Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Máluðu sig út í horn S igmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson virðast vera búnir að mála sig og þingflokka sína út í horn á þinginu með ákvörðun sinni um að leggja til slit á aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Stuðnings- menn stjórnarinnar úr atvinnulífinu hafa stigið hver á fætur öðrum fram til að lýsa vonbrigðum sínum með ákvörðunina. Athyglin beinist einna helst að Bjarna, for- manni Sjálfstæðisflokksins, en hann var nokkuð skýr í máli fyrir kosn- ingar þegar hann sagði að þjóðar- atkvæðagreiðsla myndi fara fram um framhald aðildarviðræðnanna. Flokkurinn virðist hægt og rólega vera að missa stöðu sína sem flokkur atvinnulífsins en þeim stimpli hefur hann gjarnan haldið á lofti. Halda ótrauð áfram Samkvæmt heimildum DV inn- an úr stjórnarmeirihlutanum koma mótmælin við menn en ekki með þeim hætti að hvikað verði frá stefn- unni sem hefur verið mörkuð. Þrátt fyrir að um 3.500 hafi mótmælt fyr- ir utan Alþingishúsið á mánudag sé enn ekki stefnt að neinu öðru en að afgreiða slit á viðræðum í þinginu. Enn sem komið er hafa undir- skriftir á netinu gegn aftur- köllun umsóknarinnar ekki komist nálægt þeim fjölda sem skrifað hefur und- ir aðrar áskoranir á þing- heim síðustu ár og ljóst að þær verða ekki til að stöðva meirihlutann eins og staðan er núna. Þingmenn stjórn- arandstöð- unnar hafa lýst því yfir að ekki standi til að ráðast í skipulagt mál- þóf en nefna engu að síð- ur að ræða þurfi mál- ið vel. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi á mánudag var tekist á um málið og hvernig það hefði komið inn í þingið. Gagnrýndu þingmenn að aftur köllun umsóknar hefði verið dreift áður en umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðnanna var n Atvinnulífið snýst gegn Sjálfstæðisflokknum n Þjóðin klofin vegna Evrópusambandsins Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 56 þúsund gegn Icesave Frá hruni hafa undirskriftasafnanir verið nokkuð tíðar. Miklum fjölda undirskrifta var safnað í tengslum við Icesave-samninga númer tvö og þrjú sem forsetinn synjaði staðfestingar og sendi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar eru hafnar tvær mismunandi undirskriftasafnanir gegn tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um viðræðuslit. Ljóst þykir að safna þurfi talsverðum fjölda undirskrifta til að möguleiki sé á að stjórnarforystan endurskoði ákvörðun sína í málinu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, Frosti Sigurjónsson og fleiri voru áberandi þegar Icesave-samningunum var mótmælt en þeir voru virkir meðlimir í In Defence-hópnum sem stóð fyrir undir- skriftasöfnununum. Þeir eru því ekki ókunnir þessu og gera má ráð fyrir að saman- burður á undirskriftalistum vegna þeirra og undirskriftasöfnun nú verði gerður 56.000 gegn Icesave II 53.000 gegn Icesave III 53.000 gegn flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri 15.000 gegn afturköllun aðildarumsóknar að ESB* *stAðAn eins og Hún vAr um fimm leytið á mánudAg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.