrátt fyrir að það væri
ekki á gjalddaga fyrr en árið 2012.
Tveimur vikum eftir að millifærslan á
milljarðinum átti sér stað gerði Fons
samkomulag við eignarhaldsfélag
Jóns Ásgeirs, Þú Blásól ehf., um að
milljarðurinn væri lán sem nota ætti til
að borga auglýsingar bresku leikfanga
verslunarinnar Hamleys á bílum og
flutningatækjum Williamsformúlu
liðsins. Þrotabú Fons höfðaði riftunar
mál út af millifærslunni þar sem talið
var um fjármunirnir hefðu verið gjöf.
Lögmaður Jóns Ásgeirs, Sigurður
G. Guðjónsson, hefur sagt í samtali við
DV að ekki hafi verið um gjöf að ræða
til Jóns Ásgeirs. „Þeir eru að reyna að
rifta þessu sem gjafagerningi […] Ef
svo ólíklega fer að þeir nái að sanna
að þetta hafi verið gjöf til Jóns þá er nú
gjöfum ekki rift nema hægt sé að sýna
fram á að aðilinn hafi orðið ógjald
fær vegna gjafarinnar eða hafi verið
ógjaldfær fyrir. Hvorugt á við um Fons
sem fékk 12–13 milljarða frá Iceland
keðjunni inn á reikninginn sinn og var
með sterka stöðu á þessum tíma.“
Þú Blásól ehf. hefur ekki skilað
ársreikningi síðan árið 2007 og því er
ekki hægt að sjá hvort milljarðurinn
er bókfærður í honum eða ekki. Þar
af leiðandi beindist riftunarmál Fons
að Jóni Ásgeiri persónulega en ekki
Þú Blásól ehf. Riftunarmál þrotabús
Fons gegn Jóni Ásgeiri bíður meðferð
ar í dómskerfinu og verður tekið fyrir
síðar á þessu ári.
Kært til sérstaks saksóknara
Milljarðurinn sem fór frá Fons til Jóns
Ásgeirs var hluti af fjögurra milljarða
króna fjármögnun á Williamsliðinu
sem Jón Ásgeir Jóhannesson og
Baugur stóðu fyrir árið 2008. Sumarið
2008 gaf Glitnir út fjögurra milljarða
króna bankaábyrgð út af þessari fjár
mögnun en þá hafði dregist að fjár
magna viðskiptin frá því að samning
ur um þau var gerður í janúar 2008.
Um var að ræða breskt dótturfélag
Baugs, Sports Investment, sem ætlaði
að fjárfesta í Williamsliðinu fyr
ir fjóra milljarða króna og gekkst Jón
Ásgeir Jóhannesson í persónulegar
ábyrgðir vegna þessara viðskipta.
Fjármögnunin á viðskiptunum
gekk hins vegar hægar en til stóð
og því hljóp Glitnir undir bagga
um sumarið 2008. Í janúar í fyrra,
árið 2013, kærði slitastjórn Glitn
is veitingu bankaábyrgðarinnar til
sérstaks saksóknara vegna gruns
um meint umboðssvik. Fréttablaðið
greindi frá kærunni í febrúar í fyrra.
Kæran beindist ekki að neinum
einstaklingi persónulega heldur var
því erindi beint til embættisins að
það skoðaði þau sérstaklega. Málið
er til meðferðar hjá sérstökum sak
sóknara.
Notað upp í yfirdráttarskuld
Í ákæru sérstaks saksóknara gegn
Jóni Ásgeiri í Aurummálinu svokall
aða kemur fram að hann hafi notað
hluta af milljarðinum frá Fons til að
greiða 705 milljóna króna yfirdrátt
arskuld sína við Glitni. Samkvæmt
þessu þá rann milljarðurinn frá Fons
ekki til fjárfestingar í Williamsliðinu
heldur til Jóns Ásgeirs persónulega.
Jón Ásgeir hefur nú verið krafinn
um skattgreiðslu af þessum milljarði
og herma heimildir DV að hann hafi
staðið skil á henni, líkt og áður segir.
Lögmenn Jóns Ásgeirs komu að mál
inu fyrir hans hönd enda var hann
ekki sáttur við þá ákvörðun ríkis
skattstjóra að krefja hann um skatt
inn aftur í tímann. Jón Ásgeir getur
nú ákveðið að fara með málið til yf
irskattanefndar eða beint til dóm
stóla. Þriggja mánaða kærufrestur er
Yfirlýsing Jóns Ásgeirs
Um fjárfestinguna í Williams-liðinu í febrúar í fyrra:
„Þetta mál er algjörlega fráleitt frá hendi Slitastjórnar Glitnis;
A) Verulegar fjárhæðir voru greiddar til Willams án þess að hlutur fengist afhentur og
það er klárt að greiðslur færu til Willams sem átti að afhenda hluti í samræmi við það. Ef
eitthvað er stendur út af þá stendur það upp á Willams.
B) Á fundi með Slitastjórn í London 2011 bauðst ég til að hjálpa þeim að klára þetta mál
með því að tala við Willams og fá þá til að falla frá þessari vitlausu kröfu. Slitastjórn
Glitnis tók því fálega og þáði aldrei aðstoð mína í þessu máli.
C) Willams hefur aldrei höfðað mál á mig persónulega út af þessu. Hvers vegna hafa þeir
ekki gert það ef lýsing Slitastjórnar á málinu er rétt?
D) Willams liðið er skráð í Kauphöllinni í Frankfurt og er markaðsverðmæti þess 229
milljónir EURO.
Þetta er í alla staði sérkennilegt mál og lítur út fyrir að vera ómerkilega tilraun
Slitastjórnar Glitnis við að beina athyglinni frá því moldviðri sem hún er nú stödd í vegna
umræðu um himinn há laun sem þau hafa skammtað sér á síðustu árum. Laun sem eiga
sér engin fordæmi í íslensku samfélagi í dag.“
Jón Ásgeir
krafinn
um skatt
af millJarði
n Milljarðurinn frá Pálma í Fons dregur dilk á eftir sér n Ósáttur við að þurfa að borga skattinn
Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskatt-
stjóra hefur embættið innheimt háar
fjárhæðir á hverju ári á síðustu árum eftir
endurskoðun á skattframtölum. Meðal
annars er um að ræða endurákvarðanir
vegna viðskipta sem áttu sér stað á
árunum fyrir hrunið 2008. Samkvæmt
ríkisskattstjóra hefur embættið gert
breytingar á skattgreiðslum aftur í tímann
upp á 5,8 milljarða árið 2010, 5,9 milljarða
króna árið 2011 og 7,9 milljarða árið 2012 og
árið 2013 voru það 12,4 milljarðar. Um er að
ræða endurákvarðanir á skattgreiðslum
þar sem einstaklingar og lögaðilar eru
krafðir um skattgreiðslur sem þessir aðilar
hefðu átt að standa skil á.
Stundum una menn niðurstöðu
ríkisskattstjóra en stundum ekki. Þá geta
þeir sem endurákvarðað hefur verið hjá
annaðhvort kært niðurstöðuna til yfir-
skattanefndar eða farið beint til dómstóla.
Í síðustu viku var til dæmis sagt frá því
að Einar Sveinsson fjárfestir hefði tapað
máli í Hæstarétti vegna endurákvörðunar
upp 119 milljónir króna sem var tilkomin
vegna tilraunar hans til að reyna að forðast
að greiða skatt af söluhagnaði af hluta-
bréfum í Glitni upp á 964 milljónir króna
árið 2007. Þeir Einar og Kristinn fóru með
mál sín beint fyrir dóm og töpuðu þeir báðir
fyrir Hæstarétti Íslands. Í svari ríkisskatt-
stjóra um þessi mál segir: „Það var ekki
farið með þessi mál til yfirskattanefndar
heldur var fjármálaráðherra stefnt til
ógildingar á úrskurði Ríkisskattstjóra. En
þessi mál töpuðust í Hæstarétti Íslands
fyrir þá.“ Samkvæmt upplýsingum frá
ríkisskattstjóra getur það einnig gerst að ef
sakir eru miklar geta
mál verið send til
ríkisskattstjóra.
Samkvæmt
upplýsingum frá
ríkisskattstjóra
gildir heimild til
endurákvörðunar
á sköttum, til að
mynda vegna við-
skipta sem tengjast
hruninu, sex ár aftur í
tímann. Samkvæmt
upplýsingum frá embættinu kláruðust
flest þessara mála á síðasta ári. „Þannig
að menn eru í öðruvísi eftirliti núna.“ Ríkis-
skattstjóri hefur því verið í sínu uppgjöri við
viðskipti hrunsins á liðnum árum þar sem
verið er að endurskoða skattgreiðslur vegna
viðskipta sem áttu sér stað á árunum fyrir
hrunið. „Það eru miklar gjaldabreytingar
sem hafa verið hérna á síðustu árum.“
Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskatt-
stjóra skila þeir fjármunir, sem embættið
reynir að sækja með endurákvörðunum,
sér ekki í ríkiskassann þar sem þeir aðilar
sem krafðir eru um skattinn hafi stundum
gripið til aðgerða til að komast hjá
skattgreiðslum. „Það er alls ekki svo að
allt af þessu skili sér í kassa ríkissjóðs af
því þegar kemur svona gjaldabreyting þá
gera menn ýmsar ráðstafanir sem gera
það að verkum að viðkomandi félög verða
ógjaldfær. Menn grípa til aðgerða og félög-
in eru orðin tóm. Því eru alls kyns aðgerðir
í gangi því menn hafa verið að færa eignir
úr félögum. En mest af þessu skilar sér hins
vegar í ríkiskassann.“
Innheimta háar fjárhæðir
Skúli Eggert
Þórðarson
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Afskrifað Milljarðurinn frá eignarhaldsfélagi
Pálma Haraldssonar, Fons, var afskrifaður í bók-
um félagsins eftir að Jón Ásgeir tók við honum.