Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Side 23
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Umræða Stjórnmál 23
Sandkorn
Rammpólitísk ráðning
Ekki eru allir sammála um hversu
pólitísk ráðning Más Guðmunds-
sonar hafi verið á sínum tíma.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra gerði, í viðtali í
þættinum Sunnudagsmorgni fyrir
viku, því skóna að ráðningin hafi
verið pólitísk og fleiri tóku málið
upp í kjölfarið. Einn þeirra er al
mannatengillinn og samfylkingar
maðurinn Andrés Jónsson. „Már
var/er vissulega hæfur til starfans
en auðvitað var ráðning hans samt
rammpólitísk. Bara ekki jafn gróf
og pólitískar ráðningar seðla
bankastjóra höfðu verið fram að
því,“ skrifaði hann á Facebook.
Ekki leið á löngu þar til Hrannar B.
Arnarson, fyrrverandi aðstoðar
maður Jóhönnu Sigurðardóttur, var
kominn vinstri stjórninni til varnar
í athugasemdunum. „Ég fæ full
yrðingu og/eða röksemdir Andr
ésar í þessum þræði alls ekki til að
ganga upp – þ.e. að ráðning Más
hafi verið „rammpólitísk“ – getur
þú Andrés, útskýrt fyrir mér hvern
Jóhanna hefði getað skipað, annan
en Má, til þess að ráðningin hefði
ekki talist „rammpólitísk“ af þinni
hálfu? Jafnvel BARA „pólitísk“…“
sagði hann. Lítið var hins vegar
um svör og sagðist Andrés bíða
spenntur eftir að lesa allt um mál
ið í ævisögu Hrannars.
Kominn tími á skýrslu
Ekkert bólar á skýrslu rann
sóknarnefndar um fall sparisjóð
anna þrátt fyrir að eitt og hálft ár
sé síðan skýrslan átti að afhendast
forseta þingsins.
Þingmenn, sem
og aðrir, eru farn
ir að velta fyrir sér
hvenær standi eig
inlega til að birta
skýrsluna sem
kostað hefur tals
vert meira en upphaflega var gert
ráð fyrir. Meðal þeirra er Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, sem hefur
krafið forseta þingsins, Einar Kristin
Guðfinnsson, svara. „Hvenær mun
rannsóknarnefnd, sem var falið að
semja skýrslu um rannsókn á að
draganda og orsökum erfiðleika
og falls sparisjóðanna, skila forseta
skýrslunni?“ spyr hún í skriflegri
fyrirspurn til Einars sem lögð var
fram fyrir helgi. Búast má við því
að ýmislegt misjafnt komi upp á
yfirborðið í skýrslunni ef tekið er
mið af upplýsingum sem birtust
í rannsóknarskýrslu um banka
hrunið en í þeirri skýrslu var ekki
fjallað um sparisjóðina.
Stendur með
atvinnulífinu
Svo virðist sem það sé undantekn
ingin frekar en reglan að þing
menn Sjálfstæðis
flokksins standi
með íslensku at
vinnulífi. Þetta má
lesa úr orðum fjár
festisins Vilhjálms
Bjarnasonar, þing
manns flokksins.
Í ræðu á þingi sagðist hann tala
þvert á afstöðu flestra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins í Evrópumál
um og að hann stæði með íslensku
atvinnulífi og vinnandi fólki. „En
hins vegar þá vil ég vekja athygli á
því að það eru margir sjálfstæðis
menn, sérstaklega í stétt atvinnu
rekenda og þeirra sem bera ábyrgð
á lífskjörum fólks í þessu landi,
sem eru annarrar skoðunar en
meginhluti þingflokks Sjálfstæð
isflokksins,“ sagði hann. Vilhjálm
ur er annar tveggja þingmanna
flokksins sem hafa lýst þeirri af
stöðu að kjósa eigi um viðræðurn
ar eða halda þeim áfram.
Í
slenska ríkið og stofnanir eru bún
ar að koma því svo fyrir að að
gengi að opinberum upplýsing
um kostar háar fjárhæðir. Það er
ekki fyrir venjulegan mann (nú eða
bara íslenskan fjölmiðil) að fletta upp
upplýsingum sem eiga að vera opin
berar samkvæmt lögum.
Ef ég ætla að fá upplýsingar um
bíla til dæmis þá þarf ég að hafa sam
band við fyrirtæki eins og Creditinfo
eða Frumherja og greiða þeim sér
stakt gjald fyrir að fletta upp fyrir mig.
Öll þessi gögn – og fleiri – eru geymd
rafrænt hjá opinberum aðilum. Ef ég
ætla að fá upplýsingar úr skattskrám
(sem óumdeilanlega eru opinber
ar upplýsingar) þá þarf ég að kaupa
þær í stórri bók sem prentuð er af
einkaaðila sem hefur gert sérstakan
samning við skattstjóra um að prenta
hana. Enginn efast um að gögnin eru
geymd rafrænt hjá skattinum.
Í upplýsingalögum er gefin heim
ild til rukkunar gjalds vegna af
hendingar opinberra upplýsinga.
Það gjald á hins vegar að standa
straum af kostnaði „fyrir ljósrit og af
rit gagna“. Það er löngu liðin tíð að
starfsmenn séu að eyða dögum í að
ljósrita gögn eða prenta. Rökin fyr
ir þessum gríðarháa kostnaði eru því
ekki lengur gild. Dæmi eru líka um að
ekki sé gerður greinarmunur á prent
uðum/ljósrituðum skjölum og raf
rænum skjölum. Hjá ríkisskattstjóra
eru til dæmis rukkaðar 250 krónur á
hverja síðu fyrir endurrit úr ársreikn
ingaskrá sama hvort um sé að ræða
prentað eintak eða rafrænt.
Ég er meðvitaður um að það
hlýst kostnaður af því að opna dyr
að rafrænum upplýsingum sem rík
ið geymir og að það þarf í einhverj
um tilfellum að vinna upplýsingar
sérstaklega. Það þarf hins vegar bara
að opna dyrnar einu sinni og það eru
undantekningar að það þurfi aðstoð
frá ríkisstarfsmönnum við að fletta í
opnum gagnasöfnum. Einkavæðing
opinberra upplýsinga og gjaldtaka
fyrir að fletta upp í rafrænum gögn
um er tímaskekkja. n
Einkavæðing opinberra upplýsinga
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Pistill
Kostar Opinberar upplýsingar kosta í mörgum tilfellum. Mikill kostnaður getur hlotist af því
að afla sér upplýsinga í gagnabönkum sem innihalda upplýsingar frá ríkisstofnunum.
Ákveða eigin
álagsgreiðslur
Ríkið endurgreiðir þingmönnum framlög þeirra til stjórnmálaflokka
F
rá árinu 2006 hafa grunn
mánaðarlaun þingmanna,
eða þingfararkaup, hækk
að um 144.455 krónur. Sam
kvæmt upplýsingum frá
Kjararáði, sem ákveður laun þing
manna, fengu kjörnir fulltrúar á
þingi 485.570 krónur en fá í dag
630.025. Þetta er hækkun upp á rétt
tæplega þrjátíu prósent á átta árum.
Á sama tíma hefur vísitala launa í
landinu hins vegar hækkað um 59
prósent, samkvæmt Hagstofu Ís
lands.
Álag á álag
Þar með er þó ekki öll sagan sögð
því þingmenn njóta hinna ýmsu
kjara og aukagreiðslna taki þeir að
sér verkefni á þingi. Forsætisnefnd
þingsins, sem skipuð er forseta og
varaforsetum, ákveða sín á milli
hvernig þingfararkostnaði er mætt.
Í þeim reglum er meðal annars
kveðið á um 15 prósenta álag á þing
fararkaup varaforseta en forseti er
á sér taxta hjá kjararáði. Formenn
stjórnmálaflokka sem eiga minnst
þrjá þingmenn en eru sjálfir ekki
ráðherrar fá fimmtíu prósenta álag
á sitt þingfararkaup.
Þá fá formenn fastanefnda þings
ins, sem eru átta talsins, líka fimmt
án prósenta álag á sín laun. For
menn þingflokka fá líka þetta álag
auk þess sem fyrsti varaformaður
fastanefnda fær tíu prósenta álag og
annar varaformaður fimm prósenta
álag. Að auki eru sérstakar heimildir
til að greiða formanni sérnefnda allt
að fimmtán prósenta álag, og vara
formenn fastanefnda og þingflokka
fá greitt fimmtán prósenta álag fyr
ir þann tíma sem formaður þeirra er
utan þings.
Kostnaðurinn greiddur
Þingmenn af landsbyggðinni fá svo
greiddar 128.800 krónur í hverjum
mánuði í húsnæðis og dvalar
kostnað. Þetta er gert til að standa
undir kostnaðinum sem þingmað
urinn þarf að standa straum af til að
sinna þingstörfum sínum í Reykja
vík, fjarri heimili sínu. Ef viðkom
andi heldur tvö heimili, annað í
Reykjavík og hitt á landsbyggðinni,
getur hann svo sótt um að fá greitt
40 prósenta álag á þessa upphæð
og fá þannig 180.320 krónur greidd
ar. Ferðir þingmanna eru líka alla
jafnan greiddar. Þingmenn fá sér
staka 80.600 króna greiðslu í fastan
ferðakostnað. Ríkið endurgreiðir
svo kostnað þingmanna við ferðir
á milli heimilis eða starfsstöðvar og
Reykjavíkur.
Á hverju ári getur þingmaður
líka fengið endurgreiddar allt að
1.045.200 króna vegna kostnaðar
gegn framvísun reikninga. Hægt er
að velja um að fá í staðinn greiddan
fastan starfskostnað upp á 87.100
krónur á mánuði. Meðal þess sem
ríkið greiðir í kostnað fyrir þing
menn eru fundir sem hann kann
að standa fyrir, fagbækur, blöð og
tímarit, móttaka gesta, blóm og gjaf
ir, þó að hámarki sex þúsund króna
á hverja gjöf, auk þess sem ríkið
endurgreiðir þingmönnum framlög
og styrki til stjórnmálaflokka. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Flestir fá aukagreiðslu Minnst 39 þingmenn fá greitt eitthvert álag ofan á þingfararkaup sitt. Mest fá formenn stjórnmálaflokkanna
sem ekki eru í ríkisstjórn. Ráðherrar og forseti Alþingis eru á sértaxta. MynD SIGtRyGGuR ARI