Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 19
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Fréttir 19
Betri Borg fyrir Börn?
V
ið viljum leita allra leiða
til að brúa bilið á milli
fæðingarorlofs og leik
skóla. Við erum talsmenn
þess að fæðingarorlof sé lengt
og berjumst fyrir því á þingi. Hér
í borginni þá viljum við styðja
áfram við dagforeldrakerfið og
byggja á ungbarnaleikskóla,
ásamt því að byggja upp yngri
barna deildir við starfandi leik
skóla með það að markmiði að
tryggja börnum vist haustið sem
þau eru orðin 18 mánaða.“
Hann segir sanngjarnt verð á
mikilvægri þjónustu kappsmál.
„Við erum með góða þjónustu
á lægra verði en önnur sveitar
félög, ríkulega systkinaafslætti og
tökum gott tillit til námsmanna
og einstæðra foreldra. Ef foreldr
ar yrðu spurðir hvort væri mikil
vægara að efla leikskólastarfið á
allan hátt, taka börn inn yngri á
leikskólana, standa vörð um góð
ar starfsaðstæður og kjör starfs
fólks leikskóla – eða gera allt
gjaldfrjálst, þá held ég að foreldr
ar vilji frekar efla leikskólana sem
frábærar menntastofnanir, með
góðan aðbúnað og ánægt starfs
fólk. VG veit eins og aðrir að þrír
milljarðar eru ekki auðfundnir í
rekstri þar sem við höfum þurft að
horfa í hverja krónu. Þetta er eins
og með skattalækkunarloforð.
Eigum við ekki að bíða eftir áætl
un þeirra um hvar eigi að skera
niður á móti áður en við tökum
afstöðu til þessara hugmynda.“
Styðja við dag-
foreldrakerfið
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar
S
igurður segir Bjarta framtíð
vilja hafa áherslur í málefnum
barna; skapandi, skemmti
legar, fræðandi og nærandi án
þess þó að tiltaka sérstaklega hvaða
leiðir séu farnar til þess að skapa
þeim þær aðstæður að öðru leyti en
að koma til móts við kennara þeirra
og dagforeldra. „Börn eru okkar við
kvæmustu borgarar og koma þarf til
móts við þeirra mismunandi þarfir.
Á sama máta þarf að koma til móts
við kennara þeirra og dagforeldra,
svo þeir hafi tólin til að skapa þeim
og sjálfum sér fullnægjandi starfs
umhverfi.“
Raunhæf loforð –
Skjóta sig ekki í fótinn
Þá segir hann Bjarta framtíð stíga
varlega til jarðar hvað varðar lof
orð til foreldra sem eru að koma úr
fæðingarorlofi en hafi opinn huga
gagnvart hugmyndum. Í flokknum
sé ríkur vilji til að leysa vanda yngstu
þegna borgarinnar og raunhæf lausn
gæti falist í að auka framlag borg
arinnar í daggæslu 18–20 mánaða
gamalla barna.
„Þó við vonumst til að komast í
stöðu til að gera úrbætur, þá má svo
auðveldlega skjóta sig í fótinn fyr
irfram með of niður njörvaðar úr
lausnir.
Aftur á móti gerum við okkur fylli
lega grein fyrir þeim vanda sem snýr
að yngstu þegnum borgarinnar og
við setjum okkur skýrt markmið að
taka algerlega til í dagvistarstiginu á
kjörtímabilinu, fáum við tækifæri til
þess. Og það má algerlega kalla það
skýrt loforð sem má rukka okkur um.
Meðal raunhæfra lausna til
skamms tíma má meðal annars
nefna aukið framlag borgarinnar til
daggæslu 18–20 mánaða gamalla
barna og eldri. Og til langtíma að
taka börn fyrr inn í leikskóla. Á Al
þingi tala svo þingmenn Bjartrar
framtíðar fyrir lengingu fæðingaror
lofs.“
Gjaldfrelsi ekki efst
á forgangslista
Hann segir hugmynd Vinstri grænna
fallega og ekki óraunhæfa í sjálfu sér.
„En auðvitað er ekkert til sem heit
ir gjaldfrjáls leikskóli eða frístunda
vistun. Ekki frekar en að það sé til
eitthvað sem heitir gjaldfrjáls grunn
skóli, þótt hann sé það á blaði. Leik
skólagjaldið í Reykjavík er nú þegar
niðurgreitt um 85% og er það lægsta
á höfuðborgarsvæðinu. Við gerum
okkur samt sem áður grein fyrir
því að þetta gjald tekur í budduna
hjá mörgum, en afnám gjaldsins er
ekki efst á forgangslista okkar. Ekki
í samanburði við vandamál eins og
til dæmis bilið milli fæðingarorlofs
og leikskóla sem og starfsumhverfi
þeirra.“
Vilja hlusta á börnin líka
Þá nefnir Sigurður að koma þurfi til
móts við kennara og foreldra þegar
kemur að kostum og göllum skóla
kerfisins og ekki megi gleyma að
hlusta á börnin. „Aldrei má gleyma
þeim sem kerfið á fyrst og fremst að
vera hannað fyrir: Börnin sjálf. Því þó
þau séu mörg ómálga, þá þýðir það
ekki að við eigum ekki hlusta á þau.“
Skemmtilegt, fræðandi og nærandi
Sigurður B. Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar
Börn í lausu lofti
Kosningaloforð flokk-
anna til barna borg-
arinnar eru misjöfn.
Lengst ganga Vinstri
Græn sem setja málefni
barna á oddinn og boða
gjaldfrjálsa leikskóla og
vist fyrir börn að loknu
fæðingarorlofi foreldra.
mynd eyþóR áRnaSon