Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 10
10 Fréttir B ankaráð Landsbankans veitti heimild sína til að kaupa umboðið fyrir tryggingamiðlunina Swiss Life af þingmanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni um sumarið 2003. Guðlaugur Þór var þá nýbyrjaður á Alþingi en hafði áður verið starfs- maður Búnaðarbanka Íslands. Þetta kemur fram í fundargerð frá bankaráði Landsbanka Íslands sem DV hefur undir höndum. Kaupverðið var 33 milljónir króna sem var það með eignarhaldsfé- lag Guðlaugs, Bogmaðurinn ehf., sem tók við greiðslunni. DV hefur áður fjallað um við- skipti bankans við Guðlaug Þór en hafði starfað með nýráðn- um bankastjóra Landsbank- ans, Sigur jóni Árnasyni, í Bún- aðarbankanum. Guðlaugur Þór hafði tryggt sér um- boðið fyrir svissnesku líf- tryggingarnar þegar hann var starfsmaður Búnaðar- bankans. Eftir að Landsbankinn seldi líftryggingafélagið LÍFÍS til S-hópsins var talið að bankinn þyrfti að selja aðrar líf- tryggingar. Swiss Life varð fyrir valinu. Orðrétt segir um þetta í fundargerðinni: „Í framhaldi af sölu LÍFÍS er lagt til að hafin verði sala trygginga frá Swiss Life. Bankaráð samþykkti samhljóða heimild til bankastjórn- ar til að ganga frá sölu á hlutum Landsbankans í LÍFÍS. Bankaráð samþykkti einnig samhljóða heim- ild til bankastjórnar til að kaupa Swiss life um- boðið.“ Þessi bankaráðsfund- ur var haldinn þann 6. júní 2011. Fimm dögum síð- ar, þann 11. júní, stofnaði Guðlaugur Þór Bogmann- inn ehf. og tveimur dögum síðar fékk eignarhaldsfélag hans greiddar 33 milljón- ir inn á reikning sinn fyrir tryggingaumboðið. Greiðslan var ekki tekin fram í ársreikningi Bog- mannsins fyrir árið 2003. Í viðtali við DV í febrúar 2012 ræddi Guðlaugur Þor um kaup- in á tryggingafélaginu við DV. Eitt af því sem hann sagði, þegar hann útskýrði söluna á trygginga- félaginu, var: „Í örstuttu máli er þetta svona: Þetta var mál sem ég var búinn að vinna að ógeðslega lengi og loksins kominn með í land. Ég grátbað Kaupþing um að taka þessa vöru, þar sem Kaup- þing faktískt tók yfir Búnaðar- bankann. Þeir skildu mín rök en vildu ekki halda þessu umboði. Ég tók því bara umboðið yfir. Aft- ur á móti hafði ég enga möguleika á því að fara að reka þetta, ég var Helgarblað 2.–5. maí 2014 Veitti heimild fyrir viðskiptum við Guðlaug Þór Björgólfur spurðist fyrir um Swiss Life. Fengu lán fyrir VÍS í Landsbankanum n Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga með lán í ríkisbankanum E ignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar skuldaði Lands- banka Íslands tæplega þrjá milljarða króna í byrjun árs 2005, tveimur árum eftir einkavæðingu bankanna. Lands- banki Íslands átti þá veð í eignum sem Samvinnutryggingar áttu eft- ir tvær umdeildar einkavæðingar, sölu á Búnaðarbankanum og Vá- tryggingafélaginu VÍS, sem verð- metnar voru á rúmlega fimm millj- arða króna. Þetta kemur fram í fundargerð lánanefndar Landsbanka Íslands frá því í byrjun febrúar sem DV hefur undir höndum. Í fundargerðinni kemur fram hversu góður viðskiptavinur bank- ans Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar var og hversu mjög bank- inn hafði félagið, og önnur tengd félög, í hávegum á þessum árum. Samvinnutryggingar áttu þá hlutabréf í KB Banka, sem áður hét Búnaðarbanki Íslands fyrir samein- inguna við Kaupþing um vorið 2003, fyrir þrjá milljarða króna og hluta- bréf í VÍS fyrir rúma tvo milljarða króna. Eignarhaldsfélagið var stofn- að á grunni eigna tryggingafélags- ins Samvinnutrygginga og stóð til að slíta félaginu og láta eignir þess renna til tryggingataka Samvinnu- trygginga sem áttu fjármuni inni hjá félaginu. Þetta var hins vegar ekki gert og hóf félagið stórfelldar fjár- festingar í hlutabréfum. Árið 2007 var búið til fjárfestingarfélag, Gift, á grunni eigna Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga og hélt fjárfestingar- starfsemi félagsins í hlutabréfum þá áfram, meðal annars kaup á stórum hlut í Kaupþingi banka. Eignir tryggingataka Samvinnu- trygginga töpuðustu í þessum við- skiptum félagsins en til hafði staðið að greiða þeim fjármunina út. Rekstur félagsins snerist um hlutabréfaviðskipti Orðrétt segir í fundargerð lánanefnd- ar Landsbankans um beiðni félagsins um lán upp á 2.750 milljónir króna til að endurfjármagna annað eldra lán í Landsbanka Íslands: „…beiðni fé- lagsins um allt að 2750 m.kr. lán til að endurfjármagna lán í LÍ (nú ca. 2.725 m.kr.). Félagið varð til 1989 er Sam- vinnutryggingar GT og Brunabóta- félag Íslands sameinuðust og til varð Vátryggingafélag Íslands. Eftir stóðu Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands og Eignarhaldsfélagið Sam- vinnutryggingar svf. Stærstu eign- ir félagsins hafa verið 30% hlutur í VÍS (nýverið aukið úr 25%), ríflega 50% í Eignarhaldsfélaginu Andvöku (sem á 25% í LÍFÍS líftryggingafé- laginu á móti 75% eignarhluta í VÍS) og nú einnig stór hlutur í KB banka. Efnahagur er mjög sterkur og hefur reksturinn gengið vel. Rekstur félags- ins snýst um fjárfestingar í hlutabréf- um og skiptir því veðandlag bankans mestu máli við lánveitingu.“ Framsóknarfélagið eignaðist hlutina eftir einkavæðingu Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar, sem stýrt var af fulltrúa- ráði sem í sátu meðal annars nokkr- ir þekktir framsóknarmenn eins og Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guð- mundsson og Valgerður Sverris dóttir, tengdist því eignarhaldi á tveimur fyrirtækjum sem voru einkavædd árin 2002 og 2003. Báðar þessar einkavæðingar, annars vegar sala Landsbankans á bréfum sínum í VÍS árið 2002 og salan á Búnaðarbank- anum árið 2003, eru mjög umdeild- ar og hefur verið sýnt fram á pólitísk afskipti Framsóknarflokksins af þeim báðum. Halldór Ásgrímsson beitti sér til dæmis fyrir því að Landsbank- inn seldi hlutabréf sín í VÍS árið 2002 áður en eignarhaldsfélagið Samson keypti bankann. Eignarhaldsfélag Samvinnu- trygginga, sem að hluta til var stýrt af forystumönnum í Framsóknarflokkn- um, eignaðist hlutabréf í báðum fyrir- tækjunum og var með lán í banka sem hafði verið í eigu íslenska ríkis- ins. Landsbanki Íslands fjármagnaði yfirtöku S-hópsins svokallaða, meðal annars Eignarhaldsfélags Samvinnu- trygginga á VÍS, árið 2002. Fundar- gerðir lánanefndar Landsbanka Ís- lands sýna hversu sterka stöðu þessi fyrirtæki sem tengdust Framsóknar- flokknum höfðu í bankanum. Fjölskyldufyrirtæki Halldórs með í viðskiptunum Auk þess þá hefur komið fram að fjöl- skyldufyrirtæki Halldórs Ásgríms- sonar, Skinney-Þinganes, var einn af kaupendum hlutabréfanna í VÍS árið 2002. Halldór beitti sér því fyrir því að ríkisbankinn Landsbankinn seldi hlutabréf í tryggingafélaginu og röt- uðu bréfin svo meðal annars til félags sem hann átti sjálfur lítinn hlut í og ættingjar hans stýrðu og áttu að stóru leyti. Viðskipti Skinneyjar-Þinganess með hlutabréfin í VÍS áttu sér stað í gegnum eignarhaldsfélag sem heitir Hesteyri. Í fundargerð lánanefndar Lands- bankans kemur fram að í lok árs hafi 2004 hafi Eignarhaldsfélag Samvinnu- trygginga skipt á hlutabréfum í KB Banka og Hesteyri. Aðrir eigendur He- steyrar voru meðal annars Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þannig átti Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, sem stýrt var af framsóknarmönnum að hluta, í viðskiptum við fjölskyldu- fyrirtæki formanns flokksins vegna eigna sem Framsóknarflokkurinn hafði komið að því að selja í ríkisstjórnar- samstarfinu við Sjálfstæð- isflokkinn. Hest eyri átti svo meðal annars líka hlut í Skinney- Þinganesi, 16 prósent. Viðskipti Eignarhalds félags Samvinnutrygginga og Hesteyrar snerust um valdabaráttu um vátryggingafélagið VÍS. Spegluðu viðskiptin við Skinney Í fundargerð lánanefndarinnar kemur fram að samþykkt hafi ver- ið að Eignarhaldsfélagi Samvinnu- trygginga kúlulán upp á 2.750 millj- ónir króna. Sterk staða félagsins innan bankans kom svo fram í því að talið var ólíklegt að Landsbank- inn gæti samið við forsvarsmenn fé- lagsins um lántökugjald. „Samþykkt var að bjóða félaginu allt að 2.750 m.kr. kúlulán til allt að 3ja ára, vaxta- gjalddagar á 6. mán. fresti. Kjör verði Reibor/Libor + 1,23%. Uppgreiðslu- þóknun verði 0,10% pr. ár eftir. Mjög hæpið að takist verði að kreista út lántokugjald, rætt verði um 0,05% pr. ár en heimilt að fella það niður.“ Svipaða sögu var að segja um skoð- anir bankans á Skinney-Þinganesi en fjallað var um útgerðarfélagið á sama tíma og fjallað var um Eignarhalds- félag Samvinnutrygginga, í ljósi þess að félagið Hesteyri átti 16 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Athygli vekur að starfsmenn Lands- bankans virðast hafa spyrt Samvinnutryggingum, Hest- eyri og Skinney-Þinganesi saman og ekki gert mikinn greinarmun á þessum félög- um. Orðin sem renna stoðum undir þetta eru eftirfarandi: „Fé- lagið [Skinney-Þinganes] hefur verið traustur viðskiptavinur LÍ og á mjög góðum kjörum, síðustu lán hafa verið á Reibor/Libor + 1,25 og án lán- tökugjalds, stjórnend- ur félagsins eiga von á sambærilegum kjörum nú.“ Þannig byggði lánveitingin til Eignarhaldsfélags Samvinnu- trygginga á svipuðum forsendum á lánveitingin til Skinneyjar-Þinganess, fjölskyldufyrirtækis formanns Fram- sóknarflokksins, sem átti í viðskipt- um við Samvinnutryggingar og var meðal annars stýrt af þingmönnum Framsóknarflokksins. Viðskiptin við Samvinnutryggingar spegluðu því viðskiptin við Skinney-Þinganes. Banki Framsóknarflokksins Stundum hefur verið sagt að hugsun- in á bak við einkavæðinguna hafi ver- ið sú að ríkisstjórnarflokkarnir hafi viljað skipta ríkisbönkunum upp á milli aðila sem voru þeim þóknanleg- ir, að Björgólfsfeðgar hefðu fengið að kaupa Landsbankann fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins og að S-hópur- inn hefði fengið að kaupa Búnaðar- bankann fyrir tilstuðlan Framsóknar- flokksins. Sú kenning er líklega ekki langt frá sannleikanum. Hins vegar þá liggur líka ljóst fyr- ir að aðgengi fyrirtækja tengdum Framsóknar- flokknum að lánsfé var mikið í Lands- bankanum, bæði fyrir einkavæðingu bankanna og eins eftir hana. Fyrir- tæki tengd Fram- sóknarflokknum voru því með góða stöðu í báðum bönk- unum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Gott aðgengi Félög tengd Framsókn, þar á meðal Kaupfélag Skagfirðinga, sem stýrt er af Þórólfi Gíslasyni, voru með gott aðgengi að lánsfé í Landsbankanum. „Mjög hæpið að takist verði að kreista út lántokugjald. Traustir viðskiptavinir Eignarhaldsfélag Samvinnu- trygginga naut svipaðra lána- kjara og Skinney-Þinganes, fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar, í Landsbank- anum og voru félögin tengd saman í bankanum. „Ég vildi bara vera „on the safe side“ og bara lokaði þessu dæmi. leynigögn úr Landsbankanum– 2. hluti –

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.