Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 11
Fréttir 11 kominn inn á þing og vildi bara koma mér út úr þessu og sel þetta nokkurn veginn á kostnaðar­ verði inn í Landsbankann. Ég bara tók þetta yfir og hafði ekki tíma eða tækifæri til að leika einhvern pókerleik með fjár­ festingu upp á 30 milljónir og var því ekkert að bjóða þetta út eða bíða. Ég vildi bara vera „on the safe side“ og bara lokaði þessu dæmi.“ Landsbank­ inn bauð hins vegar ekki upp á líftryggingar frá Swiss Life lengi og erfið­ lega gekk að byrja að bjóða upp á tryggingarn­ ar. Til marks um þetta spurði Björgólfur Guðmundsson bankastjórann, Sigurjón Árnarson, að því í lok árs 2003 hvern­ ig gengi að selja tryggingarnar. Þetta kemur fram í fundargerð banka­ ráðs Landsbank­ ans í lok þess árs. Sigurjón sagði þá að verið að selja tryggingarnar og að unnið væri að „framtíðarlausn“ málsins. „For­ maður spurði um stöðu mála vegna Swiss Life. Sigurjón svaraði að sala trygginga frá þeim væri enn á fullri ferð og að unnið væri að framtíðarlausn málsins.“ Í viðtali við DV í mars 2012 sagði Sigurjón frá því hvern­ ig það kom til að hætt var að bjóða upp á tryggingar Swiss Life á Íslandi. Að sögn Sigur­ jón þá ákváðu forsvarsmenn Swiss Life að hætta viðskipt­ um við millilið Landsbankans í Bretlandi og fyrir vikið þá gat ís­ lenski bank­ inn ekki lengur boð­ ið upp á tryggingarn­ ar. „Þeir vildu loka bresku einingunni. Eftir það var ekki hægt að selja tryggingar þessa félags.“ Sigurjón sagði í við­ talinu að boðið hefði verið upp á tryggingar Swiss Life í 1 til 2 ár í bankanum. Viðskiptin við Guðlaug Þór reyndust því ekki hagstæð fyrir Landsbankann á endanum. n ingi@dv.is Helgarblað 2.–5. maí 2014 Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Svona keyptu þau 1.400 milljóna íbúðir Lengdu í láni hjá Landsbankanum sem komið var að gjalddaga I ngibjörg Pálmadóttir og Jón Ás­ geir Jóhannesson hyggjast kaupa íbúð (penthouse) á besta stað á Manhattan í New York,“ segir í beiðni frá Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í beiðni um lán upp á tæplega 1.400 milljónir króna til að kaupa penthouse­íbúð á Manhattan í ársbyrjun 2007. Umsókn­ in um lánið var tekin fyrir hjá Lands­ banka Íslands í ársbyrjun 2007 og var samþykkt. Þetta kemur fram í fundar­ gerð lánanefndar bankans sem DV hefur undir höndum. Með lánveitingunni greiddu Ingi­ björg og Jón Ásgeir upp rúmlega 600 milljóna króna lán sem tekið hafði ver­ ið í september 2006 til að kaupa aðra íbúð í sama húsi í New York í septem­ ber árið á undan. Tæplega 1.400 millj­ óna króna lánið var því til að þau gætu eignast báðar íbúðirnar, bæði pent­ house­íbúðina og eins íbúðina sem þau höfðu fjárfest í nokkrum mánuð­ um áður. Íbúðirnar eru í húsi við Gra­ mercy Park North á Manhattan. Fyrra lánið var á gjalddaga Fyrra lánið sem tekið hafði verið til að kaupa fyrri íbúðina var skammtíma­ lán og átti að greiðast í byrjun febr­ úar 2007. Í stað þess að greiða lánið upp sóttu Ingibjörg og Jón Ásgeir hins vegar um annað lán til að kaupa pent­ house­íbúðina. Eldra lánið var svo sameinað nýrra láninu. Um lánsbeiðnina segir í fundar­ gerð lánanefndar bankans: „Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannes­ son hyggjast kaupa íbúð (penthouse) á besta stað á Manhattan í New York. Í september 2006 keyptu þau íbúð­ ina fyrir neðan þessa og fjármagn­ aði bankinn kaupin fyrir þau (lán LÍ 8,65 millj. USD). Þau óska nú eftir 11,5 millj. USD (ca. 810 m.kr. ISK) láni til kaupa á penthouse íbúðinni. Kaup­ verð er 14,25 millj. USD þannig að um 80,7% veðsetningu er að ræða. Óskað er eftir 20 ára láni með fyrstu afborg­ un 2009.“ Lengt í afborgun Því var lengt í afborgun á fyrra lán­ inu um tvö ár og breyttust lánakjörin þannig að skammtímalán upp á tæp­ ar 9 milljónir dollara varð að lang­ tímaláni upp á tæplega 14 milljónir dollara. Ingibjörg og Jón Ásgeir höfðu ætlað að gera fyrra lánið að langtíma­ láni en það var ekki gert. Með nýja láninu komust þau hjá því að greiða fyrra lánið upp og lengdu frestinn sem þau höfðu til að byrja að greiða afborganir um tvö ár. Í millitíð­ inni reið íslenska efnahagshrunið yfir. Landsbankinn tók íbúðina yfir Svo fór á endanum að Landsbank­ inn tók íbúðirnar tvær yfir vegna skulda. Þetta gerðist árið 2011 en það var Mynni ehf., dótturfélag Lands­ bankans, sem það gerði, samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu í lok síðasta árs. Ingibjörg og Jón Ásgeir höfðu þá sameinað íbúðirnar tvær í eina, sam­ kvæmt Viðskiptablaðinu, og búið til eina 750 fermetra íbúð með 200 fer­ metra svölum. Landsbankinn hefur reynt að selja íbúðina en það hafði ekki gengið sam­ kvæmt fréttinni í Viðskiptablaðinu í lok árs í fyrra. Uppsett verð fyrir íbúð­ ina er 14,9 milljónir dollara, rétt að­ eins hærra verð en lánið sem Ingi­ björg og Jón Ásgeir tóku til að kaupa íbúðirnar í byrjun árs 2007. n Íbúðirnar í New York Íbúðirnar sem Landsbankinn fjármagnaði fyrir Ingibjörgu og Jón Ásgeir eru í Gramercy Park í New York. Fengu lengri gjaldfrest Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir fengu endurfjár- mögnun á láni í Landsbankanum í ársbyrjun 2007 sem lengdi frestinn sem þau höfðu til að byrja að greiða af láninu. Lánið var vegna kaupa á íbúðum í New York. MYNd SIgtrYggur ArI „Óskað er eftir 20 ára láni með fyrstu afborgun 2009 „Þeir vildu loka bresku einingunni. Eftir það var ekki hægt að selja tryggingar þessa félags. Hættu viðskiptum Björgólfur Guðmundsson spurði Sigurjón Þ. Árnason að því hvernig gengi að selja tryggingarnar árið 2003. Skömmu síðar ákváðu forsvarsmenn Swiss Life að hætta viðskiptum við millilið Landsbankans í Bretlandi. Framhald á næstu síðu 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.