Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Side 18
Helgarblað 2.–5. maí 201418 Fréttir
Betri Borg fyrir Börn?
n Vg boðar gjaldfrelsi n Píratar vilja fella niður skuldir n Deilt um tryggingu
DV tók púlsinn á áherslum flokkanna hvað varðar
dagvistun barna, kannaði sérúrræði á málefnaskrá
þeirra fyrir foreldra barna sem vantar dagvistun
eftir fæðingarorlof. Þá er spurt um raunhæfi kosn-
ingaloforða Vinstri grænna sem lofa gjaldfrjálsri
dagvistun barna í borginni.
kristjana@dv.is
P
íratar mæta fólki þar sem
það er statt. Grunnstefna
okkar er skýr þegar kemur
að persónufrelsi. Við teljum
að val og aðstæður foreldra eigi að
ráða. Að niðurgreiðsla til dagfor-
eldra og leikskóla valdi ójöfnuði er
óréttlætanlegt. Þjónustan skal vera
jafn dýr fyrir foreldra, enda væri þá
jafnvel um töluverðan sparnað að
ræða fyrir borgina þar sem niður-
greiðsluhlutfall til leikskóla er um-
talsvert hærra en til dagforeldra.
Það mætti því beita fjárhagslegum
rökum til að styðja þessa áherslu
fyrir þá sem hana kjósa.“
Hvar á að spara á móti?
„Við söknum ítarlegri umræðu
um hvar Vinstri græn myndu vilja
spara á móti. Einnig veltum við fyr-
ir okkur varðandi leikskólana hvort
VG væru til í að stíga skrefið til fulls
og lögfesta leikskólana sem fyrsta
skólastigið sem öllum börnum sé
skylt og hafi rétt á að sækja. Okkur
þykir skjóta ögn skökku við að setja
í forgang að gera ólögbundna þjón-
ustu gjaldfrjálsa og teljum að þetta
þyrfti að skoðast mjög heildstætt.
Óháð því hversu raunhæfar þessar
áherslur eru þá snúast okkar eigin
áherslur í þessum efnum um að
koma frekar til móts við það fólk
sem minnst hefur milli handa og
þarf mest á þjónustuniðurgreiðslu
að halda. Þar teljum við að for-
gangurinn ætti að vera.“
Vilja fella niður skuldir foreldra
Halldór segir Pírata í velferðar-
stefnu sinni leita eftir mannúð-
legum leiðum til að hjálpa fólki að
greiða niður eða fella niður skuldir
vegna dagvistunar.
„Í þessu myndi meðal annars
felast að börn væru ekki látin líða
fyrir skuldir foreldra sinna með
því að þeim yrði til að mynda neit-
að um þjónustu. Einnig segir í
stefnunni að gerð verði úttekt á
úrræðum fyrir börn og ungmenni
í vanda og fjölskyldur þeirra til að
samræma upplýsingar og þjónustu
og efla stuðning, sem og að aðkoma
fjölskyldna að mótun úrræða skuli
efld. Í skólamálum styðjum við
líka við aukna aðkomu foreldra að
skólaumhverfinu og náminu og við
aukið sjálfstæði skólanna sjálfra.“
S
óley Tómasdóttir segir
áherslu lagða á að öllum
börnum standi borgarrekin
leikskólamenntun til boða
um leið og fæðingarorlofi lýkur.
„Við teljum brýnt að samfélagið
axli ábyrgð á börnum á öllum aldri
í samvinnu við foreldra. Þannig
má í raun segja að þessar áhersl-
ur snúist ekki um dagvistun, held-
ur menntun barna, enda er leik-
skólinn fyrsta skólastigið.“
Hún segir óásættanlegt að
stjórnvöld skilji börn eftir í
tómarúmi og axli ekki ábyrgð á úr-
ræðum fyrir þau frá því fæðingaror-
lofi lýkur fram til tveggja ára aldurs.
„Vinstri græn hafa ætíð lagt ríka
áherslu á lengra fæðingarorlof og
að borgarrekinn leikskóli taki við að
því loknu. Í ríkisstjórnartíð Vinstri
grænna var fæðingarorlofið lengt í
12 mánuði með lagasetningu. Nýr
meirihluti á Alþingi afnam hins
vegar lögin.
Í dag hafa foreldrar val um að
senda börn sín til dagforeldra eða
á einkarekna ungbarnaleikskóla.
Vinstri græn hafa engin sérstök
áform um að afnema þá valkosti –
heldur axla samfélagslega ábyrgð
og auka val foreldra.“
Þjónustutrygging stuðlar að
misskiptingu
Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til
að teknar verði upp þjónustu-
tryggingar. Þeim úrræðum hafna
Vinstri græn alfarið enda stuðli
þær að aukinni misskiptingu. „Í
nágrannalöndunum hafa slík-
ar greiðslur reynst stuðla að auk-
inni misskiptingu, börn innflytj-
enda og fólks með lægstu laun hafa
síður notið leikskólamenntun-
ar auk þess sem greiðslurnar hafa
dregið úr atvinnuþátttöku kvenna.
Reykjavíkurborg á að bjóða upp á
menntun fyrir öll börn óháð efna-
hag og kerfið á í heild sinni að stuðla
að auknu jafnrétti og jöfnuði.“
Börnin framar einkabílnum
Hún segir kosningaloforðin raun-
hæf og snúist um að fjárfesta í hag-
sæld og jöfnuði barna og barnafjöl-
skyldna.
„Í stað hefðbundinna fjár-
festinga eða framkvæmda á borð
við virkjanir og mislæg gatnamót í
þágu einkabíls eða stóriðju. Okkur
þykir bæði raunsærra og brýnna
að borgin forgangsraði í þágu
barna í stað einkabíla.“
Óréttlát, flöt skattheimta
Hún rökstyður mál sitt og segir
Vinstri græn hafa gert áætlun til
fjögurra ára til að innleiða gjald-
frelsið. „Með auknu fjárframlagi
upp á 750 milljónir á ári getum við
lækkað gjaldskrárnar um 25% ár-
lega og afnumið innheimtu alveg
árið 2018. Í samhengi hlutanna
eru 750 milljónir ekki há upphæð
og á hverju ári eru færðar miklu
hærri upphæðir fram og til baka
innan borgarkerfisins án þess að
nokkur verði þess var eða spurt sé
hvort það sé „raunhæft“. Rammi
skóla- og frístundasviðs jókst
um 1.400 milljónir milli áranna
2013 og 2014 af ýmsum ástæðum
án þess að nokkur hafi efast um
raunsæi eða rekstrarhæfi borgar-
sjóðs.
Stefna Vinstri grænna er fyrst
og fremst ábyrg. Afnám óréttlátrar
og flatrar skattheimtu í formi
gjaldheimtu fyrir leikskóla, grunn-
skóla og frístundaheimili mun
leiða til sanngjarnara samfélags,
minni fátæktar og aukins jöfnuð-
ar. Það er löngu tímabært.“
Vilja uppbyggingu
eftir niðurskurð
Stefnuskrá Vinstri grænna varðar
að stærstum hluta börn og barna-
fjölskyldur. Sóley segir tíma til
kominn að þjónusta og rekstur
borgarinnar taki aukið mið af þörf-
um og vilja barna, sama hvort um
er að ræða almenningssamgöng-
ur, stígakerfi, menningarstofnanir,
velferðar- eða húsnæðismál.
„Eftir erfitt kjörtímabil niður-
skurðar og sameininga á skóla-
og frístundasviði þarf sérstaklega
að hlúa að starfsfólki, skapa frelsi,
kjör og starfsaðstæður til skólaþró-
unar og tilraunaverkefna og raun-
verulegt samráð um stefnumót-
un. Við verðum að fara í sérstaka
stefnumótun um frítímaþjónustu
borgarinnar og gæta þar sérstak-
lega að starfi fyrir 10–12 ára börn
og 16–18 ára ungmenni sem lengi
hafa setið á hakanum.“
Stjórnvöld skilja börn
eftir í tómarúmi
Sóley Tómasdóttir, oddviti VG
Ójöfnuður er
óréttlætanlegur
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata
Þjónustutrygging jafnar
o
kkar helstu áherslur í þessum
málaflokki er að bjóða barna-
fjölskyldum í Reykjavík
upp á fjölbreytt úrræði eft-
ir að fæðingarorlofi lýkur. Sum-
ar fjölskyldur fá góða þjónustu, aðr-
ar enga. Þessu viljum við breyta með
þjónustutryggingu sem gefur foreldr-
um frelsi til að velja það sem börnun-
um er fyrir bestu hvort sem það er val á
dagforeldri, ungbarnaleikskóla eða til
dæmis nánustu fjölskyldumeðlimum.
Þjónustutrygging mun jafna kostnað
foreldra og auka valfrelsi.
Biðlistar eftir plássi á leikskóla eru
vandamál sem verður ekki leyst með
því að gera leikskólann gjaldfrjálsan.
Það þarf að fjölga úrræðum fyrir for-
eldra sem eru að ljúka fæðingar orlofi,
og það ætlum við að gera. Það teljum
við að hægt sé að gera með öflugri
þjónustu dagforeldra, ungbarnaleik-
skóla og ungbarnadeildum á leikskól-
um. Það verður að jafna muninn á
milli þess sem fólk borgar fyrir dagfor-
eldri og leikskólann. Með þjónustu-
tryggingu búum við til raunverulegt
val. Þess ber að geta að hlutur foreldra
í leikskólagjöldum lækkaði í stjórnar-
tíð Sjálfstæðisflokksins.“
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks