Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Síða 11
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Fréttir 11
n Milljarðurinn frá Pálma í Fons dregur dilk á eftir sér n Ósáttur við að þurfa að borga skattinn
Krafinn um skatt
Jón Ásgeir var í lok árs í
fyrra krafinn um skatt
upp á meira en 300
milljónir króna af millj-
arði sem Fons millifærði
á hann sumarið 2008.
mynd sigtryggur ari HÍ segist ekki taka
við skipunum
n LÍÚ styrkir Lagastofnun Íslands ekki lengur n Helgi Áss Grétarsson ósáttur
Þ
að tekur út yfir allan þjófa-
bálk hvernig umfjöllunin
um þetta er og hefur verið,“
segir Maria Thejll, for-
stöðumaður Lagastofnunar
Háskóla Íslands, aðspurð hvort
Landssamband íslenskra útvegs-
manna (LÍÚ) styrki stofnunina enn-
þá eftir að Helgi Áss Grétarsson lét
af störfum hjá henni árið 2012. LÍÚ
styrkti Lagastofnun Háskóla Íslands
um sex ára skeið, frá árinu 2006 til
2012. Styrkirnir voru notaðir til að
greiða laun Helga Áss, sérfræðings
í auðlindarétti, sem unnið hefur að
rannsóknum á fiskveiðistjórnar-
kerfinu.
Helgi Áss sagði í viðtali við út-
varpsþáttinn Bítið á föstudaginn að
hann hefði lent í „skítabakaríi“ út
af því að staða hans við Lagastofn-
un var kostuð af LÍÚ. Sagðist Helgi
Áss ætla að íhuga að leita réttar síns
í framtíðinni vegna ummæla um
tengsl hans við LÍÚ. „Ég vil beina
til þeirra sem fullyrða þetta að slík-
ar fullyrðingar eru rangar og fela í
sér rógburð, ærumeiðingar og að-
dróttanir sem eru til þess fallnar
að valda mér, og vinnuveitendum
mínum við Háskóla Íslands, skaða.
[…] Í framtíðinni, þegar slík röng og
ærumeiðandi ummæli eru viðhöfð,
mun ég meta hverju sinni hvort
ástæða sé ti að grípa til lagalegra úr-
ræða til að verja minn starfsheið-
ur sem og orðspor mitt sem fræði-
manns í lögum.“
Álitsgerð um rækjuveiðar
Umræðan kemur upp nú vegna
álitsgerðar um rækjuveiðar sem
Helgi Áss gerði fyrir Lagastofnun
að beiðni atvinnuveganefndar Al-
þingis. Í álitsgerðinni kemst Helgi
Áss að þeirri niðurstöðu að ólög-
legt hefði verið af Jóni Bjarnasyni,
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
að gefa rækjuveiðar frjálsar. Rækju-
veiðimaðurinn Jón Guðbjartsson
á Ísafirði gagnrýndi skýrslu Helga
Áss til dæmis í samtali við blað-
ið BB: „Helgi Áss er á launum hjá
LÍÚ sem borgar stöðu hans við há-
skólann. Við litlu karlarnir erum að
berjast við LÍÚ veldið og þá er kall-
aður fram á sjónarsviðið sérlegur
lögfræðingur veldisins til að skera
úr um málin.“
Þrátt fyrir að styrkurinn frá LÍÚ
hafi verið notaður til að greiða laun
Helga Áss við stofnunina þá var
hann ekki starfsmaður samtakanna
heldur starfsmaður Lagastofnunar.
Helgi Áss var ráðinn til Lagastofn-
unar eftir að styrkveitingin lá fyrir.
Stofnunin tryggði sér því styrkinn
frá LÍÚ áður en Helgi Áss var ráð-
inn til stofnunarinnar til að rann-
saka fiskveiðistjórnunarkerfið. Í
viðtalinu við Bítið sagði Helgi Áss
um þetta: „Í ljósi þeirra aðgerða
sem ég hef gripið til vil ég kannski
ekki endilega mikið tjá mig mik-
ið um þetta málefni og stöðu mína
við Háskóla Íslands og tengsl mín
við hagsmunaaðila í samfélaginu.
Aðalatriðið er það að ég hef aldrei
verið starfsmaður Landssam-
bands íslenskra útgerðarmanna.
Lagastofnun Háskóla Íslands og
LÍÚ hafa síðan í júlí 2012 ekki átt í
samstarfi á sviði auðlindaréttar.“
Engin áhrif segir maría
María Thejll segir að styrkur LÍÚ
til Lagastofnunar hafi ekki falið í
sér nein afskipti samtakanna af
vinnu Helga Áss. „Það voru gerð-
ir tveir styrktarsamningar við LÍÚ,
að frumkvæði Lagastofnunar. Það
var verið að hefja LLM-nám hér í
auðlindarétti og við vildum styrkja
rannsóknir. LÍÚ gat ekkert skipt sér
af rannsóknum eða rannsóknar-
niðurstöðum og þeir gátu ekki sagt
samningnum upp. Við myndum
aldrei taka við styrk ef það væri ein-
hver minnsti möguleiki að sá sem
væri að styrkja hér rannsóknirn-
ar myndi skipta sér af því hvernig
rannsóknirnar væru framkvæmdar.
Þá stæðum við ekki undir nafni […]
Það er bara af illri nauðsyn sem far-
ið er til einkaaðila til að afla styrkja,“
segir María.
María segir að eftir að Helgi hætti
hafi ekki verið gerður nýr styrktar-
samningur við LÍÚ. Sambandið
styrkir því Lagastofnun Íslands ekki
lengur. Hún segir að stjórnendur
Háskóla Íslands beini þeim tilmæl-
um til deilda og stofnana Háskóla
Íslands að þær leiti eftir styrkjum
frá einkaaðilum og ríkisstofnun-
um. María segir að í dag séu í gildi
styrktarsamningar við Fjármála-
eftirlitið og Samorku auk þess sem
styttri styrktarsamningar hafi verið
gerðir við ýmsa aðila, til dæmis lög-
mannsstofuna Lex. Styrktarsamn-
ingarnir eru þá hugsaðir þannig að
viðkomandi fyrirtæki eða stofnanir
hafi hag af því að tiltekin svið lög-
fræðinnar séu rannsökuð.
Hvött til að leita styrkja
Aðspurð hvort hún telji að viðhorf
til styrkveitinga frá einkaaðilum
hafi breyst í Háskóla Íslands eftir
hrun segir María: „Það er mikið
hvatt til þess innan háskólans,
vegna þess að hann er svo fjárvana,
að styrkja sé aflað úr samkeppnis-
sjóðum og frá einkaaðilum. Alltaf
hefur verið hvatt til þess, bæði fyr-
ir hrun og eftir hrun. Það er ekk-
ert óeðlilegt við það vegna þess að
samningarnir sem við gerum eru
þannig að við leggjumst yfir það
sem þarf að rannsaka og svo förum
við af stað og segjum: Eruð þið til í
að styrkja svona rannsókn? Svo eru
samningarnir gerðir þannig að þeir
sem styrkja hafa enga aðkomu að
rannsóknunum.“
Í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis er bent á hversu vara-
samar styrkveitingar einkaaðila til
háskóla geta verið þar sem slíkar
styrkveitingar geti dregið úr áhuga
háskólasamfélagsins til að gagn-
rýna þá einkaaðila sem veita styrk-
ina: „Áhrif kostunar verða frem-
ur óbein en bein og draga leynt og
ljóst úr hvatanum til að gagnrýna
þá aðila sem fjármagna starfsem-
ina og þar með að taka þátt í þjóð-
félagsumræðunni. Að því leyti geta
áhrif kostunar verið varasamari en
bein afskipti að ofan að erfiðara er
að gera sér grein fyrir þeim og vera
á varðbergi gagnvart þeim. Þess
vegna er brýnt að setja almennar
reglur um tilhögun kostunar í því
skyni að koma í veg fyrir hagsmuna-
árekstra.“
Ef marka má orð Maríu þá hafa
viðhorf háskólans til styrkveitinga
og kostunar ekki breyst mikið eft-
ir hrunið 2008 þrátt fyrir umfjöll-
un rannsóknarnefndar Alþingis um
málið. n
ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Það er mikið hvatt
til þess innan
háskólans vegna þess að
hann er svo fjárvana.
Ósáttur Helgi Áss er ósáttur við hvernig hann hefur verið bendlaður við LÍÚ vegna þess að
samtökin styrktu stöðu hans við Lagastofnun Háskóla Íslands. mynd Fréttablaðið
Dæmdir til að
greiða skatt
Nýleg dómsmál sem fjalla um
skattgreiðslur frá því fyrir hrun
Vildi losna við
skatt af milljarði
Þann 13. febrúar tapaði Einar
Sveinsson, fjárfestir og fyrrverandi
stjórnarformaður Glitnis, dómsmáli
gegn íslenska ríkinu sem
snerist um skatt-
greiðslur af einum
milljarði króna sem
Einar hagnaðist um
þegar hann seldi
hlutabréf í Glitni í
apríl 2007. Dæmt var
ríkisskattstjóra í hag en hann hafði
endurákvarðað 119 milljónir króna í
skatt sem Einari var gert að greiða
vegna söluhagnaðarins á hlutabréf-
unum í Glitni. Alls hagnaðist Einar
um tæplega 2.500 milljónir króna
á sölunni á Glitnisbréfunum. Einar
reyndi, með viðskiptafléttu sem
gekk út á kaup á bresku fyrirtæki, að
losna við að greiða skatt af einum
milljarði króna af umræddri upp-
hæð. Einari var líka gert að greiða
málskostnað í málinu.
Dæmdur til að greiða
tæplega 40 milljónir
Kristinn Þór Geirsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fjármála- og
rekstrarsviðs Glitnis og
fyrrverandi stjórnar-
maður í bankanum,
tapaði máli gegn
íslenska ríkinu fyrir
Hæstarétti þann 14.
febrúar. Kristinn vildi
að ógilt yrði ákvörðun
ríkisskattstjóra um að telja 158 millj-
óna króna arðgreiðslur sem hann
lét einkahlutafélag sitt greiða sér
árin 2006 og 2008 sem tekjuskatt.
Hann var því dæmdur til að greiða
alls 39,6 milljónir króna í skatt. Líkt
og DV hefur fjallað um tók Kristinn
Þór lán í Glitni banka til að greiða sér
arðinn sem um ræðir.
hjá yfirskattanefnd og geta menn
einnig farið með mál beint fyrir
dóm ef svo ber undir, líkt og Krist-
inn Þór Geirsson og Einar Sveins-
son gerðu, samkvæmt nýföllnum
dómum í Hæstarétti Íslands. n
„LÍÚ gat ekkert
skipt sér af rann-
sóknum eða rann-
sóknarniðurstöðum.