Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 16
Helgarblað 2.–5. maí 201416 Fréttir
Missti átján kíló á viku
n Ghasem hættur í hungurverkfallinu n Fleiri hælisleitendur hafa reynt það sama á síðustu árum
G
hasem Mohamadi, tvítug
ur hælisleitandi frá
Afganistan, missti rúmlega
fjórðung líkamsþyngdar
sinnar meðan á hungur
verkfalli hans stóð dagana 21. til 30.
apríl. Hann vó 65 kíló þegar hann
hætti að borða og drekka en var
kominn niður í 47 kíló þriðjudaginn
29. apríl. Eins og sjá má á mynd sem
ljósmyndari DV tók af Ghasem á
þriðjudag brá honum heldur betur í
brún þegar hann klæddi sig í buxur
sínar en þær voru eins og gefur að
skilja allt of stórar.
Ghasem var tvisvar sinnum
lagður inn á spítala á tímabilinu en
þar fékk hann blóðvökva í æð. Hann
byrjaði að drekka vatn á áttunda
degi hungurverkfallsins. Á miðviku
dag fékk hann loforð um fund í
innan ríkisráðuneytinu í næstu
viku og í tilefni af því fékk hann sér
súpu og hætti þannig í hungurverk
fallinu. Ghasem bað um það eitt
að hælisumsókn hans fengi efnis
lega meðferð hér á landi en hvort
sú verður raunin á ennþá eftir að
koma í ljós. Hanna Birna Kristjáns
dóttir innanríkisráðherra sagði á
fundi með mótmælendum á mánu
dag að hún hefði ekki vald til þess
að skipta sér persónulega af málum
einstaka hælisleitenda. Ráðuneytið
hefur þó gefið út að málið fái ein
hvers konar flýtimeðferð.
Flúðu talíbana
Í þau tvö ár sem Ghasem hefur
dvalið á Íslandi og beðið eftir svör
um hefur hann einungis farið í eitt
viðtal hjá Útlendingastofnun. Hann
óttast að verða sendur til Svíþjóðar
á grundvelli Dyflinnarreglugerðar
innar en þar hefur honum þegar
verið synjað um hæli. Ghasem kom
til Svíþjóðar árið 2010 en þar áður
hafði hann verið í Tyrklandi með
föður sínum og móður. Þau hurfu
sporlaust fyrir tilstilli smyglara sem
sjá um að koma flóttafólki á milli
landa í Evrópu. Hann hefur hvorki
heyrt né séð frá þeim síðan og veit
ekki hvort þau eru lífs eða liðin.
Ástæða þess að fjölskylda
Ghasems flúði Afganistan var sú
að faðir hans hafði tekið þátt í bar
áttunni gegn talíbönum í Maidan
Wardakhéraði. Árið 2008 hríð
versnaði ástandið í héraðinu og
talíbanar létu sífellt meira til sín
taka. Faðir Ghasems óttaðist að þeir
myndu hefna sín á honum með því
að ráðast á fjölskyldu hans en slíkt
er ekki óalgengt. Hann sá enga aðra
leið en að flýja með fjölskyldu sína,
fyrst til Írans þaðan sem þau fóru
til Tyrklands með fyrrgreindum
afleiðingum. Ghasem var sextán
ára og aleinn í ókunnu landi þegar
hann ákvað að reyna að komast til
Svíþjóðar. Það gekk eftir en þar var
honum síðar synjað um hæli eins
og svo mörgum öðrum.
Líkaminn étur eigin lifur
Ghasem er orðinn langþreyttur á
því að bíða eftir svari frá íslenskum
yfirvöldum. Hann biður um það
eitt að þau skoði mál hans, opni
möppuna svo að segja, en hér á
landi er mjög algengt að hælisum
sóknir þeirra sem hafa sótt um hæli
í öðru Evrópuríki séu ekki skoðaðar
efnislega og það þrátt fyrir að menn
bíði hér í fleiri ár. Hann er orðinn
ansi veiklulegur enda hefur hann
þegar misst heil átján kíló.
Á meðan innbyrðir vökva get
ur það lifað án matar í einn til tvo
mánuði. Þegar liðið er á aðra viku
eins og tilviki Ghasems er fólk þó
orðið mjög máttlítið, svimagjarnt
og á erfitt með að standa upprétt.
Ástandið verður hættulegra eftir
því sem lengri tími líður og þá getur
meira að segja verið hættulegt
fyrir fólk að byrja að borða aftur og
því þarf að gera slíkt í samráði við
lækni. Félagar Ghasems segja að
hann hafi farið hægt af stað þegar
hann byrjaði að borða aftur.
Næringarleysið hefur einnig sín
áhrif á heilann sem er orkufrekur. Á
Vísindavefnum er fjallað ítarlega um
áhrif hungurverkfalls á líkamann.
Þar kemur fram að eldsneytisgjafi
heilans og miðtaugakerfisins sé
að mestu leyti glúkósi og að þegar
hann klárist sé líkamanum vandi á
höndum. Amínósýrur eða grunn
einingar prótína geta hins vegar nýst
sem hráefni í glúkósaframleiðslu og
því byrjar líkaminn að ganga á eig
in prótín, til dæmis í vöðvum og
lifur, til að framleiða glúkósa fyrir
heilann. Vari ástandið of lengi, er
dauðinn vís.
Fleiri hungurverkföll
hælisleitenda
Ghasem er ekki fyrsti hælisleit
andinn á Íslandi sem grípur til þess
örþrifaráðs sem hungurverkfall
sannarlega er. DV ræddi við fyrrver
andi blaðamann frá Balkanskaga
sem fór í sextán daga hungurverk
fall á meðan hann dvaldi á gisti
heimilinu Fit á vormánuðum 2009.
Hann segir viðbrögð yfirvalda hafa
verið lítil sem engin. „Það eina sem
stóð eftir voru langvarandi veikindi
mín.“
Fjallað var um málið í Morgun
blaðinu þann 1. apríl 2009. „Þetta
tekur auðvitað á hann og við höfum
miklar áhyggjur af honum,“ sagði
Atli Viðar Thorstensen hjá Rauða
krossi Íslands í samtali við blaðið.
Maðurinn segir að hungurverkfall
ið hafi verið farið að taka verulega
á eftir tvær vikur: „Ég var algjör
lega uppgefinn, þetta var virkilega
ömur legt.“ Hann segir að það hafi
verið erfitt að byrja að borða á nýj
an leik. „Á þeim tíma var ég lítið
annað en skinn og bein og ég fékk
hryllilega magaverki þegar ég borð
aði.“ Þá segist hann hafa þurft á að
stoð læknis að halda þegar hann
borðaði fyrst um sinn.
Beðinn að hafna læknisaðstoð
Maðurinn var að mótmæla því að
hann fékk ekki atvinnuleyfi þrátt
fyrir að vera kominn með vinnu hjá
fiskvinnslufyrirtæki. Skilaboðin sem
hann fékk voru á þá leið að hann
gæti ekki fengið atvinnuleyfi vegna
efnahagsástandsins. Honum þóttu
skýringarnar ekki sannfærandi
enda var um að ræða vinnu sem
margir Íslendingar fúlsa við. „Ég var
ekki að biðja um mikið en það virtist
engin leið fyrir þau að koma til móts
við mig,“ segir hann. Síðar fékk hann
dvalarleyfi af mannúðar ástæðum
en hann býr og starfar á Íslandi í
dag. Hann segir afskipta og sinnu
leysi stjórnvalda í málefnum hæl
isleitenda hrópandi mikið. „Það er
eins og öllum sé sama.“
Mansri Hichem frá Alsír fór í
hungurverkfall á svipuðum tíma.
Morgunblaðið greindi frá máli
hans þann 11. maí 2009 en þá hafði
hann verið í hungurverkfalli í nítján
daga. Hann vildi að ósk hans um
hæli yrði afgreidd en hann hafði
þá þegar beðið hér á landi í tvö ár.
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur
hjá Rauða Krossinum, sagði mann
inn mjög kvalinn og ástand hans
alvarlegt. Þá vakti sérstaka athygli
þegar fulltrúar félagsmálayfirvalda
í Reykjanesbæ báðu Mansri um
að hafna allri læknisaðstoð, þegar
honum var sagt að skrifa undir eft
irfarandi plagg: „[É]g/undirritað
ur Hitchen Mansrif f.d. 16.12.1976
staðfesti hér með að ef ég verð
meðvitundarlaus í hungurverkfall
inu þá hafna ég allri læknisaðstoð.“
Í Samtali við Morgunblaðið sagði
sálfræðingur Rauða krossins að
þetta væri óneitanlega kuldalegt. n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Brugðið Ghasem var
brugðið þegar hann sá
svart á hvítu hversu
mikið hann hefur lést á
síðustu dögum en hann
hefur misst átján kíló.
Myndir Sigtryggur Ari
Útskýrði stöðuna Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og aðstoðamaður
hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, ræddu við mótmælendur í innanríkisráðuneytinu í vikunni.
Þar sagði Hanna Birna að hún gæti ekkert gert í einstaka málum hælisleitenda. „Á þeim tíma var
ég lítið annað en
skinn og bein og ég fékk
hryllilega magaverki
þegar ég borðaði.
Átján kíló Ghasem var 65 kíló þegar
hungurverkfallið hófst en var kominn niður í
47 kíló á þriðjudag.
Þreyttur Ghasem hefur meira og minna haldið sig í rúminu í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur.
„Það eina
sem stóð eftir
voru langvarandi
veikindi mín