Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Qupperneq 25
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Neytendur 25 dómar. Guðný segir þau reyna að hafa geltina ekki of feita því þá verði þeir lat- ir og erfiðara að fá frá þeim sæði. Galtahúsið er frekar troðið, lítið og lágt til lofts en það er eitt af því sem fær að víkja í framkvæmdunum. Seinna sjáum við stóran sal, sem taka á við af galtahúsinu. Stór brúnn göltur liggur í stíu. Krúttlegir grísir „Þessar eru einar af þeim heppnu sem fá að vera lausar því við eigum þetta horn og getum leyft þeim það,“ segir Guðný og bendir á þrjár gyltur. Þær hafa hver sinn bás en þeir eru opnir og fyrir aftan þá er svolítið pláss. „Það eru tvær lausnir með lausagöngu á gyltum. Annaðhvort að þær séu á svona básum sem þær geta farið af eða gengið lausar. Ég hef farið á nokkur svoleiðis bú, til dæmis í Noregi og alls staðar liggja þær bara í básunum sínum. En ég hef líka farið í bú þar sem er almenning- ur og þar liggja þær saman í hópum. Mér persónulega finnst það miklu meira kósí. Það er erfiðara að koma því á en það verður bara erfitt í nokkr- ar kynslóðir, svo lagast það,“ segir Guðný. Nú förum við í annað hús. Á þess- um tímapunkti er blaðamaður end- anlega áttavilltur. Í þessu húsi eru gyltur með grísi. Þeir eru hrikaleg krútt og mjög forvitnir. „Allar okkar gyltur hafa nafn, okkur finnst þægi- legra að þekkja þær svoleiðis,“ segir Guðný. Gyltan sem við stöndum við er með umbúðir á öxlinni vegna sárs. „Þegar þær gjóta eru þær í lokuðum stíum og sumar fá þessi axlarsár. Það hefur verið rannsakað og tengist því hvort axlarbeinið er oddhvasst eða flatt og er erfðatengt. Við reynum að taka þessar úr umferð,“ segir hún. Gotstíurnar eru með sérstökum grindum sem notaðar eru til að loka gyltuna af í kringum gotið. Það er gert til að koma í veg fyrri að þær kremji grísina í ógáti. „Við getum opnað svona hjá flestum svona viku til 10 dögum eftir got.“ Gyltan getur ekki snúið sér við í stíunni en hún getur fylgst með grísunum og hreyft sig að- eins. Úti í horni er rautt ljós, hitalampi sem grísirnir safnast undir. Guðný réttir blaðamanni grís og varar við því að hann kitli á magan- um. Viðbrögð blaðamanns eru samt sem áður þau að grípa um magann á honum og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Kitlaður grís öskrar eins og stunginn grís. Sparigyltan í svítunni Við erum stödd á löngum gangi með mörgum hurðum. Í næsta herbergi er nýjasta gotstían. Hún var keypt til prufu og Guðný segist lifa fyrir þann dag sem allar gylturnar geta fengið svoleiðis stíu. „Þetta er sparigyltan sem fær að vera hér. Þetta er svítan,“ segir hún. Gyltan er ekki gotin en það gerist á næstu dögum. Stían er mun rúmbetri en hinar og þegar grindin hefur verið opnuð, um það bil einum degi eftir gotið, getur gyltan snúið sér við og hreyft sig um. Ljósið fyrir grís- ina er í yfirbyggðu skoti úti í horni. „Í Noregi eru allir komnir með svona stíur því þeir hafa fengið svo mikinn fjárstyrk. Þeir eiga allt of mikið af peningum þar,“ segir Guðný hlæj- andi. „Ég hitti mann sem var með svona stíur og fyrstu þrjú árin lokaði hann alltaf stíunum í kringum got en svo hætti hann því af því að dýrin læra á þetta og aðlagast. En maður verð- ur alltaf að hafa þennan möguleika, sérstaklega með fyrstagots gylturn- ar.“ Hér á landi fá svínabændur enga beina styrki frá hinu opinbera en Guðný bendir á að víða séu bændur styrktir til uppbyggingar eftir að mikl- ar reglugerðarbreytingar hafa verið gerðar. Hún hefur ferðast töluvert í þeim tilgangi að skoða aðbúnað á öðrum svínabúum. Hún er ekki heill- uð af viðhorfum danskra svínabænda og segir of mikinn hraða einkenna búskapinn þar. Í sumar er stefnan sett á Bandaríkin á stóra svínasýningu World Pork Expo. Dauður grís Á Ormsstöðum er got aðra hverja helgi. Meðganga hjá gyltum er 117 dagar að meðaltali. Þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Í næsta her- bergi er gylta nýbúin að klára að gjóta. Grísirnir eru pínulitlir og liggja allir í kös upp við kviðinn á mömmu sinni. Guðný segir fyrstagots gyltur leyfa það, hinar eldri reki grísina beint undir hitaljósið þegar þeir eru búnir að drekka. Einn grísinn er samt dauð- ur. Hann hefur líklega fæðst dauður. Í danskri heimildamynd um svína- eldi sem DV sagði frá fyrir skömmu var fullyrt að um það bil fjórði hver mjólkurgrís dræpist þar í landi. Guð- ný segir það ekki raunina hér. „Það er meiri grísadauði hjá þeim sem eru að gjóta í fyrsta sinn. Núna eru fjór- ar búnar að gjóta hjá mér og það eru fjórir dauðfæddir og þrír sem hafa drepist fljótlega. Þetta eru allt fyrsta- gots gyltur og þær eru líklegri til að leggjast á þá. Það eru 17 gyltur að gjóta um helgina og ef þú kæmir hér á mánudegi gætir þú alveg séð tvö til þrjú trog af dauðum grísum. Auð vitað er það ekki fallegt. Ég get ekki sagt að það sé enginn grísadauði en ég get heldur ekki sagt að það sé mikið. Hjá 17 gyltum þætti mér 17 dauðir grís- ir ekki mikið.“ Hún vonast þó til þess að þetta minnki enn þegar nýju got- stíurnar verða komnar í gagnið. Frammi á gangi kúrir kisa ofan á miðstöðvarofni. Kattahald er óheim- ilt í svínabúum en Guðný segist frekar vilja hafa tvo ketti en hundrað mýs. Kettirnir fá aldrei að fara út og það eru meira að segja grindur fyrir sum- um dyrum svo hægt sé að lofta út á sumrin án þess að kisurnar fari út. Ástæðan er smitvarnir. Smithætta af heyi Í fyrrnefndri danskri heimildarmynd var jafnframt talað um mikilvægi þess að dýrin fái nóg af hálmi. Guðný segir ekki góðan aðgang að hálmi hérlendis. „Ef hann er ekki þurr erum við í stór- hættu á að bera salmonellu inn í búið. Við erum að nota svolítið hey, það er líka hættulegt, en við reynum að passa okkur að taka alveg þurrasta heyið. En það er samt alltaf hætta,“ segir hún. Hún lýsir þó fyrir blaðamanni körf- um sem hægt er að hengja innan á stíurnar þannig að svínin geti náð sér í hey eftir þörfum. „Ef við setjum hey til þeirra núna ná kannski tveir til þrír í það en aðallega vöðlast það bara und- ir þeim,“ segir hún. En það þarf að for- gangsraða. Það skiptir meira máli að koma geldstöðinni úr básunum. Ljósmyndari forvitnast um lyfja- gjöf og pensilín. Guðný segir að það megi gefa grísum, sem ekki eigi að slátra fyrr en eftir mánuð, pensilín. „Ég persónulega set ekki pensilín í þann grís sem ég ætla að selja til af- urða. Það er bara passi hér því ég myndi ekki sjálf vilja vera að borða það. En við missum ekki mikið af grís- um heldur,“ segir hún. Lausagangan í forgangi Nú erum við komin á þann stað í völ- undarhúsinu þar sem dýrin ganga laus í stórum stíum. Fjórar gyltur liggja í einni, sumar svolítið lemstrað- ar eftir slagsmál. Það tekur svolitla stund að skilgreina goggunarröðina eftir að þær eru settar saman og það er bara reynt með þær yngri. „Eins og þessar fjórar,“ segir Guð- ný og bendir, „þetta eru allt frekar ungar gyltur sem eru búnar að gjóta sjaldan nema ein en hún var minnst og veikbyggðust. Ég setti þær saman fyrir 3–4 dögum og þær slógust ekki einu sinni. Það er af því að þær eru allar ungar svo það kemur ekki að sök að sú eldri sé ekki sterk. Þetta gekk al- veg ótrúlega vel.“ Guðný segir forgangsatriði að koma á lausagöngu, það gangi fyrir nýju got- stíunum. „Þetta gerist bara á næstu tveimur, þremur árum en við verðum að hafa bása áfram fyrir elstu gylturnar á meðan þær eru að ganga úr sér.“ Snúðar og vínarbrauð Fóðurkerfi gefur dýrunum að éta. Það tekur um hálfa mínútu að gefa í hverju húsi. „Það er verið að tala um að við séum eins og einhver verksmiðja út af fóðurkerfinu en þetta er miklu betra. Áður þegar gefið var í höndunum var allt gargandi og miklu meira stress og svínin reyndu að klifra upp úr stíun- um,“ útskýrir Guðný. Fóðrið saman stendur að mestu leyti af afskurði og afgöngum úr bakaríum. Í næstu stíu eru stærri grísir. Í miðri stíunni hangir spýta í bandi og upp við vegginn stór plastbrúsi í bandi. Guðný útskýrir að grísir á þess- um aldri hafi mikla leikþörf og bendir líka á grútskítugan bolta á miðju gólfi. Halarnir eru ekki klipptir af dýr- unum á Ormsstöðum en Guðný seg- ir halanag ekki hafa verið vandamál á búinu. „En ef það væri til vand- ræða myndi ég frekar vilja klippa þá en láta þá klippa halana af hverjum öðrum.“ Framkvæmdir þrátt fyrir óvissu Guðný segist hafa tekið ákvörðun um að fara í framkvæmdirnar þrátt fyrir óvissuástand í greininni. „Ef það kemur ein dýfa á okkur núna þá er ég bara úti. Maður hefur byggt upp ein- hvern sparisjóð, sem hefur ekki verið hægt í mörg, mörg ár og það er erfitt að ákveða hvernig maður ætlar að nota hann.“ Hún segir marga bænd- ur í sömu stöðu sem hafa hugsað um hvað þá langar að gera en margir hafi ekki lagt í það enn. „En ég hugs- aði með mér að ég vildi fara í þetta, annars gæti ég alveg eins hætt og far- ið að gera eitthvað annað.“ Hver étur mig? Blaðamaður skiptir aftur yfir í borg- aralegan klæðnað og þvær sér um hendurnar. Það er ágætt. Lyktin er reyndar í nösunum alla leið í bæ- inn. Þegar við búum okkur undir að kveðja kemur hin óhjákvæmilega spurning borgarbarnsins: Hvernig er að umgangast dýrin daglega og senda þau svo burt? „Mér finnast þetta rosalega skemmtilegar skepnur. Sumir spyrja mig hvort mér finnist ekki leiðinlegt að senda þau í slátrun. En þegar ég var fimm ára spurði ég pabba, hver borðar mig þegar þú skýtur mig? Þetta er bara lífið.“ n Svona fer um svínin Um aðbúnað og heilbrigði svína Atriði úr reglugerð 353/2011 n Tryggja skal velferð svína við hönnun svínahúsa. n Auðvelt skal vera að sleppa svínum lausum úr stíum og básum. n Gólf skulu vera slétt og stöm. n Tryggt skal að ekki myndist dragsúgur gegnum gólfristar. n Í gotstíum skal vera sérstakt svæði fyrir spenagrísi þar sem þeir eru óhultir fyrir gyltunni. n Ljós skal vera hjá svínunum minnst 8 klst. á sólarhring. Tryggja skal að hávaði valdi ekki streitu eða álagi hjá svínunum. n Umráðamaður svína skal sjá til þess að þau fái nauðsynlega og reglulega umhirðu og að þeim sé haldið hreinum. n Litið skal til svínanna a.m.k. tvisvar á dag. n Árásargjörn svín skulu fjarlægð úr hópi. n Litið skal oft á dag eða eins og nauðsyn krefur til svína sem eru nýfædd, sjúk, slösuð eða haga sér óeðlilega. n Dauð svín skal fjarlægja jafnóðum úr stíum og húsum. n Bannað er að binda svín eða hafa á básum og skulu þau höfð í lausagöngu. n Gotbás skal opna eða fjarlægja úr got- stíu 7 dögum eftir got, þannig að gylta geti verið laus. n Spenagrísir skulu færðir frá gyltum í fyrsta lagi við 28 daga aldurinn. n Óheimilt er að klippa skott grísa og gelda grísi án deyfingar. Þó er heimilt að gelda grísi yngri en 7 daga gamla samhliða verkjastillandi lyfjagjöf. n Óheimilt að slíta eistu úr grísum. Einnig er óheimilt að klippa tennur grísa en þær skal slípa. n Snyrta skal klaufir galta og gyltna eftir þörfum. n Ávallt skal bera undir svínin með heppi- legum undirburði sé þess þörf, svo sem hálmi, spónum eða álíka. Setja skal vel af undirburði hjá gyltum á gotbásum. Þess skal gætt að allur undirburður sé laus við smit. n Öll svín skulu hafa greiðan aðgang að fóðri og vatni. […] Fóðra skal að minnsta kosti einu sinni á dag. „Kitlaður grís öskrar eins og stunginn grís Guðný og grísinn Á Ormsstöðum eru um 2.200 dýr. m y n D ir S iG tr y G G u r a r i Forvitnir grísir Mikill leikur er í grísunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.