Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 36
Helgarblað 2.–5. maí 201436 Fólk Viðtal H ann er sonur hermanns og ólst að mestu leyti upp í Edinborg en fjölskyldan bjó meðal annars í Malasíu í tvö ár vegna starfs föður hans. Hann lék sér í borginni þar sem kastalinn stendur á hæðinni og vissi eilítið um eyjuna í norðri. Þó ekki mikið. „Ég vissi að Ísland væri nor- rænt land þar sem talað var gam- alt tungumál. Ég vissi að þar væri sérstök hestategund sem kallaðist íslenski hesturinn og að flestir íbúar hefðu aðgang að heitu vatni frá hverum sem mér fannst vera mjög forvitnilegt. Svo vissi ég að Ís- lendingar seldu mikið af fiski. Búið,“ segir Mikael á næstum því lýtalausri íslensku. Örlítill hreimur. Gullið tækifæri Árin liðu og Skotann dreymdi um að verða leikari eða leikstjóri. „Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð hvort ég ætti að verða leikari eða leikstjóri eða hvort ég ætlaði að vinna í kvik- myndum, sjónvarpi eða sviði. Ég þurfti tilbreytingu og að komast frá Skotlandi til að ákveða mig.“ Auglýsing í stúdentablaði vakti athygli Mikaels, sem þá var kallað- ur Bruce Mitchell. Auglýst var eftir fólki í fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum – á litlu eyjunni við eyjuna stóru í norðri þar sem hann vissi að væri sérstök hestategund. Um var að ræða þriggja mánaða samn- ing, skaffa átti húsnæði og boðið yrði upp á eftirvinnu. „Meira vissi ég ekki. Ég sagði við sjálfan mig að þetta væri gullið tækifæri þar sem ég kæmist ekkert í samband við leiklist þar og þá gæti ég hugsað mig um.“ Til sjós Þetta var árið 1964 og enginn vissi að fjallið á eyjunni myndi gjósa nokkrum árum síðar. Þá var allt í rólegheitunum. Bruce fékk jú ókeypis húsnæði í Eyjum og hann stóð í þrjá mánuði við færiband og mokaði fiskinum á færibönd, staflaði saltfiski og vann í frystiklefa. „Ég var alltaf að fresta brottför til að læra að vera Íslendingur og þá þurfti ég auðvitað að fara til sjós. Ég fór til Reykjavíkur þar sem ég fékk ekki pláss á báti í Vestmannaeyjum og réð mig á nýsköpunartogarann Egil Skallagrímsson RE 60. Það tók mig þrjá túra að læra grundvallar- atriðin í sjómennsku. Ég fór aftur til Eyja, vann smávegis í fiskvinnslu og fékk svo pláss á báti.“ Á sjómannaballi Bruce fór á sjómannaball þar sem hljómsveitin Logar lék fyrir dansi. Þar var stödd íslensk kona, Hanna Mallý Jóhannsdóttir, og hann bauð henni upp. „Við pössuðum mjög vel saman; hún talaði ensku og ég kunni svo lítið í íslensku á þeim tíma. Ég bauð henni nokkuð oft upp þetta kvöld og við ákváðum að hittast aftur eins og gengur.“ Bruce og Hanna gengu í hjóna- band þremur árum síðar og eign- uðust tvær dætur, Rósu og Bjarndísi Helenu. Barnabörnin eru sex. Hjónin skildu árið 1990 en lög- skilnaður gekk í gegn fjórum árum síðar. Afkomendur þeirra búa á Íslandi og kemur Mikael reglulega í heim- sókn. Setti upp leikrit Aftur til sjöunda áratugarins. Mikael, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt og þar með nýtt nafn, og Hanna fluttu til Reykjavíkur þar sem dæturnar ólust upp. Hann setti um árabil upp leikrit hjá áhugamannaleikhúsum úti á landi auk þess að setja upp leik- rit í Reykjavík. „Fyrsta leikritið sem ég setti upp hér á landi var Hreppstjórinn á Hraunhamri; þetta er leikrit sem á að gerast á Íslandi á stríðsárunum. Ég lærði mikið um land og þjóð og söguna í gegnum þetta leikrit. Konan mín var þá mér til halds og trausts. Svo setti ég til dæmis upp Músagildr- una á Hvammstanga. Ég setti upp alls konar leikrit.“ Jú, alls konar leikrit – á Grundarf- irði, í Hrútafirði, á Eskifirði … Flutti fréttir á ensku Mikael hafði getað hlustað á BBC World Service á stuttbylgjunni þegar hann bjó úti í Eyjum en aðra sögu var að segja þegar hann var fluttur til Reykjavíkur; það gekk verr að hans sögn. „Ég vissi að boðið var upp á fréttir á ensku fyrir ferðamenn í útlöndum og fór niður á Skúlagötu 4 og talaði við dagskrárstjórann um þá hug- mynd að fluttar yrðu fréttir á ensku hér á landi á vegum RÚV. Mér var tjáð að þetta væri alls ekki ný hug- mynd en að útvarpið hefði ekki fundið neinn til að taka það að sér. Ég var spurður hvort ég myndi vilja taka þetta að mér? Ég þáði boðið og fékk æfingu í hálfan mánuð. Starfs- menn RÚV kenndu mér grunda- vallarfréttamennsku á þessum tíma.“ Úr varð að Mikael flutti fréttir á ensku næstu tvö árin. BBC vantaði fréttaritara í Reykja- vík í tengslum við komu skákmeist- aranna Bobbys Fischer og Boris Spassky árið 1972 og var bent á Mik- ael. Hann kom sér fyrir í Laugardals- höll, fylgdist með og flutti fréttir af gangi mála. „Þetta var eins og sirkus. Þetta var eins og leikhús til að byrja með. Það var hádramatískt hvernig þeir töluðu við hvor annan eða töluðu ekki saman; það var lítið talað. Það var gaman að þessu.“ Mikael var svo fréttaritari BBC í tveimur síðustu þorskastríðunum – 50 og 200 mílna stríðunum. Hann vann síðar hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna á Íslandi þar sem hann sá um fræðsluefni. „Þetta var, nota bene, á kaldastríðsárunum og Keflavíkurflugvöllur hafði ákaf- lega mikið að segja á þessu tímabili.“ Það varð úr að Mikael var boðið starf á vellinum þar sem hann var tals- maður hersins. Til Kenía Boltinn hélt áfram að rúlla og hann rúllaði beinustu leið út í heim. „Yfirmaður hjá Rauða krossinum á Íslandi bað mig á þessum tíma um að fara til Kenía á vegum alþjóða Rauða krossins í tengslum við hjálp- arstarfsemi og var verið að leita að upplýsingafulltrúa. Ég vissi ekkert um alþjóðlega starfsemi Rauða krossins. Ég fór á vegum League of Red Cross Societies (LRCS) fyrir hönd Rauða kross Íslands til starfa í norður hluta Kenía og Úganda. Þetta var þriggja mánaða ævintýri og fór ég á milli hjálparstöðva RK og miðlaði upplýsingum um störf þeirra til að- albækistöðvar LRCS í Genf. Ég ákvað að leita að starfi í tengslum við þró- unarvinnu á vegum alþjóðastofnana í stað þess að setja peninga í bauk góðgerðafélaga heima fyrir; ég sótti um störf sem beinlínis mundu koma mér í samband við þróunarvinnu úti í heimi.“ Það var í nóvember árið 1983 sem fjölskyldan flutti til Kenía. Mikael hóf síðan störf á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Fimm árum síðar kom til tals vinna í Namibíu en landið var þá að fá sjálfstæði frá Suður-Afríku en aðal- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York báðu starfsmenn stofnunarinn- ar að bjóða sig fram til aðstoðar. Svæðisstjóri í Namibíu „Þegar ég var stúdent í Bretlandi var ég handtekinn fyrir að mótmæla aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku og þetta var mikið mál fyrir mig. Ég vildi endilega taka þátt í að útrýma aðskilnaðarstefnunni svo ég sótti um.“ Mikael var orðinn svæðisstjóri á vegum Sameinuðu þjóðanna í Namibíu þegar landið hlaut sjálf- stæði. „Starfið var fólgið í því að sjá um að allt færi eftir settum reglum varð- andi frjálsar og óháðar kosningar. Kosið var um „tillagnaþing“ sem átti semja nýja stjórnarskrá. Ég vann með suðurafrískum stjórnsýslu- manni við að velja skráningarstaði kjósenda, sjá um að kosningafund- ir færu friðsamlega fram og síðar að stjórna hvernig við myndum nota starfsfólk SÞ á meðan kosningarnar stæðu yfir. Þetta þýddi að ég ók tugi þúsunda kílómetra með samstarfs- manni frá ríkisstjórn Suður-Afríku. Þetta fór að mestu friðsamlega fram. Við vorum aldrei í hættu nema kannski þegar við vorum á ferðinni. Það var langt á milli staða og lítil umferð og þegar heitt var gat maður sofnað við stýrið. Það kom aldrei fyr- ir mig en við misstum ellefu manns í bílslysum.“ Mikael og Hanna skildu á meðan þau bjuggu í Namibíu eða í ársbyrj- un 1990. Hún dvaldi í Kenía í nokkra mánuði og fór síðan til Íslands en dæturnar voru þá komnar heim. Mikael hélt áfram að sinna starfi sínu í Namibíu og einn daginn gekk inn á skrifstofu hans ung kona frá Chile, Alice Mackay-Schiodtz, köll- uð Alice Mackay, sem vann einnig hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún til- kynnti að bílnum sínum hefði verið stolið. „Það voru okkar fyrstu kynni.“ Þau hittust síðan aftur á balli sem svissneskir heilsugæslustarfsmenn, frá SWISSMED, héldu; hluti þeirra var að fara aftur til Sviss og það var ákveðið að halda kveðjuhóf með dansleik. Þá hittust Mikael og Alice aftur og hún bauð honum upp. Dansað var að þessu sinni við suðurafríska sveitatónlist. Hjartaáfall Hjartslátturinn var ekki eins og hann átti að vera og fékk Mikael hjartaáfall haustið 1990. Alice var þá að vinna í Róm á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún fór til Kenía, þar sem Mikael hafði flust aftur, til að sinna honum og þar sem læknir nokkur sagði Mikael að athuga hvort hann gæti farið í hjartaþræðingu næst þegar hann færi til London. „Það voru ekki gerðar hjartaaðgerðir í Kenía á þessum tíma. Alice spurði hvers vegna ég færi ekki strax til London. Ég fór þangað og hún til Rómar og í ljós kom að ég þurfti að fara í hjarta- aðgerð. Ég hafði fengið hjartaslag í september og þetta var í nóvember. Ég fór svo til Rómar þar sem ég Skotinn Michael Bruce Mackinnon Mitchell fékk nafnið Mikael Magnússon þegar hann varð íslenskur ríkisborgari árið 1969. Hann setti upp leikrit víða um land á vegum áhugaleikfélaga, flutti fyrstur manna fréttir á ensku í Ríkisútvarpinu, hann starfaði á Keflavíkurflugvelli og síðar flutti hann til Afríku þar sem hann starfaði á vegum Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna. Hann vann á vegum Sam- einuðu þjóðanna í Sarajevo þar sem hann upplifði hörmungar sem höfðu áhrif á sálina. Sprengjuregn og hleypt af byssum „Konum var vís- vitandi haldið í gíslingu og þeim nauðgað þangað til þær voru ekki bara ófrískar heldur of seint að fara í fóstur- eyðingu „Ég fór á eftirlaun þegar ég var sextugur í mótmælaskyni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.